Morgunblaðið - 27.09.2008, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 27.09.2008, Qupperneq 10
10 LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ VEÐUR Athyglisverð frétt birtist í Ríkis-sjónvarpinu í gærkvöldi. Þar var sagt frá því að undanfarið hefði kærunefnd jafnréttismála í vaxandi mæli komizt að þeirri niðurstöðu að jafnréttislög hefðu ekki verið brot- in í málum, sem nefndin fær til um- fjöllunar.     Enginn sáástæðu til að fagna þessu.     Meðal lög-fræðinga og embættis- manna sem fjalla um jafnréttismál er nú vaxandi kurr vegna þeirra úrskurða nefndarinnar sem fallið hafa ný- lega,“ hét það í frétt Sjónvarpsins.     Ástráður Haraldsson hæstaréttar-lögmaður sagði í viðtali við fréttastofuna að kærunefndin virt- ist taka mið af „nokkrum“ dómum Hæstaréttar, þar sem rétturinn „játaði atvinnurekendum nokkurt svigrúm til mats á öðrum þáttum en menntun og starfsreynslu.“     Ættu atvinnurekendur ekki aðtaka mið af öðrum þáttum en varða menntun og starfsreynslu?     Það er hættulegur hugs-unarháttur ef menn ganga út frá því að opinberar nefndir eigi alltaf að komast að sömu, réttu nið- urstöðunni.     Hlutfall karla og kvenna í stjórn-unarstöðum er ekki jafnt, en ekki er þar með sagt að jafnrétt- islög hafi verið brotin í öllum þeim tilvikum, þar sem karl var valinn í stöðu, en ekki kona – eða öfugt.     Kærunefnd jafnréttismála á aðkomast að niðurstöðu um hvort jafnréttislög hafi verið brotin, ekki að þau hafi verið brotin. STAKSTEINAR Ástráður Haraldsson Ekki rétta niðurstaðan                      ! " #$    %&'  (  )                       *(!  + ,- .  & / 0    + -         !         " #       12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (  $ $    %% &%  &  "' '"%% &%  &  ())        :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).? &   $&  &  $&   & $& $& $&    & & &                         *$BC               !   *! $$ B *! *  +%  % %  !   ,  <2 <! <2 <! <2 * !+ '" %-  ') .%/ "'#   CD$ -                 6 2  8   "    #     $  % &      B  %'&   #     $  (  )    &   *  *+   ,             0("" %%11 '"% %2 %-  ') Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ FRÉTTIR „ÞETTA yrði samvinnuvett- vangur til þess gerður að sam- ræma orðræðu og aðgerðir og skapa ábyrgð,“ segir Guðni Ágústsson, formaður Fram- sóknarflokksins um tillögu til þingsályktunar um stofnun efna- hagsráðs Íslands. Í greinargerð með tillögu Guðna kemur fram að lausn verði ekki fund- in á vandkvæðum íslensks efnahags- lífs nema þjóðin taki höndum saman. Hann leggur því til að myndaður verði vettvangur þar sem lykilaðilar samfélagsins hafi það verkefni að leita leiða úr efnahagskröggunum. Allir setjist við sama borð Í hópnum verði forystumenn stjórnmálaflokkanna á Alþingi, fulltrúar atvinnulífs, launþega, sveit- arfélaga, fjármálafyrirtækja og Bændasamtaka Íslands. Hópnum til fulltingis verði svo úrval sérfræðinga frá Seðlabanka Íslands, Hagfræði- stofnun Háskóla Íslands í samráði við færustu erlendu sérfræðinga á sviði efnahagsmála. „Ég held að svona vettvangur væri okkur gríðarlega mikilvægur og gæti skilað því að þeir menn færu að vinna saman sem það eiga að gera og hér myndaðist samstaða,“ segir Guðni. „Oft var þörf en nú er nauð- syn að menn setjist að sama borði í stað þess að hver tali úr sínu horni og hendi fram sprengjum sem valda ótta hjá almenningi.