Morgunblaðið - 14.10.2008, Síða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Ólafur Þ. Stephensen.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Útlitsritstjóri:
Árni Jörgensen.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Með hrunibankannahefur á
ný orðið tilfærsla á
völdum í íslensku
þjóðfélagi. Um
skeið var viðskiptavaldið orðið
slíkt á Íslandi að það skyggði á
stjórnarráðið og Alþingi. Nú
hefur valdið færst að nýju til
stjórnmálamannanna. Á und-
anförnum vikum hefur rétt-
mæti gagnrýninnar á fjár-
málakerfi án regluverks og
aðhalds sannast.
Þegar ríkið tekur nú forræði
yfir bönkunum á ný má ekki
hverfa aftur til gamalla vinnu-
bragða þegar pólitískar for-
sendur en ekki faglegar réðu
skipunum í bankaráð og
bankastjórastóla. Þessar að-
ferðir færðu á sínum tíma heim
sanninn um að ríkið ætti ekki
að vasast í rekstri viðskipta-
banka. Rekstur banka á ekki
að byggjast á pólitík, heldur
forsendum viðskipta.
Þegar ríkið tekur nú aftur
við rekstri banka eftir stutt og
afdrifaríkt einkavæðing-
arskeið örlar strax aftur á
gömlu vinnubrögðunum. Jón
Þór Sturluson, aðstoðarmaður
Björgvins G. Sigurðssonar við-
skiptaráðherra sá sóma sinn í
því að hafna stjórnarfor-
mennsku í Nýja Glitni. Sig-
mundur Sigurgeirsson, sér-
legur ráðgjafi Árna M.
Mathiesen fjármálaráðherra
hefur verið skipaður í bráða-
birgðastjórn Nýja Glitnis.
Þarna hringja strax viðvör-
unarbjöllur. Björgvin segir í
viðtali í Morgunblaðinu í dag
að það sé sérstakt
markmið að hinar
varanlegu stjórnir
verði ekki útdeil-
ingarstöðvar fyrir
pólitíska bitlinga.
„Það verða faglega skipaðar
bankastjórnir, valdar eftir
þekkingu og hæfni fólks, en
ekki eftir pólitískum skoð-
unum. Það er auðvitað sérstök
staða sem er komin upp, að
ríkið sitji uppi með bankana.
Það þarf að gæta þess í hví-
vetna að vel verði að verki
staðið. Það munum við gera,“
sagði Björgvin.
Það er mikilvægt að það
gangi eftir. En bráðabirgða-
stjórnirnar gegna einnig mik-
ilvægu hlutverki. Nú þarf að
vinna hratt, en það þarf einnig
að vanda til verksins. Allar
skipanir þurfa að vera hafnar
yfir vafa. Það er mikið í húfi
fyrir almenning og hann á
heimtingu á því að stjórn-
málamennirnir standi undir
kröfum um að þeir vandi til
verksins.
Einnig vekur athygli að ekki
er farið eftir jafnréttislögum
við skipanina í bráðabirgða-
stjórnirnar og gefst tækifæri
til að bæta úr því í næsta
skrefi.
En mikilvægast er að átta
sig á því að nú eru þáttaskil,
sem kalla á endurmat og end-
urskoðun allra gilda. Þessa
stöðu á að nota til að segja skil-
ið við fortíðina og taka ákvarð-
anir sem ekki helgast af þröng-
um pólitískum hagsmunum,
heldur hagsmunum almenn-
ings.
Hagsmunir
almennings eiga
að vera í fyrirrúmi }
Allt í gamla farið?
