Morgunblaðið - 27.09.2008, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.09.2008, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Guðrún ÞóraGuðmundsdóttir fæddist í Hærings- staðahjáleigu í Stokkseyrarhreppi 17. september 1930. Hún lést á Foss- heimum, hjúkr- unardeild Heil- brigðisstofnunar Suðurlands á Sel- fossi, hinn 20. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þorkelína Eiríksdóttir hús- freyja, f. 1887, d. 1967, og Guð- mundur Guðmundsson bóndi í Hæringsstaðahjáleigu og Keldna- koti, Stokkseyrarhreppi, f. 1900, d. 1966. Guðrún var einbirni. Hinn 4. apríl 1953 giftist Guð- rún Baldri Oddgeirssyni fanga- verði frá Sandfelli á Stokkseyri, f. 9. des. 1925, d. 7. apríl 1996. For- eldrar hans voru Guðrún Aðal- björg Jónsdóttir, f. 1889, d. 1976, og Oddgeir Magnússon, f. 1884, d. Svein og Sindra Karl, barnabörnin eru þrjú. 6) Freyr, f. 1. desember 1962, í sambúð með Rósu Matt- híasdóttur. Freyr á synina Emil Frey, Halldór Má og Gunnar Örn. 7) Aðalbjörn Þorkell, f. 27. júlí 1965, kvæntur Ástu Stefánsdóttur, þau eiga dæturnar Kristínu Þóru og Ástrós Evu. 8) Magnús Björn, f. 3. nóvember 1969, sambýliskona Íris Mjöll Valdimarsdóttir. Magn- ús á börnin Jón Marel og Ídu Bjarklind. 9) Skúli, f. 24. október 1971, kvæntur Ingunni G. Magnúsdóttur, þau eiga Maríu Ósk, Bjarka Má og Birtu Sóleyju. Guðrún ólst upp í Hærings- staðahjáleigu í Stokkseyrarhreppi og flutti ung á Stokkseyri, þar sem þau hjónin hófu búskap á Tjörn. Síðustu árin bjó Guðrún í íbúð fyrir aldraða í Grænumörk 1 á Selfossi. Guðrún flutti á Foss- heima, hjúkrunardeild Heilbrigð- isstofnunar Suðurlands á Selfossi, tæpri viku áður en hún lést. Auk þess að annast hefðbundin heim- ilisstörf og barnauppeldi starfaði Guðrún við fiskvinnslu hjá Hrað- frystihúsi Stokkseyrar, síðar Ár- nesi, uns hún lét af störfum árið 1997. Útför Guðrúnar verður gerð frá Stokkseyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. 1948. Baldur og Guð- rún eignuðust níu börn. Þau eru: 1) Guðmundur Svan- þór, f. 26. júlí 1951, kvæntur Helgu Snorradóttur og eru börn þeirra Ólöf, Steingrímur og Guð- rún Þóra. 2) Jón Odd- geir, f. 15. ágúst 1953, d. 15. apríl 1999, kvæntur Sig- ríði Sigurðardóttur, börn þeirra eru Guð- rún og Sigurður og barnabörnin eru sex. 3) Elías Þór, f. 8. júní 1955, kvæntur Þóru Bjarneyju Jónsdóttur, þau eiga Gunnþórunni og Baldur Þór. 4) Erna Guðrún, f. 9. október 1957, sambýlismaður Jónbjörn Þór- arinsson. Börn Ernu eru Guðlaug Anný, Kristján Baldur, Dagný Alma og Alexander, barnabörnin eru tíu. 5) Hrönn, f. 2. júlí 1960, gift Kristni Karli Ægissyni, þau eiga Aðalbjörgu Kristínu, Gunnar Elsku mamma mín. Þá er komið að kveðjustund. Margar góðar minningar koma upp í hugann þegar litið er til baka. Alltaf varst þú tilbúin að hjálpa okkur og leiðbeina þegar við þurftum á því að halda. Þú varst alltaf snögg að leysa hin ýmsu verk af hendi. Þegar þú hættir að vinna úti snerirðu þér að hannyrðum. Þú saumaðir fjölmargar myndir sem prýða heimili okkar og eru mjög fallegar og við munum minnast þín alltaf þegar við horfum á þær. Það er endalaust hægt að telja upp hvað þú hefur gert fyrir okkur. Hafðu hjartans þökk fyrir allt. Guð blessi minningu þína, elsku mamma. Hrönn og Kristinn Karl. Ár líða hratt yfir himin og heim, með blæléttum þyt, það slær á þau gullinni slikju, það slær á þau silfurlit. / Í minningu dauðlegra manna er margvísleg teikn að sjá: Sum árin, sem liðin eru, þar englavængi fá. (Guðmundur