Morgunblaðið - 22.05.2008, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.05.2008, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2008 23 „Fólk verður að muna það að börn í tímabundnu fóstri eru ennþá í forsjá foreldra sinna, eiga að hafa við þá ríkulega umgengni, það er alls ekki alltaf eftirlit, það fer svolít- ið eftir hverju máli fyrir sig og það er ekki einhver regla. En það er reynt að hafa einhvers konar eftirlit með því að börn fari í aðbúnað sem ekki er hættulegur og að sjálfsögðu er brugðist við ábendingum sem koma. Það eru skýrir verkferlar um það allt saman.“ Halldóra vill ekki svara því hvort íbúð ungu konunnar, sem Ingibjörg fjallaði um í grein sinni, hafi verið tekin út áður en börnin komu til hennar. „Hafi maður grun um, eða tilkynning komið um, að ekki sé allt með felldu, þá á – og er eðlilegt – að kanna aðstæður á heimilinu sem börnin eru að fara á.“ Halldóra segist ekki sjá í fljótu bragði að eitthvað hafi farið úr- skeiðis í vinnubrögðum Barna- verndar hvað þetta varðar. „Eins og [greinarhöfundur] setur þetta fram eru þarna hlutir sem snúa að eft- irlitinu. Það þarf ég að skoða, ég þarf að hitta eftirlitsaðilana, spyrja spurninga á borð við hvort farið hafi verið heim til konunnar, var bjöll- unni hringt, í símann og svo fram- vegis,“ en í grein Ingibjargar kem- ur fram, að starfsmaður nefndarinnar hafi hringt tvisvar í ungu konuna og í hvorugt skiptið hafi verið svarað. Þetta hafi starfs- maðurinn látið gott heita „Látið fólk á auðvitað erfitt með að taka síma,“ skrifar Ingibjörg en tekið skal fram að unga konan hafði sent börnin sín í pössun daginn sem hún lést. Það var svo barnsfaðir hennar og yngri sonur hennar sem komu að henni látinni. Ingibjörg gagnrýnir einnig í grein sinni að Barnavernd hafi ekki boðið drengjunum sálgæslu að fyrra bragði eftir að þeir höfðu misst móður sína. „Það er skoðað í hverju máli fyrir sig, farið eftir þörfum sem við eiga hverju sinni og að sjálfsögðu reynt að koma til móts við óskir fólks í þessu sambandi,“ segir Halldóra. „Ég get ekki að svo stöddu gert mér grein fyrir því hvort þetta hafi brugðist með ein- hverjum hætti [í þessu tilfelli] fyrr en ég hef farið yfir málið.“ Feður fá forræðið samkvæmt lögum Ingibjörg gagnrýnir ennfremur að feður barna ungu konunnar hafi sjálfkrafa fengið forsjá yfir þeim við andlát hennar. Halldóra staðfestir að svo hafi verið en segir slíkt bund- ið í barnalög og sé réttur hvers barns. „Falli móðir frá, fær faðir forræði. Við höfum engar forsendur til að ætla annað í bili,“ segir Hall- dóra. „Séu [feðurnir] tilkynntir van- hæfir, verðum við að fara yfir það. Það getur tekið tíma og það er ekki víst að allir ættingjar verði sam- mála þeirri niðurstöðu sem við kom- umst að. Það er önnur saga.“ Þrátt fyrir miklar annir vegna símtala og viðtala vegna greinarinn- ar sem birtist í Morgunblaðinu í gær, segir Halldóra að þegar sé haf- in vinna við að fara lið fyrir lið í gegnum efni greinarinnar með starfsfólki Barnaverndar og öllum þeim sem að málinu hafa komið. „Við förum svo yfir það með ætt- ingjum, fósturforeldrum og feðrum barnanna.“ Hún segir málið hafa forgang hjá Barnavernd. Morgunblaðið/ÞÖK r, sem lést vegna ofneyslu fíkniefna, fengu samkvæmt barnalögum forræði þeirra en afi og amma barnanna höfðu haft þau í tímabundnu fóstri. rnaverndar að taka út heimilið Í HNOTSKURN »Ingibjörg S. Benedikts-dóttir skrifaði í Morg- unblaðið í gær áhrifamikla grein um sögu systurdóttur sinnar sem lést af völdum of- neyslu fíkniefna fyrir skömmu. »Unga konan átti tvo synisem hafði verið komið í tímabundið fóstur hjá afa sín- um og ömmu, sem búa norður í landi. »Konan sótti það mjög stíftað fá drengina til sín og vöktu afinn og amman at- hygli Barnaverndar á því að hún væri ekki í jafnvægi og því ekki fær um að sinna börnum sínum. » Ingibjörg segir Barna-vernd ekki hafa unað því og krafist þess að drengirnir færu suður. O ft hef ég öfundað nemendur Björns, svo vel hafa þeir látið af kennslu hans í siðfræði við guðfræðideild Háskóla Íslands. Ég nam guðfræði við annan háskóla en örlögin hög- uðu því svo