Morgunblaðið - 22.05.2008, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.05.2008, Blaðsíða 12
Morgunblaðið/Jim Smart Bensín Nefnd um skattlagningu á bíla og bensín skilar brátt af sér. NAUÐSYNLEGT er að fá fólk til að breyta hegðun sinni og nýta aðra orkugjafa en olíu, að því er fram kom í svari Geirs H. Haarde forsætisráð- herra við fyrirspurn Valgerðar Sverr- isdóttur, þingmanns Framsóknar, á Alþingi í gær. Valgerður hafði áhyggj- ur af háu heimsmarkaðsverði á olíu og velti því m.a. upp hvaða áhrif það hefði á umferð á vegum. Geir sagði að nýta ætti öll tækifæri til að draga úr notk- un innfluttra orkugjafa og nefndi m.a. sparneytnari ökutæki og að nota fremur dísilolíu. Nú þegar hefði vöru- gjald á metanbílum verið afnumið. Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, var á svipuðu spori og Valgerður og spurði Árna M. Mat- hiesen fjármálaráðherra út í hvenær vænta mætti niðurstöðu nefndar sem hefur skattlagningu á eldsneyti og ökutæki til umfjöllunar. „Eftir því sem ég best veit átti hún að skila af sér í febrúar,“ sagði Kolbrún og áréttaði mikilvægi þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Árni svaraði því til að nefndin myndi skila af sér innan mjög skamms tíma. Vandasamt væri að út- færa þessar tillögur án þess að skaða hagsmuni einhverra sérstakra hópa, t.d. vegna búsetu. Fólk breyti hegðun sinni og nýti aðra orkugjafa Niðurstaða nefndar liggur brátt fyrir 12 FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ ALÞINGI GUÐNI Ágústs- son, formaður Framsóknar- flokksins, segir grafalvarlegt hvernig ríkis- stjórnin hafi staðið að ákvörð- un um veiðar á hrefnu. Hann segir að yfirlýs- ing Samfylkingarinnar í þessu máli feli í sér trúnaðarbrest og veiki verulega íslenska hagsmuni. „Það er ábyrgðarleysi af hálfu forsætisráðherra að hafa ekki tekið á þessu máli áður og komist að nið- urstöðu innan sinnar ríkisstjórnar. Það er hins vegar grafalvarlegur hlutur sem Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir gerir gagnvart íslenskum hagsmunum, að ganga þvert gegn ákvörðun sjávarútvegsráðherra sem heimilar einungis veiðar á 40 hrefn- um til að viðhalda íslenskum rétti.“ Guðni segir ótrúlegt hvernig Samfylkingin komi fram í þessu máli; segi að hún sé á móti þessu en ætli að mæla fyrir henni á erlendum vettvangi. Hann segir að það verði hlegið að Íslendingum út um allan heim fyrir hvernig stjórnvöld haldi á þessu máli. „Það er ein skoðun til heimabrúks og önnur til útflutnings. Í öllum svona málum þar sem er ljóst að það fara margar þjóðir gegn okkur, stórþjóðir eins og Bretland og fleiri, er ekkert mikilvægara en að rík- isstjórnin komi fram sem ein heild. Yfirlýsing Samfylkingarinnar í þessu máli felur í sér trúnaðarbrest og veikir verulega íslenska hags- muni.“ Veikir okkar stöðu Guðni Ágústsson Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is „ÞAÐ ER auðvitað óvenjulegt að annar stjórnarflokkurinn skuli lýsa sig andvígan því en að mörgu leyti er það hreinlegra en fara í felur með slíka afstöðu,“ sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra á Alþingi í gær þegar Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstri grænna, bar upp spurningar um það sem hann kallaði einstæða uppákomu, þ.e. yfirlýsingu ráðherra Samfylkingarinnar um andstöðu við þá ákvörðun sjávarút- vegsráðherra að leyfa hrefnuveiðar. „Nú er auðvitað ljóst að