Morgunblaðið - 22.05.2008, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Björn Björnssonfæddist í Reykja-
vík 9. apríl 1937.
Hann lést á Land-
spítala, Landakoti,
9. maí 2008. For-
eldrar hans voru
hjónin Björn Magn-
ússon, dr. theol.,
prestur og prófastur
á Borg á Mýrum, síð-
ar prófessor við Há-
skóla Íslands, f. 17.
maí 1904, d. 4. febr-
úar 1997 og Char-
lotte Kristjana Jóns-
dóttir, húsmóðir á Borg og síðar í
Reykjavík, f. 6. júní 1905, d. 3. sept.
1977. Systkini Björns voru: a)
Magnús, f. 19.6. 1928, d. 8.7. 1969,
maki Valgerður Kristjánsdóttir, f.
3.11. 1926, b) Dóróthea Málfríður,
f. 11.11. 1929, maki Birgir Ólafs-
son, f. 24.4. 1933, c) Jón Kristinn, f.
26.1. 1931, d. 21.5. 2003, maki Mar-
grét Dannheim f. 13.3. 1938, d) Ingi
Ragnar Brynjólfur, f. 11.7. 1932, d.
19.9. 2003, maki Jóna Aldís Sæ-
mundsdóttir, f. 20.7. 1934, e) Jó-
hann Emil, f. 26.6. 1935, maki Ing-
er Ragnarsdóttir Bjarkan, f. 23.5.
1937, f) Ingibjörg, f. 10.7. 1940,
maki Ólafur H. Óskarsson, f. 17.3.
1933 og g) Oddur Borgar, f. 19.8.
1950, maki Ásta Magnúsdóttir, f.
3.6. 1950.
Björn kvæntist 9.12. 1960 Svan-
heran School of Theology at Chi-
cago á haustmisseri 1981. Fékk
leyfi frá HÍ til að gegna starfi
fræðslustjóra Þjóðkirkjunnar 1991-
94.
Björn gegndi fjölda félags- og
trúnaðarstarfa á starfsferli sínum
og eru hér nefnd nokkur þeirra:
Formaður Bræðrafélags kristilegs
félags stúdenta 1958-59, í stjórn Fé-
lags háskólakennara 1970-71, í
stjórn Norræna sumarháskólans
1969-70. Í stjórn námsbrautar í al-
mennum þjóðfélagsfræðum frá
stofnun hennar 1971-75. Sat í Fé-
lagsmálaráði Reykjavíkur á tíma-
bilinu 1970 til 1990. Forseti guð-
fræðideildar HÍ í fjórgang. Í stjórn
Happdrættis Háskóla Íslands 1974-
83, í stjórn Guðfræðistofnunar HÍ
1975-88, forstöðumaður 1984-88. Í
stjórnskipaðri nefnd til að semja
lög um félagsþjónustu sveitarfé-
laga 1980-83. Í stjórnarnefnd
kirknasambands Norðurlanda
(Nordisk Ekumenisk Institut) 1982-
94. Í stjórn Siðfræðistofnunar HÍ
frá stofnun hennar 1988. Sat sem
fulltrúi guðfræðideildar HÍ á
Kirkjuþingi 1990-1994.
Björn var félagi í Vísindafélagi
Íslendinga. Var sæmdur ridd-
arakrossi hinnar íslensku fálka-
orðu 1. janúar 1994.
Eftir hann liggur mikið safn
greina og rannsóknarvinnu sem
snertir kristna siðfræði og þjóð-
félagsmál.
Útför Björns verður gerð frá
Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.00.
hildi Ásu Sigurð-
ardóttur, kennara, f.
9.12. 1938. Foreldrar
hennar voru Sigurður
Gísli Sigurðsson, dr.
med, landlæknir í
Reykjavík, f. 2.5. 1903,
d. 5.4. 1986 og kona
hans Bryndís Ásgeirs-
dóttir, húsfreyja, f.
