Morgunblaðið - 06.07.2008, Page 31

Morgunblaðið - 06.07.2008, Page 31
ti að þurfa að una þeim kosti menn hér þurfa að búa við.“ d barnæskunni di þessara orða verður ekki ir heimsókn í Shatila, sögu- mannabúðir í Beirút. Í byrjun júní var haldin nokkuð óvenjuleg ljósmyndasýning hér í Beirút. Þar var varp- að ágætu ljósi á aðstæður, ekki aðeins í Sha- tila heldur í öllum tólf flóttamannabúðum Palestínumanna sem finna má í Líbanon. Aðstandendur sýningarinnar segja að sýn- ingin muni fara víða, m.a. til einhverra Evr- ópuríkja. Að ljósmyndasýningunni stóðu frjáls félagasamtök að nafni Zakira en um er að ræða verkefni sem hlaut heitið Lahza, eða innsýn, og var hleypt af stokkunum í febrúar 2007. Verkefnið fól í sér að fimm hundruð börnum sem búa í flóttamannabúð- unum, flestum á aldrinum 7-12 ára, var kennd undirstöðutækni í ljósmyndun og síð- an afhent einnota myndavél. Börnin voru síðan beðin um að festa á mynd umhverfi sitt og veita þannig innsýn í lífið í búðunum. Alls tóku börnin meira en 13.000 myndir og í framhaldinu voru bestu myndirnar valdar. Þær voru síðan gefnar út í formi bókar en 70 myndir voru settar upp sem ljósmyndasýning. Verkefnið Lahza er því bæði bók og sýning sem gefur mjög sér- stæða sýn á daglegt líf flóttamanna í gegn- um augu barnsins. Myndirnar sýna börn í aðstæðum sem að mestu leyti ræna þau tækifærinu til að njóta barnæskunnar, með vopn í höndum eða í reiðileysi á götum úti. Umhverfið er sann- arlega ekki sniðið að þörfum þeirra til að þroskast á sínum eigin hraða og hlýtur að teljast heilsuspillandi, bæði líkamlega og andlega. Byssumenningin er áberandi og of- beldi í loftinu. Myndirnar sýna þjáningu barna og fullorðinna sem reyna sitt besta til að lifa af við ömurlegar aðstæður. Hvað er það sem gerir aðstæður Palest- ínumanna í Líbanon svo slæmar sem raun ber vitni? Palestínsku flóttafólki í Líbanon hefur til þessa verið neitað um borgaraleg réttindi og hér nýtur það ekki í reynd al- mennra mannréttinda. Palestínumenn hafa takmarkaðan aðgang að almennri heilsu- gæslu og menntun í landinu og lögum sam- kvæmt mega þeir ekki eiga fasteignir, svo eitthvað sé nefnt. Landslög takmarka jafn- framt mjög atvinnumöguleika þeirra, en Palestínumönnum er ekki heimilt að starfa við um sjötíu skilgreindar atvinnugreinar. Fyrir vikið er sú atvinna sem Palest- ínumönnum býðst einkum á svarta mark- aðnum, sem aftur þýðir að atvinnuöryggi er lítið, launin lág og ýmis atvinnutengd rétt- indi standa þeim ekki til boða. Flóttafólkið verður fyrir vikið að reiða sig á þá aðstoð sem UNRWA getur veitt þeim. UNRWA heldur úti skólum og rekur heilsu- gæslu, en takmörkuð fjárráð samtakanna gera það hins vegar að verkum að mikið vantar upp á að fólki sé gert kleift að lifa sómasamlegu lífi. Sögulegar ástæður liggja fyrir því að hlutskipti Palestínumanna er mun verra í Líbanon en t.d. í nágrannaríkinu Jórdaníu. Viðkvæmt jafnvægi ríkti alla síðustu öld í samskiptum kristinna manna, súnníta og sjíta í Líbanon og enginn hefur viljað ljá máls á því að stigin yrðu skref sem túlka mætti á þann veg