Ingibjörg SólrúnGísladóttir ut-
anríkisráðherra
skrifaði athygl-
isverða grein hér í
blaðið í gær. Mesta
athygli hafa vakið þau ummæli
hennar, að nú eigi Ísland tvo
kosti: „Annaðhvort pökkum við
í vörn og hverfum aftur til þess
tíma sem var fyrir 1994 eða við
sækjum fram og búum til þær
varnir fyrir íslenskan almenn-
ing og íslensk fyrirtæki sem
við þurfum í upphafi 21. aldar.“
Ráðherrann kýs seinni kost-
inn; aðstoð Alþjóðagjaldeyr-
issjóðsins við að vinna okkur út
úr vandanum og síðan aðild að
Evrópusambandinu og evru til
að styðja íslenzka hagkerfið.
Þetta er mikilvæg yfirlýsing
og snýst ekki aðeins um þær
stofnanir, sem ráðherrann
nefnir. Hún vill klárlega að Ís-
land haldi áfram á braut al-
þjóðavæðingar, alþjóðlegs
samstarfs og opins hagkerfis,
en hverfi ekki aftur til hafta,
lokaðs hagkerfis og ríkisfor-
sjár.
Viðbrögð við kreppu eins og
þeirri, sem við
göngum nú í gegn-
um, hafa í sögunnar
rás oft verið þau að
grípa til vernd-
arstefnu; hækka
tolla, reyna að verja innlendar
atvinnugreinar fyrir erlendri
samkeppni, loka á fjárfest-
ingar. Þetta var til dæmis
reynt með Smoot-Hawley-
lögunum, sem sett voru í
Bandaríkjunum í kreppunni
miklu. Flestir hagfræðingar
telja að lögin hafi stuðlað að því
að dýpka og lengja kreppuna.
Við náum okkur ekki upp úr
kreppunni með því að draga úr
frjálsum viðskiptum eða er-
lendum fjárfestingum. Ísland
þarf þvert á móti meiri fríverzl-
un og erlenda fjárfestingu til
að ná sér upp úr öldudalnum.
Þótt nauðsynlegt sé að setja
fjármálamarkaðnum skýrari
reglur hefur það ekki breytzt
að frjáls alþjóðaviðskipti og op-
ið hagkerfi gagnast bezt til að
tryggja hagsæld um allan
heim. Það er leiðin áfram. Leið
haftanna hefur verið prófuð á
Íslandi með vondum árangri.
Frjáls alþjóða-
viðskipti tryggja
hagsæld}
Aftur á bak eða áfram?
S
amkvæmt þeim upplýsingum sem
ég hef fengið undanfarin ár um
breska kaupsýslumanninn Sir
Philip Green er hann nánast ein-
stakur að því leyti, hversu dugleg-
ur hann er að gæta eigin hagsmuna. Mér er
sagt að Sir Philip sé alltaf, undantekn-
ingalaust, að hugsa um eigin hagsmuni,
hvernig hann geti grætt enn meir og hvar
hann geti fundið „góð kauptækifæri“.
Ég talaði á sunnudag við breskan blaða-
mann, sem er öllum hnútum kunnugur í City
og skrifar mikið um breskt viðskipta- og fjár-
málalíf. Hann sagði við mig, að hann vonaði
Íslendinga vegna að skilanefnd Landsbank-
ans, formaður hennar og viðskiptaráðherra
tækju nú ekki upp á þeim ósköpum að hlaupa
til og þekkjast smánarboð Sir Philips í skuldir
Baugs við Landsbankann. Ég sagði honum að ég vissi
raunar lítið um það hver yrði niðurstaðan, en ég teldi af-
ar ólíklegt að tilboð hins aðlaða breska auðjöfurs þætti
einu sinni skoðunarvert. Blaðamaðurinn breski sagði
mér að sú saga gengi fjöllunum hærra í City í London, að
Sir Philip vildi bjóða skilanefnd Landsbankans að hann
keypti upp skuldir Baugs við bankann með því að greiða
5% skuldanna og síðan hygðist hann selja skuldapakk-
ann áfram með 100% hagnaði, eða fyrir 10% af skulda-
andvirðinu! Klikkað ef satt reynist, ekki satt?!
