Morgunblaðið - 27.09.2008, Side 30

Morgunblaðið - 27.09.2008, Side 30
30 LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Heilbrigðisráðherra hefur allt frá því að hann tók við embætti lagt áherslu á að lækka útgjöld til lyfjamála enda eru lyf talsverður hluti af útgjöldum hins opinbera til heilbrigð- ismála. Á ráðherra heiður skilinn fyrir að hafa lagt áherslu á þennan málaflokk, en ekki má draga úr mik- ilvægi þess að huga að hagræðingu í heilbrigð- iskerfinu, þar sem stór hluti af útgjöldum hins opinbera fer til mála- flokksins. Að því er lyf- in varðar er þó mik- ilvægt að benda á þá staðreynd að útgjöld til lyfjamála á verðlagi ársins 2007 hafa nær staðið í stað í krónutölu frá árinu 1998. Útgjöld til lyfjamála sem hlutfall af heildarkostnaði til heilbrigðismála hafa lækkað á tíma- bilinu, eins og sést svart á hvítu á meðfylgjandi töflu: (Heimild: Hag- stofa Íslands.) Það er hins vegar svo að engin mannanna verk eru hafin yfir gagnrýni. Það á einnig við um áform ráðherrans í þessu sambandi, en hann hefur lýst því yfir opinberlega að verð á lyfjum muni lækka um 20% frá og með 1. október nk. Hér er vís- að til ræðu hans á fundi sjálfstæð- ismanna fyrir nokkru og viðtala í fjölmiðlum í kjölfarið. Samtök verslunar og þjónustu hafa inn- an sinna vébanda nær öll apótek í landinu og þar á bæ hafa menn nokkrar áhyggjur af þessum yfirlýsingum ráðherrans, enda verður ekki séð hvern- ig þær fá staðist. Eins og sést af þeim dæm- um sem hér fara á eft- ir mun afnám afslátta í heildsölu, ekki eitt og sér lækka lyfjaverð til almennings, heldur mun hið op- inbera njóta afsláttarins sem al- menningur áður naut hjá apótek- unum. Hámarks greiðsluþátttaka Trygg- ingastofnunar ríkisins í lyfjakostn- aði er bundin við fasta krónutölu. Nú um mánaðamótin taka, eins og áður sagði, gildi þær breytingar að af- slættir í viðskiptum með lyf frá heildsala til smásala verða bannaðir. Þar með geta lyfsalar ekki lengur látið sjúklinga njóta þeirra við- skiptakjara sem þeir hafa fengið hjá birgjum sínum. Eflaust mun heildsöluverð lyfja eitthvað lækka nú um mánaðamótin en megináhrif þeirra breytinga verða þau að útgjöld Trygg- ingastofnunar ríkisins til lyfjamála munu lækka, þ.e.a.s. ríkissjóður mun spara. Almenningur mun hins vegar ekki njóta lækkunarinnar nema að litlu leyti. Þetta er skýrt á meðfylgjandi töflu, þar sem algeng lyf eru tekin sem dæmi og forsend- urnar eru fyrrnefndar yfirlýsingar ráðherrans. Það er mikilvægt að æðstu ráðamenn þjóðarinnar skapi ekki óraunhæfar væntingar hjá al- menningi með yfirlýsingum sínum. Samtök verslunar og þjónustu telja sér skylt að benda almenningi á staðreyndir málsins og því er þessi grein birt. Það sem liggur fyrir er að afar ólíklegt er að verð á lyfjum til almennings muni lækka um 20% hinn 1. október. Ríkissjóður mun að stærstum hluta njóta þeirra breyt- inga sem þá eiga sér stað. Þetta verða allir að gera sér ljóst. Munu lyf lækka 1. október? Andrés Magnússon skrifar um loforð ráðherra um lækk- un lyfjaverðs Andrés Magnússon » Það er mik- ilvægt að æðstu ráðamenn þjóðarinnar skapi ekki óraunhæfar væntingar hjá almenningi með yfirlýsingum sínum. Höfundur er framkvæmdastjóri Sam- taka verslunar og þjónustu. Algengt magabólgulyf, greiðsluþátttaka TR í flokki E (minni þátttaka) Smásöluverð Hlutur sjúkl. TR Hlutur sjúkl. TR 6.650 10.505 4.950 5.555 1.375 9.130 Eftir lækkun: 20,0% 5.320 8.651 4.950 3.701 1.375 7.276 % lækkun 18% 0% 33% 0% 20% Algengt