Böðvarsson.) Sumarið 1977 var ég að vinna í fiski á Stokkseyri. Í vinnslusalnum vann Gunna á Tjörn, hæst allra í bónus, handfljót með eindæmum. Í fyrstu stóð mér hálfgerður beygur af henni, því hún gat verið hörð í horn að taka og lét engan eiga inni hjá sér. Á sama tíma var ég að gjóa augunum upp að Tjörn, hvort þar væri nokkuð blár bíll í hlaði. Ég var sem sé búin að koma auga á einn af sjö sonum Gunnu, hann Ella og seinna þetta sama sumar kom ég fyrst að Tjörn. Ég komst fljótt að því að bak við yfirborðið, sem mér fannst í fyrstu hrjúft, var einstaklega hlýtt hjarta. Ég hef tilheyrt þessari fjölskyldu síðan og aldrei hefur borið skugga á. Þau Baldur voru bæði ákaf- lega traustar og tryggar manneskjur og börnin, tengdabörnin og barna- börnin voru ávallt í fyrsta sæti hjá þeim. Heimili þeirra stóð okkur öllum opið, að nóttu sem degi. Gunna hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum, hún lét þær hiklaust í ljós og þeir sem komust að hjarta hennar áttu þar öruggan sess síðan. Lífið fór ekki alltaf mildum höndum um hana, heimilið var stórt og hún vann í raun myrkranna á milli. Hún vissi vel að ekkert fékkst án fyrirhafnar og dugnaður hennar og áræði hefur skilað sér til afkomend- anna, sem allir eru harðduglegar og traustar manneskjur. Ég sé marga hennar góðu eigin- leika í börnunum og barnabörnunum, t.d. ást á dýrum. Hún hafði oft ketti á heimilinu, suma höfðu einhverjir strákanna dregið heim og þeir fóru ekkert aftur. Síðustu árin, í Grænumörkinni, átti hún vini í fuglunum sem stöldruðu við í garðinum. Þeir nutu einnig gestrisni hennar. Þegar leiðir skilur í bili er margt að þakka, minningarnar eru orðnar margar. Gunna gerði alla hluti hratt og vel og hún kvaddi líka með skjót- um hætti, eftir sólarhringslegu var komið nóg. Af eilífðar ljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Benediktsson.) Guð blessi minningu góðrar konu. Þóra Bjarney Jónsdóttir. Það eru margar spurningar sem koma upp í huga þriggja ára barns þegar því er sagt að amma sé dáin; af hverju dó amma? Nú, svarar maður, hún var mjög veik og svo var hún orð- in svolítið gömul. Þá er hugsað smá- stund: Nýtt fólk deyr ekki, er það nokkuð? Tja, hvað getur maður þá sagt, jú – sumir verða fyrir slysum. Já, svarar barnið, en það eru bara bíl- slys og það á að keyra varlega. Svo er spurt: En hvert fer amma þá núna? Hún verður engill og fylgist með þér af himnum. Nei, segir barnið, það er ekki hægt hér, það er bara uppi á Skeiðum. Það er nefnilega það, nokkru seinna fæst skýring á því hví englar geta bara verið á Skeiðunum. Já, þetta er ekki einfalt mál, barnið getur ekki lengur „kíkt“ til ömmu eft- ir leikskóla. Það hefur myndast ákveðið tómarúm hjá okkur öllum sem ekki verður fyllt. Það er ekki lengur neinn fulltrúi eldri kynslóða í fjölskyldunni, enginn sem man það sem gerðist í „gamla daga“. Enginn til að miðla yngri kynslóðinni af visku sem ekki fæst nema með því að lifa lengi og reyna margt. Gunna var af þeirri kynslóð sem þurfti að hafa mun meira fyrir hlut- unum en gengur og gerist nú til dags. Tækifærin sem buðust henni á yngri árum voru hvergi nærri í líkingu við þau sem ungum konum í dag standa til boða. Hún velti þessu ekki mikið fyrir sér, hún var sátt við sitt, en ætl- aðist jafnframt til þess að börnin, og kannski enn fremur barnabörnin, nýttu þau tækifæri sem þeim byðust til þekkingaröflunar og starfsframa. Eftir að Gunna hætti að vinna og flutti frá Stokkseyri í Grænumörkina var nánast hægt