Morgunblaðið - 22.05.2008, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2008 17
AKUREYRI
Eftir Steinunni Ásmundsdóttur
steinunn@mbl.is
Fljótsdalur | Vatnajökulsþjóðgarð-
ur, stærsti þjóðgarður Evrópu, verð-
ur formlega stofnaður 7. júní n.k.
Fyrsta nýja gestastofa þjóðgarðsins
verður byggð á Skriðuklaustri í
Fljótsdal og á að vera tilbúin í júní
að ári. Að auki verða reistar gesta-
stofur á Kirkjubæjarklaustri, Höfn
og við Mývatn og gestastofur í
Skaftafells- og Jökulsárgljúfraþjóð-
görðum munu falla undir hinn nýja
þjóðgarð.
Efnt var til opinnar hönnunar-
samkeppni um útlit gestastofu að
Skriðuklaustri og beðið um drög að
hinum gestastofunum í samhljómi
við hana. Höfundar vinningstillög-
unnar eru arkitektarnir Birgir
Teitsson og Arnar Þór Jónsson hjá
Arkís ehf., í samstarfi við Ara
Trausta Guðmundsson, Árna Braga-
son, Hörpu Birgisdóttur, Helgu J.
Bjarnadóttur og Jóni Skúla Indriða-
son hjá Línuhönnun hf. Í umsögn
dómnefndar segir m.a. að tillagan sé
vel úthugsuð og öguð. Aðkoma og
tenging við útisvæði vel leyst, bygg-
ingin sitji vel í landinu, fyrirkomulag
sé opið og sveigjanlegt og rýmisnýt-
ing góð. Þá sé útlit byggingarinnar
stórskorið og efnisval sannfærandi.
Skriðjökullinn klýfur bergið
Húsið byggist á þremur megin-
rýmum; þjónustu- og starfsmanna-
álmum sinni hvorum megin við
fræðsluhús og segja höfundar álm-
urnar tvær hugsaðar sem berg-
grunn og fræðsluhúsið flæði milli
þeirra líkt og skriðjökull. Rís þak
fræðsluhússins upp til tveggja átta í
allt að 6 metra hæð. Utan á því verð-
ur rauðbrúnn kopar, en álmurnar úr
rákaðri steypu og lerkiflekum og
gróðurþekja á þaki álmnanna. Unnt
verður að opna fræðsluhúsið út í
náttúruna og tengja þar á milli. Úti
verður m.a. veggur skreyttur tákn-
um vatns, íss, hrauns og vinds, n.k.
baksvið útifræðslu, og verða slíkir
veggir líklega í öllum gestastofum
þjóðgarðsins. Stærð byggingarinnar
er áætluð 565 fermetrar og bygging-
arkostnaður um 170 milljónir króna.
Búið er að ráða 40 landverði til
starfa í Vatnajökulsþjóðgarði og á
næstu dögum verður ráðið í starf
þjóðgarðsvarðar á Skriðuklaustri.
Framkvæmdastjóri Vatnajökuls-
þjóðgarðs er Þórður H. Ólafsson.
Glæsileg vinnings-
tillaga að gestastofu
Vatn, ís, hraun og
vindur verða sam-
eiginlegt minni
gestastofa Vatna-
jökulsþjóðgarðs
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Metnaður Þórður H. Ólafsson, frkvstj. þjóðgarðsins, Þórunn Sveinbjarnar-
dóttir umhverfisráðherra og Anna K. Ólafsdóttir, formaður stjórnar.
Teikningar/Arkís ehf.
Gestastofa Næsta vor verður glæsileg gestastofa risin við Skriðuklaustur.
Hönnun byggingarinnar gefur mikla möguleika til fjölbreyttrar nýtingar.
AUSTURLAND
Eftir Skapta Hallgrímsson
skapti@mbl.is
LEIKRITIÐ Killer Joe verður
frumsýnt í Rýminu hjá Leikfélagi
Akureyrar í kvöld, en þetta er fyrri
gestasýningin af tveimur sem boðið
verður upp á hjá LA nú í maí. Sýnt
verður fimm sinnum um helgina,
nær uppselt er í öll skiptin og hugs-
anlegt að reynt verði að bæta við
sýningum.
Killer Joe er ansi óvægið verk og
það vekur athygli að auglýst er að
sýningin sé ekki fyrir viðkvæma.
„Það segir auðvitað dálitla sögu.
Þetta er rosalegur hasar. Við höf-
um svo sem ekki lagt ofuráherslu á
að verkið sé ekki fyrir yngri áhorf-
endur eða sérlega viðkvæmt fólk,
en það er ansi aðgangshart,“ segir
Björn Thors, einn leikaranna, í
samtali við Morgunblaðið.
„Verkið fjallar um undirmálsfólk
í Bandaríkjunum og þess rauna-
sögu; fólkið grípur til örþrifaráða
undir kringumstæðum sem það
ræður ekki við,“ segir Björn Thors.