Kærir sig einhver um að selja Sir Philip fyrir slikk
stórkostleg verðmæti? Sama Sir Philip og hélt upp á 55
ára afmælið sitt í fyrra með því að fljúga með „100 nán-
ustu vini sína“ til Maldíveyja á Indlandshafi,
þar sem hann hafði tekið heila eyju á leigu og
hélt „vinunum nánu“ fimm daga kampavíns-
afmælisveislu og pungaði út skitnum 20 millj-
ónum punda fyrir lítilræðið!
Raunar er frásögnin af Sir Philip og því,
hvers konar kauptækifæri hann sér í
þrotabúi okkar, aðeins ein af mörgum. Pen-
ingamenn um allan heim, þ.e.a.s. þeir sem
hafa handbært fé, munu margir hafa rennt
hýru auga til Íslands undanfarna daga með
það í huga að hér væri sennilega hægt að
gera kjarakaup. Til dæmis fékk ég eina fyr-
irspurn fyrir helgi, þar sem ég var grínlaust
spurð hversu mikið ég héldi að það kostaði
fyrir ákveðinn hóp viðskiptafélaga að hirða
upp leifarnar af íslenska bankakerfinu!
Það er augljóst af þeim áhuga sem við höf-
um vakið með fjármálahýenum heims, að nú ríður á að
stjórnvöld og skilanefndir bankanna, sem starfa í þeirra
umboði, haldi ró sinni, ígrundi vel hvernig staðið skuli að
málum og hafi það eitt að leiðarljósi, að búa þannig um
hnúta, að tjón okkar Íslendinga til framtíðar verði lág-
markað.
Þótt forsætisráðherra Breta, Gordon Brown, hafi í lið-
inni viku hagað sér eins og rakið fífl, í popúlískum að-
gerðum sínum gegn smáþjóðinni Íslendingum og þar
með sett Kaupþing á hausinn, þá er hann varla slíkur fá-
viti að hann ráðist í þjóðnýtingu á eignum Baugs í Bret-
landi, eignum sem raunverulega eru eignir Landsbank-
ans, vegna skuldastöðu Baugs! agnes@mbl.is
Agnes
Bragadóttir
Pistill
Sir Philip fyrir sig
Hundruð milljarða
evra sett í bankana
FRÉTTASKÝRING
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
S
TJÓRNVÖLD í sjö aðild-
arlöndum Evrópusam-
bandsins kynntu í gær
viðamestu aðgerðir sínar
til þessa í baráttunni gegn
fjármálakreppunni sem hefur orðið
til þess að bankar víða um heim hafa
riðað til falls. Aðildarlöndin hétu því
að verja allt að 1,7 billjónum evra til
að bjarga bönkunum, en hafa ber þó í
huga að ekki er víst að nota þurfi allt
það fé.
Áður höfðu ESB-löndin verið
gagnrýnd fyrir að grípa ekki til sam-
ræmdra aðgerða gegn bankakrepp-
unni. Viðbrögð þeirra hafa hingað til
þótt ómarkviss og höfðu ekki tilætluð
áhrif á markaðina. Með aðgerðunum í
gær hafa Evrópulöndin farið fram úr
bandarískum stjórnvöldum í barátt-
unni gegn kreppunni. Þótt Banda-
ríkjaþing hafi heimilað stjórninni í
Washington að nota alls 700 milljarða
dollara til að bjarga bönkum hefur
hún ekki enn ákveðið hvernig nýta
eigi peningana.
Aðgerðir Evrópuríkjanna urðu til
þess að hlutabréfavísitölur snar-
hækkuðu í gær. Hækkanirnar eru
einnig raktar til þess að seðlabankar
Bandaríkjanna, Evrópu og Sviss til-
kynntu í gær að þeir myndu veita
fjármálastofnunum ótakmörkuð lán í
dollurum. Seðlabanki Japans íhugar
að gefa samskonar loforð.
