Morgunblaðið - 14.10.2008, Síða 28

Morgunblaðið - 14.10.2008, Síða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sigurður Sveins-son fæddist í Reykjavík 5. júní 1949. Hann varð bráðkvaddur að kvöldi mánudagsins 6. október síðastlið- ins. Foreldrar hans voru Sigríður Elías- dóttir, f. 4.8. 1907, d. 10.6. 1971, og Sveinn Sigurðsson, f. 29.4. 1904, d. 6.10. 1990. Systkini Sig- urðar eru Þórir Sveinsson, f. 19.3. 1939, d. 18.2. 1943, Elías Sveins- son, f. 22.2. 1942, d. 27.3. 1942, Elín Sveinsdóttir, f. 15.7. 1943, og Þóra Sveinsdóttir, f. 5.12. 1944. Eiginkona Sigurðar er Gróa Friðjónsdóttir fótaaðgerðafræð- ingur, f. í Kópavogi 19.8. 1965. Þau giftu sig 10.8. 1996. Foreldrar hennar eru Fanney Tryggvadóttir, f. 1.10. 1925, og Friðjón Þór- arinsson, f. 10.11. 1925, d. 27.1. 1975. Tinna Brá, f. 13.7. 1990, unnusti hennar er Eyþór Snorrason, f. 24.8. 1988. Sigurður bjó í Reykjavík mest- allt sitt líf. Hann lauk námi í tré- smíði frá Iðnskólanum í Reykjavík 18.7. 1972 og starfaði fyrst eftir það við trésmíðar. Þann 1.4. 1974 hóf hann störf hjá Strætisvögunum Reykjavíkur sem vagnstjóri, varð- stjóri í afleysingum og síðast sem birgðavörður. Meðfram starfi þar sinnti hann trésmíði og síðar gluggaþvotti um árabil. Árin 1998- 2001 bjuggu þau Gróa í Kristians- and í Noregi og starfaði hann þá sem vagnstjóri hjá Bussen As., en Gróa stundaði nám í fótaaðgerða- fræði. Á yngri árum tók Sigurður virk- an þátt í starfi Björgunarsveit- arinnar Ingólfs. Hann söng með Strætókórnum frá árinu 1980. Söngur var hans yndi og í kórnum átti hann marga góða vini. Með kórnum söng hann víða um land, m.a. við margar jarðarfarir, og fór í mörg kórferðalög til Norð- urlanda. Útför Sigurðar fer fram frá Frí- kirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Fyrri kona Sig- urðar er Erna Björk Antonsdóttir, f. 30.11. 1950. Börn þeirra eru: 1) Anton, f. 19.1. 1974, kvæntur Valnýju Ótt- arsdóttur, f. 10.3. 1975. Börn þeirra eru Birta Mjöll, f. 8.12. 1999, og Óttar, f. 10.3. 2002. 2) Anna Hulda, f. 13.6. 1976, sambýlis- maður hennar er Reynir Grétarsson, f. 29.12. 1972. Dóttir Reynis er Hildur Ösp, f. 18.9. 1994, dóttir Önnu Huldu er Salma Björk Haraldsdóttir, f. 8. 2. 1999, sonur Önnu Huldu og Reynis er Grétar Víðir, f. 7.6. 2001. Sonur Gróu er Friðjón Þór Gróu- son, f. 4.5. 1988. Sigurður gekk honum í föðurstað. Sambýliskona Friðjóns er Hólmfríður Jóna Guð- mundsdóttir, f. 24.3. 1988. Dóttir þeirra er Emilía Ýr, f. 25.11. 2007. Dóttir Sigurðar og Önnu Guð- rúnar Ísleifsdóttur, f. 3.6. 1955, er Elsku besti Siggi afi, þú varst svo skemmtilegur og góður afi og okkur þykir rosalega leiðinlegt að þú þurftir að fara. Hildi fannst ótrúlega leiðin- legt að hafa séð þig svona sjaldan. Við vildum öll að við hefðum getað kvatt þig áður en þú færir. Ef við myndum hafa einn dag til að kveðja þig þá gætum við tekið strætó út um allan bæ, farið í bíó, sungið „ég kann lag sem gerir mann brjálaðan“ og skemmt okkur mjög vel. Við söknum þín öll alveg rosalega mikið. Við skulum passa Önnu/mömmu alveg rosalega vel fyrir þig. Það var svo erfitt að þú þurftir að kveðja okk- ur svona hratt en við vitum að þér líð- ur vel núna. Við fengum lús öll hérna heima og allir aðrir fjölskyldunni eru að gá hvort þeir séu líka með lús, því við vorum öll að knúsast svo mikið. Við munum eftir því þegar við fórum öll saman til Lanzarote, það var svo gaman og við vildum að við gætum gert það aftur. Það var líka gaman þegar við fórum saman til Disney World. Manstu þegar í Flórída og þegar það var svo kalt á morgnana að það var frost á sólbekkjunum. Grétar hugsar mikið um þig og er að finna lausnir á mannslíkamanum, hann sagði að við gætum notað líffæragjöf til að bjarga þér. Gróa er leiðust af öllum og saknar þín meir en allt, við reynum eins og við getum að hugga hana. Þegar Emilía verður orðin stærri þá skulum við vera duglegar að segja henni frá þér. Það er rosa- lega erfitt að hugsa að við fáum ekki að sjá þig aftur eða skemmta okkur með þér en við verðum bara að vera sterkar og muna hvað þú varst frá- bær. Við verðum líka að vera þakk- látar fyrir alla tímana sem við áttum saman. Við skulum reyna að hugga alla og láta öllum líða eins vel og við getum. Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur og með okkur. Takk fyrir alla tímana sem við áttum sam- an. Við elskum þig voðalega mikið og munum hugsa fallega til þín. Þínar Salma Björk og Hildur Ösp. Siggi, litli bróðir minn, er dáinn. Kallið kom fyrirvaralaust að kvöldi 6. október, sama dag og pabbi okkar dó fyrir 18 árum. Siggi var að koma úr jarðarför þennan dag, skrapp í rækt- ina, upplagður eins og venjulega, og ætlaði síðan að sækja Gróu sína í vinnuna. Á bernskuheimili okkar systkina í Bakkagerði 8 ríkti mikil ástúð og um- hyggja. Okkur systrunum fannst hann oft á tíðum fá stærri skammta en við af eftirlæti, því hann var yngst- ur og eini strákurinn. Við elduðum stundum grátt silfur eins og gerist og gengur, en oftar en ekki vorum við miklir vinir. Ég kunni ekki orð í dönsku þegar ég var farin að lesa fyrir hann Andr- ésar Andar-blöðin sem þá voru að- eins fáanleg á dönsku. Þá var skáld- aður texti eftir myndunum jafnóðum. Svo vandaðist málið þegar lesa átti í annað sinn. Þá fipaðist þýðandanum stundum og var leiðréttur af miklu umburðarlyndi. Við stunduðum bókasafnið og skiptumst á bókum og stálumst til að lesa þær hálfu næturnar, þegar við áttum að vera sofnuð. Í einni skáld- sögunni, sem gerðist í Ameríku, sem var draumalandið okkar þá, ávarpaði söguhetjan systur sína með orðunum „hi dear“. Það fannst okkur mjög flott. Siggi tók það upp og notaði það alltaf þegar hann heilsaði mér. Sonur hans spurði einu sinni mömmu sína: „Af hverju segir pabbi alltaf „hi dear“ þegar Þóra systir hringir?“ Fjölskyldan var Sigga allt. Gróa konan hans var líf hans og yndi. Þar hafði hann fundið sér sálufélaga. Þau voru einstaklega samrýmd og engum gat dulist hvað þau voru ástfangin og hamingjusöm. Þau bjuggu nokkur ár í Noregi og heimsóttum við þau þangað. Þau gerðu okkur ferðina ógleymanlega og óku með okkur vítt og breitt og sýndu okkur það sem þau höfðu kynnst í Noregi. Siggi var smiður að mennt en vann hjá SVR alla tíð. Hann var vel liðinn, nákvæmur og áreiðanlegur. Hann söng með strætókórnum og naut þess að vera í hópi félaga sinna og taka lagið. Siggi var alltaf fyrstur á vett- vang þegar eitthvað bjátaði á hjá okkur, samhryggðist og samgladdist, laus við öfund, mættur til að hjálpa. Hann var fríður og vel byggður, létt- ur á fæti og léttur í lund og hann hafði alltaf eitthvað gott til málanna að leggja. Í dag veit ég að enginn mun segja „hi dear“ þegar ég svara í símann. Ég veit að það verður tómlegt á verk- stæðinu hjá Davíð þar sem Siggi kemur ekki oftar til að fá kaffi, ræða málin og dytta að bílnum. Ég veit að fjölskylda hans spyr ótal spurninga sem ekki er hægt að svara. Ég veit að hann lifir áfram í hjörtum okkar og mun aldrei fara þaðan. Þar inni mun ég alltaf heyra „hi dear“. Elsku Gróa og börn. Við Davíð sendum ykkur innilegustu samúðar- kveðjur. Ég veit að þið munuð styrkja hvort annað. Takk fyrir að veita bróður mínum þá hamingju og gleði sem hann átti skilið. Þóra systir. Siggi er dáinn. Mikill harmur er kveðinn að Gróu systur minni, syni hennar Friðjóni Þór og börnum Sigga, þeim Tona, Önnu Huldu og Tinnu og fjölskyldum þeirra. Siggi og Gróa voru samhent hjón sem elskuðu og studdu hvort annað. Brúðkaups- dagurinn þeirra fyrir 12 árum síðan var mikill hamingjudagur og hefur lífsganga þeirra saman verið til vitnis um hverju ástin fær áorkað. Strax eftir að þau kynntust varð mér ljóst að Siggi var öndvegisdreng- ur. Hann lagði öllum gott til og gerði sér far um að liðsinna öllum sem til hans leituðu. Skaplyndi hans var ein- stakt og nálgaðist hann menn og mál- efni ætíð á jákvæðan