Morgunblaðið - 27.09.2008, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 27.09.2008, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2008 31 Morgunblaðinu hefur borist eft- irfarandi athugasemd frá Seðla- banka Íslands við grein Jóns Steinssonar í Morgunblaðinu: „Í grein í Morgunblaðinu föstu- daginn 26. september segir Jón Steinsson lektor Seðlabankann sofa á verðinum. Hann beinir því ein- dregið til bankans að sjá til þess að nægilegt magn ríkistryggðra skuldabréfa sé til á markaðnum til að anna eftirspurn erlendra aðila sem hafa áhuga á að taka stöðu með krónunni og að hann rýmki reglur um veðhæfar eignir í við- skiptum við bankann. Að þessu tilefni er rétt að taka fram að útgáfa ríkisbréfa var aukin til muna í ár frá því sem áður var ráðgert. Þess utan bauð Seðlabank- inn innstæðubréf til sölu fyrr á þessu ári. Á dögunum voru inn- stæðubréfin endurnýjuð – ný bréf voru í boði á móti þeim sem féllu í gjalddaga. Í vikunni fór einnig fram ríkisbréfaútboð á grundvelli breyttrar áætlunar ríkissjóðs um slíka útgáfu. Þessari viðbótarútgáfu var beinlínis ætlað að koma til móts við þarfir erlendra fjárfesta. Þeir hafa hins vegar ekki haft þann áhuga sem vænst var, inn- stæðubréfin voru að mestu end- urnýjuð en ekki að fullu. Reglur Seðlabankans um veðlánaviðskipti fjármálafyrirtækja við bankann hafa verið rýmkaðar í áföngum í ár til þess að greiða fyrir aðgengi að lausafé og hefur veðlánafyr- irgreiðsla bankans stóraukist. Hún er nú trúlega meiri en þekkist víð- ast annars staðar. Af fram- angreindu er ljóst að Seðlabankinn og ríkissjóður hafa þegar gert það sem Jón Steinsson leggur til. Það breytir þó ekki því að erfið skilyrði ríkja á gjaldeyrismarkaði. Vandinn sem við er að kljást á að drjúgum hluta rætur að rekja til aðstæðna í alþjóðlegu fjármálakerfi þessa dag- ana sem einkennast m.a. af áhættu- fælni og leit eftir öruggu skjóli. Í stefnuyfirlýsingu bankastjórnar Seðlabankans 11. september sl. sagði meðal annars: Undanfarin misseri hefur Seðlabankinn í sam- vinnu við ríkisstjórnina unnið að því að auka traust á fjármálakerfið og virkni markaða. Auk skipta- samninga við norræna seðlabanka, útgáfu innstæðubréfa og aukinnar útgáfu ríkissjóðs á ríkisbréfum hef- ur gjaldeyrisforðinn verið stækk- aður umtalsvert. Þá hefur Seðla- bankinn fært reglur sínar um veðlánaviðskipti við fjármálafyr- irtæki nær því sem gildir í Seðla- banka Evrópu. Áfram verður unnið að því að treysta innviði fjár- málakerfisins. “ Útgáfa ríkisbréfa hefur verið aukin til muna umfram áætlanir GUNNAR Birg- isson skoraði í grein í Morgunblaðinu 11. september sl. á Kópa- vogsbúa að koma hreint fram í sam- skiptum sínum við bæjaryfirvöld. „Eyð- um tortryggni“ eru nýjustu vígorð bæj- arstjórans, sem virðist nú sjá pólitískan and- stæðing í hverjum þeim íbúa sem vogar að lýsa opinberlega óánægju með stefnu bæjarins í skipulags- málum. Svart verður hvítt Frá bæjardyrum okkar, sem höfum þurft að eiga í samskiptum við bæjaryfirvöld í Kópavogi vegna þeirrar gegnd- arlausu ofþéttingarstefnu sem þar ríkir, eru þessi skrif enn ein sönnum þess hversu tamt bæj- arstjóranum er að hagræða sann- leikanum þegar hann skortir mál- efnaleg rök. Svart verður hvítt, austur verður vestur og venjuleg- ir íbúar breytast í svarna póli- tíska fjendur. Það er með hrein- um ólíkindum að bæjarstjóri næst stærsta bæjarfélags landsins skuli leyfa sér slíka framkomu. Rétt skal vera rétt Í greininni biður bæjarstjórinn íbúasamtök Lindahverfis að upp- lýsa hvers vegna forsvarsmenn þeirra fari að