Morgunblaðið - 22.05.2008, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.05.2008, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í DAG verður Listfélag Graf- arvogskirkju stofnað. Síðustu miss- erin hefur undirbúningshópur unn- ið að því að móta lög og setja fram stefnumarkmið Listfélagsins. Góð- ar upplýsingar frá Listvinafélagi Hallgrímskirkju og Listafélagi Langholtskirkju hafa hjálpað til. Undirbúningshópurinn hefur unnið að listviðburðum í kirkjunni eins og að koma upp myndlistarsýningu Magnúsar heitins Kjartanssonar og einning stóð hópurinn fyrir listavöku á aðventu þar sem svo nefnd Grafarvogsskáld fluttu valda kafla úr nýútkomnum bókum sín- um og fiðlusveit Tónskóla Graf- arvogs lék. Í gegnum árin, en Grafarvogs- sókn er 18 ára gömul, hafa verið haldnar þónokkrar myndlistarsýn- ingar og ekki þarf að nefna það að fjöldi tónleika í kirkjunni hefur verið mikill. Ekki hafa allir þeir sem hafa viljað flytja tónlist sína í kirkjunni komist að, eins og til dæmis á aðventunni. Kirkjan er talin mjög gott tónlistarhús og þessvegna er mikil tilhlökkun í safnaðarfólki og tónlistarfólki að fá í kirkjuna vandað orgel sem verð- ur væntanlega vígt á tíu ára vígsluafmæli hennar í júní árið 2010. Í drögum að lögum Listfélagsins segir m.a. „Tilgangur félagsins er að efla listalíf í Grafarvogssókn. Með markmiðum sínum hyggst fé- lagið ná því að virkja söfnuðinn og styrkja þátt fagurra lista í helgi- haldi Grafarvogskirkju og gangast fyrir listrænu starfi kirkjunnar“. Undirbúninghópurinn mun á fundi sínum, stofnfundinum, bera upp eftirfarandi einstaklinga til stjórnarsetu í Listfélaginu: Einar Má Guðmundsson rithöfund sem formann en aðra í stjórn og vara- stjórn, í stafrófsröð, Aðalstein Ing- ólfsson listfræðing, Arnþrúði Ösp Karlsdóttur textilhönnuð og kór- félaga, Guðbjörgu Lind Jónsdóttur myndlistarmann, Kristínu Marju Baldursdóttur rithöfund, Pálma Gestsson leikara og Sigmund Erni Rúnarsson ritstjóra og rithöfund. Á stofnhátíðinni mun fiðlusveit Tónskóla Grafarvogs leika. Rithöf- undarnir Vilborg Dagbjartsdóttir og Ísak Harðarson munu flytja trúarljóð. Lög félagsins verða kynnt og kosið verður til stjórnar. Kaffi og veitingar. Ekki þarf að geta þess að allir eru boðnir velkomnir á fundinn. Félagatal er ekki bundið við sókn- arbörn. Verið með og gerist stofnfélagar. Með blessunaróskum, fyrir hönd undirbúningshópsins, VIGFÚS ÞÓR ÁRNASON, sóknarprestur. Listfélag Grafarvogs- kirkju stofnað Frá Vigfúsi Þór Árnasyni Morgunblaðið/Sverrir Listfélag Grafarvogskirkju, sem stofnað verður í dag, mun vinna að listviðburðum í kirkjunni. Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is MINNINGAR Morgunblaðinu hefur borist eftirfar- andi athugasemd frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu: „Í kynningu á aðsendri grein í Morgunblaðinu 21. maí er rætt um „hugmyndir dómsmálaráðherra á takmörkunum á gjafsókn“ og grein- arhöfundur, Anna Guðný Júl- íusdóttir héraðsdómslögmaður, seg- ir „að dómsmálaráðherra hefði aukið enn fremur á þær takmarkanir sem nú þegar eru á möguleikum fólks til að leita sér gjafsóknar.