blóðþrýstingslyf, greiðsluþátttaka TR í flokki B (meiri þátttaka) Smásöluverð Hlutur sjúkl. TR Hlutur sjúkl. TR 3.818 6.534 3.400 3.134 1.050 5.484 Eftir lækkun: 20,0% 3.054 5.374 3.400 1.974 1.050 4.324 % lækkun 18% 0% 37% 0% 21% Lyf á meðalverði, greiðsluþátttaka TR í flokki E (minni þátttaka) Smásöluverð Hlutur sjúkl. TR Hlutur sjúkl. TR 3.618 6.191 4.950 1.241 1.375 4.816 Eftir lækkun: 20,0% 2.894 5.131 4.445 686 1.375 3.756 % lækkun 17% 10% 45% 0% 22% 1 pakkning seld Heilds.verð Minirin töflur 60mcg 30 stk. Almennur Lífeyrisþegar (E/Ö) Skipting greiðslu Skipting greiðslu 2 glös seld Skipting greiðsluSkipting greiðslu Heilds.verð Skipting greiðslu Almennur Heilds.verð Áhrif heildsöluverðslækkana á hlut sjúklings vs. hlut TR 1 tafla 2sv á dag 1 tafla 2sv á dag Amlodipine 5mg 100 stk. Lífeyrisþegar (E/Ö) 1 pakkning seld Almennur Lífeyrisþegar (E/Ö) Nexium 20mg 56 stk. Skipting greiðslu 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 Heilbrigðismál 77.203 85.668 84.324 86.662 92.721 94.066 95.249 96.026 98.577 103.268 Lyf 6.959 7.706 7.275 6.861 7.137 7.498 7.790 7.038 7.143 7.055 Heildarútgjöld hins opinbera í heilbrigðismálum og lyfjum á verðlagi ársins 2007 BÚSETUÚRRÆÐI eiga að vera í stöð- ugri þróun og veita ber öllum sem mögu- lega geta búið á heim- ili sínu þjónustu eftir þörfum (sjá lög um málefni fatlaðra) til að gera þeim kleift að búa heima. Sumir sem þurfa mjög mikla aðstoð og sérhæfða hjúkrun eiga ekki ann- arra kosta völ en að fara á hjúkr- unarheimili. Þessi hópur hefur að- gang að tveimur hjúkrunarheimilum í Reykjavík. Sjálfsbjargarheimilið og Skógarbær Annað er Sjálfsbjargarheimilið sem var í eina tíð glæsilegt hjúkr- unarheimili en var byggt fyrir 35 árum og stenst engan veginn kröf- ur í nútímaþjóðfélagi. Eða hver vill búa til langframa í 12,5 ferm. herbergi án baðs og salernis og þurfa að deila salerni með 5-6 manns? Hjá Sjálfsbjargarheimilinu hafa reyndar verið framkvæmdar inn- anhúsbreytingar, þannig að tvö herbergi hafa verið gerð að einu. Núna eru því fjögur stærri her- bergi, þ.e. 28 ferm., þrjú eru með sturtu og salerni, en það fjórða er eingöngu með vaski. Ekki hefur heyrst um hvort áætlun er fyrir hendi um að breyta fleiri her- bergjum svo koma megi á móts við þarfir allra heimilismanna. Á sama tíma og allt of margir búa í of þröngu húsnæði á Sjálfs- bjargarheimilinu hefur sú jákvæða þróun átt sér stað hjá Sjálfsbjörg (landssambandi fatlaðra) að tekn- ar hafa verið í notkun fimm íbúðir, allar 28 ferm., fyrir fólk sem þarf frekar mikla aðstoð og umönnun. Tilgangurinn er að einstakling- arnir fái tækifæri til að búa sjálf- stætt með stuðningi. Annað já- kvætt úrræði er endurhæfingaríbúð Sjálfsbjargar, sem gegnt hefur mjög mikilvægu hlutverki, en þar fær fólk mark- vissa þjálfun og stuðning (iðju- þjálfa, félagsráðgjafa og hjúkr- unarfræðing) til þess að geta búið sjálfstætt (dvölin stendur frá nokkrum mánuðum í eitt ár). Hitt hjúkrunarheimilið sem langveikir hafa aðgang að er Skógarbær, en það heimili var byggt fyrir aldraða árið 1997. Þar fengu langveikir einstaklingar út- hlutað einni deild sem rúmar 11 einstaklinga og eru fyrir hendi níu einbýli (16 ferm.) og eitt tvíbýli (28 ferm.), en herbergin eru öll með sturtu og salerni. Af þessu má sjá að öll eru herbergin frekar lítil sem ætla má að skerði lífsgæði íbú- anna. Þar sem hjúkr- unarplássin í Skóg- arbæ (11) og Sjálfs- bjargarheimilinu (39) fullnægja ekki þörfinni fyrir