Morgunblaðið - 22.05.2008, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.05.2008, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2008 15 MENNING PULITZER-rithöfundurinn David McCullough hélt ræðu yfir útskrift- arnemendum úr Boston College ný- verið sem þótti sérlega áhrifamikil. Hann ræddi fræga setningu Kenne- dys: Spurðu ei hvað þjóðin getur gert fyrir þig, spurðu hvað þú getir gert fyrir þjóðina. Hann sagði tíma- bært að ungt fólk legðist á eitt við að útrýma orðfjandavírusnum – það yrði besta gjöfin til þjóðarinnar. Til að skýra mál sitt sagði hann: „Hvað ef Kennedy hefði sagt: „Spurðu þaddna ei skiluru hvað þjóðin getur gert fyrir þig, ókey, spurðu þúveist hvað þú getir sko gert fyrir þjóðina skiluru, nákvæmlega sko.““ Skiluru? ÚT er komin bókin Listen to Scandinavia. Þar er fjallað ít- arlega um lög og tónverk norr- ænna tónskálda. Bókin er ætl- uð menntaskólum, tónlist- arskólum og einstaklingum sem áhuga hafa á að kynna sér góða tónlist og æfa sig í því að hlusta og kryfja verk til mergj- ar. Í bókinni eru 37 tónverk eftir flest helstu tónskáld Norðurlandanna í hundrað ár, s.s. Sibelius, Grieg, Nielsen, Per Nörgård, Magn- us Lindberg, Arne Nordheim, auk íslensku tón- skáldanna Áskels Mássonar og Jóns Leifs, svo fá- ein skáld séu nefnd. Tóndæmin fylgja á tveim plötum. Edition Wilhelm Hansen gefur út. Tónlist Norræn tónlist til náms og greiningar Áskell Másson AÐ vita meira og meira, sýning á brotum úr sögu almennings- fræðslu á Íslandi í hundrað ár, verður opnuð almenningi í Þjóðarbókhlöðunni á morgun. Tilefni sýningarinnar er að nú eru 100 ár liðin frá því að Kennaraskóli Íslands tók til starfa og sömuleiðis er öld liðin frá setningu fyrstu fræðslulag- anna. Sýningin veitir innsýn í skólastarf, menntun og þróun kennarastéttarinnar og áhrif hennar á daglegt líf og samfélag. Sérstakur gaumur er gefinn að fram- lagi kennslukvenna og áhrifum þeirra á sam- félagsmynd liðinnar aldar. Sýningin verður opin kl. 9-17 virka daga og kl. 10-14 á laugardögum. Fræði Sýning um sögu skólastarfs Gamli Kenn- araskólinn GEOMETRIA heitir sýning Húberts Nóa, sem opnuð verð- ur í Gallery Turpentine á morgun. Þar má sjá verk frá tveggja ára vinnuferli; teikn- ingar frá mælipunktum, mál- verkamyndraðir í ferðaköss- um, frekari athuganir í framhaldi af myndröðum, en í sýningarskrá segir Húbert Nói um þær: „Snúnu verkin hlið við hlið tengi ég heilahvelunum sem hvort um sig endurspeglar einnig tvær hliðar rúmfræði, reikn- aða annars vegar og skynjaða hins vegar.“ Í myrkvuðu herbergi er sýnd kvikmynd af blásandi borholu en þær hefur Húbert myndað um árabil. Sýningin stendur til 14. júni. Myndlist Málverk og borhola hjá Húbert Nóa Húbert Nói Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is LISTASAFN Reykjavíkur efnir til umræðna og útgáfufagnaðar í kvöld kl. 20 í tilefni af útkomu tveggja bóka um unga íslenska listamenn sem hafa sýnt í safninu síðastliðin tvö ár. Annars vegar er bók um röð átta sýninga í D-sal Hafnarhúss, með verkum ungra listamanna, og hins vegar skrá á ensku fyrir sýninguna Pakkhús postulanna, sem markaði upphaf nýrrar sýningastefnu Lista- safns Reykjavíkur. Sýningaröðin í D-salnum hefur beint sjónum að listamönnum sem þegar hafa sýnt að mikils má vænta af þeim en hafa ekki enn sýnt verk sín í stærri söfnum landsins. Listamennirnir unnu með sýningarstjórum safnsins og gerðu flestir verk sérstaklega fyrir D- salinn. Nýtt