“ Guðni segir mikilvægt að setja í sameiningu ný markmið til að fást við vandann og skapa þannig ró og festu. Þannig megi leggja grunn að styrku íslensku efnahagslífi til fram- búðar „Við erum ekkert stödd öðru- vísi en aðrar þjóðir og við verðum að taka á þessu saman og bjarga okkur sjálf út úr þessum vanda, því það gera það engir aðrir.“ una@mbl.is Vinni sam- an að lausn vandans Leggur til að stofnað verði efnahagsráð Guðni Ágústsson MYNDLISTA- og menningarsýning í anda Karíbahafsins stendur nú yfir á hótelinu Park Inn í Reykjavík. Á sýningunni má njóta hitabelt- isstemningar í formi myndlistar, tónlistar og skartgripa frá Banda- rísku Jómfrúaeyjum, við Púertó Ríkó í Karíbahafinu. Sýningin er liður í sambandi Ís- lands við eyjuna St. Croix, en þar hafa aðilar í ferðaþjónustu tekið saman höndum við að bjóða Íslend- ingum sem þangað ferðast svokallað „Vegabréf til paradísar.“ Þetta er fyrsta ár verkefnisins, sem mun standa í 5 ár, og býðst Íslendingum í ferðahug allt að 50% afsláttur að ýmsum minjagripum, skoð- unarferðum og gistingu á eyjunni St. Croix. Sýningin stendur frá 11-22 í dag á hótelinu Park Inn, Ármúla 9. Morgunblaðið/Golli Myndlist frá paradísar- eyjum Karíbahafsins Í HNOTSKURN »St. Croix er ein af fjórumstærstu eyjunum í klas- anum Jómfrúaeyjum. »Ferðaþjónusta á St. Croixbýður Íslendinga vel- komna til að fagna samkennd milli eyþjóðanna. FJALLVÁKUR sást í Siglufirði í gær. Þetta var í 19. sinn sem vitað er til að fugl af þessari tegund hafi sést hér á landi. Fjallvákurinn hélt sig við Selgil og þar í kring. Hann andæfði í loftinu og gaumgæfði umhverfið, eflaust á höttunum eftir mús eða annarri bráð, að mati séra Sigurðar Ægissonar fuglaáhugamanns. Yann Kolbeinsson líffræðingur telur að um ungan fugl sé að ræða. Hann segir að norður-ameríska undirtegund fjallváka sýni tvö litaafbrigði, ljóst og dökkt, og hafa tvisvar sést hér dökkir fuglar. Þeir evrópsku eru af ljósa litaafbrigðinu líkt og fuglinn sem sást í Siglufirði. Hann getur því hvort sem er verið amerískur eða evrópskur og ekki hægt að segja um hvort á við um þennan fugl. Fjallvákur er stór ránfugl, brúnleitur. Hann er líkur fálka að stærð, en vængirnir eru breiðari og lítið eitt lengri. Fjallvákurinn á varpheimkynni sín í Norður-Evrópu og er þar farfugl og hrekst hingað stöku sinnum á far- flugi sínu á haustin. Það eru aðallega ungfuglar, sem lenda á flækingi, eins og umræddur fugl. Fjallvákar lifa aðallega á nagdýrum. Þeir andæfa allhátt í lofti og steypa sér svo niður þegar þeir sjá bráð á jörðinni. Þessi sýndi einmitt þannig hegðun, á útkíkki sínu í Siglufirði í fyrradag. gudni@mbl.is Ljósmynd/Sigurður Ægisson Á flugi Fjallvákurinn flaug vængjum þöndum og gladdi fuglaáhugamenn á Siglufirði með nærveru sinni. Fjallvákur heimsótti Siglufjörð Í HNOTSKURN »Tvær tegundir váka lifa íNorður-Evrópu, fjallvákur og músvákur. Báðar tegundir hafa flækst hingað, en þó mun færri músvákar en fjallvákar í áranna rás. »Heimkynni fjallváka eru íNorður-Ameríku og í norðanverðri Evrópu og Asíu. Norðu-Ameríska undirteg- undin skiptist í dökka og ljósa fugla. Evrópskir fjallvákar eru allir af ljósa litaafbrigð- inu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.