að meiningin væri að Pal- estínumenn yrðu fullgildir þegnar í sam- félaginu. Hér skiptir m.a. máli að flestir Pal- estínumenn eru súnnítar og frekari þjóðfélagsþátttaka þeirra myndi trufla það ógnarjafnvægi sem ríkir milli þjóðarbrot- anna. Þá ber að geta þess að margir Líbanar kenna Palestínumönnum um borgarastríðið sem geisaði í landinu frá 1975-1990. Upphaf þess má rekja til árásar sem róttækir Pal- estínumenn með aðsetur í Líbanon voru taldir hafa staðið fyrir. Ýmis vopnuð samtök þeirra, m.a. Frelsissamtök Palestínumanna (PLO) með Yasser Arafat í broddi fylk- ingar, léku stóra rullu í borgarastríðinu. Ódæðisverk voru framin á báða bóga, sem olli langvarandi andúð og vantrausti í sam- skiptum Palestínumanna og Líbana. Von um betra líf Þó að myndirnar á Lahza-ljósmyndasýn- ingunni varpi ljósi á heldur ömurlegt hlut- skipti palestínskra barna í Líbanon má þó sums staðar greina vonarneista og gleði yfir litlu þar sem þau reyna eftir megni að leika sér á götunum innan um rusl, úrgang og opnar klóakleiðslur. Nú í júní minntust Palestínumenn hörm- unganna, Nakba, með formlegum hætti hér í Beirút. Hátíðahöldin fólust m.a. í sýningu á ljósmyndum sem teknar voru á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar með textum skrifuðum af þeim sem enn muna lífið eins og það var í Palestínu. Saman gáfu ljós- myndirnar og textarnir sýn á hamingjuríkt líf fólks sem sannarlega ann landi sínu afar heitt. Jafnframt var haldin um þriggja klukku- stunda löng dagskrá með ræðuhöldum þar sem andrúmsloftið einkenndist af reiði yfir óréttlætinu og því að eftir 60 ár hafi Palest- ínumenn enn ekki getað snúið heim. Dans- sýning þar sem konur, karlar og börn sýndu þjóðdansa leiddi síðan áhorfendur í gegnum söguna – allt frá lífinu í Palestínu, gegnum flóttann og fram til dagsins í dag. Þessi glæsilega sýning lýsti þrátt fyrir allt þraut- seigju mannsandans andspænis miklum hörmungum og þeirri von sem býr í brjósti fólks um að palestínska þjóðin fái einhvern tíma í nánustu framtíð tækifæri til að lifa lífi sínu með reisn. Ljósmynd/ Abdallah Nazir Al-Kayyim, 8 ára. 12 ára. Ljósmynd/Fatimah Ahmed Al-Amine, 12 ára. Vonleysi Hver kynslóðin tekur við af annarri í flóttamannabúðunum. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2008 31 Í eina tíð voru flóttamannabúðir Palestínumanna í Líbanon sex-tán talsins en nú eru þær tólf, hinar fyrri voru lagðar í rúst íborgarastríðinu í landinu og aldrei endurbyggðar. Óhjákvæmi- lega leiddi það til enn frekari þrengsla í búðum sem eftir stóðu og skildi eftir opið sár í samskiptum Palestínumanna og Líbana. Sumarið 2007 réðst líbanski herinn til atlögu við öfgahóp, Fatah al-Islam, sem hreiðrað hafði um sig í Nahr el-Bared, flótta- mannabúðum í norðurhluta Líbanons, og leiddu átökin til þess að 169 hermenn týndu lífi, 287 liðsmenn Fatah al-Islam og 47 óbreytt- ir borgarar. Allir íbúar búðanna, 27.000, lentu jafnframt á ver- gangi og hafast nú við í bráðabirgðaskýlum, í ófullnægjandi hús- næði eða inni á ættingjum annars staðar. Til að ráða niðurlögum öfgamannanna – sem