að ganga að henni vísri, sitjandi við eldhúsborðið í litlu íbúðinni. Oftast að sauma út mynd eða púðaborð, og má nærri jafna af- köstunum í útsaumnum við þau sem hún sýndi áður fyrr í fiskvinnslunni, en það voru ekki margar konurnar í vinnslusalnum sem komust með tærnar þar sem Gunna hafði hælana í þeim efnum. Síðustu árin var Gunna ekki heilsu- hraust og fór lítið út úr húsi, hún mæddist við hverja hreyfingu og þótti óþægilegt að vera mikið á ferð- inni, var kannski alltaf hálfhrædd við að vera upp á aðra komin. Oft var reynt að fá hana til að koma í bíltúr, bjóða henni í mat eða heimsókn hing- að eða þangað, oftast án árangurs. Við stríddum henni góðlátlega á því í vor að það hefði þurft jarðskjálfta upp á 6,3 á Richter til að hún kæmi loks í heimsókn til okkar eftir að við fluttum í Spóarimann. Tengdamömmu þótti alltaf vænt um að fá heimsóknir, þótti gaman að hitta fólkið sitt og fylgjast með hvað var að gerast hjá hverjum og einum. Hún stóð alla tíð með sínu fólki, börn- um og barnabörnum, tengdabörnum og fyrrverandi tengdabörnum og vildi hjálpa hverjum og einum eins og hún best gat. Hún var föst fyrir, hafði mjög ákveðnar skoðanir á flestu sem bar á góma, og ef hún hafði ákveðið eitthvað varð henni ekki auðveldlega haggað. Hún var sjálfstæð og óhrædd við að koma sínum skoðunum á fram- færi. Ég vil að lokum þakka fyrir samfylgdina, stuðning, hvatningu og aðstoð við mig og mína í gegnum tíð- ina. Ásta Stefánsdóttir. Þótt ég hafi innst inni vitað, að tími þinn hér hjá okkur væri senn á þrot- um, þá á ég mjög erfitt með að kveðja þig þegar á hólminn er komið, elsku amma, því þú hefur alltaf verið svo stór hluti af lífi mínu. Þegar ég læt hugann reika rifjast upp hversu gott var að fá að vera hjá þér og afa á Tjörn á Stokkseyri. Ég finn ennþá lyktina og bragðið af tómatsósu- brauðinu sem þið settuð alltaf í ofninn fyrir okkur systkinin þegar við kom- um, því þið vissuð hversu gott okkur þætti það og það bragðaðist hvergi betur en hjá ykkur. Alltaf var smurt brauð á boðstólum, brauð sem ég kalla enn í dag „ömmubrauð“, enginn mátti fara svangur heim frá Tjörn. Á unglingsárum mínum vann ég á sumrin á Stokkseyri og þá vorum við vinkonurnar hjá ömmu og afa á Tjörn, fengum okkar herbergi og amma passaði vel upp á okkur, var hrædd um að við unglingsstelpurnar myndum ekki borða nóg og gerði allt til að hafa mat við okkar hæfi. Mikið fannst mér gott þegar amma flutti á Selfoss, í Grænumörkina, gott að fá hana nær sér og geta heimsótt hana oftar. Ég reyndi að leggja fram mína aðstoð eins og ég gat, hjálpaði henni með þrif og innkaup. Börnin mín elskuðu ömmu sína mikið og nutu þess að líta inn til hennar og fá jafnvel eitthvað í gogginn. Vegna lélegrar heilsu flutti amma svo hinn 14. september síðastliðinn á nýja hjúkrunardeild hér á Selfossi, Fossheima. Ég hafði fulla trú á að þarna myndi hún hressast og hafa það gott og var ég að tala um það við hana í vikunni að mér fyndist hún vera mun hressari. Var hún sammála því og sagði að þetta væri paradís á jörð. Það er sorglegt að þú skulir ekki hafa fengið lengri tíma, því viku seinna ertu farin frá okkur. En ég hugga mig við það að nú ertu komin til afa og Jóns sonar þíns sem þú saknaðir svo mikið. En elsku amma, minning þín lifir og ég mun aldrei gleyma þér. Aðalbjörg Kristín Kristinsdóttir (Adda). Alltaf er jafn sárt að sjá á eftir ein- hverjum yfir móðuna miklu. Það var snemma morguns laugardagsins 20. september að síminn hringdi, hún Gunna