4.2. 1905, d. 3.7. 1980.
Börn þeirra Björns og
Svanhildar eru Sig-
urður, fulltrúi, f. 30.4.
1961, d. 1.6. 2006,
maki Kristín Margrét
Bjarnadóttir, þjónustufulltrúi, f.
27.5. 1960 og Ingibjörg Elsa, jarð-
fræðingur, f. 22.5. 1966, maki Val-
geir Bjarnason, sérfræðingur hjá
Matvælastofnun, f. 16.6. 1954,.
Björn varð stúdent frá M.R. 1957.
Hann stundaði guðfræðinám við
University of Chicago, Divinity
School 1961-62, varð cand. theol. frá
Háskóla Íslands 1.6. 1963. Fram-
haldsnám í siðfræði og félagslegri
mannfræði við University of Ed-
inburgh 1963-66, doktorspróf
(Ph.D.) þaðan í desember 1966.
Björn var fulltrúi barnavernd-
arnefndar Reykjavíkur 1967-68, yf-
irmaður fjölskyldudeildar Félags-
málastofnunar Reykjavíkurborgar
1969-70. Skipaður prófessor í guð-
fræði við Háskóla Íslands frá 1. júlí
1969. Gistikennari við The Lut-
Með trega í hjarta kveð ég Björn
Björnsson, minn kæra tengdaföður.
Það var fyrir rúmum fjórum árum
sem við Ingibjörg Elsa, dóttir hans
fórum að fella hugi saman. Þá tókust
jafnframt góð kynni með okkur Birni
og Svanhildi, sem breyttust fljótt í
sanna vináttu. Því miður var Björn þá
farinn að kenna þess sjúkdóms sem nú
hefur lagt hann að velli.
Björn var gæddur miklum hæfileik-
um og var mjög dáður af nemendum
sínum í guðfræðinni. Sú aðdáun var
auðfundin í hvert sinn sem nafn
Björns ber á góma.
Björn hafði mjög gaman af íþrótt-
um og bar þar hæst áhuga hans á
knattspyrnu og handbolta. Áttum við
margar góðar stundir saman fyrir
framan sjónvarp þar sem við horfðum
á kappleiki og dáðumst að góðum til-
þrifum. Oft var fyrsta spurning hans,
þegar ég kom í heimsókn á Aragötuna,
hvort ég vissi um einhvern góðan leik í
sjónvarpinu.
Ég minnist einnig notalegra ferða
fjölskyldunnar í Kaffivagninn, sem
Björn hafði sérstakt dálæti á. Þangað
fórum við gjarnan um helgar og feng-
um okkur kaffi og meðlæti. Stundum
var skroppið í lengri bíltúr á eftir og
farið í göngutúr eða andað að sér
fersku sjávarloftinu úti við Gróttu. Á
þessum góðu stundum var gjarnan
stutt í kímnigáfuna og brosið.
Okkar gleðilegasta samverustund
var þegar við Ingibjörg giftum okkur.
Þá leiddi Björn dóttur sína að altarinu
í Hóladómkirkju, þar sem við vorum
gefin saman. Ég er stoltur af að hafa
eignast þau Björn og Svanhildi sem
tengdaforeldra og er þeim þakklátur
fyrir sína yndislegu dóttur.
Heilsu Björns hrakaði smátt og
smátt. Færni hans og líkamlegur
styrkur var í stöðugri afturför.
Læknavísindin hafa enn ekki fundið
lækningu við sjúkdómi Björns og ekki
reyndist auðvelt að tefja framgang
hans. Svanhildur lagði sig alla fram við
að hjúkra Birni og aðstoða á alla lund.
Hennar framgöngu verður ekki með
orðum lýst eða fullþökkuð. Síðustu
mánuðina dvaldi hann á Landspítalan-
um á Landakoti og naut þar alúðlegr-
ar umönnunar starfsfólks.
Ég vil þakka Birni innilega fyrir
samveruna. Blessuð sé minning hans.
