Morgunblaðið - 27.09.2008, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 27.09.2008, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2008 37 Ég minnist Sigur- björns Einarssonar með einstöku þakk- læti. Fyrstu kynni mín af honum voru gegnum sálma hans, sem ég las og söng við guð- þjónustur í kirkjum og í kapellu Há- skólans, þegar ég stundaði nám við guðfræðideild 2001–2006. Sálmar hans hrifu hjarta mitt. Prédikanir og greinar eftir hann voru kynntar og alltaf var talað um hann af mikilli virðingu. Eftir útskriftina tók við reynslu- tími, sem var oft mjög einmanaleg- ur. Á námstímanum var ég um- kringd skólafélögum og kennurum, sem alltaf var hægt að spjalla við, tala um guðfræði og fá stuðning. Nú átti ég að klára mig sjálf. Ég hélt áfram að læra og lesa, bók eftir bók, ásamt því að fá þjálfun í að vera Sigurbjörn Einarsson ✝ Sigurbjörn Ein-arsson fæddist á Efri-Steinsmýri í Meðallandi 30. júní 1911. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 28. ágúst síðastliðinn og var útför hans gerð frá Hallgríms- kirkju 6. september. spítalaprestur og að sinna sálgæslu. Ég lærði um fjölmenn- ingu og mismunandi trúarbrögð. Mér fannst ég oft vera alein mitt í mikilli hringiðu skoðana og hugmynda. Það var þá, sem ég leitaði í bók Sigurbjörns „Meðan þín náð,“ og þar fékk ég svör, sem gáfu mér frið. Ég var þakklát fyrir að eiga þessa bók. Ég skrifaði Sigurbirni jólakort og þakkaði hon- um fyrir hjálpina. Hann sendi mér jólabréf til baka með mikilli blessun. Hvílíkur heiður að eiga bréf frá hon- um. Svo lengi sem menn hafa lagt stund á guðfræði hafa raddir og hugmyndir verið mismunandi. Þar deila menn um hver sannleikurinn sé. Jesús minnti á og varaði við að margir falsspámenn yrðu á vegi okkar, sem myndu reyna að afvega- leiða okkur. Í hinu mikla hafi hug- mynda og skoðana hef ég oft fundið fyrir þreytu og áhyggjum yfir að ég gæti aðhyllst skoðanir og hugmynd- ir falsspámanna. Dag einn í vor var ég í þungum þönkum, alein og í hálfgerðu myrkri. Allt í einu var eins og brosað væri til mín. Augu mín beindust að bók í bókahillunni: „Um landið hér“ eftir Sigurbjörn Einarsson, með mynd af honum utan á. Átti ég virkilega þessa bók líka? Ég greip hana með mikilli ákefð, settist niður og las þangað til tárin streymdu niður vanga mína. Þarna var allt, svo dásamlega úskýrt, sem ég ekki hafði skilið í Biblíunni. Orð hans töluðu inn í hjarta mitt, sefuðu mig og gáfu mér frið. Ég vil gefa öllum það ráð að út- vega sér bækur eftir Sigurbjörn Einarsson. Þeir sem þrá huggun og skilning á Biblíunni lesi prédikanir hans og orð. Rit hans ættu að vera fast náms- efni í guðfræðideild. Hvílíkur auður það er fyrir Íslendinga að eiga verk Sigurbjörns. Ég mun ekki hafa bækur hans faldar í hillum heldur handhægar á borði. Ég sendi Sigurbirni afmæliskort og þakkaði honum fyrir stuðning- inn. Fallegt bréf fékk ég til baka með dýrmætri blessun. Ég fann hversu mjög ég styrktist af blessun hans. Í Sigurbirni Einarssyni hafði ég fengið traustan og kærleiksríkan vin, í sálmum hans, prédikunum og blessun hans. Þakkir séu Guði fyrir líf Sigur- björns, rit og störf. Guðbjörg Ólöf Björnsdóttir. Elsku mamma. Þú varst víðsýn kona og lést þig varða aðstæður þeirra sem minna mega sín, hvar í heiminum sem er. Þú kenndir mér að við eig- um að hafa skoðanir og kemur við hvað gerist í veröldinni, að allir eiga sama rétt óháð litarhætti. Þú kenndir mér að meta bækur sem voru gull í þínum augum, natni þín við bækur var mikil. Þú bjóst í einu Sigríður Ingibjörg Eyjólfsdóttir ✝ Sigríður Ingi-björg Eyjólfs- dóttir fæddist á Bjargi í Borgarfirði eystra hinn 30. júlí 1921. Hún lést á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum 17. september síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Bakkagerðiskirkju 25. september. fámennasta þorpi landsins við frum- stæðar aðstæður þess tíma, en fróðleiksfýsn þín kallaði á upplýs- ingar um hinn stóra heim. Söngur þinn fyrir svefninn, þulurnar og ljóðin, dansinn eftir danslögunum í út- varpinu, allur fróð- leikurinn um gamla tíð, hvílíkur hafsjór. Þú kenndir mér að þekkja blóm, tré og jurtir sem hér vaxa. Þú kenndir mér líka að bragða á þeim til að ná betri tengingu við náttúruna. Þetta er öldungis rétt. Þetta tileinkaði ég mér og hef reynt að miðla því. Þú hafðir yndi af að flakka um og njóta óspilltrar náttúru, að klöngrast um fjöll og firnindi og teyga í þig fersk- leikann þótti þér ekki ónýtt og ég er fegin því að bröltið við Kárahnjúka fór fram hjá þér. Ljóðin þín sem þú skildir eftir mættu vera fleiri, þú áttir svo auð- velt með að yrkja, en vegna hlé- drægni þinnar var