Morgunblaðið - 22.05.2008, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 22.05.2008, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2008 35 Krossgáta Lárétt | 1 kenja, 4 mergð, 7 svífum, 8 rögum, 9 reið, 11 sterk, 13 bor, 14 heið- arleg, 15 öl, 17 hugboð, 20 mann, 22 hland, 23 dugnaðurinn, 24 spar- söm, 25 áma. Lóðrétt | 1 farartæki, 2 tortímum, 3 heiður, 4 spýta, 5 krók, 6 fellir dóm, 10 lúra, 12 stúlka, 13 nöldur, 15 ritið, 16 daunn, 18 tuskan, 19 starfsvilji, 20 fornafn, 21 farmur. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 meykonung, 8 kakan, 9 skyld, 10 get, 11 týndi, 13 ataði, 15 byggs, 18 spöng, 21 urt, 22 siðug, 23 aular, 24 hólmganga. Lóðrétt: 2 eikin, 3 kyngi, 4 nísta, 5 neyta, 6 skot, 7 Oddi, 12 dug, 14 tæp, 15 bósi, 16 geðró, 17 sugum, 18 staka, 19 öflug, 20 gæra. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Það er munur á því að hugsa um eitthvað eða hugsa það til hlítar. Þú skilur að tilgangur hugsunarferlisins er að gera eitthvað í málunum. (20. apríl - 20. maí)  Naut Hver hópur hefur sinn tilgang þótt hann sé ekki alltaf opinber. Nágrannar hittast t.d. til að mynda samfélag. Það er tilgangur sem þér líkar. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Grunur kastar skugga lævís- innar á hluti. Það sem var glatt og ánægjulegt verður dimm og dökk óreiða. Hafðu rétta lýsingu í lífinu með því að hefja allt yfir grun. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Heimurinn er ekki að refsa þér þótt þú haldir það stundum. Ekki flokka allt sem gott eða vont. Reyndu heldur að skilja betur hvað virkar fyrir þig. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þú nálgast vinnuna með undrunar- tilfinningu. Þótt þú hafir séð og gert þetta milljón sinnum áður, er það öðruvísi í dag. Dagurinn er einstakur og útkoman líka. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú nennir ekki að vera á hreyf- ingu til að sýnast upptekinn. Þú hreyfir þig þegar þú nauðsynlega þarft. Sterkar hugmyndir hvetja þig til dáða. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þú skilur undirölduna sem kemur af stað samræðum. Ef þú fylgir innsæinu, telja sumir þig vænisjúkan. Seinna mun sama fólk kalla þig snilling. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Að hluta til viltu reyna að þóknast öðrum því það er erfitt að vera ekki samþykktur. Gefðu heiminum tíma til að skilja þig. Vertu bara enn skrýtnari. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Vertu góður við kunnuglega andlitið í speglinum. Þetta er sá sem hef- ur alltaf verið til staðar fyrir þig og verð- ur áfram. Sýndu því meiri ást og virðingu. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þú vilt ekki hafa skyldur gagn- vart öðrum. Samt þarftu viðbrögð til að vita hvaða máli þú skiptir. Biddu um álit án þess að neyða þig til að fara eftir því. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Besta ástarsambandið er vin- átta á sparifötum. Ef þú ert ekki vinur viss aðila en elskar hann samt á einhvern hátt, skaltu finna út hvernig þið getið orð- ið vinir. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þú þarft að finna út hvað veitir þér mesta ánægju – tengja aftur við leik- andi, sjálfselsku, barnalegu hliðina á sjálfum þér. Hamlaði fjölskyldan þér? stjörnuspá Holiday Mathis 1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. Rc3 e6 5. Db3 Rbd7 6. Bg5 h6 7. Bh4 Da5 8. e3 Re4 9. Bd3 g5 10. Bg3 Rxg3 11. hxg3 Bg7 12. cxd5 exd5 13. Dc2 Rf6 14. Hb1 Db4 15. a3 De7 16. b4 Be6 17. Ra4 Rd7 18. Hb3 Bf6 19. Hc3 a6 20. Rc5 Rxc5 21. bxc5 h5 22. Hb3 Hc8 23. Kd2 h4 24. Bf5 hxg3 25. Hxh8 Bxh8 26. Bxe6 gxf2 Staðan kom upp í rússnesku deildakeppninni sem lauk fyrir skömmu í Sochi. Rússneski stór- meistarinn Andrei Kharlov (2.499) hafði hvítt gegn landa sínum og kollega Alexey Dreev (2.657). 