Morgunblaðið - 27.09.2008, Side 42

Morgunblaðið - 27.09.2008, Side 42
42 LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig töl- urnar 1-9 og aldrei má tví- taka neina tölu í röðinni. Sudoku dagbók Í dag er laugardagur 27. september, 271. dagur ársins 2008 Orð dagsins: „Á því munu allir þekkja, að þér eruð mínir lærisveinar, ef þér berið elsku hver til annars.“ (Jh. 13, 35.) Veit hann Jón Helgi af þessu? Áþetta virkilega að ganga svona viku eftir viku – mánuð eftir mán- uð? Kannski ég tali við versl- unarstjórann í þetta sinn.“ Þannig hugsar Víkverji ráfandi á göngum uppáhaldsmatvöruverslunarinnar sinnar, sem verður bráðum fyrrver- andi uppáhaldsmatvöruverslunin hans. Þetta er Krónan á Bíldshöfða, og vandamálið er það, að maður fer ekki svo í eina litla verslunarferð þangað, að maður lendi ekki í vand- ræðum með að finna út verð á þeim vörum sem maður vill kaupa. Vík- verji er satt að segja orðinn lang- þreyttur, þótt honum þyki búðin góð, vöruúrvalið vel fullnægjandi og verðið á matvælunum gott. Frammi við dyrnar inn í búðina er gjarnan raðað vörum á tilboðs- verði, eða vörum sem sérstök at- hygli er talin þurfa að vekja athygli á. Nú í vikunni var kominn þangað kælir með ávaxtasafa frá nokkrum fyrirtækjum. Aðeins tvær tegundir voru verðmerktar og safinn sem Víkverja langaði í var ekki þar á meðal. Þetta er ekkert einsdæmi. Verðmerkingar vantar iðulega, eða þá að vöru hefur verið raðað í hillur merktar allt annarri vöru, þannig að kúnninn þarf að leita að réttu verðmerkingunni. Þetta er óvið- unandi, þetta er óþolandi, full- komlega metnaðarlaust og í raun ólöglegt. x x x Lágur aldur afgreiðslufólksins erhluti af vandamálinu og til mikils vansa. Það þýðir ekki að spyrja krakka rétt kominn af sár- asta barnsaldri hvort ekki sé til kúmen, en viðkomandi hefur ekki hugmynd um hverslags fyrirbæri kúmen er. „Spurðu þennan í grænu peysunni,“ er ömurlegasta svar sem Víkverji fær í verslunum, sér- staklega þegar hann byrjaði á að ræða við þann í grænu peysunni og er búinn að fara í gegnum stelpuna í rauða bolnum, eina kassadömu, þann í bláu skyrtunni og þann í íþróttagallanum. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 móka, 4 stúf- ur, 7 meðfædd tönn í barni, 8 kvæði, 9 rekkja, 11 meðvitund, 13 dygg- ur, 14 hestar, 15 verk- færi, 17 borðar, 20 eld- stæði, 22 svæfill, 23 ganga, 24 nálægt, 25 mannsnafni. Lóðrétt | 1 atgervi, 2 víðan, 3 mjög, 4 brjóst, 5 fær af sér, 6 magrar, 10 kostnaður, 12 máttur, 13 viður, 15 móskan, 16 bárur, 18 hillingar, 19 sefaði, 20 lykkja, 21 slysni. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 gremjuleg, 8 arkar, 9 bælið, 10 róa, 11 garfa, 13 rýrar, 15 hafís, 18 subba, 21 tin, 22 ljóni, 23 æfing, 24 ósannindi. Lóðrétt: 2 ríkar, 3 marra, 4 umbar, 5 eflir, 6 þang, 7 áð- ur, 12 frí, 14 ýsu, 15 hóls, 16 Fróns, 17 stinn, 18 snæði, 19 blind, 20 agga. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 Rc6 6. Bg5 e6 7. Dd2 a6 8. O– O–O Bd7 9. f3 Be7 10. g4 h6 11. Be3 b5 12. h4 Hc8 13. Bd3 Re5 14. g5 Rxd3+ 15. Dxd3 Rh5 16. Hdg1 g6 17. f4 b4 18. Rce2 e5 19. Rf3 Bb5 20. Dd2 Bc6 21. Dxb4 a5 22. Dc4 d5 23. Db3 a4 24. Dd3 exf4 25. Rxf4 Rxf4 26. Bxf4 a3 27. b3 dxe4 28. Dc3 O–O 29. gxh6 Bf6 30. Re5 Bb7 31. De3 De7 32. Rg4 Hc3 33. Db6 Hc6 34. De3 Hc3 35. De1 Hfc8 36. Hh2 Staðan kom upp í heimsmeist- aramóti kvenna sem lauk fyrir skömmu í Nalchik í Rússlandi. Hin 14 ára Yifan Hou (2557) frá Kína hafði svart gegn Bathuyan Mongontuul (2406) frá Mongólíu. 36… Hxb3! 