þennan hóp, hefur eitthvað verið um að fólki hafi eingöngu boðist hjúkr- unarpláss á hjúkrunarheimilum fyrir aldraða, jafnvel þótt það hafi átt allnokkur ár í ellilífeyrisaldur. Dæmi er um að það hafi valdið sumum einstaklingum mikilli óánægju, að vera tilneyddir að vistast á hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Fólkinu finnst það ekki eiga heima á hjúkrunarheimili þar sem algengt er að meðalaldur sé 80-85 ár. Það er skylda samfélags- ins að sjá áðurnefndum hópi fyrir búsetuúrræði sem hentar þörfum hans og óskum, þ.e. rúmgóðum einbýlum með salernis- og bað- aðstöðu og aðgangi að félagsstarfi og virkni við hæfi. Benda mætti á aðstöðuna á hinu nýja og glæsi- lega hjúkrunarheimili Sóltúni, þar sem öll herbergi eru einbýli 30 ferm. að stærð með salerni og baði, en átta manns dvelja á hverri deild. Þannig aðbúnaður ætti svo sannarlega að standa hin- um yngri langveiku til boða. Eru öryggisíbúðir framtíðarúrræði? Áðurnefnd hjúkrunarheimili koma aldrei í stað heimilis og því mætti velta fyrir sér hvort örygg- isíbúðir væru það úrræði sem fólk gæti frekar hugsað sér heldur en að búa á stofnun. Skilgreining Reykjavíkurborgar á öryggis- íbúðum er svohljóðandi: „Öryggis- íbúðir eru klasar íbúða þar sem gætt hefur verið að aðgengis/ öryggismálum, s.s. með lyftum, handriðum, breiðum göngum og öryggisdúkum á gólfum. Þessar íbúðir geta verið hluti af hjúkr- unarheimili. Til staðar er þjón- usturými þar sem aðstaða er til að sinna félagsstarfi og aðstaða fyrir starfsmenn til að skipuleggja og veita þjónustu. Veitt er sólarhringsþjónusta með aðgengi að vaktþjónustu hjúkrunarfræð- ings. Heimaþjónusta og heima- hjúkrun er veitt samkvæmt ein- staklingsbundnu mati. Sameiginlegur matur er í boði.“ Fólk getur sem sagt í öryggis- íbúðum haldið áfram heimili, feng- ið aðstoð og umönnun eftir þörf- um, sem að öllum líkindum eykur lífsgæði þess. Sambýli hefur sárvantað fyrir þá sem þurfa ekki mikla aðstoð, en aðallega eftirlit og stuðning. Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra tekur við umsóknum um sambýli, en það má segja að vonlaust sé að sækja um sambýli fyrir þessa ein- staklinga þar sem þau eru ekki fyrir hendi og ekki á döfinni að setja sambýli á laggirnar fyrir þessa aðila. Stefna óskast Brýnt er að taka á þessum mál- um sem allra fyrst og vinna áætl- un í samráði við notendurna sjálfa (eða aðstandendur þegar við á) sem hafa þörf fyrir búsetuúrræði. Gera þarf úttekt á hve margir ein- staklingar bíða eftir búsetuúrræði og kanna hvaða skoðanir notend- urnir eða málsvarar þeirra hafa um æskilegt búsetuform. Nauð- synlegt er að marka stefnu fyrir framtíðina í búsetumálum þessa hóps og bjóða upp á fjölbreytni á borð við sambýli, leiguíbúðir og rúmgóðar, heimilislegar hjúkr- unardeildir. Stjórn Sjálfsbjarg- arheimilisins þyrfti að greina frá hvort tekin hafi verið ákvörðun um að stækka fleiri herbergi (gera tvö að einu) og hvenær þær fram- kvæmdir eru fyrirhugaðar. Stofnun aðstandendafélags fyrir þennan hóp væri gagnlegt úrræði. Þessa einstaklinga vantar góða málsvara sem geta haft áhrif á að tekið verði af festu á þessum málaflokki og honum fylgt eftir. Mikilvægt er að taka ákvörðun um viðunandi áætlun í búsetumálum verði tekin upp og henni hrint í framkvæmd sem fyrst. Ég skora á Jóhönnu Sigurðardóttur félags- málaráðherra að kanna málið og skýra frá áformum um búsetumál þessa hóps hið fyrsta. Búum betur að langveikum Margrét Sigurð- ardóttir lýsir eftir stefnu í búsetuúr- ræðum fyrir fatlaða » Fólk sem er með al- varlega langvinna sjúkdóma, þarf hjúkrun og umönnun og er undir ellilífeyrisaldri, vill gleymast þegar umræða er um búsetumál. Margrét Sigurðardóttir Höfundur er félagsráðgjafi á Landspítalanum-Grensási, MS-dagvist og MS-félagi Íslands. ÞAÐ er merkilegt hvað íslenskir kjós- endur láta stjórn- málamenn komast upp með. Jóhanna Sigurð- ardóttir var félags- málaráðherra í rík- isstjórn frá 1991-1995, en þá sagði hún af sér áður en kjörtímabilinu lauk og sagði: „Minn tími mun koma.“ Þessi sama Jóhanna er búin að vera ráðherra félags- og trygg- ingamála síðan á vormánuðum 2007, í núverandi ríkisstjórn. Þá var hún búin að vera í stjórn- arandstöðu síðan 1995 og „pre- dika“ um bætt kjör lífeyrisþega. Hún marghrósaði þeim op- inberlega sem börðust fyrir því að lífeyrissjóðirnir mundu ekki skerða kjör öryrkja, frá og með 1. desem- ber 2007. Hún sagði að Tryggingastofnum í hennar umboði myndi bæta kjör ör- yrkja ef skerðing- arnar kæmu til fram- kvæmda. Við það hefur ekki verið stað- ið frekar en svo margt annað. Það voru um það bil 2.000 öryrkjar skertir af sínum sjóðum frá og með 1. des. 2007, allt frá 10 þús. til 50-60 þús. á mánuði. Ég veit ekki til þess að neinn öryrki hafi fengið skerðinguna bætta af TR eins og ráðherra lofaði. Að und- anförnu hafa verið auglýsingar frá TR. Að lífeyrisþegar ættu kynna sér réttarbætur og aukin réttindi frá og með 1. júlí sl. Ég hef hvergi séð þær réttarbætur. Aðstoð- armaður ráðherra hefur skrifað greinar að undanförnu um bætt kjör öryrkja og hvað Jóhanna væri búin að bæta þau mikið síðan hún varð ráðherra aftur. Fólki sem er í opinberum embættum ber skylda til þess að segja satt og rétt frá. Það eina sem ég hef orðið var við síðan Jóhanna varð ráðherra aftur eru skerðingar og aftur skerðingar. T.d. þeir sem eru með sykursýki 2 fá nú ein- göngu 300 strimla á ári í sína mæla endurgreidda af TR, en þeim er gert að mæla sig minnst einu sinni á dag til að fylgjast bet- ur með sjúkdómnum. Ég hélt að það væru 365 dagar í árinu! Margir hjartasjúklingar fá ekki lyf sín niðurgreidd eins og var og hefur lyfjakostnaðurinn aukist gíf- urlega, samhliða öðrum skerð- ingum. Margt af þessu fólki er bú- ið að skila sínu til samfélagsins og fær ekki starfslokasamninga upp á tugi milljóna frá fyrirtækjum sem voru okkar eign. Er þetta sann- gjarnt? Ég veit með sjálfan mig að ég fékk 900 kr. hækkun 1. apríl frá TR, sem ég hélt að væri „apr- ílgabb“ en svo reyndist ekki vera. Þeir sem voru skertir af sínum líf- eyrissjóðum geta lítið þakkað Jó- hönnu Sigurðardóttur. Og þá ekki þeir sem hafa verið skertir af TR vegna lyfjakostnaðar. Það þýðir ekki fyrir Jóhönnu að fela sig á bak við það að TR var skipt upp í tvö ráðuneyti í tíð núverandi rík- isstjórnar og að lyfjamálin séu ekki á hennar hendi. Það er mín skoðun og reyndar margra annarra að tími þeirra sem eru í núverandi ríkisstjórn sé liðinn. Ég vil skora á Jóhönnu Sig- urðardóttur að segja af sér sem ráðherra. Hennar tími mun ekki koma. Hann er liðinn. Er tími þinn ekki liðinn Jóhanna? Þórir Karl Jónasson skrifar um kjör aldraðra og öryrkja »Margir hjarta- sjúklingar fá ekki lyf sín niðurgreidd eins og var og hefur lyfja- kostnaðurinn hækkað gífurlega, samhliða öðrum skerðingum. Þórir Karl Jónasson Höfundur er fv. formaður Sjálfs- bjargar á höfuðborgarsvæðinu og stjórnarmaður í Sjálfsbjörg Lfs.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.