amma mín var dáin. Ekki fékk ég tíma til að þakka þér fyrir allar þær yndislegu stundir sem við áttum saman. Ég var svo heppinn að þegar ég var yngri var ég mikið hjá ykkur afa. Dugnaður þinn var aðdáunarverður, hvort sem það var í vinnu eða heima við, þú varst mögnuð kona. Að koma til ykkar afa á Tjörn var alltaf jafn yndislegt. Þú varst alltaf eitthvað að bralla í eldhúsinu og passaðir að allir hefðu nóg að bíta og brenna og ekki varstu lengi að snara einhverju fram hvort sem það var með kaffinu eða í mat. Þú eldaðir heimsins besta fisk handa okkur krökkunum og stappað- ir hann með kartöflum, smjöri og tómatsósu, þetta var algjört sælgæti. Oft hjólaði ég að frystihúsinu til að hitta þig í kaffitímunum þínum í vinnunni og oftar en ekki gafst þú mér smáaur sem ég brunaði með í Kaupfélagið og keypti mér nammi. Á unglingsárunum hjólaði ég oft frá Selfossi til ykkar niður á Stokkseyri til að kíkja á ykkur. Eftir að þú fluttir á Selfoss kíkti ég reglulega til þín. Við gátum spjallað um hitt og þetta. Þú hafðir þína skoð- un á hlutunum og stóðst föst á þeim. Þú hafðir svo gaman af að sauma út myndir og voru myndirnar þínar al- veg einstaklega flottar og vel gerðar. Var ég svo heppinn að þú varst nýbú- in að gefa okkur Auði eina mynd frá þér í innflutningsgjöf. Svo var það loksins að ósk þín rættist, þú fékkst herbergi á Fossheimum. Stuttu seinna fluttum við þig yfir götuna. Nýja herbergið þitt var orðið svo flott og frétti ég að þú hefðir sagt að þetta væri himnaríki á jörðu. Nú sit ég eftir með söknuð í hjarta, minningar og tár á vanga en hugga mig samt við það að ég veit að það hafa orðið miklir fagn- aðarfundir og þú hefur án efa fengið góðar móttökur í draumalandinu. Elsku amma mín, minning þín lifir í hjarta mínu. Þinn Gunnar Sveinn. Elsku amma, mikið er sárt að þurfa að kveðja þig. Og erfitt að hafa ekki fengið tækifæri til þess að heim- sækja þig á Fossheima eftir að þú fluttir þangað rétt tæpri viku áður en þú kvaddir. Ég hlakkaði til að koma og heimsækja þig og sjá hversu vel þú varst búin að koma þér fyrir. Þrátt fyrir þann stutta tíma sem þú fékkst á Fossheimum varstu búin að gera herbergið að þínu, fallegu útsaumuðu myndirnar þínar uppi á vegg og skrif- borð með saumadótinu þínu var á sín- um stað. Og auðvitað allar myndirnar af fjölskyldunni þinni. Minningarnar eru ófáar sem koma upp í hugann á þessari stundu og er ljúft að ylja sér við þær. Alltaf var jólaboð á jóladag hjá þér og Baldri afa á Tjörn, þar sem öll fjölskyldan kom saman. Og ekki var til sparað með matinn, sem þú og afi höfðuð eld- að. Enda ekki skrýtið þar sem fjöl- skyldan er stór. Einnig man ég eftir því að við frændsystkinin fórum stundum í sér ferð á Stokkseyri til ykkar afa til að fara á skauta á Tjörn- inni. Fallegu útsaumuðu myndirnar sem þú gerðir eru mikils virði og það er ótrúlegt hversu margar myndir eru til eftir þig. Þú gafst mér eina í sumar þegar ég kom í heimsókn til þín, þú vissir að mig vantaði eitthvað til að hengja upp í herberginu mínu fyrir norðan. Og myndina hengdi ég stolt upp á vegg um leið og ég flutti í haust, ásamt annarri sem þú gafst mér fyrir nokkrum árum. Ég veit að mamma skilaði til þín kveðju frá mér daginn áður en þú kvaddir og það er mér ómetanlegt að þú meðtókst hana, þar sem mér gafst ekki tækifæri til að kveðja þig sjálf. Þegar sorgar titra tárin, tregans mistur byrgir sýn. Huggar, græðir hjartasárin hlý og fögur minningin. (F.S.) Hvíl í friði, elsku Gunna amma, minning