“ Af þessu til- efni vill dóms- og kirkjumálaráðu- neytið vekja athygli á eftirfarandi staðreyndum: Með breytingu á ákvæðum laga um gjafsókn árið 2005 var aðgengi efnalítilla einstaklinga að dómstólum ekki skert. Breytingin miðaði að því að skýra skilyrði til veitingar gjaf- sóknar og að gjafsókn ætti einkum að tryggja efnalitlum einstaklingum fjárstuðning úr ríkissjóði til þess að reka mál fyrir dómstólum. Lagabreytingin styrkti auk þess heimild dómsmálaráðherra til að setja skilyrði fyrir veitingu gjafsókn- ar í reglugerð. Var það gert hinn 23. janúar 2008 og þá sendi ráðuneytið frá sér tilkynningu, þar sem sagði: „Reglugerðin, sem byggist á því grundvallaratriði að efnalítið fólk geti leitað réttar síns fyrir dóm- stólum, leysir af hólmi reglugerð um starfshætti gjafsóknarnefndar frá árinu 2000. Í reglugerðinni er fjallað með fyllri hætti en áður um skilyrði gjafsóknar, hvenær nægilegt tilefni sé til veitingar gjafsóknar, þau atriði sem líta ber til við mat á fjárhags- stöðu umsækjanda og heimildir til takmörkunar á gjafsókn.“ Samkvæmt eldri reglugerð áttu þeir rétt á gjafsókn, sem voru með tekjur undir skattleysismörkum en í gildandi reglugerð er miðað við kr. 1.600.000 fyrir einstakling. Skatt- leysismörk fyrir tekjuárið 2008 eru um kr. 1.200.000 þannig að tekju- viðmiðið hefur verið hækkað frá því sem var í eldri reglugerð en ekki lækkað. Tekjuviðmið er ekki hið eina til skoðunar við mat á því, hvort veita eigi gjafsókn og er ekki heldur ófrá- víkjanlegt skilyrði. Í sumum til- vikum er gjafsókn lögbundin og er þá ekki horft til tekna einstaklings, þegar réttur hans til gjafsóknar er metinn. Mat á því hvort veita skuli gjaf- sókn er hjá gjafsóknarnefnd, en hún er skipuð þremur mönnum, einum frá ráðuneytinu, öðrum frá Lög- mannafélagi Íslands og hinum þriðja frá Dómarafélagi Íslands. Hin nýja reglugerð var sett að höfðu samráði við nefndina. Dómsmálaráðuneytinu er einungis heimilt að veita gjafsókn ef gjafsóknarnefnd mælir með henni. Getgátur um, að dómsmálaráð- herra hafi einhverjar aðrar hug- myndir um gjafsókn en fram koma í gildandi lögum og reglugerð eru úr lausu lofti gripnar.“ Réttur efnalítilla til gjafsóknar rýmkaður ✝ Bjarni Sigurðs-son fæddist í Reykjavík 25. sept- ember 1951. Hann lést á nýrnadeild Landspítalans 14. maí sl. Foreldrar hans eru Hildur Bjarna- dóttir, f. 15.3. 1929, og Sigurður Jón- asson, f. 3.12. 1925, d. 6.4. 1986. Systkini Bjarna eru 1) Svanhildur, f. 1949, maki hennar er Markús Ívar Magnússon, f. 1947. Þeirra börn eru Hildur Rut, Guðrún Eva, Sigurður Bjarni og Magnús Ívar. 2) Jónas, f. 1953, maki hans er Elsa Nína Sigurð- ardóttir, f. 1954. Þeirra börn eru Svanur Þór (d. 1995) og Sunna María. 3) Ásta, f. 1954, hennar maki er Gunnlaugur Jón Magnússon, f. 1952. Þeirra börn eru Jóna Kristín, Anna Kristín og Magnús. Bjarni hef- ur vegna fötlunar sinnar búið mest- allan sinn aldur á sambýli, fyrstu árin bjó hann hjá móð- urforeldrum sínum, þeim Bjarna Guð- mundssyni og Ástu Magnúsdóttur, svo síðar um tíma á Sól- heimum í Grímsnesi og nú síðast að Mýrarási 2 í Reykjavík með sinni annarri fjölskyldu. Bjarni hefur um árabil starfað í Iðju- bergi. Útför Bjarna fer fram frá Selja- kirkju 22. maí og hefst athöfnin kl. 13. Fyrir nokkrum dögum síðan fengum við þær fréttir að Bjarni, vinur okkar og frændi, væri látinn. Við upplifðum hræðsluna og tóma- rúmið sem fylgir því að missa frá- bæran vin og ættingja. Við erum mjög hrygg í hjarta og slegin yfir þessum fréttum. Fortíðin helltist yfir okkur með öllum þeim góðu og sérstöku minningum, sem við eigum með þessum einstaka manni. Okkur eru mjög minnisstæðar allar stund- irnar sem við áttum með Bjarna og þar stendur alltaf upp úr aðfanga- dagur á hverju ári en hann var tíður gestur hjá okkur þá og var alltaf mikil gleði hjá honum og oft mátti deila um það hvort hann eða börnin okkar skemmtu sér mest yfir öllum jólapökkunum. Bjarni hefur þurft að berjast við erfið veikindi