Morgunblaðið - 27.09.2008, Síða 23
Vel kveðin limra er ísmeygilegog ekki öll þar sem hún er
séð. Kristján Karlsson orti:
„Ég er þakklátur,“ sagði þigginn
sem þarmeð lagðist á hrygginn
af þrennskonar rökum,
fyrst þjóðernissökum
svo þýlyndi og loks var hann
hygginn.
Limrunni fylgir þessi
athugasemd: „Hérna kemur orðið
þigginn fyrir, en það getur
náttúrlega alveg eins verið
lýsingarorð eins og það stendur
og merkir þá gjarna að þiggja.“
Hér kemur svo þingeysk vísa:
Þó að góð sé þagmælskan
þarf að opna vindhanann
ef að djöfuls uppþemban
ætlar hreint að drepa mann.
Rögnvaldur á Sporði varpaði
fram þessum fyrriparti:
Skorið, klippt vill lánið ljá,
líf er typpt með þrautum
Bjarni frá Gröf, úrsmiður á
Akureyri, botnaði:
Ljósaskipti eru á
okkar giftu brautum.
Gísli Helgason frá Hofstöðum
orti:
Öll eru ljóðin langdregin,
lítil óðarsnilli;
en vísa góð og vel kveðin
vinnur þjóðarhylli.
Steingrímur Einarsson læknir
orti, þegar lát séra Bjarna
Þorsteinssonar spurðist:
Veröldin er svikum sýrð
sérhver nú á hjarni,
ekki minnkar Drottins dýrð,
dauður er séra Bjarni.
Þessi gamla staka á vel við á
blómaskeiði bloggsins:
Sagnir falla mjög á mis,
mannorðs halla sóma;
ég hata alla helvítis
heimsins palladóma.
VÍSNAHORNIÐ pebl@mbl.is
Vindhanar og þjóðarhylli
Púli er sérlega hændur að Gylfa
og verður fúll þegar ferðatöskurnar
eru dregnar fram og veit sem er að
þá eru þau hjónin að fara í ferða-
lag. „Svo þegar ég kem heim þá er
hann alveg límdur upp við mig
fyrstu dagana.“
Mús á laugardögum en
fugl á sunnudögum
Púli er blíður en ákveðinn og
nokkuð sérvitur eins og katta er
siður. Hann lítur ekki við rækjum
nema þær séu alveg splunkunýjar
og ekki vill hann sama mat dag eft-
ir dag. Hann er líka fínn með sig og
vill ekki leggjast á mottuna sína ef
hún er ekki alveg hrein.
„Þegar við fluttum fyrir þremur
árum þá miðaðist allt við Púla. Það
kom ekkert til greina nema íbúð
þar sem hann kæmist sjálfur út og
aftur inn. Og hann var ótrúlega
fljótur að aðlagast nýju heimili, en
oftast taka kettir búferlaflutninga
nærri sér. Núorðið fer hann aldrei
langt frá heimilinu, en þegar hann
var yngri þá fór hann niður í gil að
veiða mýs og fugla. Hann færði
mér stundum mús á laugardögum
og fugl á sunnudögum. Lagði þess-
ar gjafir snyrtilega við rúmið hjá
mér á morgnana.“
Tölvusjúkur Uppáhaldsiðja Púla er
að fylgjast grannt með því sem fram
fer þegar Gylfi er í tölvunni.
Við nefndum hann Púla
af því læðan móðir hans
þurfti að púla mikið til að
koma honum í heiminn.
úr bæjarlífinu
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2008 23
Gestakokkur frá Svíþjóð og sérfræðingur í whiskýi
Glæsilegur sjö rétta matseðill á Veitingahúsi
Heklusetursins á laugardagskvöld!
Matreiðslumeistarar Heklusetursins þeir Ásgeir Ólafsson
og Gunnar Davíð Jóhannesson laða fram ómótstæðilegar
kræsingar með aðstoð gestakokksins
Karinar Ydner frá Svíþjóð.
Þá mun Håkan Ydner frá Svíþjóð verða með kynningu á
whiskýi, þar sem gestum býðst að bragða 5 mismunandi
gæðategundir af singlemalt whiskýi og að læra hvernig á
að meta og nota gæðawhiský sem framleitt hefur verið í
Skotlandi um aldir.
Bókanir og borðapantanir í síma 487 8700
og á bookings@leirubakki.is
Nánari upplýsingar á heimasíðu Leirubakka:
www.leirubakki.is
Hótel Leirubakki
og Veitingahús Heklusetursins
Sælkerakvöld
í Heklusetrinu!
Karin Ydner,
matreiðslumeistari.
Håkan Ydner sérfræðingur
í skosku whiskýi.
Ferðaþjónusta í Djúpavogshreppi er
í stöðugri sókn og er greinilegt að
ferðamenn kjósa í auknum mæli að
nýta þá vaxandi fjölbreytni í þjón-
ustu sem byggð hefur verið upp í
sveitarfélaginu á síðustu árum.
Ferðaþjónustufólk á svæðinu ber
sig líka vel og þykir sumarið hafa
komið vel út í alla staði, jafnframt
ber mönnum saman um að nú stoppi
ferðamaðurinn lengur við á svæðinu
og eru skýringar á því m.a. taldar
aukið framboð á afþreyingu og fjöl-
breytni í gistingu í sveitarfélaginu.
Í sumar var áberandi meira af
puttalingum á ferðinni en leiða má
líkum að því að það stafi m.a. af háu
eldsneytisverði.