þín lifir. Gunnþórunn (Gulla). Elsku Gunna amma, ástkæra langamma. Þú varst okkur mjög góð og við söknum þín mikið. Þú varst svo falleg kona. Það var alltaf gott að koma til þín og fá eitthvert smágot- terí hjá þér. Vonandi líður þér vel núna og ert hætt að vera veik. Við munum aldrei gleyma þér, elsku amma. Saknaðarkveðjur Aron Karl Þórisson, Birgitta Mekkín Þórisdóttir, Dagbjört Inga Þórisdóttir. Hún var úr sveit, ég af mölinni, tveir ólíkir heimar mættust. Það var ekki annað hægt en að heillast af þessari konu sem elskaði bleikt og blómin sín. Blómin níu sem hún fæddi í þennan heim, hlúði að þeim og leyfði þeim að vaxa og dafna í skjóli hvert annars en samt að hver einstaklingur fengi að njóta sín. Eitt af blómum hennar er maki minn Freyr Baldurs- son. Á árum áður ræktaði hún græn- meti, kartöflur og síðar rósir. Rósir sem voru fallegri og sterkari en geng- ur og gerist, litirnir voru líka öðruvísi. Hún gaf okkur Frey rósarunna úr garði sínum og sagði okkur að planta honum við húsið í sveitinni okkar. Þessi rós er nú ólík öðrum rósum í garðinum. Hún er stærri, hún blómstar margfalt lengur en allar hinar til samans og litirnir eru bleikir, – það er eitthvað magnað við þessa rós. Ég hef oft spurt sjálfa mig hvers vegna. Rósirnar í garðinum búa jú allar við sömu skilyrðin. En oft þegar stórt er spurt verður fátt um svör. Gæti verið að þessi rós hefði fengið meiri alúð í byrjun vaxtarstigsins? Garðyrkjumaðurinn vissi og þekkti náttúruna sem borgarbarnið hafði farið á mis við. Á lífsins göngu mætum við alls kyns fólki, sumir skilja dýpri spor eft- ir sig en aðrir, rétt eins og tengda- móðir mín gerði. Á lífsleiðinni eigum við til að staldra við þegar illa viðrar í lífinu. En ef við aðeins oftar stöldrum við og skoðum líf samferðafólksins þá komumst við eflaust að því að líf okk- ar var að mestu sólskin, aðeins skýjað á köflum – sem var okkur samt svo gott, því það kenndi okkur að meta sólina þegar hún kom aftur. Ham- ingja okkar mannanna býr ekki í ver- aldlegum hlutum, hún býr innra með okkur, við þurfum ekki að leita henn- ar eins og maðurinn sem leitaði stöð- ugt að hatti sínum þó svo að hann væri á höfði hans. Hún gekk í gegnum þjáninguna og sorgina þegar hún missti eiginmann sinn Baldur Oddgeirsson og nokkr- um árum síðar son sinn Jón. En áfram hélt garðyrkjumaðurinn að hlúa að hinum blómunum í beðinu sínu. Hún reyndi að njóta andartaks- ins nú síðustu árin með útsaumi, sem var eins og listaverk í höndum henn- ar, hún vissi að gærdagurinn kæmi aldrei aftur, og ekkert varir að eilífu, því er svo mikilvægt að læra að njóta meðan það varir. Öll eigum við okkur drauma, að eiga sér draum er nauðsynlegt. Stundum skiptir ekki máli hvort hann rætist – aðeins það að eiga drauminn breytir öllu. Draumar eru eins og kertaljós, sem lýsa okkur, rétt eins og stjörnur himinsins. Hún átti sér draum, það var að komast á Foss- heima, hjúkrunardeild fyrir aldraða á Sjúkrahúsinu Selfossi. Draumur hennar rættist, svo dó hún sex dögum síðar. Hún var ferðbúin og tilbúin að halda á vit annarra heimkynna, hún hefur aðeins flutt sig um set og fengið nýtt heimilisfang og nýtt símanúmer – sem við getum hringt í með bænum okkar – við fáum kannski ekki svör sem við skiljum, en með tímanum eykst þroski okkar og við munum skilja að allt hafði sinn tilgang í tíma og rúmi. Blessuð sé minning þessarar miklu konu. Rósa Matthíasdóttir. Guðrún Þóra Guðmundsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.