Morgunblaðið - 06.07.2008, Síða 11
ER NÁTTÚRAN AÐ REYNA
AÐ SEGJA ÞÉR EITTHVAÐ?
*Save&Save opinn skv. vaxtatöflu Glitnis 1.7. 2008
ÞÚ FÆRÐ 15% VEXTI OG LEGGUR
NÁTTÚRUNNI LIÐ
&
HAGUR FYRIR ÞIG
Þú leggur inn á
Save&Save reikning
og færð 15% ársvexti*
HAGUR FYRIR HEIMINN
Glitnir leggur mótframlag í Glitnir
Globe – Sustainable Future Fund,
sjóð sem styrkir sjálfbæra þróun.
Save&Save er reikningur sem Glitnir mun bjóða á helstu markaðs-
svæðum sínum. Farðu inn á saveandsave.is eða talaðu við ráðgjafa
Glitnis og kynntu þér málið.
Glitnir er leiðandi í fjármögnun verkefna á sviði sjálfbærrar nýtingar
náttúruauðlinda.
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
0
8
-0
9
4
2
„ … áhrifum er varasamt hugtak og auðvelt
að villast í því, en ég held að Joseph Konrad
hafi hreyft við þeim báðum, og örugglega
Gunnari. Maður sér það greinilega. Og Konrad
er meistarinn í óveðurslýsingum. Enginn er
honum fremri þar, einkum þeim sem tengjast
hafinu.“
– Hvar lærðirðu galdurinn við góða frásögn?
„Vestur í Dölum var fólk sem gat sagt frá,
sérstaklega einn bóndi, góður vinur minn, sem
var og er ennþá meistari í ýkjum. Ég hlustaði á
hann sem unglingur segja frá böllum og æv-
intýrum og trúði hverju orði, hann sagði svo
sannfærandi frá. Síðar meir áttaði ég mig á því
að við frásagnir hans gilda orð Megasar; helm-
ingurinn lygi og afgangurinn plat. Og það var
einmitt svo heillandi við frásögnina, að þetta
var satt og rétt meðan hann sagði það; hann bjó
til nýjan heim við hliðina á okkar. Það er galdur
frásagnar og skáldskapar, að búa til heim við
hliðina á heiminum, stækka hann og margfalda.
Ég er sjálfur lítill frásagnarmaður, sam-
kvæmt hefðbundnum skilgreiningum, og vil
síður skrifa eins og aðrir höfundar, vil helst
finna alveg nýja leið, segja sögur á nýjan hátt,
og í þeirri viðleitni skiptir stíllinn höfuðmáli. Ég
segi sögu, já, en reyni um leið að skilja lífið og
dauðann, manneskjuna og steinana í fjörunni,
og slíkt er ekki hægt að gera nema slá saman
ljóði og sögu. Ekkert form kemst eins nálægt
kjarnanum og ljóðið, og það gefur skáldsagna-
forminu nýjar víddir, nýja möguleika. Skáld-
sagan þarf helst að ná yfir allan heiminn, fanga
bæði líf og dauða, og það er vonlaust verkefni
nema hún sæki liðsstyrk í ljóðið.
– Og hrynjandi þarf að vera í frásögninni,
ekki síður en ljóðinu?
„Takturinn sem þú talar um; það er eitthvað
sem maður finnur þegar maður fer að skrifa.
Hann kom eiginlega til mín óvænt á Vesturgöt-
unni fyrir 13 árum. Þá opnaðist hann eins og æð
inni í mér og hefur slegið þar síðan. Reyndar
eftir að ég hafði grafið lengi eftir honum. Og
svo er þetta eins og músík, maður bara spilar
og reynir að bæta við nýjum tónum og fleiri
strengjum.“
Morgunblaðið/Kristinn
Frásagnargáfa Jón Kalman þekkir bónda vestur í Dölum sem er meistari í ýkjum.
guna