Morgunblaðið - 22.05.2008, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.05.2008, Blaðsíða 18
|fimmtudagur|22. 5. 2008| mbl.is daglegtlíf Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is Toronto er borg andstæðnaog kraumandi menningar.Þar ægir saman nútíma-legum skýjakljúfum og gömlum glæsibyggingum, kan- adískum sérkennum og menningu fjölmargra þjóðarbrota sem sett hafa sterkan svip á umhverfið. Borgarhverfin eru hvert með sínu auðkenni og auðvelt að kjósa sér um- gjörð eftir erindi. Kínahverfið, Litla- Ítalía, gríska hverfið, Kóreuhverfið, fjármálahverfið og strandsvæðið eru til dæmis um það. Menning og listir eru hátt skrifaðar og gildir þá einu hvort um er að ræða tónlist, bygging- arlist, hönnun, bókmenntir, kvik- myndir eða myndlist. Andrúmsloft borgarinnar er þægilegt, auðvelt að rata í vel skipulögðu samgangnakerfi og heimamenn greiðviknir með upp- lýsingar um hvaðeina. Skilvirkar upp- lýsingar fyrir ferðafólk finnast á hverju strái. Brugghús hýsa blómstrandi list Kanadísk saga er hvarvetna í borg- arlandslaginu og talsvert lagt í að minna vegfarendur á hana, t.d. í formi skúlptúra á almannafæri sem vísa í söguna, eða með byggingar- sögulegri friðun heilla húsaraða. Gott dæmi um slíka varðveislu er Distillery District, hverfi sem eitt sinn hýsti eina af stærstu bruggverk- smiðjum veraldar. Þar, í hjarta borg- arinnar, var ýmislegt framleitt og m.a. bruggaður bjór, rúgviskí og romm til sölu innanlands og flutnings yfir landamærin til Bandaríkjanna á bannárunum. The Distillery samanstendur af rúmlega 40 byggingum við nokkrar götur og teljast húsin einhver best varðveittu sýnishorn af viktoríönsk- um iðnaðararkitektúr í norðurhluta álfunnar. Fyrir nokkrum árum var ákveðið að varðveita The Distillery og gera hverfið að griðastað fram- sækinna lista og hönnunar með vönd- uðum veitingahúsum, verslunum, vinnustofum, leik- og kvikmynda- húsum og sýningarsölum. Þar býr líka fjöldinn allur af listafólki, eða rúmlega tvö þúsund manns. Ferða- menn laðast að hverfinu eins og bý- flugur að hunangi, enda ríkir þar in- dæll og frjálslegur andblær frum- legrar hugsunar og framsækni. Það er afar vinsælt sem bakgrunnur í kvikmyndir, eins og reyndar To- ronto-borg öll og algengt er að halda þar stórveislur utandyra. Meðal þeirra unaðssemda sem sú er þetta skrifar varð aðnjótandi á ferð sinni um The Distillery, var súkku- laðihimnaríkið Soma sem er svo eft- irsótt að meira að segja íkornar hverfisins halda til þar fyrir utan. Skartgripaverkstæði Tonys Leungs; Corktown Jewellery Gallery (hverfið er ekki kallað Korkbær að ófyrir- synju, vísað er þar til flöskutappa for- tíðarinnar). Auto Grotto, þar sem Len Curtis selur með sínum óforbetr- anlega sjarma eftirlíkingar af öllum bílum og mótorhjólum sem framleidd hafa verið fyrr og síðar í álfunni. Listagallerí Söndru Ainsley er einn af demöntum The Distillery. Þar stend- ur nú yfir stór sýning á verkum gler- listamanna víða að úr veröldinni. Hún er sannkölluð sprenging fyrir skiln- ingarvitin og mörg verkanna fá mann til að grípa andann á lofti. Veitingahús The Distillery eru all- nokkur og drjúgur hluti þeirra talinn með bestu og skemmtilegustu veit- ingahúsum borgarinnar. Nefna má The Boiler House, sem er engu líkt hvað umgjörð og mat varðar og býður gestum sínum oft á tíðum upp á góð- an djass í sínum öldnu viðum og röft- um. Pure Spirits Oyster House & Grill er annað gott veitingahús. Framundan eru hátíðir af öllum sort- um á svæðinu og svo fátt eitt sé nefnt má tiltaka þrjár tónlistarhátíðir, stóra bændamarkaði, fornbílahátíð, bjórsmökkunarhátíð og listahátíðir allskonar. Ballettskór Baryshnikovs Það er ekki hægt að skilja við To- ronto án þess að skoða stærsta skó- safn veraldar, stórfurðulegt og töfr- um slungið Bata Shoe-safnið sem nú kynnir sögu ballettskósins frá önd- verðu í samstarfi við ríkisballettskóla