Morgunblaðið - 22.05.2008, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.05.2008, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is „NÝR kafli í sögu Líbanons“ og „einstakt sam- komulag á einstökum tímum“ voru orð líbanskra stjórnmálamanna um nýtt samkomulag sem náð- ist í gær. Ríkisstjórn og stjórnarandstaða Líb- anons hafa komist að samkomulagi eftir samn- ingaviðræður í Katar undanfarna daga. Vonast er til að með sáttunum náist að leysa stjórn- arkreppu sem nú hefur staðið í 18 mánuði. Helstu þættir samkomulagsins fela í sér kjör Michels Suleimans, leiðtoga líbanska hersins, í embætti forseta landsins, myndun þjóðstjórnar og bann við notkun vopna í innanríkisdeilum. Vegna deilnanna hefur þingið ekki getað kosið forseta þó samstaða hafi verið um Suleiman í embættið. Áætlað er að hann verði kjörinn nú um helgina. Samkomulagið er talið fela í sér aukið vægi Hizbollah-hreyfingarinnar á þingi, en hún mynd- ar öflugasta hluta stjórnarandstöðunnar. Með auknum sætafjölda í þinginu verður stjórnarand- stöðunni gert kleift að beita neitunarvaldi gegn ákvörðunum ríkisstjórnarinnar. Einnig gerir samkomulagið ráð fyrir breytingum á kosninga- lögum sem gætu haft afgerandi áhrif í þingkosn- ingum á næsta ári. Ánægja beggja fylkinga Fulltrúar beggja fylkinga hafa lýst sig ánægða með niðurstöður sáttaviðræðnanna. Vonir standa til að með samkomulaginu verði bundinn endi á átök undanfarinna vikna, sem talin eru þau skæðustu í Líbanon frá því á tímum borgara- styrjaldarinnar er lauk árið 1990. Talið er að 65 manns hafi látist í átökunum. Eftir að tilkynnt hafði verið um niðurstöður viðræðnanna sagði talsmaður stjórnarandstöð- unnar að 18 mánaða mótmælum sem hafa lamað starfsemi í miðborg Beirút verði hætt. Þegar var hafist handa við að fjarlægja tjaldbúðir mótmæl- enda sem komið hafði verið upp í miðborginni. Líbanar vongóðir um lausn stjórnarkreppunnar AP Gleði Líbanar fagna nýrri málamiðlun með mynd af Michel Suleiman, tilvonandi forseta. Mynduð verður þjóðstjórn og lagt bann við notkun vopna í innanríkisdeilum FRANSKIR lögreglumenn leiða á brott mann sem tal- inn er vera Javier Lopez Pena, öðru nafni „Thierry“, leiðtogi basknesku hryðjuverkasamtakanna ETA. Hann var handtekinn ásamt þrem félögum sínum er lögreglan réðst inn í íbúð í Bordeaux rétt fyrir mið- nætti á þriðjudagskvöld. ETA starfar aðallega á Spáni og krefst sjálfstæðis héraðsins Baskalands. Talið er að alls hafi 823 látið lífið í morðum og sprengjutilræðum samtakanna á þeim fjórum áratugum sem þau hafa starfað. Handtakan er sögð vera mikið áfall fyrir sam- tökin sem er kennt um sex morð frá því í desember 2006 en fáir búast þó við að blóðug saga ETA sé á enda. Reuters Handsömuðu leiðtoga ETA Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is BARACK Obama sagði í fyrrakvöld að fullnaðarsigur væri „innan seilingar“ í fimm mánaða langri baráttu hans við Hillary Clinton í forkosn- ingum bandarískra demó- krata. Obama hefur fengið stuðning meirihluta kjörinna fulltrúa á flokksþingi demó- krata í ágúst, þegar forseta- efni demókrata verður valið formlega. Hann þarf nú að- eins að tryggja sér 70 fulltrúa til viðbótar til að vera örugg- ur um sigur á Clinton og eiga þar með möguleika á að verða fyrsti blökkumaðurinn til að verða kjörinn í embætti for- seta Bandaríkjanna. Segja má að það myndi ganga kraftaverki næst ef Hillary Clinton tækist að ná því markmiði sínu að verða næsta forsetaefni demókrata. Til þess þyrftu margir af svo- nefndum „ofurfulltrúum“ að hætta við að styðja Obama og snúast á sveif með Clinton. Alls fá 796 ofurfulltrúar sjálf- krafa atkvæðisrétt á flokks- þinginu og þeir eru ekki bundnir af niðurstöðu for- kosninganna. Clinton kvaðst þó ekki ætla að hætta baráttunni við Obama fyrr en forkosning- unum lyki 3. júní. „Ég ætla að halda áfram að berjast fyrir málstað okkar þar til við fáum forsetaefni, hver sem hún verður,“ sagði forsetafrúin fyrrverandi og brosti breitt. Obama hefur nú fengið 1.650 kjörna fulltrúa í for- kosningunum, en til að fá meirihluta þeirra þurfti að hann að fá alls 1.627. Obama hefur fengið alls 1.957 full- trúa, að meðtöldum 305 ofur- fulltrúum, en Clinton 1.775 (þar af 279 ofurfulltrúa). 