Morgunblaðið - 06.07.2008, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 06.07.2008, Qupperneq 38
38 SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Sanngjörn söluþóknun Góðar ljósmyndir Sýnum eignina Fagþjónusta Þverholt 14 l 105 Reykjavík l Sími 595 9000 l holl@holl.is l www.holl.is Björn Daníelsson Löggildur fasteignasali Gsm: 849 4477 Laugarteigur 7 – opið hús Opið hús í dag sunnudag 7. júlí að Laugateig 7, 105 Reykjavík, 1. hæð frá kl. 15 -16. Mjög góð 5 herbergja sérhæð með sérinngangi auk bílskúrs í þríbýli alls 137,6 fm. Stórar og bjartar stofur. Þrjú svefnherbergi. Rúmgott eldhús. Garður í rækt. Stutt er í alla almenna þjónustu. Eign á góðum stað sem vert er að skoða. Laus við kaupsamning. Tilboð óskast. Síðumúla 21 • 108 Reykjavík • S . 588 9090 • fax 588 9095 www.eignamidlun. is • e ignamidlun@eignamidlun. is Sverr ir Kr ist insson, löggi ltur fasteignasal i Hlíðarsmári 3, Kópavogi er til sölu Hlíðarsmári 3 er skrifstofu og verslunarhúsnæði á fimm hæðum. Húseignin er öll hin glæsilegasta og mjög vel staðsett, rétt við Smáralind. Fallegt útsýni. Jarðhæð skiptist í u.þ.b. 394 fm þar sem rekin er veitingastaður, gólfefni eru m.a. parket og granít, u.þ.b. 307 fm pláss þar sem rekin er verslun. Gólfefni eru m.a. park- et, u.þ.b. 330 fm geymslur. 2.hæðin skiptist í tvær u.þ.b. 407 fm skrifstofur eða samtals 914 fm. Þar eru skrif- stofur. Óbein lýsing, teppaflísar á gólfum, skilveggir, gler að hluta. 3., 4., og 5.hæðirnar eru í útleigu og eru allar hæðirnar innréttaðar á svipaðan hátt þ.e. óbein lýsing, teppaflísar á gólfum, skilveggir, gler að hluta. 3.hæðin er u.þ.b. 2 x 407 fm, eða samtals 914 fm. 4.hæðin er u.þ.b. 2 x 405 fm eða samtals 910 fm 5.hæðin er u.þ.b. 2 x 271 fm eða samtals 542 fm. Svalir eru á öllum hæðum en 5.hæðin er inndregin og með u.þ.b. 152 fm þaksvölum. Eignin er öll í útleigu. Nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali. Jón Hólm Stefánsson Lögg. fasteigna-, fyr- irtækja- og skipasali www.gljufurfasteign.is Öldubyggð 14 og 18, Grímsnesi Gljúfur fasteignasala hefur í einkasölu tvö afar falleg og vel byggð sumarhús (heilsárshús) að Öldubyggð 14 og Öldubyggð 18 í Grímsnesi (nærri Borg). Hús- in standa á stórum eignarlóðum, bæði á steyptri gólfplötu með hitalögnum, ein- ingahús úr timbri byggð 2006. Húsin eru tvær hæðir, að stærð um 100 fermetr- ar hvort hús. Vandaðar innréttingar og gólfefni. Umhverfis húsin er vönduð ver- önd með rafmagnshitapotti. Víðsýni og stutt í þjónustu. Möguleiki á hitaveitu. Hér er um að ræða athyglisverðar eignir. Ásett verð krónur 26 milljónir á hvort hús. Eignirnar eru báðar veðbandalausar. Nánari upplýsingar hjá fasteignasala í síma 896-4761, sem jafnframt sýnir eignirnar. Gljúfur fasteignasala hefur fleiri eignir í dreifbýli til sölu. Leytið upplýsinga. Mannréttindaráð Reykjavíkur skipaði sl. vetur starfshóp til að kanna öryggismál á skemmtistöðum í Reykjavík og koma með tillögur sem spornað gætu við kyn- ferðisofbeldi á og við skemmtistaði. Tilefni stofnunar starfshópsins er sú staðreynd að undanfarin 5 ár hafa 35 ein- staklingar leitað aðstoðar til neyð- armóttöku vegna nauðgunar, það er 5-8 konur árlega. Flestum hefur verið nauðgað eða þær beittar öðru kynferðisofbeldi innan eða utan við veitinga- og/eða skemmtistaði í miðborg Reykjavíkur. Einnig hafa samkvæmt ársskýrslu Stígamóta undanfarin 5 ár átt sér stað 35 nauðganir á veitinga- og skemmti- stöðum. Þau brot sem eiga sér stað innan skemmtistaða eru langoftast framin á salernum staðanna. Í starfshópnum áttu sæti, auk fulltrúa frá mannréttindaráði, fulltrúar frá Félagi kráaeigenda, Samtökum ferðaþjónustu, frá lög- reglu höfuðborgarsvæðisins