Morgunblaðið - 18.07.2008, Page 44

Morgunblaðið - 18.07.2008, Page 44
44 FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Lýstu eigin útliti. Ég á mörg útlit, þau endast yfirleitt nokkrar vikur. Ég reyni að blanda hlutunum sem mest. Ég elska tísku og elska að skapa. Ég var frekar villtur en hef núna tónað mig niður til að vera fagmannlegri. Ég nota svart mikið, ég þarf að vera svart- klæddur í vinnunni og það hefur skilað sér í fataskápinn, sem er gott því svart er sexí. Hvaðan ertu? Ég er upprunalega frá Seattle í Bandaríkjunum. Ég bjó líka í LA og lærði fatahönnun í tvö ár. Báðir for- eldrar mínir eru hins vegar íslensk- ir, sem og öll mín fjölskylda. Er Sumargleðin í hjarta þínu? (spyr seinasti aðalsmaður, Baldvin Esra Einarsson) Auðvitað. Ég elska sumarið, ekki jafn mikið og veturinn samt. Ég er afskaplega hamingjusamur með líf mitt einmitt núna og ég held að þetta gullfallega veður hafi eitthvað með það að gera. Hvað ætlaðirðu að verða þegar þú varst lítill? Ég ætlaði að verða STRÆTÓBÍL- STJÓRI ... eða arkitekt. Ég hélt líka að ég myndi dag einn taka yfir krabbaveiðibát föður míns í Alaska. Hvað gerðist nákvæmlega á Lands- mótinu um síðustu helgi? Ég lék fyrir fólkið á Landsmótinu og það var svo gaman. Ég elska að skemmta fólki, sama hvað fólki svo finnst. Ég fékk ekki einu sinni borg- að fyrir þetta, ég gerði þetta frítt, bara af því ég elska þetta svo mikið. Og sjáðu hvað ég fékk í staðinn ... en það er allt í lagi, því allir eiga rétt á sinni skoðun, og það er það sem ég elska mest í þessu lífi. Uppáhalds Evróvisjónlag? Hmm, þetta er erfið spurning. Árið 2005 var lag frá Ísrael sem ég elska alltaf að hlusta á, auk þess sem stúlkan sem söng það var svo falleg. Er Barði Jóhannesson hnakki eða trefill? Barði er snillingur sem er mynd- arlegur og frábær og ég ber virðingu fyrir á öllum sviðum. Hvorki meira né minna. Hvað á að gera um verslunarmanna- helgina? Það er hernaðarleyndarmál. Ég gæti verið hér eða þar, ég gæti þess vegna mætt heim til þín og tekið nokkur dansspor, væri það ekki skemmtilegt?!! Íslenskar konur í fimm orðum: Menntaðar, sterkar, óöruggar, fal- legar, málglaðar. Íslenskir karlmenn í sex orðum: Óöruggir, harðir, ringlaðir, mynd- arlegir, víkingar. Einhver góð bók sem þú mælir með. The Giver. Eina bókin sem hefur nokkurn tímann snert mig. Uppáhaldsbíómynd: Party Monster, Requiem for a Dream og Donnie Darko Hverju viltu spyrja næsta viðmæl- anda? Er réttlætanlegt að púa á ein- hvern sem er að reyna að skemmta þér? HAFFI HAFF AÐALSMAÐUR VIKUNNAR REKUR SKEMMTISTAÐINN 7-9-13 OG HEFUR VAKIÐ ATHYGLI FYRIR HÆFILEIKA SÍNA Á TÓNLISTAR- OG TÍSKUSVIÐINU. HANN TÓK ÞÁTT Í UNDANKEPPNI EVRÓVISJÓN Í ÁR OG SKEMMTI Á LANDSMÓTI HESTAMANNA UM SÍÐUSTU HELGI MEÐ KEPPINAUTUM SÍNUM FRÁ ÞVÍ Í VOR, HLJÓMSVEITINNI MERZEDES CLUB. Ást Haffi Haff elskar sumarið, en hann elskar veturinn ennþá meira. Morgunblaðið/Árni Sæberg / ÁLFABAKKA HANCOCK kl. 8 - 10:20 B.i. 12 ára WANTED kl. 8 - 10:20 B.i. 16 ára THE CHRONICLES OF NARNIA 2 kl. 5 B.i.12 ára DECEPTION kl. 3:30 - 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 14 ára MAMMA MÍA kl. 3:40 -5:40D - 8D - 10:20D LEYFÐ DIGITAL MAMMA MÍA kl. 5:40 - 8 - 10:20 LEYFÐ LÚXUS VIP KUNG FU PANDA m/íslensku tali kl. 3:40D - 6 LEYFÐ DIGITAL KUNG FU PANDA m/ensku tali kl. 4 - 6 - 8 - 10:10 LEYFÐ VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI eeee Yfirburða snilldarleg bresk- bandarísk gaman-, söng- og dansræma byggð á svellandi ABBA-lögum, frábærlega fjörug, fyndin, fjölskrúðug og kynþokkafull. - Ó.H.T, Rás 2 eee “Hressir leikarar, skemmtilegur fílingur og meiriháttar tónlist!” - T.V. - Kvikmyndir.is Það er heill heimur inni í honum sem heldur honum gangandi SÝND Í KRINGLUNNI OG KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA, KEFLAVÍK eee - L.I.B, Topp5.is/FBL VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG! OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI SPARBÍÓ 550kr á allar sýningar merktar með appelsínugulu Í SAMB / KRINGLUNNI STÓRLEIKARARNIR HUGH JACKMAN OG EWAN MCGREGOR FARA HAMFÖRUM Í BESTA ÞRILLER SUMARSINS. DECEPTION kl. 8:10 - 10:30 B.i. 14 ára MEET DAVE kl. 4 - 6 B.i. 7 ára WANTED kl. 8D - 10:20 B.i. 16 ára DIGITAL KUNG FU PANDA m/ísl. tali kl. 4D - 6D LEYFÐ DIGITAL CHRONICLES OF NARNIA kl. 5:15 B.i. 7 ára INDIANA JONES 4 kl. 8 B.i. 12 ára THE BANK JOB kl. 10:20 B.i. 16 ára

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.