Morgunblaðið - 06.07.2008, Side 32

Morgunblaðið - 06.07.2008, Side 32
32 SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Freystein Jóhannsson freysteinn@mbl.is N ýlega var haldin í Vín ráðstefna á vegum WEEE Forum (waste electrical and eletro- nic equipment) um raftækjaúrgang, þar sem fulltrúar stjórnvalda, framleiðenda og með- höndlunarfyrirtækja frá flestum Evrópusambandslöndunum veltu vöngum yfir þeirri holskeflu aflóga sjónvarpstækja, sem menn sjá fyrir sér vegna skipta yfir í stafræna sjónvarpstækni, sem á að vera lokið 2011. Talið er að svo geti farið að um 200 milljón sjónvarpstæki verði þar með að úrgangi og þótt skila- kerfi séu til þarf að gera sérstakar ráðstafanir til þess að menn drukkni ekki í holskeflunni þegar hún ríður yfir. Kínverskur gesta- fulltrúi á WEEE Forum í Vín sagð- ist hins vegar ekki skilja þessa ang- ist Evrópumanna út af tæknibreytingunum og sjónvörp- unum 200 milljón, sem líklegt er að fólk leggi þeirra vegna. Í Kína væri líflegur markaður með notuð raf- tæki frá Japan og fleiri Asíuríkjum; Kínverjar gera tækin upp og selja þeim sem ekki hafa ráð á að kaupa ný tæki. Þessi markaður gæti tekið við ósköpunum öllum af sjónvarps- tækjum frá Evrópu, ef menn vildu fara þá leiðina. Evrópumenn eru hins vegar mjög tregir til þess að senda tækin og bera því við að það sé meira en að segja það að stunda slíkan útflutning út af Evrópska efnahagssvæðinu, hvað þá til fjar- lægrar heimsálfu. Ábyrgð framleið- andans myndi fylgja þeim, hvert sem þau færu, og það þótti þeim ekkert tilhlökkunarefni að fá kannski eitthvað í bakið alla leið frá Kína. Mönnum vex hinsvegar ekki í augum að koma rafdrasli til Kína, en tækniiðnaðurinn á sér óhrein börn í skaðlegum efnum; t.d. í far- símum og tölvum, sem samkvæmt Sameinuðu þjóðunum nema nú 20 til 50 milljónum tonna á ári. Stórum hluta raftækjaúrgangsins, sér- staklega eru Bandaríkjamenn iðnir við þann kola, er komið til Kína, Indlands og Nígeríu, þar sem menn reyna að nýta eitthvað úr honum, en það er til muna ódýrari lausn að senda úrganginn svona burt í stað þess að ráðast gegn honum heima fyrir. En nú hafa Evrópumenn tekið af skarið hvað þetta varðar með Evróputilskipun um meðferð á raf- og rafeindatækjaúrgangi. En aftur að áhyggjum manna á Vínarráðstefnunni. Reyndar kunna menn að mikla vandann fyrir sér, því þótt farið sé yfir í stafrænar sjónvarpsútsendingar þurfa menn ekki endilega að farga sjónvarpinu sínu og kaupa nýtt. Það er hægt að fá „afruglara“ og auk þess byrjaði breytingin yfir í stafrænt sjónvarp sums staðar ekki í gær. Bretar eru komnir Evrópumanna lengst í stafrænu sjónvarpi og má rekja það til samkeppni Sky við BBC. Þjóðverjar miða við að vera orðnir stafrænir á næsta ári. Ann- ars staðar eru menn misjafnlega á vegi staddir, þótt margir verði að bretta upp ermarnar til að vera klárir 2011. Hér uppi á Íslandi ger- ast þessir hlutir hægt sem aðrir; markmið fjarskiptaáætlunar var sett við að allir Íslendingar skyldu hafa aðgang að stafrænu sjónvarpi á þessu ári. Stafrænt sjónvarp hefur verið fáanlegt í áskrift um nokkurt skeið, en hefðbundnum sjónvarps- útsendingum verður vafalaust hald- ið áfram enn um sinn. Við Íslend- ingar höfum hins vegar gengið hratt um flatskjárdyrnar síðustu misseri, en ekki er víst að flatskjárinn sé með stafrænan móttakara. Alltaf má fá eitthvað nýtt En þótt sjónvarpstæki hafi legið þyngst á ráðstefnumönnum þessa daga í Vín, þá er í fleiri horn að líta þegar raftækjaúrgangur er annars vegar. Það eru ekki bara sjónvarps- tæki sem við hendum á haugana í stórum stíl. Samkvæmt tölum frá háskóla SÞ í Vín eru sett á markað að meðaltali um 19 kíló af raftækj- um á mann ár hvert í löndum Evr- ópusambandsins. Þetta gera 10,3 milljónir tonna á ári og er áætlað að talan verði komin í 24 kíló á mann 2020. Þær athuganir sem gerðar hafa verið hér á landi benda til þess, að tölurnar fyrir Ísland séu hærri. Meðaltalsinnsöfnun til endurnýt- ingar og endurvinnslu á mann í Evrópusambandslöndum er 5,5 kg á mann, sem gera 2,7 milljónir tonna. Duglegustu þjóðirnar á þessu sviði standa reyndar utan ESB; EFTA- þjóðirnar Norðmenn og Svisslend- ingar eru með 14 og 12 kg. Ekki er ósennilegt að ætla okkur Íslend- ingum 8 kg á mann, þegar skilakerfi fyrir raftækjaúrgang verður komið á laggirnar, en trúlegt er að talan sé nú í kringum 4 kg sem koma inn á söfnunarstöðvar sveitarfélaganna. Aukningin á notkun raftækja vex stöðugt; ný tækni leysir eldri af