Valgeir Bjarnason.
Í dag er til moldar borinn góður vin-
ur, mágur og svili. Fjölmargar minn-
ingar fylla hugann, flestar ljúfar en
aðrar ljúfsárar.
Tvær samrýndar systur vænta báð-
ar frumburðar síns og eftirvæntingin
er mikil. Hin yngri verður fyrri til,
Svanhildur og Björn eignast myndar-
legan dreng í apríllok en við hjónin
eignumst stúlku á þjóðhátíðardaginn.
Litlu frændsystkinin verða fljótt mjög
hænd hvort að öðru og bindast órjúf-
andi vináttuböndum. Síðar stækkar
hinn náni frændsystkinahópur og þeim
hjónum fæðist dóttirin Ingibjörg Elsa.
Margt varð til að styrkja vináttu-
böndin. Fjölskyldurnar áttu sameigin-
legt athvarf í unaðsreit foreldra systr-
anna í Laugarási í Biskupstungum og
nutu þess að dvelja þar saman. Við átt-
um þar margar góðar stundir þar sem
Björn, eða Bússi eins og hann var kall-
aður, var hrókur fagnaðar. Gjarnan
var tekið í spil og leiðbeindi hann okk-
ur þá oft á flóknum brautum bridds-
ins.
En lífið er ekki alltaf dans á rósum.
Það var þungt högg sem féll þegar
snemma varð ljóst að frumburður
þeirra Björns og Svanhildar, Sigurð-
ur, var haldinn sjúkdómi sem svipti
hann hreyfigetu og lagði hann að velli
aðeins 45 ára gamlan. Þau hjónin báru
þá byrði hetjulega og voru óþreytandi
að sinna drengnum. Hann unni mjög
landinu sínu og þau lögðu mikið á sig
að ferðast sem víðast með börnunum
sínum. Björn vílaði ekki fyrir sér að
bera son sinn á bakinu væri þess þörf.
Það létti þeim byrðina hve pilturinn
reyndist mikill baráttumaður sjálfur
og enn varð það til blessunar er hann
eignaðist yndislega eiginkonu, Krist-
ínu Margréti Bjarnadóttur, sem létti
manni sínum mjög lífsbaráttuna og
hefur reynst tengdaforeldrum sínum
einstaklega vel.
Björn var sjötti í röð átta systkina,
sex drengja og tveggja stúlkna. Hann
er fjórði bróðirinn sem látinn er. Eft-
irlifandi systkinum vottum við inni-
lega samúð.
Björn var gæddur leiftrandi gáfum.
Aðrir verða vafalaust til að tíunda af-
rek fræðimannsins Björns Björnsson-
ar. Við sem nutum samvista við hann
Bússa í daglegu lífi heilluðumst einnig
af greind hans. Hann unni góðri tónlist
og þau hjónin áttu gott safn tóndiska
sem gaman var að hlusta á með þeim.
Síðustu árin átti Björn við sívaxandi
heilsubrest að stríða. Ástvinir hans
hlutu í vanmætti að fylgjast með
flóknu og illskiljanlegu sjúkdómsferli
sem svipti hann smám saman lífsþrótti
og samskiptagetu. Allt til hins síðasta
mátti þó greina sterka, leiftrandi per-
sónu hans líkt og fanga í hrörnandi lík-
ama. Við trúum því að sú persóna sé
nú frjáls og laus við helsið sem henni
var hér búið.
Svanhildur var manni sínum sann-
arlega stoð og stytta í veikindum hans.
Hún annaðist hann heima svo lengi
sem unnt var og gekk við það jafnvel
nær sér en heilsa hennar sjálfrar
leyfði. Loks kom að því að ekki varð
umflúið að hann vistaðist á Landakoti
þar sem hann hlaut góða umönnun allt
til loka.