hlutverk safna Ólöf K. Sigurðardóttir, deild- arstjóri fræðsludeildar Listasafns Reykjavíkur og sýningarstjóri nokk- urra sýninganna í D-salnum, segir að umræður muni beinast að því hvert skuli halda í framtíðinni í viðleitni safnsins til að kynna listamenn sem eru að kveðja sér hljóðs. Í grein sem Ólöf skrifaði í sýningarskrá D-salar sýninganna segir hún: „Söfn eru mikilvægur vettvangur myndlistar og hefur hlutverk þeirra þróast ört. Upphaflegt hlutverk listasafna er að safna þekkingu um myndlist, varð- veita hana, rannsaka og miðla. Með breyttum tímum og nýjum miðlum hafa söfnin tekist á hendur það hlut- verk að vera einnig vettvangur fyrir sköpun. Samtímalistasafnið er ekki lengur stofnun sem tekur við full- unnum listaverkum frá listamönnum sem hafa skapað þau á vinnustofum sínum og flytur þau inn í safnið til sýningar eða varðveislu. Nú er safnið í mörgum tilvikum rýmisleg og hug- myndaleg forsenda þess að listaverk verði til.“ Ólöf veltir fyrir sér orðum Sig- urðar Guðmundssonar myndlist- armanns frá því fyrir rúmum 20 ár- um þar sem hann líkir íslenska listamanninum við íslensku kart- öfluna; hann sé seinsprottinn, sýni fyrst hæfileika um fertugt og verði efnilegur um fimmtugt. Tvær mannsævir þurfi til að listamaðurinn nái fullum þroska. Ólöf segir að þessi texti Sigurðar hafi setið lengi í henni. „Ég fór að velta því fyrir mér hvort tímarnir væru ekki líka breyttir að þessu leyti, því söfn í dag vilja skapa ungu listafólki vettvang. Og ekki bara söfnin, það er áhugi á ungum myndlistarmönnum í myndlistar- samfélaginu og líka í samhengi út- rásarinnar og í þeirri agressívu stefnu sem hefur verið rekin í út- flutningi á íslenskri menningu. Ég þori varla að segja það, en á sinn hátt má tala um gróðurhúsaáhrif – lofthiti myndlistarinnar er hærri, gróskan meiri og kannski er jarðvegurinn frjósamari en oft áður. Möguleik- arnir eru fleiri og fólk nær því að kallast efnilegt fyrir fimmtugt,“ seg- ir hún. Gott að eiga yfirlit í bókunum Ólöf segir reynslu af Pakkhúsinu og sýningaröðinni í D-salnum vafalít- ið sérstaka fyrir hvern þeirra lista- manna sem þar sýndu. Vonandi komi viðbrögðin frekar í ljós á fimmtu- dagskvöldið, þar sem hugmyndir um áframhaldið verða ræddar. En hvernig finnst henni sjálfri hafa gengið. „Mér finnst hafa tekist vel til að því leyti að sýningarnar hafa verið góðar og flestir listamannanna hafa fengið fína athygli. Það er alltaf áskorun að sýna í því samhengi sem Listasafn Reykjavíkur er, og ég held að það hljóti að vera kærkomið tæki- færi fyrir alla listamenn. Útgáfa bók- anna er líka nauðsynleg. Það er ekki síður gott fyrir safnið og myndlist- armennina að geta tekið hlutina sam- an á þann hátt sem þar er gert og eiga slíkt yfirlit. Útgáfur sem þessar eru líka nauðsynlegar fyrir framtíð- ina þegar menn líta til baka og meta hlutina í sögulegu samhengi. “ Þátttakendur í umræðunum eru þau Hafþór Yngvason safnstjóri, Daníel Björnsson, sem var annar tveggja sýningarstjóra Pakkhússins, Karlotta Blöndal, sem sýndi í D- salar-verkefninu, og Ragna Sigurð- ardóttir myndlistargagnrýnandi og rithöfundur. Ólöf hefur umsjón með umræðunum og vænst er þátttöku allra listamannanna sem áttu verk á sýningunum og annarra gesta úr sal. Reiknað er með að umræðurnar taki klukkustund og boðið verður upp á veitingar að þeim loknum. Listamenn og kartöflur á breyttum tímum Útgáfufagnaður og umræður um sýningar ungra listamanna í D-sal