27. Dh7! f1=D 28. Dxh8+ Df8 29. Bxf7+! Kxf7 30. Hxb7+ Kg6 31. Re5+ Kf5 32. Dh7+ Ke6 33. Dd7+ og svartur gafst upp enda stutt í mátið. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Grunsamlegur flýtir. Norður ♠Á643 ♥K843 ♦842 ♣K5 Vestur Austur ♠G1097 ♠D5 ♥G ♥D2 ♦ÁD63 ♦G10975 ♣G876 ♣D1042 Suður ♠K82 ♥Á109765 ♦K ♣Á92 Suður spilar 4♥. Það er ágæt regla í tvímenningi að vera á varðbergi gagnvart sagnhafa sem er fljótur að leggja til atlögu við spilið. Baráttan um hvern slag er mikilvæg og því má ekki misskilja hraðann sem áhugaleysi – hitt er mun sennilegra að markmiðið með flýtinum sé að svæfa vörnina. Eftir einfaldar sagnir upp í 4♥ kem- ur vestur út með spaðagosa. „Takk fyr- ir, makker,“ segir sagnhafi þegar blindur birtist, biður strax um lítinn spaða úr borði og setur líka smáan spaða heima. Allt gengur þetta hratt og fumlaust fyrir sig, enda tilgangur- inn sá að lokka vestur til að halda áfram með spaðann. Ef vestur sefur á verðinum og spilar spaða aftur lendir hann í vandræðum síðar, þvingast með ♦Á og valdið á spaðanum. Hann verð- ur að taka á ♦Á í öðrum slag til að halda sagnhafa í 11 slögum. Sem er vissulega erfitt, en hraðinn er grun- samlegur. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is 1 Edward Kenndy öldungardeildarþingmaður hefurgreinst með alvarlegan sjúkdóm. Hvaða? 2 Fyrir hvað stendur vestmanneyska viðurnefnið alý-fát? 3 Flosrún Vaka Jóhannesdóttir varð Evrópumeistarimeð dönsku liði sínu. Í hvaða grein? 4 Hvaða tvær Norðurlandaþjóðir komust áfram í fyrriundankeppni Evróvisjón? Svör við spurning- umgærdagsins: 1. Skipulagsstofnun hef- ur nánast hafnað Bitru- virkjun en samþykkir aðra virkjun með ströng- um skilyrðum. Hvað heit- ir sú? Svar: Hverahlíða- virkjun. 2. Hvað hefur verið heimilað að veiða margar hrefnur núna? Svar: 40. 3. Ellisif Tinna Víðisdóttir er forstjóri hinnar nýju varnarmálastofnunar. Við hvað starfaði hún fram að þessari skipun? Svar: Aðstoðarlögreglustjóri á Suðurnesjum. 4. Hvað kom álftamamman á Bakkatjörn á Seltjarnarnesi upp mörg- um ungum í ár? Svar: Tveimur. Spurter… ritstjorn@mbl.is Morgunblaðið/Ómar dagbók|dægradvöl Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig FRÉTTIR POKASJÓÐUR verslunarinnar úthlutaði sl. þriðjudag 90 milljónum króna til 98 verkefna á sviði umhverfismála, mannúðarmála, lista, menn- ingar, íþrótta og útivistar. Að þessari úthlutun meðtalinni hefur Pokasjóður veitt 800 milljónir króna til verkefna sem stuðla að almannaheill. Pokasjóður hefur tekjur af sölu plastburðar- poka í 160 verslunum um land allt. Þetta er þrett- ánda úthlutun sjóðsins sem úthlutar styrkjum til verkefna á sviði umhverfismála, mannúðarmála, lista, menningar, íþrótta og útivistar, samkvæmt fréttatilkynningu. Þeir sem fengu styrk að þessu sinni eru: KFUM, Reykjavík, 2.000.000 kr. Bandalag íslenskra skáta, Reykjavík, 2.000.000 kr. Húsgull, Húsavík, 3.000.000 kr. SAMAN-hópurinn, Hafnarfirði, 3.000.000 kr. Skólatónleikar á Íslandi, Reykjavík, 3.000.000 kr. Útilífsmiðstöð skáta, Úlfljótsv., Reykjavík, 3.000.000 kr. Skógræktarfélag Reykjavíkur, Reykjavík, 5.000.000 kr. Vímulaus æska, Reykjavík, 5.000.000 kr. Landgræðslufélag Biskupstungna, Selfossi, 7.000.000 kr. 90 milljónum úthlutað úr Pokasjóði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.