Síst má gleyma hlut Ingibjargar
Elsu, dóttur þeirra hjóna. Hún Inga
var honum Sigga bróður sínum alltaf
mikil hjálparhella. Hún hefur ásamt
manni sínum, Valgeiri Bjarnasyni, að-
stoðað Svanhildi eftir megni í veikind-
um Björns.
Elsku Svaný og Inga. Við vitum hví-
lík þolraun það hefur verið ykkur að
sjá á bak þeim feðgum báðum á innan
við tveimur árum. Megi Guð styrkja
ykkur í sorginni og veita birtu inn í líf
ykkar á ný.
Sigrún Erla Sigurðardóttir,
Páll Ásmundsson.
Það er orðið langt um liðið síðan við
krakkarnir sátum uppi á kontór á
Bergstaðastræti 56 og flettum þung-
um innbundnum Morgunblaðsmöpp-
unum. Minningarnar af Bestó eru fal-
legar, hlýjar og skemmtilegar. Ömmu
Charlottu sé ég fyrir mér glaðlega og
hlæjandi þar sem hún klappar saman
lófunum af gleði þegar hún tekur á
móti barnaskaranum. Afi Björn virðu-
legur og tekur þessum barnafjölda
með stóískri ró.
Jafnframt á ég minningar úr bíltúr-
um föðurfjölskyldunnar og þá Heið-
merkurferðum sérstaklega og auðvit-
að úr Lindarbrekku, sumarbústaðn-
um okkar þar sem hjarta stórfjöl-
skyldunnar slær hvað sterkast.
Þegar ég hugsa til baka til Björns
föðurbróður míns, sem af fjölskyld-
unni var kallaður Bússi, þá minnist ég
hans einmitt helst fyrir dugnað hans
og vilja þegar hann var að bera Sigurð
son sinn á bakinu upp brekkuna að
Lindarbrekku. Siggi var jafnaldri
minn en hann lést fyrir tæpum tveim-
ur árum og var mikil eftirsjá í þeim
góða dreng.
Ég kynntist Bússa frænda á annan
hátt þegar ég sat hjá honum siðfræði-
námskeið í Guðfræðideild HÍ en það
var með síðustu námskeiðum sem
hann kenndi við deildina. Þá var eig-
inlega ekki viðeigandi að kalla hann
Bússa þar, virðulegan prófessorinn,
en mér varð stundum „fótaskortur“ á
tungunni en hlaut að sjálfsögðu ekkert
bágt fyrir. Það var sérstök staða að
vera allt í einu nemandi frænda síns.
Kvíðinn sem því hafði fylgt í upphafi
rauk þó út í veður og vind eftir fyrstu
kennslustund. Prófessor Björn var
jafneinlægur í kennslustund og hann
var sem Bússi frændi. Áhugi hans
var smitandi og hafði hann í boði allt
það nýjasta í fræðunum. Skemmti-
legast var þegar við fórum saman
hópurinn í sólarhringsferð í Skálholt
og héldum hálfgert siðfræðimálþing
fyrir hvert annað þar sem Bússi
stjórnaði að sjálfsögðu faglega og af
alúð.
Mogginn kemur enn út og það eru
meira að segja sömu skrípómynda-
fígúrur og voru þegar ég var sex ára.
En margt er breytt og margir hafa
kvatt. Nú erum við að lesa minning-
argreinar um Bússa frænda, amma
og afi fallin frá fyrir þó nokkru síðan,
tvö af barnabörnunum sem amma tók
brosandi á móti ásamt afa, eru nú
komin í faðm þeirra í vistarverum
Guðs þar sem eru örugglega kontór-
ar og fínar stofur þar sem vel fer um
þau öll.
Pabbi kvaddi langfyrstur og bræð-
urnir hans pabba hafa verið að kveðja
einn af öðrum. Eftirlifandi systkini
og við öll upplifum að skarðið er að
stækka í þessum sterka og samstillta
systkinahópi.