dæmi íbúasamtak- anna Betri byggðar á Kársnesi og afþakki „samráðsfundi“ með Kópavogsbæ. Rétt skal vera rétt, sama hvað Gunnar Birg- isson segir. Sann- leikurinn í okkar máli er sá að við af- þökkuðum ekki einn einasta fund heldur voru það bæjaryf- irvöld sem slitu ein- hliða því „samráði“ sem hófst við Betri byggð í Kársnesi í byrjun síðasta sum- ars. Þegar í ljós kom á þriðja „samráðs- fundinum“ í júní sl. að íbúasamtökin ætl- uðu ekki að kvitta athugasemdarlaust upp á ráðagerð bæj- aryfirvalda – með lófataki – var þeim einfaldlega þakkað pent fyrir komuna. Og síðan ekki sög- una meir. Ósannindi Samráð er í fínu lagi hjá bæj- arstjóranum, svo framarlega að allir séu sammála honum. Það kemur því síður en svo á óvart, að íbúasamtökin í Lindarhverfi taki á sig hina verstu mynd í hans huga, fyrst þeim varð það á að vera á annarri skoðun. Því miður getum við í Betri byggð á Kárs- nesi aðeins ráðlagt systurfélaginu okkar í Lindarhverfinu að búa sig undir það versta. Við höfum áður orðið fyrir barðinu á ósannsögli bæjarstjórans og framkomu sem telst seint til þess fallin að „eyða tortryggni“. Fyrsta gusan kom skömmu eftir að samtökin okkar voru stofnuð, en þá fullyrti bæj- arstjórinn blákalt í viðtali að við værum ekki til og ættum því ekk- ert með það að tjá okkur um skipulagsmál í Kópavogi. Þarna er ég að vísa í viðtal við bæj- arstjórann, sem birtist í Morg- unblaðinu í ágúst í fyrra þar sem hann staðhæfði án þess að blikna, að samtökin Betri byggð á Kárs- nesi hefðu aldrei verið formlega stofnuð. Hið rétta í því máli er að samtökin höfðu þá verið starfandi um allnokkurt skeið eða allt frá 27. júní 2007 þegar formlegur stofnfundur þeirra fór fram. Fundarstjóri var hæstarétt- arlögmaður, lög samtakanna voru borin upp og samþykkt og sjö manna stjórn kjörin ásamt tveim- ur skoðunarmönnum. Þann dag sem Gunnar sagði ósatt í blaði allra landsmanna hefði hann ekki þurft annað en að fletta félaginu upp í þjóðskrá til að sjá kennitölu þess. Að eyða tortryggni Við sem stöndum að samtökum íbúa í Kópavogi erum venjulegt fólk sem gengur það eitt til að standa vörð um þau sjálfsögðu mannréttindi að verja lífsgæði og öryggi fjölskyldna okkar. Gunnar Birgisson er í vinnu hjá okkur sem framkvæmdastjóri bæjarins. Hlutverk hans er að gæta hags- muna okkar. Í stað þess að sýna þann manndóm að vinna að far- sælli lausn mála með samráði við íbúa hefur Gunnar ítrekað kosið að troða fremur illsakir við um- bjóðendur sína á opinberum jafnt sem óopinberum vettvangi. Telji Gunnar það mikilvæga forsendu fyrir góðri samvinnu við íbúa að tortryggni verði eytt, er kominn tími til að hann líti í eigin barm og spyrji sig heiðarlega hversu vel hans eigin framkoma sam- ræmist því markmiði. Bæjarstjóri á hálum ís Arna Harðardóttir er ósátt með framkomu bæjarstjórans í Kópavogi Arna Harðardóttir » Svart verður hvítt, austur verður vestur og venjulegir íbúar breytast í svarna pólitíska fjendur. Höfundur er formaður samtakanna Betri byggð á Kársnesi. - kemur þér við Börnum stolið í Asíu og þau seld Seðlabanki Íslands varð út undan Sérfræðingar meta tjón samráðsins Fasteignamarkaðurinn í heljargreipum Allt um Airwaves- hátíðina sem er framundan Haustlitirnir æðislegir Hvað ætlar þú að lesa í dag? Afmælisþakkir Hjartans þakkir til ykkar allra sem gerðuð mér 75 ára afmælisdaginn þann 14. september ógleymanlegan. ABC barnahjálp hefur móttekið framlag ykkar með þökkum. Guð og gæfan fylgi ykkur öllum. Marinella Ragnheiður Haraldsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.