hátt. Það var gott að ræða við hann um hlutina sem standa manni næst, fjölskylduna, vinnuna. Sagði hann mér nokkrum dögum fyrir andlátið að hann væri ánægður með breytingar á sínum högum á vinnustaðnum. Siggi helgaði Strætó starfskrafta sína í meira en þrjátíu ár. Var hann vel liðinn af sam- starfsmönnum og sinnti ýmsum störfum þar af alúð og trúmennsku og naut til þess fulls trausts. Systir mín saknar ástvinar. Megi stuðningur fjölskyldu hennar og vina lina þjáningar hennar. Er hugur okk- ar Kristbjargar og dætra okkar, Soffíu Theódóru og Fanneyjar Bjarkar og unnusta þeirra hjá henni og ástvinum öllum. Tryggvi Friðjónsson. Ég gladdist mjög í hjarta mínu þegar Gróa systir mín kynntist hon- um Sigga. Bæði stóðu þau á kross- götum í lífi sínu eftir að hafa gengið í gegnum erfiða tíma. Saman fundu þau styrk og gleði til að takast á við lífið. Allt síðan þá hafa þau verið óað- skiljanleg og samhent í þeim verk- efnum sem lífið færði þeim. Siggi var allnokkrum árum eldri, en þess sá aldrei stað, fas hans, útlit og viðmót bar þess alltaf merki að þar færi mað- ur sem var ungur í anda og hraustur á líkama. Ekki síst þess vegna er ótímabært fráfall hans svo þungbært og óskiljanlegt. Þessi hógværi maður skilur eftir sig stórt skarð í hópi fjöl- skyldu og vina. Það skarð fær ekki annað fyllt en minningin um einstak- lega góðan dreng. Mér er ofarlega í huga, þegar ég hugleiði kynni okkar Sigga, hve góð áhrif hann hafði á umhverfi sitt. Hann hafði heilbrigt viðhorf til lífsins og annars fólks, var fljótur að sjá hið jákvæða í öllum aðstæðum. Hvers- dagslegustu atvik gátu gefið honum tilefni til gamansemi og góðlátlegrar stríðni. Siggi var bóngóður með afbrigðum og ávallt reiðubúinn að rétta hjálp- arhönd þar sem hennar var þörf. Þess nutum við og aðrir. Hann vann mestan hluta starfsævi sinnar hjá Strætó sem vagnstjóri, en greip í önnur störf eftir þörfum. Dugnaður og ósérhlífni einkenndi hann, en með starfi sínu hjá Strætó vann hann einnig lengi við smíðar og síðan við gluggaþvott. Sigurður Sveinsson ✝ Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir og amma, VÍVÍANN MARY JÓNSSON GJÖVERAA, Jötunsölum 2, Kópavogi, lést þriðjudaginn 7. október á Landspítalanum Fossvogi. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 15. október kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Erik Vilhelm Gjöveraa, Geir Gjöveraa. ✝ Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, REYNIR GUNNARSSON bóndi, Leirulækjarseli, Álftaneshreppi, sem lést fimmtudaginn 9. október, verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju laugardaginn 18. október kl. 14.00. Edda Björk Hauksdóttir, Erla Reynisdóttir, Íris Reynisdóttir, Þröstur Reynisson, Sylvía Ósk Rodriguez, Sindri Freyr Daníelsson og Kristófer Reynir Erluson. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ÁGÚSTA KRISTÍN ÞORVALDSDÓTTIR, Hraunbæ 40, Reykjavík, lést sunnudaginn 12. október. Ólína Þ. Sigurðardóttir, Friðrik Kristjánsson, Ástþór Sigurðsson, Helga Oddsdóttir, Ómar F. Sigurðsson, Elínbjörg Valdórsdóttir, Geir Sigurðsson, Berglind Elfarsdóttir, Einar Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, HÖGNI GUÐJÓNSSON, Hjallabraut 33, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum föstudaginn 10. október. Útförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Ragnheiður Benidiktsdóttir. MOSAIK Hamarshöfða 4 - 110 Reykjavík sími 587 1960 - www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir Vönduð vinna og frágangur Yfir 40 ára reynsla Sendum myndalista ✝ HÓLMFRÍÐUR JÓNSDÓTTIR frá Ystafelli í Kinn, lést á Landspítalanum laugardaginn 11. október. Jarðarförin verður auglýst síðar. Kristján Árnason, Arna Emilia Vigfúsdóttir, Jón Árnason, Sigríður Traustadóttir, Sigríður Árnadóttir, Kristján Pétur Guðnason, Knútur Árnason, Valgerður Árnadóttir Durao, Manuel Durao, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.