37. axb3 a2 38. Da5 a1=D+ 39. Dxa1 Bxa1 40. h5 Kh7 41. hxg6+ fxg6 42. Hd2 e3 43. Bxe3 Da3+ 44. Kd1 Bf3+ 45. Ke1 Bxg4 46. Hxg4 Bc3 og hvítur gafst upp. Svartur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Hamman í klípu. Norður ♠K52 ♥107 ♦ÁKDG64 ♣73 Vestur Austur ♠Á9 ♠G108643 ♥KD62 ♥954 ♦75 ♦1083 ♣KD654 ♣2 Suður ♠D7 ♥ÁG83 ♦92 ♣ÁG1098 Suður spilar 3G. Þrátt fyrir opnun suðurs á eðlilegu laufi valdi Bob Hamman að spila út litlu laufi frá hjónunum fimmtu. Það var illa heppnað. Norðmaðurinn Boye Brogeland fékk þannig ódýran slag, en líka mikilvægar upplýsingar. Spilið er frá Buffett-bikarnum. Hamman hafði sagt 1♥ við 1♣, þannig að Boye hafði glögga mynd af spilinu. Eftir útkom- una eru tíu slagir öryggir, en Boye náði þeim ellefta þannig: Hann tók slag á tígul og spilaði síðan ♠K. Besta vörn vesturs er að drepa og spila tígli, en þá var hugmynd Boye að taka tíglana og skilja eftir ♠D, ♥Á og ♣ÁG10 heima. Spaði á drottninguna átti síðan að af- greiða Hamman – ef hann fer niður á eitt hjarta og ♣KDx er ♥Á tekinn og millilaufi spilað. En þessi ráðagerð fór fyrir lítið, því Hamman gaf 11. slaginn strax með því að spila ♥K. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú hefur áform og það er auðvelt fyrir þig að trúa því að alheimurinn hafi það líka. Það eru engar tilviljanir. Hver atburður er mikilvægur þáttur á þroska- braut sálar þinnar. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þú leikur tveimur skjöldum og því er erfitt að komast áfram. Sársauki í for- tíðinni er yfirstaðinn, en enn þarf að vinna úr gömlum minningum. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Ætlarðu aldrei að hætta að tala! Þótt það sé gaman hjá þér í góðra vina hópi verður þú að leyfa öðrum að komast að. Líka þeim sem segja frá leiðindum. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Nýir vinir leggja sig fram við að kynnast þér. Ef þú efast um hvernig eigi að bregðast við má lesa sér til í bókum um kurteisissiði. Þá má alltaf nýta sér. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þú kynnist nýju fólki og spennandi hlutir gerast. Þú leitar ekki vina að ástæðulausu. Þú leitar einhvers og munt finna það á hárréttu augnabliki. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú hefur mikinn skilning á því sem fólk vill. Þú sérð um leið drifkraft og áætl- un allra sem þú hittir. Nýttu þér þetta með því að uppfylla þarfir einhvers. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þú hefur þörf fyrir að vera aðlaðandi, tengdur öðrum og jákvæður. Önnur hvöt verður henni yfirsterkari. Þú brosir bara og brátt brosir þú líka innanfrá. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þú þarfnast umhyggju og af henni færðu nóg. Nafnið þitt er eins og töfraþula. Þú verður gagntekinn í kvöld þegar einhver segir nafn þitt ástríðufullt. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Bilið milli þess staðar sem þú ert á og þess sem þú vilt vera á virðist stórt, en í raun ertu á réttum stað. Þegar þú sættir þig við það færist þú fram á við. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Vinir þínir bjóða þér að gera hluti sem hljóma ekki vel í fyrstu. Láttu á það reyna. Þér kemur vel saman við fólk sem hefur aðrar hugmyndir en þú um skemmtun. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Það væri indælt ef sambönd væru nákvæmlega eins og mann dreymir um. Eiginlega þarftu að þjálfa aðra í um- gengni við þig. Farðu fínt í hlutina. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Það er kyrrð – sérstaklega innra með þér – sem leyfir þér að slaka á. Róaðu hugann, finndu vandann sem vill ekki þagna. Sjáðu fyrir þér lausnina á honum. Stjörnuspá Holiday Mathis 27. september 1922 Íslensk mynt fór í dreifingu í Reykjavík. Upphaflega voru slegnir 10 aurar og 25 aurar en krónan var slegin 1925. 