og neyðarmóttöku vegna nauðg- unarmála. Öryggishnappar á skemmtistöðum Starfshópurinn skilaði skýrslu til mannréttindaráðs 24. júní sl. Þar kemur fram að mikilvægt er að huga betur að öryggi gesta inni á veitinga- og skemmtistöðum og eru til þess ýmsar leiðir færar. Til dæmis er lagt til að eftirlit á salernum verði aukið og að komið verði fyrir örygg- ishnöppum á salernum. Einnig eru tillögur um aukna fræðslu bæði fyrir starfsfólk veitinga- og skemmti- staða, eigendur og almenning um al- varleika þeirra brota sem eiga sér stað á stöðunum. Lagt er til að unnin verði úttekt á þeim atriðum sem varða öryggismál á veitinga- og skemmtistöðum og er þá sjónum sérstaklega beint að innra byrði, s.s aðgengi að salernum, læsingum og viðhaldi almennt. Einnig er sett fram tillaga um viðurkenningar borgaryfirvalda til þeirra staða sem huga vel að öryggi gesta sinna og mun hópurinn í sumar vinna frekar að útfærslu þeirrar hugmyndar sem og annarra. Samstarf lykilatriði Skýrsla starfshópsins var kynnt borgarráði 26. júní sl. Þegar hefur verið ákveðið að starfshópurinn haldi áfram að útfæra nánar þær til- lögur og verkefni sem eru í skýrsl- unni. Lykilatriði við áframhaldandi vinnu á þessum vettvangi er sam- starf allra aðila sem að málum koma og er lagt til í skýrslunni að Reykja- víkurborg hafi frumkvæði að slíku samstarfi. Einnig verður unnið að verkefninu í samráði við aðgerð- arhóp miðborgarinnar. Mannréttindaráð bindur miklar vonir við að þessar tillögur skili sér í auknu öryggi á veitinga- og skemmtistöðum borgarinnar. Aukið öryggi á skemmti- stöðum borgarinnar Marta Guðjóns- dóttir og Björn Gíslason segja frá tillögum um öryggi á skemmtistöðum Marta Guðjónsdóttir » Viðurkenningar verði veittar þeim skemmtistöðum sem huga vel að öryggi gesta sinna Marta Guðjónsdóttir, formaður mannréttindaráðs Reykjavíkur, Björn Gíslason, formaður starfshóps um bætt öryggi á og við veitingastaði. Björn Gíslason RITSTJÓRI Morg- unblaðsins fullyrti í leiðara að ákvörðun sjávarútvegsráðherra um að fara að mestu eftir veiðiráðgjöf Hafró væri sú rétta. Margir sjómenn eru hins vegar furðulostnir yfir ráð- gjöfinni. Þeir telja nær útilokað að ná að veiða mikinn ýsukvóta sem er um 20% umfram ráðgjöf Hafró á meðan þorskkvótinn er jafn- naumt skammtaður af sjávarútvegsráðherra. Sá var ákveðinn nær samhljóma ráðleggingu Hafró. Þegar þorskkvótinn er ákveðinn nú annað árið í röð 130.000 tonn má spyrja hvert upp- haflegt markmið hafi verið þegar byrjað var að vinna eftir kennisetningum Hafró. Það var í fyrsta lagi að minnka sveiflur í afla og að hann yrði að jafnaði 400-500.000 tonn. Að- ferðin gengur annars vegar út á að draga úr veiðum til að „byggja upp“ hrygningarstofninn og hins vegar að vernda smáfisk. Allir geta fallist á að upphafleg markmið hafa ekki gengið eftir. Þeir sem hafa stýrt Hafró og rannsakað og fellt dóma um eigin verk segja að ekki hafi verið dregið nægjanlega úr veiðum. Samt hefur verið farið nokk- uð nákvæmlega eftir ráðgjöf Hafró í 15 ár og veiðisvæðum markvisst lok- að fyrir veiðum á smáfiski. Stundum er fléttað inn í þessar skýringar að skilyrði séu breytt og á umliðnum áratug hafa sérfræðingarnir bæði sagt að möguleg orsök sé aukinn kuldi og síðan hiti. Aðrir líffræðingar og fiskifræð- ingar, s.s. ég og Jón Kristjánsson, hafa haldið því fram að kenningin sem Hafró vinni eftir geti ekki geng- ið upp þar sem hún brjóti í bága við viðtekna vistfræði, að vitavonlaust sé að vernda fiskinn þar sem vöxtur er við sögulegt lágmark. Sömuleiðis hefur verið bent á að ekki sé um að ræða jákvætt samband milli stærðar hrygn- ingarstofns og nýlið- unar en fleiri hafa bent á það, s.s. Rögnvaldur