Morgunblaðið - 22.05.2008, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 22.05.2008, Blaðsíða 41
Nú Grár og hrukkóttur en þó nagli. dæmi má nefna að nýja myndin, In- diana Jones and the Kingdom of the Crystal Skull, fær 70 af 100 mögulegum stigum í einkunn- argjöf á vefnum Metacritic og þeir sem hafa séð hana af netverjum gefa henni 8,1 af 10 að meðaltali. Myndin verður frumsýnd á Íslandi í dag og ljóst að margir dusta ryk- ið af flókahattinum og skella sér í bíó. Góðar viðtökur og gagnrýni á myndina hljóta einfaldlega að þýða að Ford og Spielberg klikka ekki. Jones er ennþá töff, hvað annað? Knár þótt hann sé grár. Harrison missir ekki kúlið. Tom Selleck átti upphaflega að leika kappann. Guði sé lof, segi ég nú bara, að það varð ekki úr! Tom Selleck sem Indí? Með yfirvaraskegg?! Hvernig hald- ið þið að Tom Selleck liti út í dag sem hetja allra fornleifafræðinga? Ég fæ hroll við tilhugsunina.    Leikstjórinn George Lucas bjótil persónuna Indiana Jones fyrir starfsbróður sinn Steven Spielberg, en hún hét upphaflega Indiana Smith. Eitt er hins vegar ekki beinlínis töff við Indí. Hann var skírður í höfuðið á hundinum hans Lucas. helgisnaer@mbl.is Þá Ungur, brúnn og stæltur. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2008 41 SÝND Í ÁLFABAKKA,KRINGLUNNI OG AKUREYRI eeee - V.J.V., Topp5.is/FBL eee ROLLING STONE „ATH SÉRSTAKT LEYNIATRIÐI ER AÐ MYND LOKINNI (EFTIR LEIKARA/CREDIT LISTANUM)“ / KEFLAVÍK FRÁBÆR BARNA/FJÖLSKYLDUMYND ÞAR SEM HUGLJÚF SAGA, FALLEGT UMHVERFI OG ÆÐISLEGA FYNDIN DÝR KOMA VIÐ SÖGU. SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI ÞEGAR UNG STÚLKA SÉR AÐ SJÓRÆNINGAR HYGGJAST RÁÐAST Á UPPÁHALDS EYJUNA HENNAR HYGGST HÚN VERJA HANA MEÐ AÐSTOÐ DÝRAVINA SINNA: SÆLJÓNINU, STORKINUM OG HINNI ÞRÆLSKEMMTILEGU EÐLU. eee - S.V., MBL IRON MAN kl. 5:40 B.i. 12 ára NEVER BACK DOWN kl. 8 B.i. 14 ára NIM'S ISLAND kl. 6 - 8 LEYFÐ INDIANA JONES 4 kl. 8 - 10:30 B.i. 12 ára OVER HER DEAD BODY kl. 8 B.i. 7 ára STREET KINGS kl. 10 B.i. 16 ára INDIANA JONES 4 kl. 8 - 10:30 B.i. 12 ára DEFINETELY MABY kl. 8 LEYFÐ SHINE A LIGHT kl. 10:30 LEYFÐ ÞEGAR TVEIR MENN VERÐA HRIFNIR AF SÖMU STÚLKUNNI VIRÐIST EINUNGIS EIN LAUSN VERA Í SJÓNMÁLI... BERJAST. CAM G. ÚR THE O.C ER TILNEFNDUR TIL MTV VERÐLAUNANA FYRIR BESTA SLÁGSMÁLATRIÐIÐ ÁRIÐ 2008. MYND SEM ENGIN O.C.OG/EÐA MIXED MARTIAL ARTS AÐDÁANDI ÆTTI AÐ LÁTA FRAM HJÁ SÉR FARA. MÖGNUÐ SKEMMTUN! SÝND Á SELFOSSI OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Á SELFOSSI SÝND Í KEFLAVÍK / SELFOSSI/ AKUREYRI Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is LJÓÐ Bólu-Hjálmars spanna allan skalann frá því að vera gullfalleg ástarljóð til andstyggilegustu níð- vísna. Stoppleikhópurinn frumsýnir klukkan tíu í dag sýningu sem byggð er á ljóðum hans og ætlar að sýna hana í skólum um allt land. Stoppleikhópurinn samanstendur af leikurunum Magnúsi Guðmunds- syni, Margréti Sverrisdóttur og Eggerti Kaaber sem leika öll hlut- verk í sýningunni. „Við köllum þetta „Brunað í gegnum Bólu-Hjálmar“ og við stiklum á stóru í því sem okk- ur fannst merkilegast í lífshlaupi hans,“ segir Eggert. „Svo völdum við skemmtilegustu ljóðin fyrir svona leiksýningu. Við segjum sögu Bólu-Hjálmars á um það bil 45 mín- útum og komum víða við, sagan nær alveg frá vöggu til grafar.“ Eggert segir að nokkur skáld hafi komið til greina þegar lagt var upp með sýninguna, en Bólu-Hjálmar hafi orðið fyrir valinu vegna þess að hann eigi mikið erindi við börn og unglinga í dag. „Okkur fannst svo spennandi að kynna ljóðin hans fyrir krökkunum því þau þekkja ljóða- slamm og rapp. Ljóðin hans eru svo sterk og ryþmísk að þau eiga eftir að kunna að meta þau.“ Gestir á frumsýningunni verða nemendur Tjarnarskóla, en síðan verður farið með sýninguna í aðra skóla og nokkur elliheimili. „Kynslóðabilið er nú ekki breiðara en svo,“ segir Eggert. „Við höfum haldið prufusýningar og þetta virðist höfða jafnt til ungra og aldinna.“ Höfundar verksins eru Ármann Guðmundsson, Snæbjörn Ragn- arsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason. Leikstjóri er Ágústa Skúladóttir og Guðrún Öya- hals hannaði leikmynd og búninga. Ástarljóð og níðvísur Morgunblaðið/Þorkell Hart barist Stoppleikhópurinn sýndi Hrafnkelssögu Freysgoða um allt land og urðu sýningarnar yfir hundrað talsins. Gaman verður að sjá hvort sýn- ingin um Bólu-Hjálmar nær viðlíka vinsældum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.