Morgunblaðið - 22.05.2008, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.05.2008, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. NÝTING AUÐLINDA Í nýrri álitsgerð bandarískafjármálafyrirtækisins LehmanBrothers um íslenzkt efna- hagslíf, en það er eitt þekktasta fyrirtækið í sinni grein vestanhafs, segir m.a.: „Innanlandskostnaður við netbú, sem fyrst kom til álita um mitt sl. ár er nú helmingur á við það, sem var. Lykilatriðið í því er að erlend- ur kostnaður við raforku, sem framleidd er með jarðgufu á Ís- landi, sem var sú ódýrasta í heimi er nú jafnvel enn ódýrari.“ Er þetta rétt? Hefur rafmagn framleitt með jarðgufu verið talið ódýrasti orkugjafi í heimi? Ef eitt- hvað er hæft í þessu er kominn tími til að við stöldrum við og áttum okkur á á hvaða leið við erum. Þær þjóðir sem búa yfir miklum orkulindum eru nú taldar einna bezt staddar, efnahagslega séð, í heiminum. Skýrasta dæmið um þetta er Rússland, sem býr yfir gíf- urlegum auðlindum og þá ekki sízt orkulindum. Rússland er að rísa upp á ný sem heimsveldi í krafti þess auðs, sem þar er að verða til og byggist fyrst og fremst á olíufram- leiðslu og olíusölu. Olíuverð fer stöðugt hækkandi á heimsmarkaði og peningarnir flæða um Rússland. Við búum að vísu ekki yfir jafn- miklum orkulindum og auðlindum og Rússar en við eigum miklar ónýttar og endurnýjanlegar orku- lindir á okkar mælikvarða. Erum við að selja þá orku, sem við fram- leiðum, á of lágu verði? Býður ver- öld nútímans eða framtíðarinnar upp á annars konar nýtingu á orku- lindum okkar, sem gefur okkur meiri tekjur eða ávöxtun af þessum eignum en við fáum nú? Þetta er áleitin spurning, þegar fyrirtæki á borð við Lehman Brot- hers staðhæfir að hvergi í heimin- um sé að fá ódýrari orku en hér. Við erum ekki bundin álfyrir- tækjunum um aldur og ævi. Í samn- ingum okkar við þau eru ákveðin tímamörk. Að því kemur að við er- um lausir við þá samninga og getum ef okkur hentar nýtt orkuna á ann- an hátt. Það má vel vera, að það sé kom- inn tími til að við stöldrum við og athugum okkar gang. Hvernig verða auðlindir Íslands bezt nýttar í nútíð og framtíð? Út- gerðarmenn ráða því sjálfir hvað þeir gera við fiskinn, sem skipin þeirra veiða, hvort aflinn er fluttur ferskur og að mestu óunninn út eða hvort hann er unnin hér. Við höfum hingað til litið svo á að einkafyr- irtækin í útgerð og fiskvinnslu væru bezt til þess fallin að taka þessar ákvarðanir. Fyrri hluta 20. aldar mynduðu sjávarútvegur og fiskvinnsla sam- tök til þess að koma í veg fyrir und- irboð á íslenzkum fiski á erlendum mörkuðum. Til þess að koma í veg fyrir að erlendir kaupendur gætu nýtt sér smæð okkar og teflt út- gerðarmönnum og fiskverkendum hverjum gegn öðrum til þess að tryggja sér hagstæðast verð. Valddreifingin í orkumálum þjóð- arinnar er orðin mikil. Nú geta einkaaðilar og sérstök fyrirtæki í eigu t.d. sveitarfélaga samið sín í milli um byggingu orkuvera og ál- vera. Það er engin spurning um að eftir að Hitaveita Suðurnesja og Orkuveita Reykjavíkur komu til sögunnar, sem seljendur á raforku í einhverju magni, hefur staða stór- kaupenda á raforku batnað gagn- vart framleiðendum og seljendum. Það hefur í raun gerzt á undanförn- um árum að þeir sem hafa ekki ver- ið sáttir við þau svör, sem þeir hafa fengið hjá Landsvirkjun, hafa snúið sér til hinna orkufyrirtækjanna í von um betra verð og stundum fengið það. Er þetta fyrirkomulag, sem er erlendum orkukaupendum til hags- bóta en veikir stöðu íslenzkra orku- framleiðenda til þess að ná hag- stæðasta verði, hagsmunum íslenzku þjóðarinnar til framdrátt- ar? Er ekki nokkuð ljóst að svo er ekki? Það er kominn tími til að stjórn- málamenn taki í taumana og geri tilraun til að öðlast heildarsýn á stöðu okkar og hagsmuni í orku- málum í