hólmi, meðallíftími gsm-síma er 18 mánuðir, og heimilistæki með smá- gervigreind senda eldri tæki á haugana. Hvern dag sem upp renn- ur finna menn einhverjar tækninýj- ungar, sem við getum helzt ekki beðið með til morguns að kaupa. Og þá hendum við einfaldlega þeim tækjum sem við eigum fyrir á ösku- haugana. Það er ekki langt í það að WEEE Forum verði að efna til ann- arrar ráðstefnu um önnur raftæki en sjónvörp. Í vor uppfylltu íslenzk stjórnvöld Evróputilskipun um meðhöndlun raftækjaúrgangs með samþykkt Al- þingis á lögum þar um. Nú var farin önnur leið en fela Úrvinnslusjóði úr- vinnslugjaldskerfið, eins og hann gegnir nú fyrir bíla, hjólbarða, 14 flokka spilliefna, heyrúlluplast, um- búðir og pappa, pappír og plast. Ólíklegt var talið að Evrópumagtin myndi samþykkja Úrvinnslusjóð sem handhafa framleiðendaá- byrgðar á raftækjum með inn- heimtu gjalds í gegn um tolla- og skattayfirvöld og því ákváðu íslenzk stjórnvöld að feta í fótspor Evr- ópumagtarinnar með framleið- endaábyrgð. Samkvæmt lögunum eiga raf- tækjaframleiðendur og innflytj- endur að koma sér saman um skila- kerfi sem nefnd skipuð af umhverfisráðherra og að hluta til með tilnefningum frá atvinnulífunu skal sjá um framkvæmd á. Kjarni þessa er að framleiðendur beri ekki aðeins ábyrgð á raftækjunum nýj- um og brúklegum, heldur einnig eftir að þau verða að úrgangi. Þeim er gert skylt að greiða fyrir með- höndlun á úrgangi er stafar af þeim vörum, sem þeir setja á markað. Ekki er þó allt kerfið lagt á fram- leiðendur; skýr skil eru á milli söfn- unarstöðva, sem sveitarfélögin taka þátt í því og skilakerfa. Opnað er á aðkomu Úrvinnslusjóðs, ef fram- leiðendur óska eftir samstarfi við hann um skilakerfið. Lögin eiga að taka gildi um ára- mótin; umhverfisráðherra á að skipa stýrinefnd og framleiðendur og innflytjendur eru komnir á veg með sinn hluta; undirbúningsstofn- fundur félags til að reka skilakerfi framleiðenda og innflytjenda raf- og rafeindatækja hefur verið boð- aður 10. júlí og stefnt er að form- legri félagsstofnun í haust. Á dögunum voru haldnir fundir í umhverfisráðuneytinu með fulltrú- um atvinnulífsins og þeim sem með- höndla úrgang. Sigurbjörg Sæ- mundsdóttir, sérfræðingur umhverfisráðuneytisins, segir unnið að því að framkvæmd málsins taki gildi í haust, en framleiðendur og innflutningsaðilar eiga að vera bún- ir að skrá sig í sérstakt skilakerfi fyrir 1. október og einnig þarf að liggja fyrir hvernig framkvæmdinni á endurvinnslu/förgun verður hátt- að, þegar lögin taka gildi um ára- mótin. Dýr úrgangur að meðhöndla og farga Innflutningur okkar á raftækjum nemur nú um 7 þúsund tonnum á ári og ef 20% koma til endurvinnslu og endurnýtingar, þá eru það um 1400 tonn. Björn Hafsteinn Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, segir fyr- irtækið taka við ýmsum raftækjaúr- gangi á endurvinnslustöðvunum. Þetta eru þrír flokkar og á síðasta ári var magnið sem tekið var við af þessum úrgangi á endurvinnslu- stöðvunum: Kælitæki: 320 tonn Tölvur: 245 tonn Skjáir/sjónvörp: 445 tonn Alls rafeindatæki: 1.010 tonn árið 2007. Björn segir, að þó þetta séu ekki nema um 2% af úrgangsmagninu sem kom á endurvinnslustöðvarnar 200.000.000  Við erum í rafmögnuðu rusli.  Alls kyns raf- og rafeindatækjaúrgangur hrúgast upp svo ört að ekki festir auga á.  Einn daginn eru það 200 milljón sjónvarpstæki, þann næsta 200 milljón tölvur og svo fáum við önnur 200 milljón heimilistæki í hausinn. Í HNOTSKURN »Framleiðendaábyrgð þýðir að kostnaður við söfnun, endurnýt-ingu og förgun verður tekinn inn í vöruverðið, t.d. þegar neyt- endur kaupa nýjan ísskáp eða þvottavél. » Þróaðar verða endurvinnslu- og endurnýtingarleiðir»Kostnaður við allan lífsferil vöru leggst á hvern einstaka neyt-anda en ekki á almennan skattgreiðanda. »Ábyrgð er hvers og eins framleiðanda en ekki er um að ræðaheildarábyrgð allra. Slíkt stuðlar að sjálfbærri hönnun rafvöru »Slík framleiðendaábyrgð er í samræmi við mengunarbótareglunaog þýðir að kostnaður við viðeigandi meðhöndlun úrgangs sé greiddur af framleiðendum alla leið. » Innleiðing tilskipunarinnar í Evrópu hefur leitt til mjög mismun-andi meðhöndlunar- eða skilakerfa. Oftar en ekki greiða sveit- arfélög hluta af kostnaði, andstætt þeim meginreglum sem nefndar eru hér að ofan. »Lagt hefur verið til við Evrópuþingið að það taki upp sérstakagrein um framleiðendaábyrgð við endurskoðun á rammatilskipun um úrgang.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.