Morgunblaðið - 18.07.2008, Side 33

Morgunblaðið - 18.07.2008, Side 33
stæðisfélaganna í Reykjavík. Starf Sjálfstæðisflokksins í höfuðborginni blómstraði í Valhöll við Suðurgötu á þeim árum. Í borgarstjórnarkosning- unum 1966 tók Sjálfstæðisflokkurinn upp merka nýjung. Geir Hallgríms- son, þáverandi borgarstjóri efndi til funda með íbúum í einstökum hverf- um borgarinnar og svaraði spurning- um þeirra um hin smæstu atriði í nær- umhverfi þeirra. Af hálfu Sjálfstæðisflokksins hvíldi skipulag þessara funda á herðum fram- kvæmdastjóra Fulltrúaráðsins. Ragn- ar Kjartansson stóð sig frábærlega vel í því starfi. Það reyndi mikið á hann. Seinni hluti Viðreisnaráranna varð erfiður, þegar alvarlega efna- hagskreppa skall á og þá skipti máli, að flokksskipulag Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík skilaði sínu. Einstakir skipulagshæfileikar Ragnars leiddu hann til starfa í at- vinnulífinu, fyrst sem einn af helztu stjórnendum Skeljungs, síðar, sem annar framkvæmdastjóra Hafskips og svo sem starfandi stjórnarformað- ur. Tengslin, sem urðu til á milli okkar á Valhallarárum beggja héldust. Þeg- ar fór að harðna á dalnum hjá Hafskip töluðum við reglulega saman. Síðustu vikurnar talaði ég við Ragnar á hverju kvöldi og eftir þau samtöl bárum við Matthías Johannessen saman bækur okkar um fréttaflutning Morgun- blaðsins af málinu daginn eftir. Sumir sögðu: af hverju þurfum við að lesa fréttir af Hafskipsmálinu í öðrum blöðum? Svar okkar var: við birtum ekki það, sem við getum ekki fengið staðfest. Dag einn sat ég í garðinum heima hjá þessum gamla vini mínum. Hann lýsti fyrir mér handtöku þeirra Haf- skipsmanna og dvölinni í gæzluvarð- haldi. Það samtal líður mér aldrei úr minni. Sérstaklega þó af hvílíkri yf- irvegun hann tók þessum örlögum. Samfélag okkar á eftir að horfast í augu við sjálft sig vegna Hafskips- mála og annarra mála, þótt Ragnar lifi það ekki. Það átti eftir að reyna meira á Ragnar Kjartansson og fjölskyldu hans. Ég hugsa að við, mannfólkið, eigum það öll sameiginlegt að skilja ekki hvers vegna svo mikið er lagt á suma umfram aðra. Alvarlegt veikindaáfall varð til þess að Ragnar gat ekki talað nema örfá orð allmörg síðustu ár ævi sinnar. Hann skildi hins vegar allt, sem við hann var sagt. Gamlir vinir hans hafa hitt hann nokkuð reglulega. Ég hygg að fáir einstaklingar hafi verið jafn vel upp- lýstir um pólitík og viðskiptalíf og Ragnar Kjartansson hefur verið þessi ár. Hann gladdist alltaf þegar vel gekk hjá Sjálfstæðisflokknum. Það hefur verið þroskandi að eiga vináttu Ragnars Kjartanssonar ekki sízt, þegar hann þurfti að takast á við mótlæti í lífi sínu. Helga Thomsen, eiginkona hans, er einhver mesta hetja, sem ég hef hitt á lífsleiðinni. Styrmir Gunnarsson. Það var lærdómsríkt að þekkja Ragnar Kjartansson. Ég man fyrst eftir honum í uppvextinum. Ég bjó á Fjólugötu og hann í næstu götu. Ég var nokkrum árum eldri og hann til- heyrði því litlu strákunum á Smára- götu. En hann skar sig samt einhvern veginn úr þeim hóp og virtist eldri og þroskaðri en hinir. Raunveruleg kynni hófust miklu síðar og þá innan Sjálfstæðisflokks- ins. Á tímabili gegndi Ragnar veiga- miklu hlutverki í flokksstarfinu hér í Reykjavík og allir þeir sem létu sig það starf varða kynntust