Morgunblaðið - 06.07.2008, Side 2
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
ÓBIFANDI staðfesta indversku ömmunnar
Omkari Panwar bar gleðilegan árangur í gær
þegar heilbrigðir tvíburar hennar voru teknir
með keisaraskurði, um mánuði fyrir tímann.
Panwar og eiginmaður hennar, Charan Singh
Panwar, 77 ára gamall bóndi sem hefur látið af
störfum, þráðu son og fengu þá heitu ósk sína
ríflega uppfyllta, því í heiminn kom einnig
stúlkubarn, en fyrir eiga þau hjónin tvær dætur
og fimm barnabörn.
Panwar fór í tæknifrjóvgun og til að greiða
fyrir meðferðina seldi maður hennar vísundana,
veðsetti land sitt, lagði til allt spariféð og tók
kreditkortalán að auki.
Horfðist í augu við sársaukann
Panwar sagði mánuðina átta á meðgöngunni
hafa verið sársaukafulla. „Ég hef gengið í gegn-
um fæðingu áður og vissi því við hverju ég átti að
búast. Stundum þarf maður að mæta sársauk-
anum ef maður vill að eitthvað gott gerist,“ sagði
nýbökuð elsta móðir heims.
Þau hjónin áttu sem fyrr segir tvær dætur
fyrir og nú þegar þau hafa eignast son geta þau
vænst þess að hann taki við landinu og að hann
fái heimanmund þegar hann festir ráð sitt.
„Loksins eignuðumst við son og erfingja. Ég
dey stoltur faðir,“ sagði Charan glaður.
Sjötug og alsæl með tvíburana
Indverska amman Omkari Panwar fékk ósk sína uppfyllta og varð um leið elsta móðir sögunnar
Tvíburarnir, piltur og stúlka, voru teknir með keisaraskurði mánuði fyrir tímann
Í HNOTSKURN
»Panwar á ekki fæðingar-vottorð en fullyrðir að
hún hafi náð sjötugu.
»Aðgerðin fór fram í Mu-zaffarnagar, sem er í um
sjö klukkustunda aksturs-
fjarlægð frá Nýju-Delhí.
»Spænska konan Maria delCarmen Bousada de Lara
er elsta móðir sem vitað er
um fram að þessu, en hún átti
viku í 67 ára afmælið þegar
hún eignaðist tvíbura fyrir
tveimur árum. Þeir voru
teknir með keisaraskurði.
Undur Tvíburarnir, piltur og stúlka, komu í heiminn á Indlandi í fyrradag. Þeim heilsast vel.
2 SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Daglegt líf
Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, ben@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gud-
laug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Eftir Unu Sighvatsdóttur
unas@mbl.is
„ÁSTANDIÐ er óviðunandi en við
erum enn vongóð um að þetta verði
leiðrétt,“ segir Árni Sigfússon, bæj-
arstjóri Reykjanesbæjar, um fjár-
skortinn sem plagað hefur Heil-
brigðisstofnun Suðurnesja (HSS).
Verulega hefur verið skorið niður í
þjónustu þar undanfarið, eins og
Morgunblaðið sagði frá í gær, og
stefnir í að vísa þurfi frá 9 af hverj-
um 10 sjúklingum sem leita á heilsu-
gæsluna utan dagvaktar.
Árni segir bæjarstjórnina gera þá
kröfu að íbúar Suðurnesja geti sótt
grunnheilbrigðisþjónustu í sína
heimabyggð, þótt ekki sé óeðlilegt
að hluti þjónustunnar sé sóttur til
Landspítala til að nýta þann búnað
og þekkingu sem þar er til staðar.
Þess má þó geta að í upphafi árs
gerði LSH samkomulag við fjögur
nágrannasjúkrahús, þar á meðal
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, um
að veita ríkari heilbrigðisþjónustu í
heimabyggð til að létta álagið á
LSH. Markmið þess samkomulags,
sem heilbrigðisráðherra kallaði í
janúar tímamót, virðist því ekki geta
gengið eftir á meðan ekki er komið
til móts við fjárþörf HSS.
Ferlið of hæggengt
„Þegar við sáum fyrst hversu
ójafnt er skipt á milli landshluta
töldum við að einhver misskilningur
væri í tölunum, en ég hef sjálfur far-
ið yfir þær með okkar fólki og það er
ótvírætt að þarna er mikil mis-
munun,“ segir Árni. Hluti ósam-
ræmisins geti skýrst af örri fjölgun
íbúa á svæðinu, en þegar sú breyta
hafi verið tekin með í reikninginn
standi enn eftir óútskýrður munur
sem þurfi að leiðrétta.
