Morgunblaðið - 06.07.2008, Síða 19

Morgunblaðið - 06.07.2008, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2008 19 Eftir Guðnýju Hrafnkelsdóttur gudnyh@mbl.is F yrstu helgina í júlí er gríðarlega vinsælt að fara í útilegu. Á síðustu árum hefur helgin oftast verið vinsælasta ferða- helgi ársins, að verslunarmannahelgi undanskilinni. Fjöldin allur af hátíð- um og uppákomum eru um allt land og iðulega mikill umferðarþungi úr höfuðborginni á föstudagskvöldinu. Tjaldsvæðin fyllast af alls konar fólki, sem ýmist er komið til að slaka á með fjölskyldunni og vinum eða sletta ær- lega úr klaufunum í góðra vina hópi. En hvers vegna er þessi helgi eitt- hvað sérstakari en aðrar helgar sum- arsins? Uppákomur hér og þar Margs konar uppákomur eru haldnar ár hvert, þessa helgi. Á Siglu- firði er Þjóðlagahátíð, Landsmót hestamanna er á Hellu, Humarhátíð á Höfn í Hornafirði, Landsmót Bif- hjólafólks á Snæfellsnesi og Gos- lokahátíð í Vestmannaeyjum, svo fátt eitt sé nefnt. Gunnsteinn Ólafsson er upphafs- maður og listrænn stjórnandi Þjóð- lagahátíðar á Siglufirði og segir hann að í raun sé það tilviljun ein að hátíðin sé haldin sömu helgi og svona margir aðrir viðburðir. En þegar ákveðið var hvenær hátíðin skyldi haldin var þó númer eitt, tvö og þrjú að hafa hana um helgi þar sem von væri á góðu veðri. Það sama er uppi á teningnum hjá öðrum sem standa fyrir hátíðum og samkomum; það sem mestu máli skiptir er veðrið. Edward Hákon Huijbens starfar hjá Hamri, útilífs- og umhverfismið- stöð skáta, sem rekur tjaldsvæði rétt utan við Akureyri. Hann segir að vissulega sé meira að gera, þegar veðrið er gott. Gestirnir sem gista á tjaldsvæðinu eru þó frekar fjöl- skyldufólk og því er helgin róleg á þessum slóðum og lítið um drykkju- skap og ólæti. En þó fjölskyldufólkið sé rólegra er ekki þar með sagt að það komi ekki með sín eigin vandamál. Nú hefur færst í aukana að fólk gisti í húsbílum eða fellihýsum í stað þess að gista í tjaldi. Á tjaldstæðum eru svo rafmagnsinnstungur víðs vegar, svo hægt sé að stinga hjólhýsum og hús- bílum í samband. Rafmagnið er þá nýtt í ýmis eldhústæki, tölvur, sjón- vörp og fleira. Algengara er að slík raftæki séu með í för og segir Edw- ard að á annasömustu helgunum kikni rafkerfið oft undan álaginu og slái rafmagninu út á svæðinu. Edw- ard segir þó að fjöldi ferðamanna fyrstu helgina í júlí komist ekki ná- lægt þeim fjölda sem kemur um verslunarmannahelgi. Blessuð sólin elskar allt Hjá Veðurstofu Íslands er hægt að fá upplýsingar um veðurfar á sumrin síðustu ár. Þá sést, svart á hvítu, að júlímánuðir hafa undanfarið verið hlýir og góðir. En það er ekki aðeins góða veðrið og sólskinið sem gerir ferðalög freistandi. Júlímánuður er vinsæll tími fyrir útivinnandi fólk til að taka sér sumarfrí og því margir sem hugsa sér gott til glóðarinnar og fara út á land. Einnig eru námsmenn, sem eru í sumarvinnu, nýbúnir að fá útborguð laun í fyrsta skiptið um þetta leyti. Það er því vinsælt hjá ungu fólki að nýta sér fyrsta tækifær- ið sem gefst til þess að komast úr bæjarlífinu og eyða helgi í sveitasæl- unni. Páll Guðmundsson, framkvæmda- stjóri Ferðafélags Íslands, segist verða var við að fleiri fari í ferðalög fyrstu helgina í júlí, en aðrar helgar. Því býður FÍ upp á fleiri skipulagðar ferðir, lengri og styttri, um þetta leyti. Aðspurður hvers vegna svo margir fari út á land fyrstu helgina í júlí nefnir Páll veðrið, en segir líka að hefðin og stemmningin sem skapist lokki fólk í útilegur. Hann hvetur fólk til að nýta vel útilegurnar og ferðalög- in á sumrin. Páll segir að mikilvægt sé að undirbúa sig vel og gefa sér góð- an tíma, þannig njóti maður ferða- lagsins betur. Einnig bendir hann á, að til að fá sem mest út úr ferðinni sé sniðugast að fara út fyrir þjóðveg 1 og skoða skemmtilega staði sem ferða- langarnir hafa kannski ekki séð áður. Það gildir að sjálfsögðu ekki bara um fyrstu helgina í júlí, heldur öll ferða- lög sumarsins. Hvert er förinni heitið? Hátíðarhaldarar eiga erfitt með að gera sér í hugarlund, hversu margir munu mæta til sín, því það er fyrst og fremst háð veðri. Margir hverjir, ef ekki flestir, fresta því eins og þeir geta að ákveða hvert halda skal. Svo, þegar að lagt er í hann, er haldið bein- ustu leið þangað sem sólin skín. Oft einkennir það stórar ferðahelg- ar að á stöku tjaldsvæðum safnast ungmenni saman og stemningin verð- ur