Ragnari. Á þessum árum myndaðist hópur manna sem áttu sameiginlega hug- sjónir Sjálfstæðisflokksins og sem enn í dag hittist reglulega. Ragnar Kjartansson átti mestan þátt í mynd- un þessa hóps og veitti honum forystu meðan heilsan leyfði. Enn seinna áttum við samleið í við- skiptum og ræddumst þá við oft í viku hverri. Ragnar var sífellt miðlandi hugmyndum og hugsunum. Á borðinu mínu liggur mappa með spakmælum og hugsunum ótal manna sem hafa haft mótandi áhrif á umhverfi sitt. Þessa möppu tók Ragnar saman og gaf vinum sínum. Í ljósi þeirra erfiðu örlaga sem honum voru búin efast ég ekki um að hann hefur sótt styrk í margt af því sem þar er sagt. Í ævi Ragnars skiptust á skin og skúrir. Hann átti vissulega góða daga þegar allt lék í lyndi með Helgu sína sér við hlið og börnin þrjú. En dökku dag- arnir voru líka margir og verstir þeir þegar heilsan brást honum og hann var dæmdur til þess að vera áhorfandi af mannlífinu í tólf ár. Slíkt reynir á meir en orð fá lýst en alltaf hélt Ragn- ar reisn sinni og það var stutt í brosið sem gat orðið að skellihlátri þegar svo bar undir. Á þessu árum var Ragnar enn að miðla vinum sínum að þessu sinni hvernig menn láta ekki erfiðleik- ana minnka sig heldur standa upp- réttir uns yfir lýkur. En Ragnar var ekki einn. Hún Helga stóð eins og klettur við hlið hans alla tíð og um- hyggja hennar og hjálp við Ragnar var aðdáunarverð. Að leiðarlokum kveð ég vin minn með mikilli virðingu og þakklæti fyrir áratugavináttu. Við Jóhanna sendum Helgu og fjöl- skyldunni allri innilegar samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Ragnars Kjart- anssonar. Ólafur B. Thors. Góður vinur minn er látinn. Fyrstu kynni mín af Ragnari voru, þegar við hittumst ungir drengir, á Smáragötu 14 fyrir meira en sextíu árum. Þá tókst með okkur vinátta, sem hélst alla tíð síðan. Það var mikil gæfa að hafa Ragnar fyrir vin. Hann var réttlátur maður og góðgjarn, ákveðinn og lét verkin tala. Hann var mikill höfðingi heim að sækja og ófá voru þau skiptin, sem við félagar hans nutum gestrisni þeirra Helgu konu hans á þeirra fallega heimili. Matarboðin glæsilegu eru í minni höfð, enda Helga mikil húsmóðir og meistarakokkur. Fyrir allmörgum árum veiktist Ragnar hastarlega, sem varð til þess að hann gat ekki sinnt þeim störfum og áhugamálum, sem hann var kjör- inn til. Í veikindum hans hefur Helga verið honum stoð og stytta, stutt hann í einu og öllu af slíkum hetjuskap að aðdáunarvert er. Ég vil þakka Ragn- ari og Helgu áratuga langa vináttu, sem engan skugga bar á. Það var mér mikil gæfa að kynnast slíkum höfð- ingja sem Ragnar var. Helgu, börnum hans og öðrum ætt- ingjum votta ég mína dýpstu samúð. Eiríkur Pálsson. Ég var nýkominn heim frá námi í Bandaríkjunum og átti að hefja störf hjá Friðriki Sophussyni í fjármála- ráðuneytinu árið 1993. Friðrik hafði sagt mér að ræða við Ragnar Kjart- ansson sem væri mjög hugmyndarík- ur og ynni að ýmsum góðum málum. Sjálfum fannst mér ég svo uppfullur af hugmyndum að nú þyrfti ég bara að fara að vinna. Ég lofaði Friðriki þó að hitta Ragnar. Fundurinn með Ragnari varð fyrir mér einn af þess- um minnisstæðu viðburðum þar sem skoðanir skarast á skemmtilegan hátt og til verður eitthvað enn þá betra. Ragnar var búinn að velta mikið