því ekki flíkað. Þú varst stolt kona mamma mín og barst höfuðið hátt. Veraldlegir hlut- ir skiptu þig litlu máli, utan bók- anna. Ég er glöð með að börnin mín skyldu alast upp í nágrenni afa og ömmu, það gerir minningabókina þeirra auðugri. Ég kveð þig mamma mín. Ég er glöð að þú ert laus frá því lífi sem ekki var orðið neitt líf, en ég á eftir að sakna þín mikið. Þú skilur eftir stóra bók minninga í huganum mín- um, hana varðveiti ég eins og þú varðveittir bækurnar þínar. Bless. Þín Ásta. Meira: mbl.is/minningar Elsku amma Fríða. Okkur langar að minnast þín með nokkrum orðum. Það eru margar minningar sem rifjast upp þegar við setjumst niður og hugsum um gamla tíma úr Kára- húsi. Jólaboðin eru sérstaklega of- arlega í huga okkar þegar stórfjöl- skyldan kom saman. Borðið svignaði undan kræsingunum og alltaf var glatt á hjalla, mikið hlegið og gantast. Aldrei klikkuðu klein- urnar hennar ömmu þó engin væri uppskriftin, slatti af þessu og slatti af hinu. En alltaf urðu þær bestar í heimi. Engum sem til þekkti brá í brún, þó að stór hluti af búslóðinni Hólmfríður Kristjana Grímsdóttir ✝ HólmfríðurKristjana Grímsdóttir fæddist á Húsavík 24. júlí 1920. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga 1. september síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Húsavíkurkirkju 13. september. væri komin eld- snemma út á pall á laugardagsmorgni til að viðra, og allt var þrifið hátt og lágt. Ekki var bíllinn und- anskilinn. Þú lést ekkert stoppa þig. Það er okkur ofarlega í huga þegar þú, kona á sjötugsaldri, fórst og trekktir upp vél- sleðann hans Helga Þórs og þeystir á hon- um í vinnuna í snar- vitlausu veðri og ófærð. Eða þegar þú fórst á Bronc- onum með stóru dekkjunum í búð- ina að versla, því alltaf þurfti að vera til nóg af öllu, ef gesti bæri að garði. Tíminn er voldugur hringur, hann hefur ekkert upphaf og engan endi. Hann kemur aftur, enn og aft- ur að eilífu. Við kveðjum þig með miklu þakklæti og virðingu. Hvíl í friði, elsku amma. Agnar Kári, Heiðrún, börn og barnabörn. Sigurlaug (Didda), Hilmar og börn. ✝ Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu og kærleika í ýmsum myndum við fráfall og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, ELÍNBORGAR GUÐJÓNSDÓTTUR frá Vésteinsholti í Haukadal. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Hrafnistu í Hafnar- firði fyrir hjúkrun og elskulega umönnun í erfiðum veikindum hinnar látnu og nærgætni og hlýju við aðstandendur. Guðmundur Jónsson, Magnea E. Auðunsdóttir, Sigurlaug J. Jónsdóttir, Ólafur K. Guðmundsson, Kristín Jónsdóttir, Haukur Björnsson, Kristbjörg Jónsdóttir, Jón Hreiðar Hansson, Vésteinn Jónsson, Þorbjörg Jónsdóttir, Jón Friðrik Jónsson, Jenný L. Kjartansdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. ✝ Hjartans þakklæti sendum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eigin- konu minnar, móður okkar, ömmu, langömmu og langalangömmu, JÓHÖNNU FRIÐRIKSDÓTTUR frá Látrum í Aðalvík, er lést á Fjórðungssjúkrahúsi Ísafjarðar mánu- daginn 1. september. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki og læknum öldrunardeildar Fjórðungssjúkrahúss Ísafjarðar fyrir hlýju og góða umönnun. Högni Sturluson, Mikkalína Pálmadóttir, Halldór G. Þórðarson, Matthías Pálmason, Súsanna Sigurðardóttir, Guðmundur Pálmason, Ingibjörg S. Torfadóttir, Jóna Sigurlína Pálmadóttir, Elísabet María Pálmadóttir, Rúnar Guðmundsson, Sigurveig Pálmadóttir, Ingibjörg Ottósdóttir, barnabörn, barnabarnabörn, barnabarnabarnabörn og aðstandendur. ✝ Okkar ástkæra GUNNLAUG F. OLSEN, Kirkjuvegi 14, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fimmtudaginn 25. september. Hún verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju fimmtu- daginn 2. október kl. 14.00. Jón Kr. Olsen, Júlía S. Olsen, Helga R. Taylor, Jessie W. Taylor, Henry Olsen, Rut Olsen, Ingólfur Halldórsson, Gunnlaug Olsen, Hólmar Gunnlaugsson, Jóna Kr. Olsen, Helgi Olsen, Kristján Helgi, Emelía Rut, Ásthildur Eva og aðrir afkomendur. ✝ Okkar ástkæri EÐVALD EINAR GÍSLASON, Suðurbraut 22, Hafnarfirði, lést mánudaginn 22. september á Landspítala háskólasjúkrahúsi. Útför hans verður gerð frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 30. september kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið. Ágústa Hinriksdóttir, Ragnhildur Rósa Eðvaldsdóttir, Andrea Gísladóttir, Ólafur Þ. Jóhannesson, Andrea Eðvaldsdóttir, Katrín Rósa Eðvaldsdóttir, Þorsteinn Helgi Stefánsson, Fannar Eðvaldsson, Árdís Ethel Hrafnsdóttir, Eyrún Eðvaldsdóttir, Gunnar Örn Jóhannsson og barnabörn. Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.