Kanada. Þar eru t.a.m. skór Mikhails Baryshnikovs, Margot Fonteyn og Veronicu Tennant. Fyrir utan nú skó- fatnað frá öllum tímum úr flestum heimshornum. Alveg ótrúlegt safn. Annað sem er vert að geta, og fyrir ferðamenn að uppgötva, er hinn ógn- arhái Canadian National-turn sem var þar til í fyrra langhæsta bygging veraldar. Þar er veitingastaðurinn 360 í hæstu hæðum og snýst einn hring á klukkustund, sem veitir makalaust útsýni yfir borgina og Ont- ario-vatn. Hægt er að reyna á þolrifin og hoppa á glergólfi, með ekkert fyrir neðan nema frjálst fall svo nemur hundruðum metra. Skemmtilegt sambland nýrrar og gamallar bygg- ingarlistar er í hinu stórmerka Royal Ontario-safni, þar sem mætist gömul öndvegisbygging og nútímaskúlptúr- inn Kristallinn. Ekki má svo gleyma Harbourfront við strönd Ontario- vatns, sem einu sinni var svæði und- irlagt gömlum og ónýtum vöru- skemmum og úrgangi, en er nú fal- legt útivistarsvæði með glæsi- byggingum fyrir listastarfsemi. Í góðu veðri er himneskt að rölta þar um. Ljósmynd/Ferðamálaráð Toronto Einkenni Framsækin byggingarlist er áberandi í Torontoborg, innan um venjulega skýjakljúfa og ensk-kanadískar múrsteinsbyggingar. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Hrátt en fínt Veitingahúsið The Boyler House í gömlu brugghúsi Distillery District. Morgunblaðið/Ferðamálaráð Toronto Heillandi Toronto er sannkallaður suðupottur mannlífs úr öllum heimsins hornum. Þar ægir saman skýjakljúfum, framsæknum arkitektúr og gömlum byggingum, en þrátt fyrir það býr borgin yfir þokka og ferskum andblæ. Distillery Listir skipa veigamikinn sess. Brimandi borg þar sem allt er mögulegt Toronto er risastór veraldarspegill með sköpunarkraftinn í öndvegi Hjálmar Freysteinsson læknir áAkureyri hefur undanfarið verið að gera upp baðhergi. Og þykir merkast í þessu sambandi afar tæknilega fullkomin klósettseta, hálfsjálfvirk: Af salerninu sæll ég kem svona lúxus meta kann. Nú á ég klósettsetu sem segir „búinn fyrir mann. Ljóðabók Jóhönnu Kristjáns- dóttur á Kirkjubóli, sem fjallað var um á dögunum, nefnist Hríslurnar hennar Hönnu. Kristján Bersi Ólafsson bróðursonur hennar segir að heitið hafi verið valið af því að hún hafi alla tíð verið mikil rækt- unarkona og frumkvöðull að blóma- og skógrækt í Mosvallahreppi. Auðvitað er vorið henni að skapi: Völdin hafa vorsins glöðu hljómar, vakir fjör í söng og lækjarnið. En stundum heyrast angurmildir ómar undur lágir blandast saman við. Sigurður Sigurðarson sendi sonarsyni sínum vísukorn: Sá er naumast einn, einn, sem á þig litli sveinn, sveinn. Fínni ekki finnst neinn fjögra ára gimsteinn. VÍSNAHORNIÐ Af vori og klósettsetu pebl@mbl.is Hjólaferð á Nesjavelli Árleg ferð Fjallahjóla- klúbbsins á Nesjavelli verður farin um helgina. Þetta er fyrsta ferð klúbbsins þetta sum- arið og hent- ar vel nýlið- um jafnt sem lengra komnum. Lagt verður af stað frá Árbæjarsafni laugardaginn 24. maí kl. 13, en til að panta gistingu þurfa þátttakendur að hafa samband við Nesbúð beint. Hægt er að velja um svefnpoka- pláss eða uppábúið rúm. Í kvöld, fimmtudag kl. 20, verður Magnús Bergsson með ferðaundirbúnings- námskeið í klúbbhúsi Fjallahjóla- klúbbsins að Brekkustíg 2 og eru allir þeir sem hafa áhuga á ferðalög- um á hjólreiðum velkomnir, en nám- skeiðið fer yfirleitt fram í léttu spjallformi. Handbók ferðalangsins í rafrænu formi Nú geta lesendur Ferðalangs hlaðið niður nýrri Handbók Ferða- langs fyrir sumarið 2008 á rafrænu formi (pdf formati). Alls er handbókin 30 síður og eru þær neisafullar af hand- hægum fróðleik og ábendingum varðandi ferðalög er- lendis. Meðal efnis eru ábendingar varðandi farangur og pökkun, geng- ismál, heilsuna á ferðalagi og margt fleira. vítt og breitt www.fjallahjolaklubburinn.is/ http://www.ferdalangur.net- /2008/05/n-rafrn-handbk.html

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.