tengsl höfðu við al-Qaeda-hryðjuverkanetið – sá líbanski herinn sig svo á endanum nauðbeygðan til að leggja búðirnar í rúst. Palestínumenn óska einskis heitar en fá að snúa aftur til Nahr el-Bared en þeir hafa miklar efasemdir um að búðirnar verði nokk- urn tímann endurbyggðar, og vísa þar til fyrri reynslu flóttafólks- ins í Líbanon. Ríkisstjórn Fouads Siniora hefur hins vegar lýst því yfir að búðirnar verði endurreistar og er sá ásetningur til marks um mannlegri afstöðu stjórnvalda til Palestínumanna í landinu. Á ráðstefnu sem haldin var í Vínarborg sl. mánudag söfnuðust um 122 milljónir Bandaríkjadala til verksins og þess er vænst að olíu- ríkin við Persaflóa muni síðan leggja til um tvöfalda þá upphæð. Endurreisn Nahr el-Bared er hins vegar risavaxið verkefni, enda eyðileggingin gífurleg, og er talið að þrjú ár muni líða þar til síð- ustu Palestínumennirnir geta snúið aftur heim. Óska einskis heitar en að snúa aftur Ljósmynd/Rasha Ali Abdallah, 12 ára. Heim? Endurreisn Nahr el-Bared búðanna er risavaxið verkefni. Shatila-flóttamannabúðirnar eru þær frægustu í Líbanon en þæreru staðsettar í miðborg Beirút. Þar frömdu vopnaðar sveitirkristinna manna, falangistar, fjöldamorð á Palestínumönnum þegar líbanska borgarastyrjöldin stóð sem hæst árið 1982 – með vitneskju og vilja ísraelskra hermanna, að því er fullyrt er, en Ísr- aelsher hafði gert innrás í Líbanon þetta vor og hafði þegar þarna var komið sögu umkringt búðirnar. Um átta þúsund manns búa í Shatila og heimsókn þangað er býsna lærdómsrík. Yfirfullar búðirnar standa enn á þeim landskika sem þeim var upphaflega úthlutaður og voru reistar sem skamm- tímalausn fyrir um fjórðung þess fjölda sem þar býr nú. Fólkið hefur neyðst til þess að reisa nýjar hæðir ofan á þau hús sem fyrir eru úr því efni sem hendi er næst og veggir og gólf eru víða á mörkum þess að haldast uppi. Beirút stendur á virku jarðskjálftasvæði og ætla má að skjálfti upp á rúmlega fimm á Richters-kvarðanum hefði hér skelfilegar afleiðingar. Þrengslin eru gríðarleg, göngustígar á milli húsanna varla meira en tveggja metra breiðir og liggja eins og völundarhús um búðirnar. Tilfinningunni mætti helst líkja við það að vera stödd í djúpum helli – byggingarnar gnæfa yfir allt um kring og stundum hefur einfald- lega verið byggð brú á milli húsanna, í um þriggja metra hæð. Raf- magnslínur og vatnsleiðslur liggja í stórum flækjum alls staðar, yf- irleitt rétt yfir höfði fólks en ekki þarf að hafa mörg orð um hættuna sem af slíku getur skapast. Auk þrengslanna er loftræsting og birta inni í húsunum lítil eða engin og þegar kvölda tekur skellur á algjört myrkur á þröngum strætunum. Vatns- og klóakleiðslur eru einnig algerlega ófullnægj- andi og á veturna þegar rignir sem mest flæðir vatn í stríðum straumum inn í híbýli fólks. Ljósmynd/Rami Ahmed Al-Ali, 12 ára. Hættur Í Shatila-búðunum búa átta þúsund manns á svæði sem ætlað var fjórðungi þess fjölda. Byggingar, raf- og vatnsleiðslur skapa hættur. Þröngir stígar og rafmagnslínur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.