Morgunblaðið - 22.05.2008, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2008 13
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
KOLMUNNAVERTÍÐIN er búin
hjá íslensku skipunum, að minnsta
kosti í bili. Í gær var Hoffell SU-80
frá Fáskrúðsfirði eina skipið á mið-
unum við Færeyjar, allur flotinn var
farinn heim.
„Þetta er mjög dapurt, nánast
engin veiði,“ sagði Páll Rúnarsson
skipstjóri á Hoffelli í gær. Skipið
var þá á öðrum degi á miðunum
ásamt þremur til fjórum færeyskum
skipum en öll hin íslensku skipin bú-
in að gefast upp. Hoffell var að
reyna fyrir sér 30 til 40 mílur vestur
af Færeyjum með litlum árangri.
„Ætli við verðum ekki við þetta í tvo
til þrjá daga í viðbót,“ sagði Páll í
gær.
Hækkun olíuverðs hefur áhrif
Tólf til fimmtán íslensk skip voru
við kolmunnaveiðar við Færeyjar í
apríl og fram í maí. Fín veiði var
syðst í færeysku lögsögunni. Fyrir
viku datt botninn alveg úr veið-
unum. „Kolmunninn þokaðist norð-
ur og gufaði nánast upp. Hann er
alltaf að flýta sér. Þetta er mánuði
fyrr en undanfarin ár,“ sagði Páll.
Búið er að leita alla færeysku lög-
söguna en kolmunninn er svo dreifð-
ur að varla borgar sig að veiða.
Hækkun olíuverðs hefur áhrif á
þessar veiðar, eins og aðrar. Ekki
borgar sig að eltast við kolmunnann
nema tiltekinn lágmarksafli fáist.
Páll Rúnarsson nefndi að það þyrfti
300 tonn á dag til að veiðarnar
stæðu undir sér.
114 þúsund lestir á land
Kolmunnaafli íslenskra skipa í
færeyskri lögsögu og á alþjóðlegu
hafsvæði var tæplega 75 þúsund
lestir í aprílmánuði, samkvæmt yf-
irliti Fiskistofu. Fyrstu fjóra mán-
uði ársins var heildaraflinn liðlega
110 þúsund lestir. Er það heldur
meira en á sama tíma á síðasta ári
og svipað og árið 2006. Eitthvað hef-
ur bæst við í maí. Samkvæmt yfirliti
Samtaka fiskvinnslunnar um til-
kynntar landanir að undanförnu er
heildaraflinn komin yfir 114 þúsund
tonn. Að auki hefur verið landað 55
þúsund tonnum úr erlendum fiski-
skipum, samkvæmt sömu heim-
ildum.
Íslensk skip hafa heimildir til að
veiða um 232 þúsund tonn af kol-
munna í ár. Í lok apríl höfðu skipin
lokið við að veiða tæplega helming
kvótans og að teknu tilliti til ann-
arra landana eru eftirstöðvar útgef-
ins kolmunnakvóta um 75 þúsund
lestir.
Nokkuð ljóst er að veiðunum við
Færeyjar er lokið. Undanfarin ár
hafa skipin náð afla í íslenskri lög-
sögu á sumrin, einkum í júní. Óvissa
ríkir um það nú. Að minnsta kosti er
Páll Rúnarsson skipstjóri á Hoffelli
ekki bjartsýnn á framhaldið: „Þetta
lítur illa út eins og er. Það hefur far-
ið stigminnkandi ár frá ári sem fæst
í íslensku lögsögunni. Það má vera
að eitthvað skili sér en þetta er orðið
svo dreift.“
Kolmunninn gufaði upp
Í HNOTSKURN
»Verksmiðja Síldarvinnsl-unnar hf. á Seyðisfirði hefur
tekið við mestum kolmunnaafla,
tæpum 43 þúsund tonnum sam-
tals af íslenskum og erlendum
skipum. Verksmiðja Síld-
arvinnslunnar í Neskaupstað
hefur tekið við liðlega 28 þúsund
tonnum.
»Eskja á Eskifirði hefur tekiðvið liðlega 32 þúsund tonnum
af kolmunna það sem af er ver-
tíð. Loðnuvinnslan á Fáskrúðs-
firði hefur tekið við rúmum 26
þúsund tonnum og Ísfélag Vest-
mannaeyja hf. (FES) hefur tekið
við rúmum 24 þúsund tonnum.
Hoffell SU er eitt eftir á miðunum
ÚR VERINU
„ÞAÐ er kropp, eitthvað
að hafa,“ segir Ingi Jó-
hann Guðmundsson,
framkvæmdastjóri Gjög-
urs ehf., útgerðar Há-
konar EA-148. Hákon er
kominn til síldveiða úr
norsk-íslenska stofninum,
fyrstur íslenskra skipa á
þessari vertíð. Áður var
færeyskt skip byrjað.