Hugurinn er hjá þeim auk Svanýj-
ar, Ingu og tengdabarna. Svaný hef-
ur alla tíð komið mér fyrir sjónir sem
elskuleg og blíð „frænka“ og það var
yndislegt að kíkja í heimsókn til
hennar og Ingu á Aragötuna nú fyrir
stuttu. Fá „serverað“ kaffi úr gömlu
bollunum hennar ömmu og ég er ekki
frá því að ég hafi fundið Bestólykt af
þeim!
Við Tryggvi ásamt börnum, systk-
ini mín og fjölskyldur þeirra og síðast
en ekki síst Vala móðir mín óskum
þess að Guð leiði ykkur og veri með í
sorginni og birti um leið veginn ljóss
og vonar.
Jóhanna Magnúsdóttir.
Enn hefur bróðir horfið yfir móð-
una miklu úr stórum systkinahópi.
Magnús, fæddur 1928, lést 1969, Jón,
fæddur 1931 lést vorið 2003 og Ingi,
fæddur 1932 lést að hausti 2003. Og
nú hefur Björn bróðir lokið ævigöngu
sinni. Hann hafði um alllangt skeið
átt við erfið veikindi að stríða, park-
inson-sjúkdóm sem smátt og smátt
dró úr honum þrótt þannig að hann
var ekki lengur sá leiftrandi og mál-
snjalli persónuleiki sem hann áður
var, kímniglampinn í augunum varð
æ sjaldséðari, frumkvæði til athafna
slokknað. Þannig getur þessi illvígi
sjúkdómur leikið menn, þannig lék
hann bróður minn.
Við leiðarlok rifjast upp minning-
ar. Minningar frá æskuárum á Borg
á Mýrum og uppvexti í Reykjavík.
Við vorum samrýndir í gegn um lífið,
við Bússi, eins við kölluðum hann
okkar á milli systkinin. Ég minnist
þess frá Borg þegar Magnús afi kall-
aði á okkur Bússa að koma inn að
lesa, við lærðum saman að lesa undir
ströngum aga afa, þótt tvö ár að-
skildu okkur og stautuðum okkur í
gegnum smátt letur í Nonna og
Manna. Við fluttum til Reykjavíkur
haustið 1945, fjölskyldan var stór og
föðurafi og móðuramma bjuggu
heima og það var þröngt um allan
hópinn á Bergstaðastrætinu.
Þegar Bússi var 9 ára fór hann í
sveit að Laxfossi, til Jóns Snorrason-
ar bónda sem þar bjó ásamt systrum
sínum tveim. Auðvitað langaði mig
líka í sveit. Ég fékk hálfs mánaðar
sumarfrí frá blaðburði, fór að Lax-
fossi og hjálpaði til við heyskap, að
sækja kýr og moka flór. Það var
skemmtilegur og eftirminnilegur
tími. Bússi var síðan á Laxfossi á
sumrin fram yfir fermingu.
Við Bússi ásamt konum okkar og
börnum fórum saman í ferðir um
landið nokkur sumur, norður á
Strandir, vestur á firði og austur á
land. Sumarið 1971 heimsóttum við
fyrrverandi vinnufélaga og góðan
vin, Helga Þórarinsson bónda í Æð-
ey. Það var ævintýraleg ferð sem
seint gleymist.
Bússi átti létt með nám og stóð sig
með ágætum í skóla og eignaðist
marga góða vini og félaga. Hann
hafði ríka kímnigáfu og kunni ein-
staklega vel að koma í orð skemmti-
legum sögum af mönnum og málefn-
um, var oft hrókur alls fagnaðar
meðal vina og í fjölskylduboðum.
Síðustu vikur dvaldi Bússi á Land-
spítala, Landakoti, veikindi hans ollu
því að hann varð að njóta mikillar
þjónustu og umönnunar. Við systk-
inin leituðumst við að létta honum líf-
ið með heimsóknum og að taka hann
með í bíltúra eða heim í kaffi. Síðasti
bíltúr okkar var hinn 1. maí sl., þá ók
ég út í Örfirisey að skoða þær gíf-
urlegu breytingar sem þar hafa orð-
ið, allar þessar stóru byggingar og
verslanir. Við rifjuðum upp okkar
fyrstu ferðir út í Örfirisey vorið 1946,
þá varð maður að sæta lagi vegna
sjávarfalla að komast eftir mjóum
steingarði út í eyjuna!