Hafnarhúss Morgunblaðið/Kristinn D-salur Daníel Björnsson sýndi í D-salnum í vetur og var einnig annar tveggja sýningarstjóra Pakkúss postulanna. Hann talar í kvöld. STARFSFÓLKI Ljósmyndasafns Reykjavíkur í Grófarhúsinu hefur á liðnum vikum borist fjöldi bréfa frá erlendum unnendum Viggo Mor- tensen, en sýning á verkum hans verður opnuð annan laugardag. Einkum vill fólk vita hvort ljós- myndarinn verði sjálfur við opnun sýningarinnar. Hinn dansk-bandaríski Morten- sen sýnir verk sem hann kallar Skovbo. Mortensen hefur gefið út fjölda ljósmynda- og ljóðabóka en hann er kunnastur fyrir leik sinn, ekki síst í hlutverki Aragorn í Hringadróttinssögu. Mortensen mun stýra uppsetn- ingu sýningarinnar og verða við- staddur opnunina. Þá mun hann árita nýjustu bók sína Skovbo, sem gefin er út af útgáfufyrirtæki hans, Perceval Press. Mortensen væntanlegur Morgunblaðið/Einar Falur Styðja Skovbo María Karen Sigurðardóttir og Elín Sigfúsdóttir undirrit- uðu samning um stuðning Landsbankans við sýningu Mortensen. ♦♦♦ Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „ÞETTA er ráðning í ákveðið verk- efni, ekki ný staða,“ segir Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður, þegar hún útskýrir nýjung í starf- semi safnsins sem auglýst verður innan skamms. „Við höfum alltaf áætlað ákveðið fjármagn í kaup á verkum til Ljósmyndasafns Íslands sem er innan okkar vébanda. Það hefur verið mikilvægur hluti af söfn- unarstefnu Þjóðminjasafnsins. Söfn á Norðurlöndunum og annars staðar í heiminum leggja æ meiri áherslu á samtímasöfnun. Markmiðið með henni, út frá skilgreindum sjón- armiðum, er að fanga samtímann. Núna ætlum við að nýta það fjár- magn sem áður var notað í kaup á völdum myndum, hálfa milljón króna, í að verkefnaráða ljósmynd- ara. Við munum auglýsa eftir hug- myndum frá ljósmyndurum sem vilja takast á við það verkefni að fanga einhverja þætti í samtíma okkar á ljósmyndir, fyrir Þjóðminja- safnið.“ Margrét telur að þessi aðferð við val á samtímaljósmyndum geti gefið betri árangur en sú sem notuð hefur verið. „Ávinningurinn er marg- þættur að mínu mati: við fáum þeirra liðveislu í að greina samtím- ann og samfélagið í mynd, þeir fá tækifæri til að vinna spennandi verkefni fyrir Þjóðminjasafnið, og við sinnum vel því verkefni að dokú- mentera samtímann.“ Samtíminn á mynd Þjóðminjasafnið kynnir ljósmyndaverkefni ÓPIÐ, hið fræga og hrakta mál- verk, norska málarans Edvards Munchs kemur á ný fyrir almanna- sjónir í Ósló á morgun. Fjögur ár eru frá því að grímuklæddir ræn- ingjar stálu málverkinu og öðru verki listamannsins, Madonnu, úr Munch-safninu í dagsbirtu á opn- unartíma safnsins. Glæpurinn þótti venju fremur bíræfinn. Ári síðar tókst lögreglu að hafa uppi á verkunum, en þá var búið að skemma þau. Þrátt fyrir gríðarmikla lagfær- ingarvinnu sjást ummerki skemmd- anna enn á báðum myndunum, en bæði voru málverkin rispuð, auk þess sem Ópið er skaðað af vatns- skemmdum í vinstra horni að neð- anverðu. Ópið er tvímælalaust þekktasta málverk Munchs, og hafði það mikil áhrif á þróun expressjónisma í myndlist. Þá er verkið meðal þjóð- argersema Norðmanna. Haft er eftir forvörslumeisturum í Noregi, að ekki sé um annað að ræða en að bíða nýrrar tækni til að lagfæra þær skemmdir sem enn má sjá. Morgunblaðið/Einar Falur Ópið Málverk Edvards Munch. Ópið sýnt aftur í Ósló Margra ára við- gerðir að baki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.