Síldin er komin inn í íslensku
landhelgina og var Hákon að veiðum
norðaustan við landið í gær. Kroppið
sem útgerðarmaðurinn talar um
dugar fyrir lítið skip eins og Hákon,
að hans sögn.
Fara eftir sjómannadag
Þótt skipin séu flest hætt kol-
munnaveiðum í færeysku lögsög-
unni er ekki reiknað með að þau fari
almennt til síldveiða fyrr en eftir sjó-
mannadag sem er eftir rúma viku og
sum seinna.
Veiðar á síld úr norsk-íslenska
stofninum hafa byrjað í íslensku lög-
sögunni í maí undanfarin ár en þó
ekki fyrir alvöru fyrr en í júní. Þann-
ig veiddust 3500 til 4000 tonn í maí í
fyrra og hitteðfyrra.
Sjómenn hafa verið að bíða eftir
því að fiskurinn fitnaði svo hann
hentaði betur til manneldisvinnslu.
„Það er alveg klárt að menn hefðu
viljað sjá hærra fituhlutfall – en við
höfum líka oft byrjað með Hákon á
þessum veiðum á þessum tíma,“ seg-
ir Ingi.
Síldin er fryst um borð og fer öll
til manneldis.
Hákon EA byrjaður á
norsk-íslensku síldinni
HAGSMUNAAÐILAR í sjávarút-
vegi fagna þeirri ákvörðun sjávar-
útvegsráðherra að heimila hrefnu-
veiðar í ár. Sú ákvörðun er í
samræmi við stefnu stjórnvalda um
sjálfbæra nýtingu lifandi auðlinda
hafsins og ályktun Alþingis um
hvalveiðar frá 10. mars 1999, segir í
yfirlýsingu sem Landssamband ís-
lenskra útvegsmanna, Sjómanna-
samband Íslands, Félag skipstjórn-
armanna og Félag vélstjóra og
málmtæknimanna hafa sent frá sér.
Rifjað er upp að ástand hvala-
stofna við Ísland er talið gott og
það staðfest af helstu vísindamönn-
um á sviði hvalarannsókna. Stærð
hrefnustofnsins hafi verið talin ná-
lægt sögulegu hámarki, en sam-
kvæmt nýjustu talningu voru um
44.000 hrefnur á landgrunninu við
Ísland. Hafrannsóknastofnunin
hafi lagt til veiðar á allt að 400
hrefnum og bent á það mat stofn-
unarinnar að slíkur fjöldi samrým-
ist markmiðum um sjálfbæra nýt-
ingu.
„Ekki er annað hægt en að lýsa
yfir undrun á þeirri afstöðu sem
komið hefur fram af hálfu forystu-
manna Samfylkingarinnar í málinu
um að meiri hagsmunum sé fórnað
fyrir minni. Þar vega hagsmunir
helsta útflutningsatvinnuvegar
þjóðarinnar, sjávarútvegsins, lítið.“
Atkvæðamesti afræninginn
„Hrefnur og aðrir hvalir sem
halda til hér við land éta um sex
milljónir tonna af fæðu á ári hverju,
en af þessari fæðu eru rúmlega
tvær milljónir tonna fiskur. Hrefn-
an er atkvæðamesti afræninginn,
bæði hvað varðar heildarmagn, sem
er um tvær milljónir tonna og
fiskát, en talið er að hrefnur éti um
eina milljón tonna af fiski á ári, m.a
umtalsvert magn af loðnu og þorski
en ýmislegt bendir til að hlutdeild
eldri þorsks í fæðu hrefnunnar sé
meiri en gert var ráð fyrir áður.
Ár hvert fer fram lífleg umræða
um heildarveiði þar sem oft er tek-
ist á um hvort veiða eigi nokkrum
tugum þúsunda tonna meira eða
minna af helstu nytjategundum.
Því er ljóst að hagsmunir Íslend-
inga af því að veiða hvali eru miklir.
Rétt þjóðarinnar til þess að nýta og
ráðstafa eigin auðlindum getur svo
reynst erfitt að verðleggja,“ segir í
yfirlýsingu hagsmunasamtakanna.
Fagna ákvörðun sjáv-
arútvegsráðherra
vi
lb
or
ga
@
ce
nt
ru
m
.is
GE kæliskáparnir eru öflugir, endingargóðir og glæsilega innréttaðir
-hágæðaheimilistæki
Baldursnes 6, Akureyri | Suðurlandsbraut 20, Reykjavík Sími 588 0200 | www.eirvik.is
Amerískir GE kæliskápar
*Tilboðið gildir meðan birgðir endast.
GCE21LGWFS – Stærð: h 176 x b 90,9 x d 60,7 sm – Með ryðfríum stálhurðum
381 ltr. kælir og 173 ltr. frystir – Orkunotkun: A
TILBOÐ kr.: 219.900*