að ég kynntist honum samt mjög vel og lærði mikið af honum. Það má með sanni segja að mér hafi verið bætt það upp sem ég fór á mis því ég varð náinn samstarfsmaður hans. Nú get ég horft til baka, glaðst og minnst vináttu sem varði í aldarfjórðung – og þakkað, því Björn var mér oft sem eldri bróðir. Við kynntust fyrst á guðfræðiráðstefnu í Finn- landi þar sem við vorum settir saman í herbergi að okkur forspurðum. Ráðstefnustjórninni hefur sjálfsagt fundist það heillaráð að spyrða okkur saman og talið að við værum vinnufélagar og fulltrúar frá sama landi. En svo var ekki því ég þekkti Björn þá bara af afspurn, en í lok ráð- stefnunnar hafði ég eignast nýjan vin og félaga sem átti sömu áhugamál og ég. Þarna lögðum við drög að rannsóknarverkefni sem við unnum saman að nokkrum árum síðar. Eitt leiddi af öðru og við urðum samkennarar við guð- fræðideild Háskóla Íslands og þá kynntist ég enn nýrri hlið á Birni og hélt áfram að læra af honum sem varamaður í deildarforsetatíð hans. Og við áttum eftir að eiga margar góðar stundir utan vinnutíma því fáir gátu orðið jafn glettnir og skemmtilegir og hann og hann gat sleppt fram af sér beislinu því góðmennskan og vel- vildin var alltaf undirtónninn hjá honum, hvaða skapi sem hann var í. Ógleymanlegar eru stundirnar með þeim fé- lögunum og nágrönnunum Birni og Þóri Kr. Þórðarsyni. Þá fóru þeir báðir á kostum og bættu hvor annan upp. Já, það voru forréttindi að vera sem heimagangur á Aragötu 4 á þeim árum. Ég man vart eftir að hafa unnið með samviskusam- ari manni en Birni og hann sætti sig ekki við neitt nema vönduðustu vinnubrögð og kröfuharðastur var hann gagnvart sjálfum og sínum nánustu. Um leið var hann umburðarlyndur og átti auðvelt með að setja sig í spor annarra og gera sér grein fyrir þörfum þeirra sem stóðu höllum fæti. Hann hafði einstakt lag á að sjá hlutina í samhengi og greina aðalatriði frá aukaatriðum og þar sem hann var undir niðri mikill skapmaður þá átti hann erfitt með að sætta sig við úrtölur og hálf- kák. Í fræðunum valdi hann sér kristna siðfræði sem sérefni og í glímu fræðimannsins við stóru spurningarnar má greina áhrif frá gildismat hans og persónueiginleika. Það fór saman, kröfur fræðanna og kröfur og ábyrð kærleikans. Ég átti þess oft kost að hlusta á greiningar hans á fé- lagslegum vandamálum og siðferðilegri ábyrgð og gerði mér grein fyrir að hér var afburðamaður á ferðinni. Það var einfaldlega ekki hægt að setja hin flóknu viðfangsefni betur fram en hann gerði og í mjög stuttu máli. Aðeins hluti af því sem hann hafði þar til málanna að leggja hefur ratað inn í þau skrifuðu gögn sem eftir hann liggja. Persónueiginleikar Björns birtast svo glöggt í ýmsu af því besta sem eftir hann liggur skrifað að maður sér hann ljóslifandi fyrir sér þó um fræðilegan texta sé að ræða. Hvað væri kristin siðfræði án kröfunnar um samábyrgð í ljósi hinn- ar góðu sköpunar guðs? Aldrei var slegið af fræðilegum kröfum og forsendur, samhengi og ábyrgð kærleiksboðskapar Krists skoðaður í ljósi vitrænnar hugsunar og sögulegra aðstæðna. Ég held að sú alvara sem oft lá þungt á honum hafi átt sér rætur í fræðilegri hugsun sem var honum alltaf að einhverju leyti persónuleg. Fræðastörf voru honum því aldrei auðveld þótt fáir hafi átt jafn góðar námsgáfur og hann og verið jafn vel til þess fallnir að fást við flókin og vandsöm við- fangsefni nútíma siðfræði. Björn kom mjög ung- ur til starfa við háskólann og hann nýtti sér rétt sinn að hætta þar á besta aldri. Hann vildi leggja ábyrgðina og frumkvæðið yfir á yngra fólk og gaf frá sér fræðibækur og dró sig í hlé. Þrálátur sjúkdómur sem dró úr lífsþrótti hans var farinn að gera vart við sig. Gleðistundirnar urðu færri og glettni og smitandi bros hans varð sjaldgæf- ara – en var þó alltaf til staðar undir niðri. Samúðarkveðjur og þakklæti flyt ég Svaný frá foreldrum mínum sem minnast ánægjustunda með þeim hjónum á kirkjulegum vettvangi. Guð blessi minningarnar um þennan góða mann og góða vin og styrki Svaný og Ingu og aðra að- standendur. Pétur Pétursson. Björn Björnsson MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi leiðrétting vegna að- sendrar greinar sem birtist á mið- opnu blaðsins í gær, 21. maí: „Mér er ljúft að leiðrétta þann misskilning hjá mér að Barna- verndarnefnd Reykjavíkur fari með málefni barnaverndar í Reykjavík. Það er Barnavernd Reykjavíkur sem fer með þessi mál. Er beðist velvirðingar á þessum misskilningi hjá mér. Virðingarfyllst Ingibjörg S. Benediktsdóttir.