síðustu mánuði og lengi ljóst að sú barátta myndi ná honum í lokin. Bjarni var maður einfaldra þarfa en honum voru þó hugleiknir nokkrir hlutir s.s. budd- ur, munnhörpur, úr og hringar og hann lagði mikla áherslu að eiga nóg af þessum hlutum að staðaldri enda mátti alltaf blómum á sig bæta að hans mati þegar þessir verald- legu hlutir átti í hlut. Hann var mik- ill heiðursmaður og hafði gaman af því að kyssa á handarbak kvenna sem er fáséður kostur nú til dags. Guð verði með þér og blessi þig að eilífu, kæri vinur og frændi og við vitum að þú ert hamingjusamur og í friði að sinna nýju verkefni á æðri stöðum. Hildur Ruth og fjölskylda. Elsku Bjarni minn, þegar ég skrifa þessi orð er ég með hjartað fullt af sorg, en jafnframt fyllist ég gleði yfir að hafa fengið að kynnast þér. Þú varst yndislegur, alltaf glað- ur og varst alltaf að gleðja alla í kringum þig. Ég mun alltaf varð- veita þann tíma sem við höfum eytt saman líkt og fjársjóð, minningar sem verða ekki af manni teknar. Það var yndislegt að vera í kringum þig, þú varst alltaf svo góður við alla og svo þakklátur fyrir allt. Þú sparaðir heldur aldrei hrósyrðin sem þú veittir fólkinu í kringum þig. Þvílík hetja sem þú varst, lífið þitt var ekki auðvelt og það endaði heldur ekki auðveldlega, en þú barðist við sjúkdóminn fram á síð- ustu stundu. Nú líður þér betur og þú ert kominn á betri stað, þján- ingum þínum er lokið. Elsku Bjarni, ég sakna þín svo mikið, en það veit- ir mér huggun að núna líður þér betur. Megi Guð varðveita þig. Þín frænka, Sunna María. Ástkær vinur, Bjarni Sigurðsson, er dáinn. Hann dó á fallegum vor- degi, sólin skein og fyrirheit um sumar lá í loftinu. Fagurkerinn Bjarni hefði notið þess að sjá blóm- in gægjast upp úr moldinni og horfa á fuglana skríkjandi í vorverkunum. Hann tók eftir smáatriðum og gaf sér tíma til að dást að fegurð í hvaða mynd sem hún birtist. Hann gaf sér einnig tíma til að hrósa öðr- um, brosa, hlæja og njóta lífsins til hins ýtrasta. Vegna fötlunar þurfti Bjarni að- stoð á hverjum degi. Aldrei lét hann eins og sú þjónusta væri sjálfsagður hlutur, þakkaði fyrir hvert skipti og notaði tækifærið til að hrósa starfs- manninum á einhvern hátt. Tók eft- ir nýrri peysu, klippingu, eða hverju smáatriði og sló óspart gullhamra enda herramaður fram í fingur- góma. Sjálfur vildi hann vera óað- finnanlega til fara og hafði gaman af því að endurnýja reglulega fata- skápinn. Hann naut þess að fara í verslunarferðir, ekki hvað síst um jól til að velja gjafir handa fjöl- skyldu sinni og vinum. Hápunktur ferðarinnar var að bjóða þeirri vin- konu sem hann hafði fengið með sér í búðaráp upp á kaffi og með því en fá sér sjálfur einn öl. Hann kunni svo sannarlega að njóta. Hann unni fjölskyldu sinni mjög og var afar stoltur af henni. Hann var elskulegur sonur og systkinum sínum kær bróðir. Vikuleg símtöl við Nonna bróður voru fastur liður og þar skiptust bræðurnir á fréttum landshluta á milli. Hann fylgdist vel með frændsystkinum sínum og það var honum dýrmætt að fá að lifa það að Sunna bróðurdóttir hans út- skrifaðist úr Lögregluskóla ríkisins. Það starf var eitt af því sem Bjarni hefði getað kosið sér enda vildi hann hafa alla hluti í röð og reglu. Bjarni lifði innihaldsríku lífi og yfir honum var mikil reisn. Hann starfaði daglega í Iðjubergi en átti jafnframt áhugamál eins og boccia, sundferðir og tónlist. Hann stund- aði nám í Fjölmennt, fullorðins- fræðslu fatlaðs fólks, með góðum árangri. Hann fór reglulega í sjúkraþjálfun á LSP í Kópavogi