Morgunblaðið - 06.07.2008, Qupperneq 54
54 SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
H
ér hefur áður verið
fjallað lítillega um
svonefnda Anti-Folk
hreyfingu í Banda-
ríkjunum sem lýsa
má sem þjóðlagasöng þar sem
hefðinni er kastað, þ.e. tónlist-
armenn troða gjarnan upp einir
með gítar eða píanó og syngja sög-
ur. Yrkisefnið tengir þá við þjóð-
lagasöng fyrri tíma (orðið þjóðlög
hér notað sem nafnorð en ekki
sem lýsingarorð), sungið er um ást
og örlög og hversdagslega hluti og
áhersla lögð á að segja sögur þó
við það stef séu ótal tilbrigði.
Merkimiðar í músík eru snúnir
og anti-folk snúnari en flestir, en
þó má segja að slíka músík ein-
kenni jafnan mikil einlægni í
textagerð, á köflum barnsleg ein-
lægni, og lítið lagt uppúr fullkom-
inni spilamennsku og söng – túlk-
unin skiptir mestu, en að sama
skapi skín yfirleitt í gegn að lista-
mennirnir taki sig sjálfa ekki of al-
varlega þó þeim sé alvara.
Heiti þessarar „hreyfingar“,
sem haft hefur svo ólíka listamenn
sem Beck, Ani DiFranco, Regina
Spektor, Diane Cluck, Adam
Green, Michelle Shocked, Linda
Draper og Nellie McKay innan
sinna vébanda, en almennt rakið
til þess er settur var upp í aust-
urbænum í New York, Lower East
Side, og opnunarkvöldið var kallað
and-þjóðlagahátíð, enda stóð þá
yfir í Þjóðlagahátíð New York.
Súrrealískar smásögur
Linda Draper er nefnd sem ein
af and-þjóðlagagenginu og vissu-
lega á sá stimpill ágætlega við
hana; hún er alla jafna ein með
kassagítarinn, spilamennska kæru-
leysisleg á köflum, þó ekki vanti í
hana fagmennskuna, söngurinn
ekki alltaf hreinn og textarnir
smásögur úr daglegu lífi, sumar
opinskár og hjartnæmar en aðrar
svo súrrealískar að þær verða
trauðla útskýrðar nema með mik-
illi yfirlegu.
Linda Draper er komin af tón-
listarfólki; móðir hennar lék á pí-
anó og gítar og faðir hennar er
þekktur gítarleikari í klassík. Hún
hóf snemma að syngja í kirkjukór
og nam síðan tónlist við skóla í
New York og komst þar í tæri við
títtnefnda and-þjóðlagahreyfingu.
Draper og Kramer
Fyrsta breiðskífa Draper, Rico-
chet, kom út 2001, en þá skífu
hljóðritaði hún með Mark Kramer
við stjórnvölinn, en sá er meðal
annars þekktur fyrir að hafa
stofnað og rekið útgáfuna Shimmy
Disc og unnið með Penn & Teller,
Boredoms, Ween, Damon &
Naomi, Galaxie 500, Low og Dani-
el Johnston. Samstarf þeirra
Draper og Kramer gekk svo vel að
hún vann næstu þrjár skífur með
honum; hann var þannig við takk-
ana á Snow White Trash Girl, sem
kom út 2002, Patchwork, sem kom
2003, og One Two Three Four,
sem kom út 2005. Að auki hefur
hún komið fram á safnplötum öðr-
um til heiðurs, var á Rick Nelson
skífunni Easy To Be Free og átti
líka lag á plötu sem gefin var út til
heiðurs Phil Ochs, Poison Ochs, og
á minningarplötu um Harry Nils-
son, I’ll Never Leave You. Hún
hefur einnig gefið út tvær stutt-
skífur, Needlessly og Traces Of.
Draper gaf sjálf út fyrstu þrjár
skífurnar en tvær þær síðustu
komu út á vegum plötufyrirtæk-
Ást, örlög og hversdagsleikinn
TÓNLIST Á SUNNUDEGI
Árni Matthíasson
Þjóðlagasögur Bandaríska söngkonan Linda Draper.
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Borgarbíó
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Háskólabíó
Þú færð 5 %
endurgreitt
í SmárabíóSími 564 0000Sími 462 3500
* Gildir á allar
sýningar merktar
með rauðu
TILBOÐ
Í
BÍÓ
eee
SÝND Í SMÁRABÍÓI
Það er kominn
nýr hrotti
í fangelsið...
af minni
gerðinni!
Rob Schneider fer í steininn og
leggur fangelslið undir sig í þessari
brjáluðu gamanmynd.
The Incredible Hulk kl. 3-5:30-8-10:30 B.i. 12 ára
Zohan kl. 8 - 10:30 B.i. 10 ára
Big Stan kl. 1-3:20-5:40-8-10:20 B.i. 12 ára
Horton Kl. 1
eeee
24 stundir
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI
eeee
- V.J.V.,
Topp5.is/FBL - Viggó,
24stundir
SÝND SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI
FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA.
SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI
SÝND SMÁRABÍÓI M / ÍSLENSKU TALI OG HÁSKÓLABÍÓI M / ENSKU TALI
50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á
Hancock kl. 1-3:20-5:40-8-10:10 B.i. 12 ára DIGITAL
Hancock DIGITAL kl. 1-3:20-5:40-8-10:10 B.i. 12 ára LÚXUS
Kung Fu Panda ísl. tal kl. 1 - 3:20 - 5:40 DIGITAL
Hancock kl. 4 - 6 - 8:30 - 10:30 B.i. 12 ára
Kung Fu panda enskt tal kl. 4 - 6 - 8 - 10
Big Stan kl. 3:20 - 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 12 ára
Sex and the City kl. 6 - 9 B.i. 14 ára
Kjötborg m/enskum texta kl. 4 - 5
Hancock kl. 4 - 6 - 8 -10 Kraftsýning B.i.12ára
Big Stan kl. 8 - 10 B.i.12ára
Hulk kl. 3:40 - 5:50 - 10 B.i.10ára
SÝND Í SMÁRABÍÓI
JACK BLACK SANNAR AF HVERJU HANN ERTALINN
EINN AF FYNDNUSTU GRÍNLEIKURUNUM Í HEIMINUM Í DAG.
Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borgar bíómiðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum!
ath! síðustu sýningar
„Kjötborgarkaupmennirnir
á horninu klikka ekki”
- T.S., 24 stundir
eeee
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI
SÝND Í SMÁRABÍÓI
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI