Morgunblaðið - 27.09.2008, Síða 16
16 LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
Hrútafjörður | Mikið var að gera í
Staðarskála fyrsta daginn í nýja
söluskálanum. Iðnaðarmenn voru
að vinna við frágang húss og lóð-
ar og gamlir viðskiptavinir litu
inn til að sjá hvort gamli Stað-
arskálaandinn hefði ekki örugg-
lega komið með vestur yfir ána.
Starfsfólkið vildi gera sitt til að
fólkið upplifði breytinguna þann-
ig.
Framandi réttir
með kjötsúpunni
Nýr vegur um Hrútafjarð-
arbotn var opnaður fyrr í vikunni
og beint í kjölfar þess var nýr
Staðarskáli opnaður. Hann kem-
ur í stað skálanna á Stað og Brú,
Brúarskáli hefur verið rifinn en
Staðarskáli fluttist úr alfaraleið
með breytingum á veginum. „Við
vonumst til að enn fleiri komi við
hjá okkur. Við getum sinnt við-
skiptavinunum betur í þessari
nýju aðstöðu,“ segir Kristinn
Guðmundsson, stöðvarstjóri hjá
N1 í Staðarskála.
Staðarskáli hefur lengi verið
einn af helstu viðkomustöðum
ferðafólks á leiðinni milli Reykja-
víkur og Akureyrar. Þar hefur
veitingastaðurinn verið í aðal-
hlutverki en einnig bensín-
afgreiðsla og sjoppa. Lögð hefur
verið áhersla á íslenskan heim-
ilismat. Kristinn segir að haldið
verði í þessa hefð en möguleik-
arnir sem skapast með stækkun
veitingastaðarins verði nýttir,
meðal annars til að bjóða upp á
nýja og framandi rétti með kjöt-
súpunni og ástarpungunum sem
verið hafa með vinsælustu rétt-
unum í Staðarskála.
Í nýjum Staðarskála er aukið
pláss fyrir verslunina. Hún er nú
rekin undir merkjum Nestis sem
flestir þekkja.
„Þetta er erill og mikil vinna.
En vinnan er skemmtileg, maður
hittir margt fólk og kynnist
skemmtilegum persónuleikum,“
segir Kristinn. Akureyrarrútan
kemur við í Staðarskála og marg-
ir vöruflutningabílstjórar, auk
vegfarenda á eigin bílum. Vöru-
bílstjórarnir sýndu hug sinn til
staðarins þegar þeir þeyttu flaut-
ur bíla sinna framan við Stað-
arskála til að kveðja gamla skál-
ann.
Kristinn segir ekki endanlega
ákveðið hvernig húsnæði gamla
skálans á Stað verður notað nú
þegar hlutverki þess er lokið.
Segir hann uppi hugmyndir um
að hafa þar aðstöðu fyrir starfs-
fólk.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Opið Það var nóg að gera í nýja Staðarskála strax við opnun. Húsnæðið er rúmgott og góð aðstæða bæði fyrir gesti og starfsfólk.
Gamli Staðarskálaand-
inn fylgir yfir í nýtt hús
Nýr Staðarskáli með Nesti hefur opnaði dyr sínar vestan við Hrútafjarðará
Í HNOTSKURN
»Bræðurnir á Stað,Magnús og Eiríkur
Gíslasynir, hófu ásamt
Báru Magnúsdóttur, konu
Magnúsar, veitingasölu í
Staðarskála 1960. Fjöl-
skyldan hefur alla tíð séð
um reksturinn, Vilborg
Magnúsdóttir fram-
kvæmdastjóri og Kristinn
Guðmundsson maður
hennar.
»Umfang rekstrarinshefur aukist mjög á
þessum tíma, með aukinni
umferð um þjóðveginn.
Gisting hefur verið í boði
frá því byggt var við Stað-
arskála 1971 og nýtt gisti-
hús var opnað 1994.
»Kaupfélag Hrútfirð-inga byggði lítinn
söluskála í nágrenni við
símstöðina í Brú árið
1954. Hann var stækk-
aður og rekinn undir heit-
inu Veitingaskálinn Brú.
ÍSLENSKA ríkið og Landsvirkjun
hafa með dómi Héraðsdóms Reykja-
víkur verið sýknuð af kröfu landeig-
anda við Þjórsá. Þess var krafist að
viðurkennt yrði að vatnsréttindi í
landi Skálmholtshrauns, sem Títan-
félagið afsalaði til ríkisins árið 1952,
yrðu felld niður á grundvelli laga frá
1952 um lausn svonefndra ítaka í jörð-
um. Lögmenn landeiganda íhuga að
áfrýja dóminum til Hæstaréttar og
kæra þann hluta þess sem vísað var
frá dómi. Til vara krafðist landeig-
andinn, Daniela Schmitz, viðurkenn-
ingar á því að hafa eignast að nýju
vatnsréttindi Skálmholtshrauns fyrir
hefð. Til þrautavara var krafist við-
urkenningar á að vatnsréttindi ríkis-
ins væru fallin niður fyrir vangeymslu
og tómlæti en til þrautaþrautavara að
vatnsréttindi ríkisins heimiluðu ekki
virkjunaráform Landsvirkjunar. Á
stefnandi land að Urriðafosslóni.
Voru ríkissjóður og Landsvirkjun
sýknuð af aðalkröfu, varakröfu og
þrautavarakröfu og þrautaþrauta-
varakröfu var vísað frá dómi, m.a. á
þeim forsendum að landeigandinn
ætti ekki aðild að þeim þætti málsins
og um væri að ræða hugsanlega fram-
tíðarnýtingu vatnsréttinda. Kristjana
Jónsdóttir héraðsdómari kvað upp
dóminn.
Frávísunin kærð
Atli Gíslason er annar lögmanna
landeigandans. Hann sagðist í samtali
við Morgunblaðið eiga eftir að ræða
við skjólstæðing sinn og fara betur yf-
ir dóminn. Fyrstu viðbrögð sín væru
vonbrigði með niðurstöðuna, ekki síst
frávísunina sem væntanlega yrði
kærð.
„Talað er í dóminum um hugsanleg
framtíðaráform Landsvirkjunar. Það
er nánast bjargföst vissa fyrir því að
Landsvirkjun ætlar í þessar fram-
kvæmdir. Stefnandinn á jörð sem
liggur að Urriðafosslóninu, eða Heið-
arlóninu, og land sem verður nokkr-
um metrum undir vatnsyfirborði
lónsins. Það er mín skoðun að Hæsti-
réttur eigi að taka á málinu, það er
bæði lögfræðilega, sagnfræðilega og
pólitískt mjög áhugavert,“ segir Atli.
Þórður Bogason, lögmaður Lands-
virkjunar, segir fullnaðarsigur hafa
náðst og niðurstaðan sé mjög skýr.
Dómurinn taki undir nánast öll sjón-
armið hinna stefndu, m.a. um að lög
frá 1952 um lausn ítaka í jörðum eigi
ekki við um vatnsréttindi. Um þau
réttindi sé fjallað í öðrum lögum.
bjb@mbl.is
Tapaði
fyrir
ríkinu
Landeigandi við
Þjórsá íhugar áfrýjun
margt var að breytast og menn mis-
ánægðir með þær. Sigurður gengur út
frá því að Snorri Sturluson sé höf-
undur Heimskringlu og þar birtist því
pólitískar skoðanir hans.
Allir eru bundnir af lögum
Snorri aðhylltist þá stefnu að ein-
staklingurinn hefði frelsi til athafna
innan marka laganna og vildi geta
beitt mótstöðurétti ef nauðsyn bæri
til. Allir væru bundnir af lögum, kóng-
ar jafnt sem kotkarlar og þjóðhöfð-
ingjar ættu því ekki að vera rétthærri
hinum almenna íbúa. Snorri var því að
mörgu leyti einstaklingshyggjumaður
og á móti mörgum af þeim breyt-
ingum sem voru að ryðja sér til rúms í
lagaumhverfi heimsins. Mörg dæmi
eru um það í Heimskringlu, að mati
Sigurðar, að Snorri Sturluson var
hlynntur fornu lögunum. Hann vildi
Eftir Birnu G. Konráðsdóttur
Reykholt | Pólitískar hugmyndir
Snorra Sturlusonar byggðust meðal
annars á einstaklingshyggju, lægri
sköttum og minna konungsvaldi.
Þetta sagði Sigurður Líndal, prófess-
or við Viðskiptaháskólann á Bifröst í
fyrirlestri í Reykholti, en fyrirlest-
urinn er í röð minningarfyrirlestra um
Snorra. Fullt var út úr dyrum í
Snorrastofu í Reykholti.
Hann fjallaði um stjórnspeki
Snorra, eins og hún birtist í Heims-
kringlu. Stjórnspeki er í raun annað
heiti á pólitískum hugmyndum. Sig-
urður taldi að samkvæmt Heims-
kringlu hefði Snorri verið einstak-
lingshyggjumaður sem var á móti
öflugu konungsdæmi og skattálögum.
Sigurður útskýrði þær væringar
sem voru í Evrópu á tímum Snorra, en
ekki of öflugt konungdæmi eða
skattaálögur. Það væri hægt að gefa
konungum gjafir, en þá réði gefand-
inn hvað og hversu mikið væri gefið.
Frjáls maður gæfi gjöf, ánauðugur
greiddi skatta. Snorri er tortrygginn
gagnvart konungsvaldinu sem hann
taldi geta leitt til ofríkis. Hann hamp-
ar því hinum gömlu góðu konungum í
Heimskringlu, hinu forna konungs-
valdi. Með því gefur hann til kynna
andstöðu sína við það formi sem var
að ryðja sér til rúms, þrátt fyrir að
vera hirðmaður konungs.
Spurður um þetta efni sagði Sig-
urður að Snorri hefði vel getað stutt
konung þótt hann væri á móti nýjum
straumum. Það hefði ekkert verið
öðruvísi í pólitíkinni þá en nú; menn
væru í sama stjórnmálaflokki þótt
þeir væru ekki um allt sammála.
Hann hefði þó gagnrýnt Hákon kon-
ung í Noregi, sem á þessum tíma
seildist mjög til valda á Íslandi.
Spyrja mætti hvort það jafngilti póli-
tísku sjálfsmorði. Það væri alla vega
furðu djarft í ljósi allra aðstæðna á
þessum tíma og gæti hafa leitt til þess
að Snorri var höggvinn í Reykholti
23. september 1241.
Einstaklingshyggjumaðurinn
Snorri sem vildi lága skatta
Ljósmynd/Birna Konráðsdóttir
Fyrirlestur Sigurður Líndal.
ÞAÐ má draga
þá ályktun af
fyrirlestri Sig-
urðar Líndal að
Snorri Sturlu-
son, einn fræg-
asti íbúi Reyk-
holts í Borgar-
firði, hefði
líklega verið í
Sjálfstæðis-
flokknum ef
hann væri uppi í
dag. Hann er
hlynntur frelsi
einstaklingsins
til valda og at-
hafna og vill
ekki of mikil afskipti æðstu stjórn-
valda. Hann hræðist einnig auknar
skattaálögur ef vald þjóðhöfðinga
yrði of mikið, ásamt því að vera
fastheldinn á ríkjandi ástand í þjóð-
félaginu sem honum hugnaðist vel.
Snorri var stjórn-
málamaður og rit-
höfundur á 13. öld.
Snorri
í Sjálfstæðis-
flokknum?
„ÉG vona að það verði hægt að ná upp sömu stemningunni hér,“ segir
Bára Magnúsdóttir í Staðarskála. Hún hefur unnið í Staðarskála frá upp-
hafi, var eiginlega orðin hluti af innréttingunni. Hún var komin á nýja
staðinn. „Já, ég verð hérna eitthvað,“ segir hún um framhaldið.
„Ætli það sé ekki þjónustan og persónulegt viðmót sem fólk fær. Við
ætlum að reyna að halda því hér,“ segir Bára þegar leitað er eftir skýr-
ingum á vinsældum Staðarskála. „Það er orðið gríðarlega mikið að gera
allt árið, þótt mest sé á sumrin. Ég vona að það haldist,“ segir Bára.
Orðin hluti af innréttingunni