þessi gjörn- ingur Samfylkingarinnar er fremur aumlegur kattarþvottur því að sjálf- sögðu bera stjórnarflokkarnir báðir, og meirihluti þeirra, sameiginlega pólitíska ábyrgð á verkum ríkis- stjórnarinnar – á tilveru hennar – á virðingu jafnt sem vömmum,“ sagði Steingrímur og velti því upp hvaða þingstyrks þessi ákvörðun nyti sem og hvort Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir utanríkisráðherra gæti mögulega verið á móti málinu heima fyrir en varið það erlendis. Geir sagði hins vegar alltaf hafa legið fyrir að stjórnarflokkarnir væru ekki á sömu línu hvað þetta varðar og að ekki hefði verið tekið á málinu í stjórnarsáttmálanum. Sjáv- arútvegsráðherra fylgdi stefnu sem var mörkuð í fyrri ríkisstjórn og byggðist m.a. á þingsályktunartil- lögu frá árinu 1999. „Á bak við þessa ákvörðun liggur auðvitað sú stefna að nýta þessar sjávarauðlindir með ábyrgum og sjálfbærum hætti. Ut- anríkisráðherra hefur sagt að hún muni útskýra þetta sjónarmið á al- þjóðavettvangi út frá þessum sjón- armiðum,“ sagði Geir. Betra en fara í felur  Geir H. Haarde segir ólíka afstöðu stjórnarflokkanna til hval- veiða hafa legið fyrir  Kattarþvottur, segir Steingrímur J. Morgunblaðið/Frikki Kvaldir hvalir Ekki er samhljómur í þingheimi um hvort leyfa eigi hvalveiðar í atvinnuskyni. Í HNOTSKURN » Alþingi samþykkti þings-ályktunartillögu árið 1999 um að hefja skyldi hvalveiðar sem fyrst. » Sjávarútvegsráðherra tókákvörðun um að leyfa hval- veiðar í atvinnuskyni árið 2006. Tveggja stjórna sumar Steingrímur J. Sigfússon og Kristinn H. Gunn- arsson urðu báð- ir til þess á Al- þingi í gær að gagnrýna stjórn- arflokkana, Sam- fylkingu og Sjálf- stæðisflokk, fyrir að tala ekki einni röddu. Stein- grímur talaði um tvíhyggju eða tvíeðli og Kristinn um tvær ríkis- stjórnir. Önnur vildi afnema eftir- launalögin en ekki hin og Kristinn nefndi einnig ólíka afstöðu til hval- veiða, álvera og virkjana í Þjórsá. Geir H. Haarde forsætisráðherra þóttu áhyggjur Kristins athygl- isverðar. „Miðað við það er erfitt fyrir hann að gera upp við sig hvorri ríkisstjórninni hann ætlar að vera á móti,“ sagði Geir og uppskar hlátur þingmanna. Hf. í tísku? Þriðja umræða um frumvarp um samræmda neyðarsvörun tók öllu lengri tíma en margir bjuggust við. Þingmenn Vinstri grænna komu einn af öðrum upp í pontu en gagn- rýni þeirra beindist einkum að því að rekstur neyðarlínunnar ætti að vera í höndum hlutafélags. Stein- grími J. Sigfússyni þótti t.a.m. of langt seilst að banna hreinlega að hafa þetta í öðru formi og lagði fram breytingartillögu gegn því. Stjórnarliðar höfðu á orði á göng- unum að þessar miklu umræður minntu á málþóf en Jón Bjarnason blés á það í ræðustóli og sagði mál- ið snúast um grundvallaratriði í fjársýslu ríkisins. Deilt um mannaval Árni Þór Sigurðsson, VG, gerði at- hugasemd við það á Alþingi í gær að sveitarfélögin ættu engan full- trúa í Evrópunefnd forsætisráð- herra. Sagði hann þau hafa mikilla hagsmuna að gæta, enda með ríkar skuldbindingar vegna EES. Geir H. Haarde sagði hins vegar ekki gert ráð fyrir sérstökum fulltrúum ríkis og sveitarfélaga í nefndinni, heldur bæri fulltrúum stjórnmálaflokkanna að gæta hagsmuna beggja. Jón Bjarnason, VG, lét einnig í ljósi óánægju með mannaval í gær en hann vill að Bændasamtökin fái að- ild að samráðsvettvangi um efna- hagsmál. Dagskrá þingsins Þingfundur hefst kl. 