fyrir sér umbreytingum á ríkisrekstri, hugmyndum sem margar hverjar voru nýstárlegar þá en sjálfsagðar nú. Á eftir fylgdu fleiri fundir og gott samstarf um umbætur í ríkisrekstri. Það sem vakti þó ekki síður áhuga minn voru hugmyndir og rannsóknir Ragnars á því sem hann kallaði at- vinnulífslandnám erlendis og hafði fyrst kynnt árið 1983. Hann hafði þar kortlagt umfang þessarar starfsemi og greint strauma. Síðar átti eftir að koma í ljós að þarna var Ragnar að snerta á straumum og stefnum sem áttu eftir að marka íslenskt þjóðfélag næstu áratugina á eftir. Ragnar var einstakur pælari og hugsuður, langt á undan sinni samtíð. Ef fleiri væru jafnfrjálsir í hugsun og Ragnar Kjartansson þá farnaðist okkur enn betur. Ég sendi Helgu, eig- inkonu hans og fjölskyldunni mínar innilegustu samúðarkveðjur. Þór Sigfússon. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2008 33 Ábyrgð og réttlætiskennd voru ríkir þættir í persónuleika Ragnars Kjartanssonar. Á bæði þessi grunn- stef reyndi oft í lífi hans. Honum var kornungum trúað fyrir trún- aðarstörfum sem hann leysti vel af hendi. Síðar á ævinni var hann beitt- ur órétti sem markaði djúp spor og fylgdi honum hvern dag sem hann átti ólifaðan. Þrotlausri baráttu Ragnars fyrir sigri réttlætisins í því máli lauk ekki við alvarlegan heilsu- brest og þeirri baráttu lýkur heldur ekki með andláti hans. Það verður hlutskipti okkar sem eftir lifum að gera langþráðan draum hans um uppreist æru að veruleika. Við kynntumst Ragnari fyrst í starfi ungra sjálfstæðismanna fyrir u.þ.b. hálfri öld. Mörgum jafn- öldrum hans fannst Ragnar í raun aldrei vera ungur, slík var alvaran á bak við glettnina og festan í öllum störfum hans. Okkur sem áttum með honum áframhaldandi samleið fannst hann hins vegar í senn eflast og yngjast með hverju árinu sem leið á starfsævina. Nákvæmni Ragnars í vinnubrögðum, aginn og skilvirknin sem hann tamdi sér varð að fyrirhafnarlausri reglu og lær- dómsríku fordæmi fyrir samstarfs- menn. Um leið opnuðust Ragnari tækifæri til þess að líta upp úr dag- legum önnum, hugsa í víðu sam- hengi um viðskipti og þjóðmál til langrar framtíðar, njóta frístunda með fjölskyldunni og efla þekkingu sína á ýmsum áhugasviðum. Þannig varðveitti Ragnar vinnuþrek sitt sem alla tíð vakti bæði undrun og aðdáun allt þar til hann missti heils- una á einu andartaki fyrir tólf árum síðan. Engan skugga hefur borið á þann vinskap okkar sem hófst í Valhöll forðum og aldrei trosnaði þráður samstöðunnar sem varð til við rekstur Hafskips og síðar í þeim ótrúlega hildarleik sem beið okkar í kjölfar gjaldþrots félagsins. Þar höf- um við hugsað og aðhafst sem einn maður. Eldmóður Ragnars var löngum drifkraftur baráttu okkar í harðdrægum mótvindi Hafskips- málsins. Hann tók málalyktirnar ákaflega nærri sér og eyddi mörg- um árum í málsvörn og röksemda- færslu fyrir hinum raunverulegu staðreyndum sem lítt sáust í því moldviðri sem þyrlað var upp. Að undanförnu hefur bakgrunnur Haf- skipsmálsins og málareksturinn verið tekinn til gaumgæfilegrar skoðunar með það að markmiði að leiða allan sannleika málsins í ljós. Ragnar fylgdist af miklum áhuga með framvindu þeirrar vinnu allt fram á síðasta dag. Hafskipsmálið er ekki uppgert af okkar hálfu og í því munum við þremenningar