alþjóðlegu samhengi. Ríkisstjórnin á að hafa forgöngu um það en hún á jafnframt að hleypa stjórnarandstöðunni að því borði. Hér er um að ræða sameig- inlegt hagsmunamál þjóðarinnar allrar, sem engin ástæða er til að halda stjórnarandstöðunni utan við. Í slíkri vinnu þarf að kortleggja stöðu okkar, hagsmuni og tækifæri og setja það allt í alþjóðlegt sam- hengi. Olían hækkar stöðugt í verði, m.a. vegna þess að margir trúa því að hún sé dvínandi auðlind sem muni smátt og smátt ganga til þurrðar á þessari öld. Kannski má líkja stöðunni nú við ástand mála í miðborg Reykjavík- ur. Ný hús rísa hér og þar en engin merki eru um að nokkur hafi yf- irsýn yfir það sem er að gerast. Ef svo væri hefðu allt aðrar ákvarð- anir verið teknar um húsbyggingar í miðborginni. Það er erfitt að komast hjá þeirri hugsun að hið sama sé að gerast í orkumálum. Einstök sveitarfélög taka sínar ákvarðanir en það er enginn sem hefur yfirsýn yfir sviðið allt og þar með yfir hið alþjóðlega orkusvið. Auðvitað viljum við ekki að út- lendingar líti svo á að hér sé hægt að fá keypta ódýrustu orku í heimi. Ef svo er höfum við gert mikil mis- tök. Ríkisstjórn og Alþingi verða að hafa þessa yfirsýn. Sveitarfélög verða að hafa þessa yfirsýn. Ella taka þessir aðilar kolrangar ákvarðanir. Ríkisstjórnin á að taka nýtingu auðlinda okkar til nýrrar skoðunar til þess að við höfum sem þjóð fast land undir fótum þegar við tökum ákvarðanir um hvernig við ráðstöf- um þessum miklu verðmætum í framtíðinni. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is Ekki var einfalt mál að fásamband við HalldóruGunnarsdóttur, fram-kvæmdastjóra Barna- verndar Reykjavíkur, í gær vegna gagnrýni sem fram kom á störf stofnunarinnar í aðsendri grein í Morgunblaðinu í gær. Greinina rit- aði Ingibjörg S. Benediktsdóttir, móðursystir ungrar konu sem lést nýverið vegna ofneyslu fíkniefna frá tveimur börnum sínum. „Ég hef aldrei lent í öðru eins á mínum starfsferli,“ sagði Halldóra um við- brögð fjölmiðla og annarra við greininni, er hún fann loksins tíma síðdegis til að veita Morgunblaðinu viðtal. Ekki í varanlegu fóstri Unga móðirin sem málið snýst um hafði enn forsjá yfir börnum sín- um en þeim hafði hins vegar verið komið í tímabundið fóstur til afa síns og ömmu. Í grein Ingibjargar í Morgunblaðinu í gær kom fram að afinn og amman höfðu mótmælt því að móðirin fengi að fá börnin til sín, þar sem hún væri ekki í jafnvægi til þess. Því hefði Barnavernd ekki un- að og „krafðist þess að drengirnir færu og keypti flugmiða undir þá suður,“ skrifar Ingibjörg. „Það er mjög eðlilegt að börn sem eru í tímabundnu fóstri hafi ríku- lega umgengni séu foreldrar í ástandi til þess,“ segir Halldóra um þetta atriði. Hún bendir á að það sé ávallt stefnan að börn í tímabundnu fóstri fari aftur til foreldra sinna. „Annars væru börnin komin í var- anlegt fóstur.“ Unga móðirin er ein af um 12-13 fíklum sem látist hafa frá börnum sínum síðastliðna tólf mánuði. Börn þessara fíkla eru um tuttugu talsins. Ekki hafin yfir gagnrýni „Ég harma það að þetta skuli vera upplifun greinarhöfundar af samskiptunum við okkur hjá Barna- vernd Reykjavíkur,“ segir Halldóra almennt um efni greinarinnar en í niðurlagi hennar skrifar Ingibjörg að ljóst sé að „Barnavernd Reykja- víkur hefur algjörlega brugðist þeirri skyldu sinni að vernda þessa litlu frændur mína …“ Halldóra getur ekki tjáð sig efn- islega um innihald greinar Ingi- bjargar en segir Barnavernd „að sjálfsögðu ekki hafna yfir gagn- rýni“. Mun hún fara yfir efni grein- arinnar með starfsmönnum sínum og ræða í framhaldinu við málsaðila, þ.e. aðstandendur barnanna, með tilliti til þess hvernig bæta megi úr þeirri stöðu sem upp sé komin og „hvernig við getum komið til móts við aðstæður barnanna“. Halldóra segir