Morgunblaðið - 22.05.2008, Side 4

Morgunblaðið - 22.05.2008, Side 4
4 FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR flugfelag.is Fundarfriður SNÆFELLSJÖKULL DRANGJÖKULL REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR VESTMANNAEYJAR ÍSAFJÖRÐUR VOPNAFJÖRÐUR ÞÓRSHÖFN GRÍMSEY Markvissir fundir í friði og ró Upplýsingar: Sími 570 3075 hopadeild@flugfelag.is Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is SAMKEPPNISEFTIRLITIÐ tel- ur, eftir að hafa farið yfir samninga milli birgja og endurseljenda, að all- margir þeirra feli í sér ákvæði sem kunni að raska samkeppni og geti með því farið gegn samkeppnislög- um og leiðbeinandi reglum um við- skipti birgja og matvöruverslana, sem samkeppnisyfirvöld gáfu út í desember 2002. Stofnunin er nú að skoða hvort mál verði höfðað gegn tilteknum fyrirtækjum vegna þess- ara brota. Í skýrslu Samkeppniseftirlitsins um matvöruverð og samskipti versl- ana við birgja er ekki tekin afstaða til þess hvort samningar einstakra fyrirtækja brjóti gegn bannákvæð- um samkeppnislaga. Samkeppnis- eftirlitið ætlar hins vegar að fylgja skýrslunni eftir með frekari rann- sókn. Stofnunin telur nauðsynlegt að verslanir og birgjar kynni sér reglur sem gilda á þessu sviði og felli út úr samningum ákvæði sem líklegt er að skaði samkeppni og þar með neytendur. Gagnrýnir forverðmerkingar Samkeppniseftirlitið bendir á að forverðmerkingar birgja á t.d. áleggi, kryddlegnu kjöti, pylsum og ákveðnum tegundum af ostum, fisk- meti, eggjum og fleiri vörum leiði til þess að verðmunur á þessum vörum sé minni en á vörum sem verslanir verðleggi sjálfar. Samkeppniseftir- litið dregur þá ályktun af þessu að forverðmerkingar veiti vísbending- ar um að þær takmarki verðsam- keppni milli matvöruverslana. Nið- urstöðurnar „gefa til kynna að full þörf sé frekari aðgerða, þ.e. að rannsakað verði í sérstöku stjórn- sýslumáli hvort tilteknir aðilar hafi gerst sekir um brot á samkeppn- islögum með forverðmerkingum.“ Í nokkrum samningum milli verslana og birgja sem Samkeppn- iseftirlitið hefur skoðað er að finna ákvæði um einkakaup og/eða tryggðarafslætti. Með einkakaupum er átt við að viðkomandi verslun skuldbindi sig til að kaupa 60-80% af tilteknum vörum, en tryggðaraf- slættir fela í sér afslætti eða við- skiptakjör sem hindra að keppinaut- ar geti átt viðskipti við viðkomandi verslun. Samkeppniseftirlitið hefur hafið athugun á hvort þessir samn- ingar fari gegn samkeppnislögum, en stofnunin telur að slíkir samn- ingar getið „haldið keppinautum frá markaði og hækkað verð.“ Í skýrslu Samkeppniseftirlitsins kemur fram að í mörgum þeim samningum sem stofnunin hefur afl- að frá birgjum sé að finna ákvæði sem beinlínis kveða á um að viðkom- andi matvöruverslun megi ekki flytja inn eða kaupa frá öðrum birgjum þær vörur sem viðkomandi birgir er með á boðstólum. Stofn- unin telur að þessi ákvæði geti verið samkeppnishamlandi. Í desember 2002 gáfu samkeppn- isyfirvöld út leiðbeinandi reglur um viðskipti birgja og matvöruverslana. Reglurnar höfðu þann tilgang að vera þeim sem á matvörumarkaðn- um starfa leiðbeining um það hvers konar háttsemi og hegðun væri í samræmi við góða samkeppnis- og viðskiptahætti og þá um leið hvað kynni að fara gegn samkeppnislög- um. „Athugun Samkeppniseftirlits- ins gefur til kynna að þessum leið- beinandi reglum sé ekki að öllu leyti fylgt. Nefna má t.d. að af þeim birgjum sem aflað var upplýsinga frá eru u.þ.b. 40% sem ekki gera skriflega samninga við endursölu- aðila.“ Samningar við birgja kunna að brjóta samkeppnislög Samkeppniseftirlitið skoðar hvort ástæða sé til að höfða mál gegn fyrirtækjum FYRSTA hrefna sumarsins veiddist á Faxaflóa í fyrrakvöld og er gert ráð fyrir að kjötið fari á markað á morgun. Karl Þór Baldvinsson, hrefnu- veiðimaður á Nirði KÓ, segir að mik- ið hafi verið af hrefnu og töluvert af hnúfubak utarlega í Faxaflóa, um 30 mílur vestnorðvestur af Reykjavík, og vel hafi gengið að skjóta tarfinn sem hafi verið 7,4 metra langur og gefi af sér um tonn af afurðum. Þrír eru í áhöfn Njarðar og segir Karl að fjölskyldan hafi stundað hrefnuveiðar síðan um 1970. Það sé því mikil reynsla í fjölskyldunni. Njörður var á vísindaveiðum í fyrra og veiddi síðan 6 hrefnur í atvinnu- skyni, þá síðustu um miðjan ágúst. Þó nokkuð langt sé um liðið segir Karl að handtökin gleymist ekki hjá vönum mönnum