10:30 í dag og á dagskrá eru fjögur frumvörp menntamálaráðherra um skóla- mál. Kristinn H. Gunnarsson Geir H. Haarde ÞETTA HELST … Grænmeti í íslensku gervi? Ljótt ef satt reynist, segir Björgvin G. GRÆNMETI frá útlöndum er skolað upp úr íslensku vatni og pakk- að hér á landi en selt sem ís- lensk fram- leiðsla. Þetta sagði Árni Johnsen, þing- maður Sjálf- stæðisflokks, á Alþingi í gær og sagðist hafa fengið stað- festingu á þessu frá matvælaeftirlit- inu og að vísað væri til þess að reglur um umpökkun væru ekki mjög skýr- ar. „Hvers vegna kvarta ekki ís- lenskir framleiðendur? Einfaldlega vegna þess að þeir þora það ekki. Ef þeir kvarta, þá er allt sem bendir til þess að þeim fáu birgjum, stóru birgjunum sem flytja inn grænmeti til Íslands og skipta jafnframt við ís- lenska framleiðendur, yrði refsað og þeim úthýst af markaði,“ sagði Árni og spurði viðskiptaráðherra hvort ekki væri tími til að grípa inn í. Alvarleg vörusvik Björgvin G. Sigurðsson sagði ljótt ef satt reyndist enda væri þá um gróft lögbrot og alvarleg vörusvik að ræða. „Formlega séð heyra merk- ingar á matvælum undir Matvæla- stofnun og hvort sú stofnun hefur skoðað málið þekki ég ekki nákvæm- lega,“ sagði Björgvin og hvatti fólk sem byggi yfir slíkum vísbendingum að leita til Neytendastofu. „Þetta er grafalvarlegt mál sem er fráleitt hægt að leiða hjá sér án þess að það verði leitt fullkomlega til lykta hvort um alvarleg vörusvik er að ræða eða ekki.“ ÁRNI M. Mathie- sen fjármálaráð- herra telur koma til greina að tekjur af endursölu hug- verka verði skatt- lagðar eins og fjármagnstekjur. Þetta kom fram í svari Árna við fyr- irspurn Kolbrún- ar Halldórsdóttur, þingmanns VG, á Alþingi í gær. Kol- brún benti á að eignatekjur, s.s. leigu- tekjur, beri 10% skatt og velti því upp hvort sama mætti ekki gilda um end- urflutt hugverk, t.d. leikrit sem eru tekin aftur til sýningar, og þau væru því skilgreind sem eign. Árni sagði starfshóp nú þegar vera starfandi í fjármálaráðuneytinu sem færi yfir þessi mál. „Hann væri ekki að störfum nema af því að ég tel það koma til greina að hugverk eins og þessi verði skattlögð á sama hátt og fjármagnstekjur,“ sagði Árni og átti von á niðurstöðum hópsins í næsta mánuði. Leikrit, sögur og ljóð verði skilgreind sem eign Kolbrún Halldórsdóttir STJÓRNSÝSLUÚTTEKT Ríkis- endurskoðunar um Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar ehf. svarar ekki grundvallarspurningum í málinu og það kallar á frekari rannsókn. Þetta er álit minnihluta fjárlaganefndar, þ.e. fulltrúa stjórnarandstöðuflokk- anna, en nefndin skilaði skýrslu um úttektina í gær. Þremenningunum Bjarna Harðar- syni, Guðjóni A. Kristjánssyni og Jóni Bjarnasyni þykir m.a. miður að ekki sé fjallað um lögmæti þjónustu- samnings sem gerður var milli Þró- unarfélagsins og fjármálaráðuneyt- isins þar sem kveðið sé á um að 100% af sölu eigna á vallarsvæðinu renni til félagsins en ekki í ríkissjóð. Minnihlutinn telur einnig að við um- fjöllun um hagsmunatengsl og hæfi sé ekki lagt mat á vanhæfi manna út frá heildarmyndinni sem við blasi heldur einungis horft einangrað og þröngt á hvert tilvik. Þá efast þre- menningarnir um hæfi Ríkisendur- skoðunar til að annast þessa stjórn- sýsluúttekt þar sem hún sé einnig endurskoðandi Þróunarfélagsins. Vantar svör við grund- vallarspurningum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.