hér eftir sem hingað til tala einum rómi enda þótt einn okkar hafi verið óvígur um langa hríð og loks fengið líkn frá þraut. Ragnar var traustur vinur og lét sér annt um fjölskyldu og sam- starfsmenn. Ef einhvers staðar gaf á bátinn hafði hann fyrstur sam- band, virkjaði fólk til hjálpar, setti vinnunni markmið og listaði upp leiðir til lausna. Ragnar var manna- sættir og nálgaðist öll ágreinings- mál út frá þeim einfalda sjónarhóli að fyrst og fremst væri fólk sam- herjar. Hann hugsaði stórt, hafði ríkan metnað fyrir hönd lands og þjóðar og var langt á undan sinni samtíð þegar hann talaði af ákefð fyrir aukinni menntun og sókn at- vinnulífsins á alþjóðamarkaði. Við erum þakklátir fyrir einlæga vináttu Ragnars Kjartanssonar. Við vottum Helgu eiginkonu hans og börnum djúpa virðingu fyrir skilyrðislausa ást þeirra og fórnfýsi í veikindum Ragnars. Sú hetjudáð er meiri en orð fá lýst. Við biðjum algóðan Guð að halda verndarhendi sinni yfir minningu Ragnars Kjart- anssonar og styrkja fjölskyldu hans með kærleika sínum. Björgólfur Guðmundsson, Páll Bragi Kristjónsson. Ábyrgð og réttlæti  Fleiri minningargreinar um Ragn- ar Kjartansson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR HÓLMKELSSON, Mímisvegi 34, Dalvík, er lést föstudaginn 11. júlí, verður jarðsunginn frá Dalvíkurkirkju miðvikudaginn 23. júlí kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Hjartavernd. Inga Hólmsteinsdóttir, Hólmsteinn Sigurðsson, Marsibil Sigurðardóttir, Valur Hauksson, Hólmfríður Sigurðardóttir, Rögnvaldur Ingvason, Guðrún Ósk Sigurðardóttir, Gunnar Guðmannsson, Guðmundur Þór Sigurðsson, Lára Þórðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, INGA ÁSGRÍMSDÓTTIR, Inga á Borg, Hraunbæ 103, Reykjavík, lést miðvikudaginn 16. júlí á Landspítalanum, Fossvogi. Páll Pálsson, Hafdís Halldórsdóttir, Ásgrímur Gunnar Pálsson, Helga Tryggvadóttir, Arndís Pálsdóttir, Rafn Árnason, Auðunn Pálsson, Anna Baldvina Jóhannsdóttir, Björgvin Rúnar Pálsson, Fríður Reynisdóttir, Karl Ásgrímsson, Oddbjörg Júlíusdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir og afi, HAFLIÐI H. ALBERTSSON öryggisvörður, Laufengi 1, Reykjavík, varð bráðkvaddur á heimili sínu sunnudaginn 13. júlí. Útförin fer fram frá Árbæjarkirkju mánudaginn 21. júlí kl. 13.00. Sigríður Hauksdóttir, Kristinn Hjalti Hafliðason, Haukur Hafliðason, Sigrún Elfa Kristinsdóttir, Þrándur Snær Kristinsson. ✝ Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför okkar ástkæra sonar, bróður og mágs, JÓNASAR ÞÓRS BERGMANN blikksmíðameistara, Ljósuvík 52a, Reykjavík. Guð blessi ykkur öll. Ágústa Bergmann, Jón Guðmundur Bergmann, Andreas Bergmann, Guðrún G. Bergmann, Ingibjörg Bergmann, Þorbergur Halldórsson, Halldór Bergmann, Anna Lára Kolbeins, Guðrún Bergmann, Gísli G. Sveinbjörnsson og aðrir aðstandendur. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, VIGDÍS MATTHÍASDÓTTIR, Vallarbraut 1, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness miðvikudaginn 16. júlí. Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 25. júlí kl. 13.00. Ingveldur Sveinsdóttir, Guðni G. Jónsson, Jóhanna Lýðsdóttir, Hlynur Eggertsson, Sigmundur Lýðsson, Þorgerður Benónýsdóttir og ömmubörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.