Að sögn Gunnars Svavarssonar,
formanns fjárlaganefndar, eru mál
HSS ekki enn komin frá heilbrigðis-
ráðuneytinu inn á borð fjárlaga-
nefndar og er ekki von á aðgerðum
fyrr en frumdrög að fjáraukalögum
birtast í október. Árni segist von-
góður um að heilbrigðisráðuneytið
sinni kallinu. „Við höfum fengið
staðfestingu á að þetta verði tekið til
alvarlegrar skoðunar. Hinsvegar er
þetta hægt ákvörðunarferli miðað
við þá stöðu sem opinber stofnun er
í. Henni ber að vera innan fjárlaga
og á meðan er ekki um neitt annað
að ræða en að skera niður.“
Óviðunandi mismunun
Mismunun í fjárveitingu til HSS miðað við aðrar heilsugæslur er ósanngjörn
segir bæjarstjóri Reykjanesbæjar Íbúar eiga heimtingu á þjónustunni
Í HNOTSKURN
»Fjárveiting til HSS er um-talsvert lægri en til sam-
bærilegra heilbrigðisstofnana.
Næstlægsta upphæðin er um
450 milljónum hærri en sú sem
HSS er veitt.
»Um 50-100 sjúklingarkoma á heilsugæsluna ut-
an dagvaktar, en öllum nema
bráðatilfellum verður vísað
frá vegna niðurskurðar.
»Samkvæmt samkomulagiLandspítala og HSS frá því
í janúar stóð til að bráðaþjón-
usta yrði efld á Suðurnesjum
ÖLVAÐUR bílstjóri ók á N1 bensín-
stöðina á Ártúnshöfða aðfaranótt
laugardags. Við áreksturinn brotn-
aði rúða á bensínstöðinni og fram-
endi bílsins var kominn inn í versl-
un hennar þegar hann staðnæmd-
ist. Þegar öryggisvörður ætlaði að
hafa tal af manninum ók hann á
brott. Hann var handtekinn
skömmu síðar og gisti fanga-
geymslur í nótt. Að sögn lögreglu
átti að yfirheyra manninn þegar
víman væri runnin af honum.
Tvær líkamsárásir voru til-
kynntar í Reykjavík í fyrrinótt.
Maður var fluttur á slysadeild með
áverka í andliti eftir slagsmál á
Laugavegi og kona var flutt á slysa-
deild eftir barsmíðar af hendi karl-
manns í Tryggvagötu.
onundur@mbl.is
Ók ölvaður
inn í bensín-
stöð N1
TVÆR líkamsárásir og fjögur fíkni-
efnamál komu til kasta lögreglunnar
á Akranesi á föstudag og aðfaranótt
laugardags, en þrjú til fjögur þús-
und manns eru í bænum á írskum
dögum. Tveir óku undir áhrifum
áfengis og fjórir undir áhrifum fíkni-
efna. Töluvert var um pústra og átök
og þurfti að vísa unglingum af tjald-
stæðum, en alls komu fimmtíu mál
inn á borð lögreglu.
Landsmót gengur vel fyrir sig
Nóttin var hins vegar rólegri en
búist var við á Landsmóti hesta-
manna á Hellu, að sögn lögregl-
unnar á Hvolsvelli. Við hefðbundið
eftirlit á Suðurlandsvegi komu upp
tíu fíkniefnamál þar sem fíkniefni
fundust við leit í bifreiðum, talsvert
magn að sögn lögreglu.
Erill á írsk-
um dögum
VIÐGERÐIR standa nú yfir á kirkjugarðsveggnum við
Kotstrandarkirkju í Ölfusi, en úr honum hrundi í Suð-
urlandsskjálftanum þann 29. maí síðastliðinn. Að sögn
séra Jóns Ragnarssonar skemmdist veggurinn lítillega
í skjálftanum árið 2000, en mun meira sá á honum eftir
skjálftann í ár og réðst því sóknin í það verk að styrkja
hann og endurhlaða að hluta. Kostrandarkirkja var
byggð 1909 en steinhleðslan er um hálfrar aldar gömul.
Morgunblaðið/Golli
Grjótið hrundi úr veggnum
Viðgerð vegna skjálftaskemmda við Kotstrandarkirkju
EKKI var fallegt um að litast fyrir
utan gistihúsið Chez Monique við
Tjarnargötu í Reykjavík að morgni
laugardags. Gestir á Monique urðu
um nóttina varir við ungan mann
sem fékk útrás fyrir reiði sína á
blómapottunum í ölæði, eftir rifrildi
við stúlku. Davíð Friðbertsson, son-
ur eiganda gistihússins, segir þreyt-
andi að búa við skemmdarverk
drukkins fólks um helgar, þau séu
orðin ansi algeng. Hann vonar að sá
sem vann skemmdirnar átti sig á al-
varleika þess að skemma eigur ann-
arra. onundur@mbl.is
Ljósmynd/Davíð Friðbertsson
Braut blóma-
potta í ölæði
Villa í frétt um Baug
MEINLEG villa var í frétt blaðsins í
gær, sem bar fyrirsögnina „Baugur
farinn frá Íslandi“. Í fréttinni stóð að
með flutningnum gæti Jón Ásgeir
Jóhannesson tekið að nýju við
stjórnarformennsku í Baugi. Hið
rétta er að Jón Ásgeir hafði ekki lát-
ið af stjórnarformennsku í félaginu.
Beðist er velvirðingar á þessum mis-
tökum.
LEIÐRÉTT