Leikritið er nýlegt; bandaríski
leikritahöfundurinn og leikarinn
Tracy Letts skrifaði Killer Joe árið
1993 og það hefur verið sýnt víða og
vert er að geta þess að Letts hlaut
Pulitzer-verðlaunin fyrir nýjasta
verk sitt.
Killer Joe var frumsýnt í Borg-
arleikhúsinu snemma árs 2007 á
vegum leikhússins Skámána, var á
fjölunum til vors, og þráðurinn tek-
inn upp að nýju síðastliðið haust.
Magnús Geir Þórðarson, þáver-
andi leikhússtjóri LA, sem nú er
nýhættur, var viðstaddur frumsýn-
Það var handsalað strax í partíinu
að við myndum sýna hér. Seinna
um veturinn fékk Killer Joe átta til-
nefningar til Grímunnar, þar á
meðal sem besta sýningin, og
Þröstur Leó Gunnarsson hlaut
Grímuna fyrir bestan leik í aðal-
hlutverki,“ segir Björn, sem fer
með titilhlutverkið; lögreglumann
sem starfar sem leigumorðingi í
hjáverkum.
Leikhópnum var fyrir nokkru
boðið utan með sýninguna og segir
Björn, að að öllum líkindum verði
farið bæði til Litháens og Moskvu
næsta haust. „Hróður verkefnisins
hefur því borist víða. Það má segja
að leikferðin sé að hefjast; við byrj-
um hér á Akureyri og höldum svo í
austurveg.“
Höfundur leikritsins er Tracy
Letts eins og áður kom fram. Leik-
stjóri er Stefán Baldursson, Vytau-
tas Narbutas gerði leikmynd, Fil-
ippía Elísdóttir hannaði búninga,
Lárus Björnsson lýsir og Pétur
Ben semur tónlistina í sýningunni.
Leikararnir í sýningunni eru
Björn Thors, Þorvaldur Davíð
Kristjánsson, Unnur Ösp Stefáns-
dóttir, Maríanna Clara Lúthers-
dóttir og Þröstur Leó Gunnarsson.
Frumsýnt er í kvöld, sem fyrr
segir, tvær sýningar verða á föstu-
daginn og ein bæði á laugardag og
sunnudag.
inguna á sínum tíma og gerði sér
strax grein fyrir því að hér væri at-
hyglisverð sýning á ferðinni sem
ætti erindi við Akureyringa og nær-
sveitamenn. „Það var strax í frum-
sýningarveislunni sem Magnús
Geir bókaði okkur hingað norður!
Óvægið verk; ekki fyrir viðkvæma
Morgunblaðið/Kristinn
Gríman Þröstur Leó Gunnarsson fékk Grímuna í fyrra sem besti leikari í
aðalhlutverki, í Killer Joe. Hann lék í Ökutímum í Rýminu hjá LA í vetur.
BÆJARRÁÐ Akureyrar fjallar
væntanlega í dag um tillögu Vinstri
grænna þess efnis að bærinn skori á
ríkisstjórnina að fresta afgreiðslu
frumvarps sem m.a. felur í sér að
taka upp matvælalöggjöf Evrópu-
sambandsins. Tillaga VG var borin
upp á bæjarstjórnarfundi á þriðju-
dag en meirihlutinn vísaði henni þá
til frekar umfjöllunar í bæjarráði.
Fulltrúar VG benda á að á Akur-
eyri og á Eyjafjarðarsvæðinu sé eitt
öflugusta landbúnaðar- og matvæla-
svæði landsins og segja frumvarp
ríkisstjórnarinnar fela í sér róttækar
breytingar á rekstrarumhverfi ís-
lensks landbúnaðar og matvæla-
framleiðslu því með því sé opnað fyr-
ir óheftan innflutning á hráu kjöti og
ýmsu hrámeti til landsins. „Það er
því algjört lágmark að fresta málinu
um sinn til að gefa hagsmunaaðilum í
greininni og ríkisstjórninni meiri
tími til að gera ráðstafanir svo að
hægt sé að standa vörð um íslenska
matvælaframleiðslu og landbúnað,“
sagði í tillögu VG.
Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjar-
stjóri skoraði á þingmenn og for-
mann Sjálfstæðisflokksins á opnum
stjórnmálafundi á dögunum að fresta
málinu og ná um það betri sátt.
Vilja fresta
matvæla-
löggjöfinni
Hringbraut 121 • 107 Reykjavík • sími 5511990
www.myndlistaskolinn.is
Undirbúningur fyrir háskólanám
í hönnun - arkitektúr - myndlist
Tveggja ára nám á háskólastigi
Umsóknarfrestur til 28.maí 2008
Leir og
tengd efniMÓTUN
MYNDLISTA- OG
HÖNNUNARSVIÐ
Umsóknarfrestur til 26. maí 2008
Inntökupróf 31.maí