Morgunblaðið - 22.05.2008, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
GRETTIR, HVAÐ VILTU AÐ
ÉG GEFI ÞÉR Í JÓLAGJÖF?
FLESTIR GERA LISTA...
GRETTIR MERKIR VIÐ UPPSKRIFTIR
Í MATREIÐSLUBÓKUM
ÞAÐ ER GREINILEGA LÖNGU
KOMINN MATARTÍMI
ÓTRÚLEGI MAÐURINN FLÝGUR
UMHVERFIS HNÖTTINN MEÐ
RISAVAXNA LINSU
HANN KEMUR LINSUNNI
FYRIR Á RÉTTUM STAÐ
TIL AÐ MAGNA
EYÐILEGGINGARMÁTT
SÓLARINNAR
HANN NOTAR ÞENNAN
MÁTT TIL AÐ ÞURRKA
ÁKVEÐINN GRUNNSKÓLA
ÚT AF KORTINU
NÚNA ÞARF STRÁKURINN,
KALVIN, ALDREI AÐ
LÆRA HEIMA FRAMAR.
HANN ER FRJÁLS
HVERNIG
GENGUR
AÐ LÆRA,
KALVIN?!?
ÉG
TRÚI ÞÉR
EKKI!
AF HVERJU
EKKI?
ÉG SAGÐI
EKKI
NEITT!
HLÆÐU OG
HEIMURINN
HLÆR MEÐ ÞÉR...
HRJÓTTU,
OG ÞÚ SEFUR
EINN
HVERNIG GENGUR
AÐ BÚA TIL
JÓLABJÓRINN?
BARA ÁGÆTLEGA.
ÞAÐ ER KOMIÐ AÐ
ÞVÍ AÐ LÁTA HANN
GERJAST
MÉR FINNST HANN EKKI
VERA AÐ GERJAST NÓG... ÉG
ÆTTI AÐ BÆTA VIÐ GERI
NEI, ÉG HEF EKKI
FARIÐ NIÐUR Í KJALLARA
NÝLEGA. NÚ?
ÉG VERÐ AÐ KOMA
HONUM FRÁ M.J.
EF HÚN ÆTLAR EKKI AÐ FARA...
...ÞÁ GERI
ÉG ÞAÐ
ARMARNIR ÞÍNIR ERU
OF STERKIR FYRIR MIG
ÉG VISSI AÐ ÞÚ
ÆTTIR EKKI
MÖGULEIKA GEGN
DR. OCTOPUS
dagbók|velvakandi
Rökkvi týndur
HANN Rökkvi
týndist frá heimili
sínu að Kirkju-
torgi 1 á Sauð-
árkróki þann 13.
maí síðastliðinn.
Rökkvi er 1 árs
gamall og geldur.
Hann er alsvart-
ur, með örfá hvít
hár á líkama.
Rökkvi var með endurskinsól þegar
hann týndist, en hún gæti hafa
dottið af. Auk þess er hann örmerkt-
ur.
Rökkva er ákaflega sárt saknað,
Ef einhver hefur séð til hans eða
hefur aðrar upplýsingar um hann er
sá vinsamlegast beðinn að hafa sam-
band við Eddu í síma 698-4478 eða
588-0478
Veski tapaðist
Í FYRRADAG eða 20. maí varð ég
fyrir því óhappi að týna veskinu
mínu þar sem ég var á ferðinni milli
Nóatúns á Hringbrautinni og Bón-
uss út á Granda. Ég borgaði með því
í Nóatúni og þegar ég kom svo í
Bónus uppgötvaði ég að það var
horfið, svo ég hef líklega tapað því á
bílastæði hjá annarri hvorri verslun-
inni. Í veskinu eru sjúkraskírteini
sem ég sakna mikið og ef einhver
hefur fundið það bið ég þann að vera
svo góður að skila þeim til mín. En
síminn minn er 562-1510
Hringur fannst
HRINGUR fannst í síðustu viku á
göngustíg við Veðurstofu Íslands.
Eigandinn getur vinsamlegast haft
samband í síma 552-3917.
Um styttu Jóns Sigurðssonar
á Austurvelli
ÉG tek heilshugar undir þær at-
hugasemdir, sem hafa birst hér í
Velvakanda um styttuna af Jóni Sig-
urðssyni á Austurvelli, og finnst þær
orð í tíma töluð. Ég skil ekki, hvern-
ig ríkisstjórnin og alþingismenn
geta haft þessa hörmung sífellt fyrir
augum sér alla daga, án þess að láta
sér detta í hug að gera eitthvað í
málunum. Ég skora hér með á Geir
Haarde og Þorgerði Katrínu að láta
drífa í því að koma styttunni í sóma-
samlegt horf og láta merkja hana.
Styttu Skúla Magnússonar, fógeta,
er miklu betur haldið við, auk þess
sem hún er merkt. Það á ekki að
setja Sóma Íslands, sverð og skjöld
skör lægra en fógetann, heldur sýna
honum sömu virðingu, jafnvel meiri.
Þetta er nú heldur ekki hver sem er,
sem um er rætt. Geir og Þorgerður
Katrín, drífið nú í því að láta gera
styttuna sem fyrst upp og merkja
hana eins og vera ber, því að það
mun verða okkur til ævarandi
skammar að hafa hana svona útlít-
andi, eins og er í dag.
GSJ.
Gleraugu fundust
ÉG fann gleraugu þar sem ég var á
gangi við sjóinn hjá Eiðisgranda á
móti Keilugranda og Rekagranda.
Þau eru þykk og lítil, ljósbrún og
svört að lit, með nefpúðum. Ef ein-
hver saknar þeirra getur hann haft
samband við mig í síma 552-4116.
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og
13–15 | velvakandi@mbl.is
AF þessari mynd að dæma er eitthvað forvitnilegt um að vera hjá öndunum
á Reykjavíkurtjörn því þessir krakkar fylgjast með þeim af miklum áhuga.
Morgunblaðið/Valdís Thor
Eithvað um að vera á Tjörninni
MAREL Food Systems verður
styrktaraðili íslenska kokkalands-
liðsins næstu þrjú árin og mun
leggja liðinu til styrk að upphæð
kr. 1.000.000 á hverju ári samn-
ingstímans. Styrknum verður varið
til að undirbúa matreiðslukeppni
hérlendis sem erlendis, þar með
talið Ólympíumót matreiðslumanna
í Erfurt í Þýsklandi sem fram fer
19.-22. október næstkomandi.
Á móti kemur að Klúbbur mat-
reiðslumeistara mun verða Marel
Food Systems að liði við vörukynn-
ingu, láta í té uppskriftir og flagga
landsliðinu í auglýsingum ofl. Jafn-
framt mun Klúbburinn taka þátt í
undirbúningi og skipulagningu
vegna tveggja viðburða á árinu
sem haldnir verða í húsakynnum
Marels, segir m.a. í fréttatilkynn-
ingu.
Samstarfssamningurinn var
undirritaður í höfuðstöðvum Marel
Food Systems í Garðabæ þann 13.
maí s.l. Stella Björg Kristinsdóttir
undirritaði hann fyrir hönd Marels
og Alfreð Ómar Alfreðsson, nýkjör-
inn forseti Klúbbs matreiðslumeist-
ara, fyrir hönd Klúbbsins.
Marel styrkir kokkalandsliðið
FRÉTTIR