212 ofurfulltrúar hafa ekki enn gefið upp afstöðu sína. Clinton sigraði í forkosn- ingum demókrata í Kentucky í fyrradag með 65% atkvæða. Obama fékk aðeins 30% at- kvæða í Kentucky en sigraði í Oregon með 58% atkvæða gegn 42%, samkvæmt síðustu tölum þegar 88% atkvæðanna höfðu verið talin. Þarf að fá hvíta kjósendur á sitt band Kjósendurnir þykja mun íhaldssamari í Kentucky en í Oregon. Nær 90% þeirra, sem greiddu atkvæði í Kentucky, eru hvítir og mikill meirihluti þeirra kaus Hillary Clinton. Úrslitin í Kentucky stað- festa að Obama á í erf- iðleikum með að tryggja sér stuðning hvítra kjósenda af verkalýðsstétt, hóps sem gæti reynst mjög mikilvægur í komandi kosningabaráttu demókrata við John McCain, forsetaefni repúblikana. Skoðanakönnun fyrir utan kjörstaði í Kentucky bendir til þess að 41% stuðnings- manna Clinton í ríkinu myndi kjósa McCain fremur en Obama. Könnun meðal kjósenda demókrata í Oregon bendir þó til þess að Obama hafi fengið jafnmikið fylgi og Clin- ton meðal hvítra kjósenda með minna en sem svarar 3,7 milljónum króna í árstekjur og án háskólamenntunar. Þótt Hillary Clinton sé ekki enn tilbúin til að játa sig sigr- aða hefur hún dregið úr gagn- rýni sinni á Obama og gefið til kynna að hún vilji ekki segja neitt sem gæti skaðað hann í forsetakosningum verði hann forsetaefni demókrata eins og flest bendir nú til. Obama hefur tryggt sér stuðning meirihluta kjörinna fulltrúa í baráttunni við Hillary Clinton Segir lokasigur „innan seilingar“ Reuters Sigurviss Barack Obama með eiginkonu sinni, Michelle, eftir að hafa flutt ræðu í Des Moines í Iowa í fyrrakvöld. Boston. AP. | Edward M. Kennedy öldungadeildarþingmaður fór af sjúkrahúsi í Boston í gær, daginn eftir að hann greindist með heila- æxli. Kennedy er með illkynja tróð- æxli í vinstra hvirfilblaði. Sérfræð- ingar segja að slík æxli séu nær alltaf banvæn. Læknar sögðu að Kennedy hefði fengið að fara heim fyrr en gert hafði verið ráð fyrir þar sem hann hefði náð sér mjög fljótt eftir vef- sýnatöku úr heila. Hann á að hvíla sig heima hjá sér fram yfir helgi á meðan hann bíður eftir frekari nið- urstöðum rannsókna. Þegar þær liggja fyrir verður ákveðið hvers konar meðferð hann eigi að fá, að sögn lækna hans í gær. Kennedy er 76 ára og áttunda kjörtímabili hans lýkur árið 2012. George W. Bush Bandaríkjaforseti kvaðst biðja fyrir bata Kennedys og lýsti honum sem „manni með mikið hugrekki og ótrúlegan styrk“. Kennedy heim af sjúkrahúsi Með æxli sem er nær alltaf banvænt ÚTGÖNGUSPÁR í Georgíu bentu til þess að Sameinaða ættjarðarfylk- ingin, flokkur Mikheils Saakashvilis forseta, myndi vinna yfirburða- sigur í þingkosn- ingum sem fram fóru í gær. Var flokknum spáð 63% fylgi en sá sem var næstur, Sameinaða stjórnarand- stöðuráðið, var með aðeins 14%. „Útgönguspárnar eru fyrsta merkið um að framin hafi verið kosn- ingasvik,“ sagði helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar, Levan Gac- hechiladze. Hann tapaði fyrir Saa- kashvili í forsetakosningunum sem fram fóru í janúar. Stjórnarandstað- an hvatti liðsmenn sína til að safnast saman og mótmæla í gærkvöld við aðalstöðvar kjörstjórnar í höfuð- borginni Tbilisi. Georgía hefur átt í hörðum deilum við Rússland vegna stuðnings Rússa við aðskilnaðarsinna sem hafa í hálf- an annan áratug ráðið í reynd yfir tveim héruðum landsins, Abkhaziu og Suður-Ossetíu. Rússar hafa þar herlið sem þeir segja að gegni hlut- verki friðargæsluliðs. Georgíumenn telja á hinn bóginn að markmið Rússa sé að innlima hér- uðin en Georgía var í eina tíð eitt af lýðveldum Sovétríkjanna gömlu. Rússakeisari lagði Kákasuslandið undir sig þegar á 19. öld. Saakashvili vill auka sem mest samstarf við Vesturlönd og vill að landið gangi í Atlantshafsbandalagið. Stjórnar- flokki spáð sigri Mikheil Saakashvili Var með yfir 60% í út- gönguspám í Georgíu STEPHEN Mathew Claussen, sem þjálfaði háhyrninginn Keikó í Ore- gon og á Íslandi, fórst í flugslysi í New Jersey á laugardaginn var. Claussen lést ásamt flugmanni og eiganda Cessna-vélar sem hrapaði í skógi í New Jersey. Tveir aðrir far- þegar vélarinnar slösuðust alvar- lega. Claussen og hinir farþegarnir tveir voru að safna upplýsingum um það hvaða áhrif sjávarvindorkuver gætu haft á sjávarspendýr og fugla. Þjálfari Keikós látinn ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.