Hannesson fiski- hagfræðingur. Fisk- veiðar ganga sinn vanagang á haf- svæðum þar sem um- deildar kenningar Hafró ráða ekki för, eins og í Barentshafinu og við Færeyjar, en reiknisfiskifræðingar hafa ítrekað spáð þeim þorskstofnum algjöru hruni. Sagan skoðuð Frá árslokum 1976 hafa Íslendingar haft stjórn á veiðunum og voru menn nokkuð bjartsýnir á að með betri stjórn, einkum minni smáfiskaveiði, næðist fljótlega fram jafnstöðuafli, 400-500.000 tonn eins og áður segir. Í lok 8. og byrjun 9. áratugar voru jafnan veiddir tugir þúsunda tonna ár hvert umfram ráðgjöf Hafró á Ís- landsmiðum og dæmi voru um að veiðarnar færu vel á annað hundrað þúsund tonn umfram ráðgjöfina. Veiðarnar gengu sinn vanagang þrátt fyrir svartar skýrslur og það sem meira var, ráðgjöfin elti veiðina ef hún reyndist meiri, t.d. voru árið 1980 veidd 135.000 tonn umfram ráðgjöf Hafró og ráðlagði Hafró árið eftir 100.000 tonna aflaaukningu. Fiskistofnar sveiflast eðlilega ekki einungis upp á við heldur einnig nið- ur á við en annars væri eflaust hægt að ganga þurrum fótum á milli heimsálfa. Í niðursveiflum fá svartar skýrslur Hafró aukið vægi og í kjöl- far „aflabrests“ 1982 var kvótakerf- inu komið á með auknum takmörk- unum. Það er rétt að geta þess að á aflabrestsárinu 1982 var þorskaflinn þrefalt meiri en þorskkvóti næsta árs hljóðar upp á. Þrátt fyrir að kvótakerfinu væri komið á var aflinn að jafnaði tugi þúsunda umfram ráðgjöf og fisk- veiðarnar og aflinn að jafnaði um 300.000 tonn. Árið 1991 verða þáttaskil þegar nýr sjávarútvegsráðherra Þorsteinn Pálsson ákveður að fara nánast í einu og öllu eftir ráðgjöf Hafró til þess að veiða meira seinna. Þetta seinna lét bíða eftir sér, ráðgjöfin var komin niður í 130.000 tonn og Þorsteinn gerði nánast alltaf eins og Hafró lagði til – rétt eins og núver- andi ráðherra gerir. Undur og stórmerki urðu árið 1996 þegar Hafró lagði til aukningu á þorskafla. Varði það til ársins 2000. Á þessum árum voru þeir sem fylgdu „uppbyggingarstefnunni“ sigurreifir og fullyrtu að stefnan hefði sannað ágæti sitt. Á árinu 2000 lagði Hafró til mik- inn niðurskurð sem kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Ástæðan var að stofnunin hefði reiknað vit- laust árin á undan og hefði stofninn verið minni en fyrri útreikningar gáfu til kynna. Ekki voru fréttir þó eingöngu neikvæðar heldur var reiknað út að ef farið yrði að tillög- unum myndi stofninn stækka strax á næsta ári og enn meira árið þar á eftir. Boðuð stækkun hefur látið bíða eftir sér. Frá árinu 2000 hefur ein- göngu verið boðaður aukinn nið- urskurður á afla – með einni und- antekningu, Davíð Oddsson lagði til á fundi í Sjallanum að þorskkvótinn yrði aukinn um 30.000 tonn kosn- ingaárið 2003. Jóhann Sigurjónsson forstjóri Hafró staðfesti síðan fljót- lega að í góðu lagi væri að veiða þann fisk sem Davíð fann í Sjall- anum. Nú á árinu 2008 er enn og aftur boðað að veiða 130.000 tonn af þorski sem er liðlega þrefalt minna magn en áður en uppbygging- arstarfið hófst þrátt fyrir að búið sé að fara nánast í einu og öllu eftir ráð- gjöf Hafró í 15 ár. Hvernig getur það verið rétt ákvörðun að fara eftir ráðgjöf sem hefur sýnt sig að vera röng í vel á annan áratug? Það er löngu tíma- bært að stjórnvöld fari nú á síðustu og verstu tímum yfir rök þeirra sem hafa haldið uppi fræðilegri gagnrýni á ráðgjöf Hafró. Rétt ákvörðun? Sigurjón Þórðarson fjallar um þorskkvótann og ráðgjöf Hafró Sigurjón Þórðarson »Markmiðin með kvóta- kerfinu voru að minnka sveiflur í afla og að hann yrði að jafnaði 400-500.000 tonn. Það hefur ekki gengið eft- ir. Höfundur er líffræðingur. UMRÆÐAN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.