“ Barnavernd Reykjavíkur ð lífríki úin. Hann og krafist f- gagerð- ginn ur telur aukast til muna og að vatnið verði af þeim sökum grænleitt, en ekki krist- altært og blátt. Þá hefur hann einn- ig bent á að staða Þingvalla á heims- minjaskrá UNESCO sé stefnt í hættu. Stefna Péturs M. Jónassonar mun samkvæmt upplýsingum Vega- gerðarinnar ekki tefja vegafram- kvæmdirnar. Tíu tilboð bárust vegna lagningar vegarins. Kostnaðaráætlun Vega- gerðarinnar hljóðaði upp á 574 milljónir. Eitt tilboðanna reyndist undir kostnaðaráætlun og var það tilboð Klæðningar ehf. í Hafnarfirði. Næsta tilboð hljóðaði upp á 646.445.200 kr, það áttu Heflun ehf. og Nettur ehf. Mikill munur var á hæsta og lægsta tilboði eða rúmar 360 millj- ónir. Hvorki fékkst staðfest í gær í hverju sá munur lægi eða hvort til- boði lægstbjóðanda yrði tekið. Verkinu skal að fullu lokið fyrir 15. október 2010 og er stefnt á að hefja framkvæmdir sem fyrst. jan Gjá- an tíðar      tarfsálagið á þetta kerfi hefur lengi ver- ið okkur áhyggjuefni. Aðeins hefur verið mannahald hjá sumum félögum og það er ga fagnaðarefni, en við verið að beina því til stjórna að fara yfir ál,“ segir Bragi Guð- son, forstjóri Barna- rstofu, spurður hvort dir hafi aukist á um- a með að staðfesta að lgað, „en ég tel engu ið höfum í höndunum t. Þegar tilkynningum umfangsmiklu mál- n hins vegar sýnist i málum fjölgi að tölu.“ jórnsýslustofnun sem m.a. hefur eftirlit með störfum barnavernd- arnefnda. Hún hefur hins vegar engar heimildir eða úrræði til að skylda sveitarfélög til að leggja meira fé í barnaverndarnefndir sínar. „Við höfum engin úrræði önnur en beina tilmælum til þeirra og reyna með umræðu að vekja fólk til vitundar um mikilvægi þess að viðunandi ástand sé í þess- um efnum. Mannahald hjá íslenskum barna- verndarnefndum í samanburði við til dæmis okk- ar nágrannalönd er okkur í óhag. Við erum með miklu færri barnaverndarstarfsmenn á hvern íbúa,“ segir Bragi og telur að það sé eitthvað sem bæta þurfi úr. Hann tekur þó fram að með orðum sínum sé hann ekki að draga upp svarta mynd af íslenskri barnavernd. „Barnaverndarstarfsmenn vinna góða vinnu og gera sitt besta. Menn leggja sig fram, en það er mjög erfitt að gera það með við- unandi hætti þegar starfsálag er mikið. Eitt mál getur hreinlega tekið einn starfsmann í fulla vinnu í marga daga.“ Á meðan sitja önnur mál á hakanum. Bragi segir þó ástandið mjög mismun- andi eftir sveitarfélögum. Starf barnaverndarnefnda er oft á tíðum afar snúið og starfsmannavelta töluverð. Ofan á starfsálag er tilfinningalegt álag einnig mikið. „Þetta eru erfið og lýjandi störf og eðli málsins samkvæmt er verið að glíma við mjög vandasöm verkefni, og oft þarf að taka sársaukafullar ákvarðanir,“ segir Bragi. „Vegna þess liggja barnaverndarnefndir oft undir ámæli. Stundum undir þeirri gagnrýni að fara offari í störfum sín- um og kippa lífsgrundvellinum undan tilveru fólks með að taka af því börnin, en svo eru aðrir sem gagnrýna nefndirnar fyrir framtaksleysi. Meginreglan er sú að barnaverndarstarfs- mönnum ber að styðja við fjölskyldurnar og for- eldrana í sínu uppeldisstarfi. Svo er það mats- atriði hversu langt á að ganga.“ Barnaverndarstofu hefur borist kvörtun vegna starfa Barnaverndar Reykjavíkur í máli því sem er umfjöllunar hér á þessari síðu. Bragi segir að farið verði yfir málið á grundvelli kvörtunarinnar, óskað eftir upplýsingum hjá Barnavernd Reykja- víkur og frekari fyrirspurnum beint til nefnd- arinnar ef ástæða þykir til. Hann segir mikilvægt að farið verði yfir alla verkferla og að læra af því ef eitthvað hefur farið úrskeiðis. asöm verkefni og erfiðar ðanir sem þarf að taka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.