27. september 1966 Rússneska skemmtiferðaskip- ið Baltika lagði af stað frá Reykjavík áleiðis til Miðjarð- arhafs og Svartahafs með 421 íslenskan farþega. Ferðin var umtöluð, m.a. vegna áfeng- isneyslu. 27. september 2005 Davíð Oddsson lét af ráð- herraembætti, sem hann hafði gegnt samfellt síðan 30. apríl 1991, eða í rúm fjórtán ár. Lengst af var hann forsætis- ráðherra, í rúm þrettán ár, lengur en allir aðrir. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist … Jón E. Árna- son, Hjallabraut 2, Hafnarfirði, verður sextugur mánudaginn 29. september. Í til- efni dagsins býð- ur afmælisbarnið vinum, vanda- mönnum og vel- unnurum að þiggja léttar veitingar að heimili sínu á afmælisdaginn frá kl. 20. 60 ára Erna Sól Sigmarsdóttir, Sig- urbjörg María Kristjánsdóttir og Hrafnhildur Jónsdóttir héldu þrisv- ar sinnum tombólu í sumar, í Spönginni í Grafarvogi. Þær söfn- uðu 7.728 kr. sem þær gáfu Barna- spítala Hringsins. Hlutavelta „ÉG hef nánast alltaf haldið upp á afmælið með svipuðum hætti enda er mikið afmælisfólk í fjöl- skyldunni,“ segir Helgi Pálsson rafiðnfræðingur sem fagnar 45 ára afmæli sínu í dag. Helgi er gift- ur Guðrúnu Þórarinsdóttur og eiga þau tvo syni, en hann ætlar að njóta dagsins með allri stórfjöl- skyldunni. „Við notum tækifærið til að hittast í af- mælum og einhverjar veitingar verða á borðum.“ Helgi ákvað að söðla um starfsvettvang fyrir um áratug og útskrifaðist úr rafiðnfræði frá Tækniskóla Íslands árið 2000, en hafði þá lokið meistaranámi í rafvélavirkjun frá Iðnskólanum. Honum er þó fleira til lista lagt því hann er mikill tónlistarunnandi, starfaði m.a. sem tónlistarkennari „í gamla daga“, og syngur jafn- framt annan tenór í Karlakór Kjalarness. „Svo er ég reyndar líka að spila í Lúðrasveit Mosfellsbæjar núna, svaraði neyðarkalli þar þegar vantaði trompetleikara og ég held að ég hafi híft meðalaldurinn veru- lega upp,“ segir Helgi hlæjandi og útskýrir að flestir í sveitinni séu á aldrinum 12-20 ára. Hann lætur ekki þar við sitja heldur er að end- urmennta sig til kennsluréttinda hjá Háskólanum á Akureyri. Þrátt fyrir annríkið ætlar hann að gefa sér tíma til að halda upp á afmælið í dag og fara með köku til vinnufélaganna á mánudag, en hana hyggst hann reyndar ekki baka sjálfur. „Nei, það er víst fullt af mönnum sem hafa lært það sérstaklega og ætli ég nýti mér þá ekki.“ una@mbl.is Helgi Pálsson er 45 ára í dag Blæs í lúðra og syngur tenór 6 9 2 5 4 8 1 6 3 8 7 6 1 7 8 2 8 3 9 6 4 5 1 3 2 7 4 4 5 7 2 5 9 6 8 4 6 5 2 9 9 1 7 4 9 4 6 2 9 3 1 7 4 6 2 7 1 5 8 2 2 8 6 5 2 9 8 1 3 5 7 4 6 3 4 7 2 8 6 5 9 1 5 6 1 9 4 7 3 2 8 4 3 2 6 5 8 1 7 9 7 5 6 4 9 1 2 8 3 8 1 9 3 7 2 4 6 5 1 8 5 7 2 9 6 3 4 9 2 4 5 6 3 8 1 7 6 7 3 8 1 4 9 5 2 5 9 7 1 3 8 2 4 6 3 2 8 7 4 6 9 1 5 6 4 1 5 9 2 7 8 3 7 8 5 9 1 4 3 6 2 4 6 9 2 5 3 1 7 8 1 3 2 8 6 7 5 9 4 2 5 6 4 7 9 8 3 1 9 1 3 6 8 5 4 2 7 8 7 4 3 2 1 6 5 9 5 9 4 1 6 3 8 7 2 1 7 8 2 5 9 6 3 4 6 3 2 8 4 7 9 5 1 3 2 6 4 9 1 5 8 7 9 8 1 7 2 5 3 4 6 4 5 7 6 3 8 1 2 9 7 6 5 9 8 4 2 1 3 8 1 9 3 7 2 4 6 5 2 4 3 5 1 6 7 9 8 2 8 7 1 3 9 4 8 7 3 6 2 5 7 8 7 4 4 3 7 2 5 4 6 5 6 1 9 6 9 2 5 Frumstig Miðstig Efstastig Lausn síðustu Sudoki. ;) Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af nýja ríkisborgaranum ásamt upplýsingum um fæðingarstað og stund, þyngd, lengd og nöfn foreldra, á netfangið barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.