Kallið kom miklu fyrr en við áttum
von á. Hann var illa haldinn af sjúk-
dómnum og í raun engin von um bata
eða betra líf. En samt heldur maður
alltaf í vonina, bíður eftir hinu
ómögulega, vill ekki viðurkenna ósig-
urinn.
Við vottum Svanhildi og Ingi-
björgu Elsu innilega samúð. Far þú í
friði, bróðir minn, friður Guðs fylgi
þér.
Jóhann Emil.
Við kynntumst allir ungir og á
fyrsta ári í MR urðum við óaðskilj-
anlegir vinir, Björn Björnsson, Þórð-
ur Þorbjarnarson og þeir sem þessar
línur rita. Við hittumst nær daglega,
gerðum flesta hluti saman og þrír
okkar giftust bekkjarsystrum úr
MR, þar á meðal Björn. Við minn-
umst skemmtiferðar norður í land að
loknu stúdentsprófi. Þar ræddum við
framtíðina og ákváðum að engir okk-
ar skyldu feta sömu menntabrautina.
Björn ætlaði að læra guðfræði og
stefna að því að verða kennari við
guðfræðideild eins og faðir hans.
Hann var mikill námsmaður og vildi
eignast víðan sjóndeildarhring. Auk
náms hér heima lærði hann guðfræði
við Chicago University í heilan vetur
en slíkt var mjög óvenjulegt á þess-
um tíma. Hann lauk guðfræðiprófi
frá Háskóla Íslands árið 1963 með
ágætiseinkunn og hæsta prófi sem
tekið hafði verið við deildina fram að
því. Stundaði síðan framhaldsnám við
háskólann í Edinborg og lauk dokt-
orsprófi þaðan 1966. Minnist einn
okkar þess að hafa fengið bréf frá
einum félaganna þar sem sagði að
Björn stundaði nú doktorsnám og
safnaði gögnum með því að hlera í
svefnherbergjum Skagamanna.
Nefndist ritgerðin „The Lutheran
Doctrine of Marriage in Modern Ice-
landic Society“ og var síðan gefin út.
Hlaut hún mikið lof og var af einum
ritdómara talin tímamótaverk í ís-
lenskri guðfræði. Við félagarnir
leyfðum okkur að draga efni hennar
saman á þennan hátt: Í dæmigerðu
sjávarþorpi á Íslandi yrði hjónaband
svona til: „Jæja góða, nú erum við bú-
in að ferma yngsta barnið. Ættum við
þá ekki bara að gifta okkur?“ Björn
glotti við og taldi ekki fjarri lagi. 1969
rættist draumur hans og hann varð
prófessor við guðfræðideild Háskóla
Íslands aðeins 32 ára gamall og
kenndu þeir feðgar saman við deild-
ina í nokkur ár. Mikið orð fór af
kennslu hans og einn okkar fékk að
upplifa umræðufund sem hann átti
með stúdentunum og minnist hversu
notalegt andrúmsloft ríkti í heimilis-
legri kennslustofu guðfræðideildar.
Björn var mjög eftirminnilegur
maður. Fremur hár, grannvaxinn,
ekki smáfríður en svipmikill. Leiftr-
andi gáfaður, orðsnjall og orðhepp-
inn með afbrigðum. Allra manna kát-
astur og skemmtilegastur í góðum
félagsskap. Hann var snjall bridsspil-
Björn Björnsson
Steinsmiðja
• Viðarhöfða 1
• 110 Reykjavík
• 566 7878
• Netfang: rein@rein.is
• Vönduð vinna
REIN
Legsteinar
í miklu úrvali