öðruvísi en hjá fjölskyldufólki. Til að fyrirbyggja uppþot og læti á tjald- svæðum hafa sumir eigendur tjald- svæða gripið til þeirra ráða að hleypa fólki ekki inn undir ákveðnum aldri og er algengt aldurstakmark tuttugu og fimm eða þrjátíu ár. Til að mynda má fólk undir þrítugu ekki tjalda sums staðar, nema það eigi börn sem eru með í för. Þau svæði eru þó fá. Al- gengara er að strangar reglur séu settar, til dæmis um hvenær ró skal vera komin á, til að fjölskyldufólk hafi það sem náðugast og að næturverðir séu á staðnum, sem framfylgja því að allt fari vel fram. Þessar reglur og takmarkanir leiða engu að síður til þess, að ungmenni safnast saman á einu og einu tjaldsvæði, þar sem þeim er leyfilegt að vera og eru því meiri líkur á að eitthvað fari úr böndunum á þeim stöðum þar sem stórir hópar koma saman. Sem betur fer er það þó þannig að allt fer vel fram, þessa helgi sem aðr- ar og vandræðagangur tilheyrir und- antekningum. Morgunblaðið/Kristján Ferðahugur Margir eru sniðugir og nýta sumarið í ferðalög innanlands af miklu kappi. Flestir halda sig við fjöl- farnar slóðir en einnig er gaman að leita uppi fallega staði sem færri sækja heim. Helgin sem markar upphaf sumars  Fyrsta helgin í júlí er önnur stærsta ferðahelgi ársins  Undanfarin ár hefur fólk flykkst úr höfuðborg- inni og haldið í útilegu um þessar mundir  Gott veður á stóran þátt í því, en einnig ýmislegt annað Í HNOTSKURN »Júlímánuður er iðulegahlýjasti mánuður ársins og sá sólríkasti. »Júní og júlí árið 2003 vorueinstaklega hlýir. Ekki er vitað til þess að þessir tveir mánuðir hafi áður verið svo hlýir frá því að samfelldar mælingar hófust, 1871. »Árið 2004 voru sólskins-stundir í Reykjavík 32 stundum yfir meðallagi. »Árið 2007 voru sólskins-stundir 226 í Reykjavík og er það 55 stundum yfir með- allagi. Jafnmargar hitastundir hafa ekki mælst í júlí síðan 1993. Ferðalög » Ég hefði frekar viljað verarolla í rétt en að vera þarna inni. Tónlistarmaðurinn KK er ekki ánægður með Laugardalshöll sem tónleikastað. » Þetta er besti dagur lífsmíns sem knattspyrnu- manns. Spánverjinn Cese Fabregas var að vonum ánægður með Evrópumeistaratitilinn. » Mugabe hefur á réttu aðstanda. Áletrun á skilti, sem einræðisherrann Ro- bert Mugabe hefur við skrifstofudyr sín- ar. » Hjálpi athöfnin fólki að tak-ast á við skilnaðinn er hún æskileg, ekki síst fyrir börnin. Ilse Sand, formaður dönsku samtakanna Prestar og sállækningar, býður upp á kirkjulegan skilnað. » Það er hins vegar ekki okkarhlutverk að sitja hér daginn langan og hafa skoðanir á því hvað sé hollt eða óhollt. Páll Magnússon, útvarpsstjóri, eftir að kvartanir bárust frá Foreldrasamtökum gegn áfengisauglýsingum um meintar áfengisauglýsingar í Ríkisútvarpinu. » Ætli þetta sé ekki frekarþroskamerki. Helgi Björnsson, tónlistarmaður, vísar því á bug að viðfangsefnið á nýju plötunni sinni sé ellimerki. » Þetta er hneyksli og hneisa. Magnús Kristinsson, útgerðarmaður, um reglugerð um leyfilegan heildaraflamark nytjastofna í hafinu við Ísland á næsta fiskveiðiári. » En þær eru nú frekar farnarað mala þá undir sig núna, konurnar, ég held nú það. Sigríður Friðriksdóttir, sem varð 100 ára í vikunni, gegndi starfi verkstjóra hjá Ís- félagi Vestmannaeyja á tímum þegar margir töldu konur ekkert erindi eiga í ábyrgðarstörf. »Ég á engar eignir og hef reittmig á manninn minn. Rosemary Atieno Athiembo, eiginkona Pauls Rames Odour, eignaðist barn fyrir mánuði síðan. Henni verður líklega vísað úr landi von bráðar. » Það þýðir ekkert að skamm-ast í fólki þegar það er komið í öngstræti. Önundur Björnsson, sóknarprestur á Breiðabólsstað, um þá sem eiga í fjár- málavandræðum. » Þessar fullyrðingar allarkomu mér mjög á óvart. Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigð- isráðherra, var gagnrýndur fyrir virðing- arleysi í samskiptum og sinnuleysti af stjórnarformanni Hollvina Grens- ásdeildar. Ummæli vikunnar Reuters Frumsýning Leikarinn Pierce Brosnan og kona hans, Keely Sha- ye-Smith, komu á frumsýningu „Mama Mia“ í Stokkhólmi. VIÐSKIPTAFRÆÐIDEILD HAGFRÆÐIDEILD www.vidskipti.hi.is www.hag.hi.is Hagfræðideild og Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands þakka þeim fjölmörgu umsækjendum sem sótt hafa um nám í deildunum fyrir skólaárið 2008-2009. Við minnum á að greiða þarf skrásetningargjald fyrir 10. júlí nk.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.