til að halda heilsu eins og mögulegt var. Hvert sumar fór hann að Laug- arvatni í sumarbúðir og hlakkaði til þeirrar ferðar allt árið. Hann var einhleypur en bræddi ófá hjörtu með heillandi persónuleika, já- kvæðni og smitandi lífsgleði. Hann átti sérstaklega hamingjurík ár á sambýlinu að Mýrarási 2 og átti þar í raun aðra fjölskyldu. Nú kveðja þrjár konur þar búsettar kæran og heitt elskaðan vin. Sérstaklega á Erla um sárt að binda þar sem lífs- hlaup hennar og Bjarna hefur verið samofið frá unga aldri. Bjarni átti víða vini, má þar nefna Karl Grant, bílstjóra hjá Ferða- þjónustu fatlaðra. Karli er sérstak- lega þakkað fyrir að gera honum kleift að heimsækja fjölskyldu sína á stórhátíðum þar sem bílferð heim varð að miðast við hjólastól. Margar gleðistundir áttu einnig Bjarni og Hildur Þórisdóttir í sjö ára sam- starfi og eru þær minningar dýr- mætar. Alltof fljótt er komið að kveðjustund. Blessuð sé minning Bjarna Sigurðssonar. Fyrir hönd starfsmanna og íbúa, Áslaug Ásmundsdóttir, forstöðumaður Mýrarási 2. Í dag kveð ég elskulegan vin minn Bjarna Sigurðsson. Ég og Bjarni höfum átt samleið frá árinu 2000 og hafa þær verið ófáar gleði- stundirnar okkar saman. Í huga mínum er fyrst og fremst þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast Bjarna sem var þvílíkur sómamað- ur. Bjarni á marga góða vini og er hans nánasti vinur Erla Magnús- dóttir. Þau hafa verið samferða í líf- inu í líklega 50 ár. Erla var Bjarna góður vinur og passaði vel upp á hann. Bjarni var mikill húmoristi og lifði lífinu lifandi. Hann var reglu- maður og hafði allt sitt á hreinu og vildi hafa reglu á sínu lífi. Ferðalög voru mikið áhugamál hjá Bjarna og ferðaðist hann töluvert innanlands og utan. Laugarvatnsferðir á sumr- in voru honum mjög mikilvægar og það var alltaf mikið gleðiefni þegar bréfið kom um að hann færi á Laug- arvatn. Fríið þar var svo alltaf dásamlega skemmtilegt og greini- legt að þangað er gott að komast í frí. Ferðin sem við fórum til Kaup- mannahafnar vorið 2006 ásamt Æsu og Helgu var eitthvert það skemmtilegsta sem við gerðum saman. Þetta var ógleymanlegt fjör og huggulegheit með ýmsum æv- intýrum sem við getum endalaust hlegið að. Margar ljúfar minningar koma í huga manns á sorgarstund- um og fannst mér þetta ljóð eiga vel við. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Fjölskyldan var þér dýrmæt og sendi ég henni mínar samúðar- kveðjur. Samúðarkveðjur sendi ég einnig til Erlu, Eyrúnar, Helgu Jónu og starfsfólks Mýraráss.Takk Bjarni minn fyrir að leyfa mér að vera þátttakandi í þínu lífi, hvíl í friði kæri vinur. Þín vinkona, Hildur Jónína Þórisdóttir. Vinur og samstarfsmaður er fall- inn frá, það er svo ótrúlegt því stutt er síðan hann kom hér glaður og kátur og vildi vinna. Hann ætlaði ekki að láta erfiðan sjúkdóm hindra sig í því sem honum þótti svo skemmtilegt. Bjarni var einstakur ljúflingur og alltaf glaður, öllum sem honum kynntust þótti vænt um hann. Hann var mjög samviskusam- ur og var það mikilvægt fyrir hann að mæta til vinnu og að verkefni væru fyrir hendi. Hann gerði þetta allt svo vel. Við erum nokkur hér í Iðjubergi sem höfum verið honum samferða á mismunandi tímum í lífinu og alltaf mundi hann eftir okkur, hvað við heitum og hvar við vorum saman síðast. Hans er sárt saknað af öllum í Iðjubergi. Við sendum ættingjum hans samúðarkveðjur. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. ( Hávamál). Samstarfsfólk í Iðjubergi. Bjarni Sigurðsson Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.