eins og sér, „ekki þegar maður er búinn að skjóta yfir 1.000 dýr,“ segir hann. Kjötið var látið kólna í gær og fer væntanlega í vinnslu í dag. Karl seg- ir að fljótlega verði haldið í næsta túr, en þrír bátar verði að kroppa í hrefnuna, Kópur, Halldór Sigurðs- son ÍS og Dröfn RE, en tvö síðast nefndu skipin séu nú í tímabundnum verkefnum. Á myndinni sýnir einn úr áhöfn skipsins, Guðmundur Haraldsson, með kjötstykki úr fyrsta tarfinum á tímabilinu. Fyrsta hrefnan á land og í verslanir fyrir helgi Morgunblaðið/RAX „UPP á grasið aftur“ er yfirskrift opins fundar um geðheilbrigðismál sem Hugarafl og Árni Tryggvason halda í Norræna húsinu á sunnu- dag, 25. maí. Í tilkynningu segir að tilgangur fundarins sé að varpa ljósi á fleiri leiðir í bata geðsjúkra og aukna val- möguleika. Þá verður rætt um hvort stíga megi fleiri skref í þjón- ustu og þróa fleiri brýr á milli stofnana. Jafnframt verður rætt um að fara „hálfa leið“ í meðferð, sem ekki byggir á stofnanalegum gildum. Góður hópur fyrirlesara Fyrirlesarar eru Árni Tryggva- son leikari, Herdís Benediktsdóttir frá Hugarafli, Pétur Hauksson geð- læknir, Eyrún Thorstensen hjúkr- unarfræðingur, Jón Viðar Jónsson gagnrýnandi og Elín Ebba Ás- mundsdóttir iðjuþjálfi en umræður verða í lok fundar. Fundurinn er haldinn í Norræna húsinu frá 16.30 til 18.30. Árni Tryggvason og Hugarafl efna til fundar á sunnudag Árni Tryggvason Herdís Benediktsdóttir Eyrún Thorstensen Leiðir til bata Jón Viðar Jónsson Elín Ebba Ásmundsdóttir Pétur Hauksson EIN af stærstu skýringum á því að munur á matarverði hér á landi og í Evrópusambandinu var mun meiri árið 2006 en 2003 eru breytingar á gengi íslensku krónunnar. Þetta segir Guðrún Jónsdóttir, deildar- stjóri hjá Hagstofunni. Samkvæmt skýrslu Samkeppn- iseftirlitsins var verð á mat að jafn- aði 64% hærra á Íslandi en í ESB árið 2006. Þessi munur var hins vegar 42% árið 2003. „Árið 2006 var gengið mjög sterkt og því komum við illa út. Við myndum hins vegar koma mun hag- stæðara út núna eftir að gengi krónunnar féll. Verð á mat hefur hækkað hér á landi að undanförnu, en það hefur gert það erlendis líka. Í þessum samanburði er alltaf horft á verðið út frá evrum. Það er grunngjaldmiðillinn. Þegar gengi íslensku krónunnar er mjög hátt þýðir það að mjög dýrt verður að kaupa íslenskar krónur fyrir evrur og þess vegna verður verðlagið hátt,“ sagði Guðrún. Það hefur líka áhrif á niðurstöð- una að ríkjum í Evrópusambandinu hefur fjölgað, en fátæk ríki í Aust- ur-Evrópu þar sem verðlag er lágt hafa gengið í bandalagið. Gengið jók verðmuninn SIGÞÓR Einars- son hefur verið ráðinn aðstoðar- forstjóri Ice- landair Group, móðurfélags flug- félagsins Iceland- air og fleiri fé- laga. Mun Sigþór starfa við hlið Björgólfs Jó- hannssonar forstjóra og bera ábyrgð á þeim fyrirtækjum í sam- stæðunni sem einkum annast al- þjóðlegt leiguflug, útleigu flugvéla og flugvélaviðskipti, en það eru fyr- irtækin Loftleiðir-Icelandic, Blueb- ird Cargo, Icelease, Latcharter í Lettlandi og Travel Service í Tékk- landi. Sigþór hóf störf hjá Icelandair Group í apríl 1996 og vann þá að stefnumótun og áætlanagerð. Hann var ráðinn forstöðumaður rekstr- arstýringarsviðs í maí 1999. Hann var ráðinn framkvæmdastjóri Loft- leiða Icelandic við stofnun þess í janúar 2002 og svo framkvæmda- stjóri þróunar og stefnumótunar hjá Icelandair Group í mars 2006. Aðstoðar- forstjóri Icelandair Sigþór Einarsson LANDIC Property, fasteignafélag í aðaleigu FL Group, hefur selt Keops Development til danska fjár- festingarfélagsins Stones Invest. Söluverð er ekki gefið upp en í til- kynningu frá Landic kemur fram að ákveðið hafi verið að gefa skilamála samningsins ekki upp. Staðfesta á samninginn endanlega 10. júní nk. að lokinni áreiðanleikakönnun. Keops Development er bygging- arþróunardeild sem fylgdi með Fasteignafélaginu Keops A/S sem Landic Property yfirtók síðastliðið haust. Þá munu forráðamenn Land- ic Property hafa gefið út yfirlýsingu um að Keops Development yrði selt, þar sem starfsemi þess samrýmdist ekki hefðbundnum rekstri á fast- eignafélagi. Þróunarverkefnið Lig- hthouse á hafnarsvæðinu í Árósum er undanskilið í þessari sölu og mun Landic Property taka þátt í því áfram, undir forystu Prebens Thomsen, yfirmanns Keops Deve- lopment. Landic selur þróunardeild ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.