Um 250 milljarðar evra af fénu,
sem ESB-löndin lofuðu í gær, verða
notaðir til að kaupa hlutabréf í bönk-
um. Megnið af björgunarsjóðum Evr-
ópulandanna verður þó notað til að
ábyrgjast millibankalán til loka
næsta árs. Þessar ábyrgðir eru mjög
mikilvægar vegna þess að bankar
hafa verið mjög tregir til að lána hver
öðrum frá því að bandaríski bankinn
Lehman Brothers var úrskurðaður
gjaldþrota 15. september.
Hagfræðingar hafa sagt að brýnast
sé að endurvekja traust bankanna og
fá þá til að koma lánastarfseminni í
eðlilegt horf að nýju, en það er ein-
mitt meginmarkmið ábyrgðanna sem
tilkynntar voru í gær. Bankarnir hafa
ekki aðeins verið hræddir við að lána
hver öðrum heldur einnig fyr-
irtækjum og einstaklingum. Láns-
fjárþurrðin hefur skapað hættu á
auknu atvinnuleysi og efnahagslegri
niðursveiflu víða í Evrópu.
Vélinni snúið í gang
Angela Merkel, kanslari Þýska-
lands, sagði að meginmarkmiðið með
aðgerðum Evrópuríkjanna væri að
snúa vél fjármálamarkaðanna í gang,
sannfæra þá um að enginn stór banki
yrði gjaldþrota og að tryggt yrði að
bankarnir fengju nægilegt fé til að
koma lánastarfseminni í eðlilegt horf
að nýju.
Fjármálasérfræðingar beggja
vegna Atlantshafsins fögnuðu að-
gerðunum og sögðu að ESB-löndin
hefðu loksins tekið á sig rögg í barátt-
unni gegn lánsfjárþurrðinni. Stjórn-
málaskýrendur sögðu þó að erfitt
kynni að vera fyrir leiðtoga landanna
að fá þjóðþingin til að samþykkja að-
gerðirnar þar sem fjárhagsbyrðin
yrði þung, einkum í löndum þar sem
niðursveifla er þegar hafin eða vofir
yfir.
Aðgerðir ESB-landanna líkjast að
miklu leyti björgunaráætlun sem
stjórn Verkamannaflokksins í Bret-
landi hafði boðað. Stjórnin tilkynnti í
gær að hún hygðist nota 37 milljarða
punda til að þjóðnýta í raun þrjá
banka að hluta. Gert er ráð fyrir því
að breska ríkið eignist 60% hlut í
Royal Bank of Scotland og 40% í
Lloyds TSB og HBOS.
Stjórnin í Washington býr sig nú
undir að fara að dæmi Breta og
leggja hlutafé í bandaríska banka.
AP
Bros Fjárfestar í kauphöllinni í New York fengu loksins ástæðu til að fagna
í gær þegar hlutabréfavísitalan Dow Jones hækkaði um rúm 11%.
Þýskaland Stjórnin hyggst
ábyrgjast millibankalán að and-
virði 400 milljarða evra og nota
80 milljarða evra til að kaupa
hlutabréf í bönkum.
Frakkland Ábyrgist lán að and-
virði 320 milljarða evra og leggur
40 milljarða í opinbera stofnun
sem á að setja hlutafé í banka.
Spánn Ábyrgist millibankalán að
andvirði 100 milljarða evra, auk
30 milljarða hlutafjár.
Austurríki Allt að 85 milljarðar í
ábyrgðir og 15 milljarðar til
hlutabréfakaupa.
Holland Ábyrgist allt að 200
milljarða evra millibankalán og
hefur lofað bönkum 20 milljarða
hlutafé.
Bretland 50 milljarðar punda til
að þjóðnýta banka að hluta og
ríkið ábyrgist millibankalán að
andvirði 250 milljarða punda.
Portúgal Ábyrgist allt að 20
milljarða evra (nær 12% af lands-
framleiðslunni).
BÖNKUM
BJARGAЛ›