Morgunblaðið - 22.05.2008, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.05.2008, Blaðsíða 20
neytendur 20 FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is Þeir eru líklega ófáir krakk-arnir sem bíða þess meðóþreyju þessa dagana aðskólastarfinu ljúki. Sumarið er jú á næsta leiti með sín fögru fyr- irheit og enginn lærdómur í næstum þrjá mánuði – bara leikur, útivera og tóm sumarsæla. Eða hvað? Málin snúa kannski öðruvísi við foreldrun- um sem þurfa að púsla saman sumar- dagskrá fyrir afkvæmin með tilheyr- andi kostnaði á meðan að þeir sjálfir fullnægja vinnuskyldunni. Sá siður að senda börn í sveit yfir sumartímann hefur að mestu lagst af. Þess í stað sendum við þau nú á nám- skeið og það verður að viðurkennast að úrvalið þetta árið er ekkert til að kvarta yfir. Er Ragna Rut grúskari? Sindri Snær leikari? Egill Örn skap- andi? Arna Ösp orkubolti? Ekkert mál, það er hægt að finna námskeið fyrir þau öll og upplýsingar um vel flest þeirra er að finna á vefsíðu Íþrótta- og tómstundasviðs Reykja- víkurborgar. Útivera og leikir Hefðbundin leikjanámskeið eru sí- gild sumarskemmtun og þetta árið eru þau haldin á vegum frístunda- heimila, félagsmiðstöðva og jafnvel kirkjunnar, a.m.k. bæði Nes- og Seljakirkju. Smíðaverkstæðin verða einnig á sínum stað sem og skóla- garðarnir, sem foreldrarnir muna e.t.v. eftir frá eigin æsku. Útilífsnámskeið skátafélaganna geta þá líka verið góður kostur fyrir vel virka krakka, en meðal viðfangs- efna eru stangveiði, náttúruskoðun og klifur. Það skyldi heldur ekki gleyma sumarbúðunum, þó að raunar sé þar víða fullbókað nú þegar. Fyrir huga og hönd Ekki hafa þó allir jafn gaman af ærslum og útiveru og kjósa sum börn að reyna frekar á hugann. Námskeið- ið Vísindakrakkar sem haldið er í húsdýragarðinum, þar sem hægt er að taka þátt í einföldum vísinda- tilraunum, höfðar þannig eflaust til margra. Tækni-lego er annar skemmtilegur möguleiki, en slík nám- skeið verða haldin í nokkrum grunn- skólum á höfuðborgarsvæðinu og verður þar unnið með rúm 100 kíló af tækni-legokubbum. Ekki skyldi heldur gleyma Háskóla unga fólksins sem er orðinn fastur liður í sumardagskrá margra ung- menna, þó strangt til tekið séu þátt- takendur eldri en svo að þeir þurfi gæslu. Skapandi skemmtun Margs konar listsköpun er þá ekki síðri sumarskemmtun. Þannig geta ritsmiðjur Borgarbókasafnsins reynst áhugaverður kostur fyrir þá sem hafa gaman af að tjá sig með rituðu máli og myndlistarnámskeið sem m.a. eru haldin á vegum Myndlistarskólans í Reykjavík, Hálendisferða og Ker- amiks fyrir alla henta líklega ekki síð- ur vel upprennandi listamönnum. Á námskeiðum fræðsludeildar Listasafns Reykjavíkur verður fróð- leik um listamennina Ásmund Sveins- son og Jóhannes Kjarval fléttað sam- an við dagskrána og Ljósmyndasafn Reykjavíkur gefur börnunum færi á að kynnast gömlum ljósmyndunar- aðferðum og jafnvel búa til sína eigin myndavél, Camera Obscura. Kvik- myndaskóli krakkanna er ekki síður spennandi kostur fyrir skapandi krakka og ekki ætti upprennandi leik- ara og söngvara að skorta tækifæri til að láta ljós sitt skína á einhverju leik- listarnámskeiðanna sem haldin verða í sumar. Saltur sær og dýralíf Sjómannsblóðið blundar í mörgu barninu og geta siglinganámskeið eins og þau sem Siglunes og Brokey, Sigl- ingafélag Reykjavíkur bjóða upp á verið skemmtilegur kostur fyrir verð- andi sægarpa. Þeir eru líka eflaust margir dýra- vinirnir sem njóta þess að taka þátt í Hana, krumma, hundi, svíni í Hús- dýragarðinum – en þegar er fullbókað á þau námskeið – þar gefst krökkun- um færi á að vinna með dýr garðsins auk þess sem farið er í skemmtilega umhverfisfræðslu. Reiðnámskeið vekja oft ekki síður lukku, enda þrá borgarbörnin mörg hver nánara sam- neyti við dýr en þéttbýlið býður upp á. Spriklandi íþróttaálfar Í huga vel flestra snýst sumar barnæskunnar hins vegar um útiveru, leiki og íþróttir. Íþróttafélögin sinna þessari þörf vel og bjóða upp á leikja- og íþróttanámskeið í vel flestum bæjarhlutum. Þar er bæði um að ræða íþrótta- og leikjanámskeið sem og sérhæfðari námskeið þar sem athygl- inni er beint að einhverri einni íþrótt umfram aðrar, t.d. frjálsum íþróttum, fimleikum, fótbolta eða sundi. Séu áhugamálin ennþá sértækari má síðan benda á golfnámskeið, hafnabolta í bland við amerískan fána- bolta, kínversku bardagaíþróttina Wushu, línuskauta og jafnvel list- skauta og íshokkínámskeið. Skólahreysti er meira að segja möguleiki fyrir börnin að spreyta sig á, sem og og sirkuslistir, jóga og dans. Það er ekki laust við að sumar- dvölin í sveitinni hljómi frekar dauf- lega hjá allri þessari upptalningu. Morgunblaðið/Sverrir Leiklist, hafnabolti eða jóga í sumar? Morgunblaðið/Jim Smart Morgunblaðið/Eyþór Í sól og sumri Þeir eru ófáir krakkarnir sem skemmta sér á leikjanámskeiðum yfir sumartímann. www.itr.is/sumar Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.