starfsfólk Barna- verndar vinna eftir ákveðnu verk- lagi, „sem er náttúrlega ekki til mik- ils gagns ef ekki er farið eftir því, en að öllu jöfnu er fólk duglegt að fara eftir því“. Hefði aldrei samþykkt um- gengni í slíku húsnæði Eitt af mörgum atriðum sem Ingibjörg gagnrýnir í grein sinni er að íbúð móðurinnar, „sem fulltrúi frá Barnavernd Reykjavíkur taldi fullboðlega fyrir frændur mína að búa í“, hafi verið hryllilega útlítandi, stuttu eftir lát móðurinnar. „Við fundum hass, hvítt duft, álpappír, plastpoka, 100 kveikjara, brenndar skeiðar, skæri og hnífa,“ skrifar Ingibjörg m.a. „Ég get alveg fullyrt það að starfsmaður hefði aldrei samþykkt umgengni við þær húsnæðisaðstæð- ur sem lýst er í greininni,“ segir Halldóra. „En við vitum það að í hendingskasti geta aðstæður breyst til hins verra, jafnvel á einum, tveimur sólarhringum.“ Hún segir að Barnavernd beri engin skylda til að kanna heimilis- aðstæður fyrirfram. Þá sé það held- ur ekki skylda Barnaverndar að koma í óundirbúnar heimsóknir en Ingibjörg segir í grein sinni að börnin hafi verið „á vegum nefnd- arinnar sem átti að koma í óund- irbúnar heimsóknir …“ Þessu hafnar Halldóra. „Það er ekki skylda, það er alltaf samkomu- lag eða ákvörðunarefni, við gerum meðferðaráætlun með hverju for- eldri fyrir sig og stundum er óboðið eftirlit hluti af því. En fólk verður líka að átta sig á að við getum ekki brotist inn hjá fólki. Við verðum að komast inn í húsið. En hins vegar höfum við möguleika á því að fá lög- reglu í lið með okkur og brjótast inn ef við höldum að ástandið sé þannig að þess þurfi, en það þarf að vera mjög sterkur og ákveðinn grunur um að það sé stórkostleg hætta á ferðinni.“ Til slíkra aðgerða þurfi stundum að grípa, þótt það sé að- eins gert í undantekningartilfellum. Hvað svo? Feður barna móðu Ekki skylda Bar Unga konan með forræði og hafði því „ríkulegan umgengnisrétt“ við börnin Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is Vegagerðinni bárust 10 til-boð til lagningar Lyng-dalsheiðarvegar eða nýsGjábakkavegar; tilboðin voru opnuð á þriðjudag. Vegurinn verður um 15 km langur en einnig verður lögð um 1,7 km löng veg- tenging frá Lyngdalsheiðarvegi að núverandi Gjábakkavegi. „Framkvæmdin hefur farið tví- vegis í umhverfismat og Vegagerðin hefur skoðað fjölda hugsanlegra vegstæða á þessu svæði,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsinga- fulltrúi Vegagerðarinnar, inntur eftir því hvort tekið hafi verið tillit til þeirrar gagnrýni sem vegaá- formin hafa sætt undanfarið. Kallað eftir úrbótum um tíma Kallað hefur verið eftir úrbótum á Gjábakkavegi í nokkurn tíma, m.a. frá landeigendum og aðstandendum ferðaþjónustu. Áform um lagningu nýs vegar, sunnan við gamla Gjá- bakkaveg, hefur verið harðlega gagnrýnd og telur Landvernd m.a. að vegurinn muni valda miklu raski á náttúru Þingvallavatns, nægt hefði að lagfæra núverandi veg. Pétur M. Jónasson vatnalíffræð- ingur hefur lengi barist gegn nýja veginum og varað við því að Þingvallavatns sé hætta bú hefur stefnt Vegagerðinni o þess að úrskurður umhverf isráðherra um að veita Veg inni heimild til að leggja ve verði dæmdur ógildur. Pétu m.a. að niturmengun muni Framkvæmdir við nýj bakkaveg hefjast inna                                    Morgunblaðið/Golli Nýr vegur Framkvæmdir við Gjá- bakkaveg hefjast innan skamms. Eftir Andra Karl andri@mbl.is S bætt í m sveitarf vissuleg höfum v sveitars þessi má brandss verndar álagið á barnaverndarnefnd liðnum árum. Hann á verra viðamiklum málum hafi fjöl að síður að þau gögn sem vi bendi til þess að það sé rétt fjölgar má segja að hlutfall anna af heildinni minnki, en mér ljóst að þessum þyngri Barnaverndarstofa er stj Vanda ákvar Bragi Guðbrandsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.