Um þessar mundir er verið að leggja
lokahönd á útgáfu gönguleiðakorts
fyrir Djúpavogshrepp, en kortið er
unnið í samstarfi við þá feðga Helga
Arngrímsson og Hafþór Snjólf
Helgason landfræðing frá Borgar-
firði eystra. Stefnt er að útgáfu
kortsins fyrir áramót og vænta
menn að það muni verða mjög vin-
sælt, þar sem að mjög víða er að
finna fallegar gönguleiðir í sveitarfé-
laginu. Segja má að sveitarfélagið
allt sé í raun óplægður akur að þessu
leyti og rennir því ferðaþjónustufólk
á svæðinu hýru auga til gönguhópa
fyrir næsta sumar.
Hreindýraveiðar gengu vel í ár í
Djúpavogshreppi og náðust öll þau
dýr sem voru til úthlutunar. Hrein-
dýraveiðar eru orðin töluverð at-
vinnugrein en nokkrir leiðsögumenn
með heimili í sveitarfélaginu hafa
tímabundna atvinnu af því að vera
leiðsögumenn fyrir veiðimenn um
svæðið, sem þykir skemmtilegt yf-
irferðar og jafnframt krefjandi.
Margir veiðimenn telja að stærstu
og fallegustu dýrin sé einmitt að
finna í Djúpavogshreppi.
Djúpavogshreppur hefur staðið í
miklum framkvæmdum á undan-
förnum árum en á síðasta ári má
segja að það hafi verið slakað veru-
lega á í þeim efnum, þó stendur yfir
átak í gatnagerð og verður svo
áfram. Sveitarstjórn bindur vonir
við að það verði búð að leggja að
langmestu leyti bundið slitlag á göt-
ur í þéttbýlinu á næsta ári.
Heitavatnsleit stendur yfir í næsta
nágrenni við Djúpavog og hafa verið
boraðar nokkuð margar holur á und-
anförnum árum í tilraunaskyni.
Mjög góðar vísbendingar fundust á
síðasta ári þegar 43 gráða heitt vatn
fannst á ríflega 200 m dýpi. Gert er
ráð fyrir að framhald verkefnisins
skýrist betur á næstu vikum.
Það er engin kreppa á Djúpavogi því
atvinnuástand er með betra móti um
þessar mundir og hefur verið aug-
lýst töluvert af lausum störfum að
undanförnu í bænum. Laust hús-
næði er þó af skornum skammti í
þéttbýlinu og má segja að það vanti
bæði hús til sölu og leigu til að mæta
aukinni eftirspurn.
Smalamennskur hafa staðið yfir í
sveitum Djúpavogshrepps að und-
anförnu og hefur gengið vel að
heimta fé af fjalli og hafa smalar í
flestum tilvikum hreppt ágætis veð-
ur og ekki annað að heyra en féð
komi úr bithögum í góðu meðallagi.
Fyrir skemmstu var haldin þorsk-
eldisráðstefna á Hótel Framtíð á
Djúpavogi, en þar voru komnir sam-
an ýmsir aðilar í greininni til skrafs
og ráðagerða. Miklar vonir eru ein-
mitt bundnar við þorskeldi í Beru-
firði sem Grandi hf. er nú með í kví-
um. Áætlað er að stórauka þorskeldi
í Berufirði árið 2010 og eru uppi
væntingar meðal heimamanna að
þau áform gangi eftir.
DJÚPIVOGUR
Eftir Andrés Skúlason
Veiðitími Hreindýraveiðin hefur
gengið vel í Djúpavogshreppi.
standa á milli stanganna meðfram
hinu starfinu. „Ekki meðan maður
hefur gaman af því,“ upplýsir hann.
„Þetta fer ágætlega saman því ég lít
þannig á að allir þurfi að hafa áhuga-
mál. Sumir spila golf í fjóra tíma á
dag og ég fer á mína fótboltaæfingu í
tvo tíma. Svo er fótboltinn árstíða-
bundinn og ég sé fyrir endann á ferl-
inum einhvern tímann. Reyndar
mættu stundum vera fleiri klukku-
stundir í sólarhringnum.“
Stílhreint Áhöld/Utensils er verk
Sóleyjar Þórisdóttur, nýútskrifaðs
hönnuðar frá Listaháskólanum.
Nytsamlegt og flott Fatahengi grafíska hönnuðarins Ingibjargar Hönnu
Bjarnadóttur ber hið skemmtilega nafn Not Rudolf.
Einstakt Hoch die tassen eftir Hrafn-
kel Birgisson, búið til úr gömlum boll-
um þar sem ekkert glas/bolli er eins.
birkiland.com
icelandairwaves.com
FREISTI það manns að gæða sér
á veitingum í ætt við þær sem
tíðkuðust hjá ensku konungshirð-
inni á 14. öld þá verður aðstoðina
fljótt að finna á netinu. Meist-
arakokkar og annað matar-
áhugafólk getur því farið að láta
sig hlakka til.
Uppskriftabók meistarakokka
Ríkharðs II. (1367-1400) verður
nefnilega bráðum að finna á staf-
rænu formi á netinu fyrir tilstilli
bókasafn háskólans í Manchester.
Bókin nefnist Forme of Cury og
inniheldur meira en 200 nákvæm-
ar uppskriftir úr konunglega eld-
húsinu. Um er að ræða eitt af 40
handritum sem forsvarsmenn
bókasafnsins hyggjast setja á netið
til að gera þau aðgengilegri, þar
sem skinnhandritin eru það við-
kvæm að þau eru ekki höfð í al-
mennri lánadeild safnsins.
Ríkharður II Um 200 uppskriftir úr
eldhúsi konungsins ættu að geta
freistað mataráhugafólks.
Matreiðslu-
bók Ríkharðs
II. á netið