Morgunblaðið - 26.10.2008, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.10.2008, Blaðsíða 1
2 6. O K T Ó B E R 2 0 0 8 STOFNAÐ 1913 293. tölublað 96. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er LAGASETNING»6 NORÐURLÖND»34 „Þetta eru alvarleg tíðindi sem berast frá Íslandi og þegar eitthvað hendir bróður manns snertir það mann sjálfan,“ segir Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs. Noregur sé reiðubúinn að leggja sitt af mörkum í víðtækri alþjóðlegri að- stoð við Íslendinga og spurður um kröfur Breta vegna Icesave svarar hann að Norðmenn muni ekki flækja málið hvað skilyrði varðar. En Íslendingar þurfi sjálfir að axla ábyrgð. „Þetta voru ekki nátt- úruhamfarir og Íslendingar þurfa að ræða það hvort stefnan var rétt, hvort reglurnar stóðust.“ Samkennd bræðraþjóða Svo getur farið að mörg riftunar- og skaðabótamál verði höfðuð fyrir ís- lenskum dómstólum vegna neyðarlag- anna, sem Alþingi setti vegna efna- hagsástandsins. Ríkisvaldið mun lík- lega bera fyrir sig stjórnskipulegan neyðarrétt en engin fordæmi eru hins vegar fyrir slíku. Réð neyðar- réttur ríkjum? Eftir Agnesi Bragadóttur agnes@mbl.is BJÖRGÓLFUR Guðmundsson segir að engin reynsla hafi reynst sér jafn- erfið og hrun íslenska bankakerf- isins. „Nei, það kemst ekkert í líkingu við þetta. Það er rétt hjá þér, að ég og fjölskylda mín höfum gengið í gegnum mikla erfiðleika, sem mér dettur ekki í hug eitt andartak að gera lítið úr, en þetta er það erfiðasta sem ég hef lent í vegna þess að það er öll þjóðin sem á í hlut og líður fyrir það hvernig málum er komið. Þessar hamfarir virka eiginlega á þjóðina eins og eldgosið í Vest- mannaeyjum virkaði á Vest- mannaeyinga á sínum tíma. Það voru náttúruhamfarir á einni nóttu sem gerðu það að verkum að fólk á einni eyju flúði til lands, nánast án þess að vita hvað hafði dunið yfir það. Þetta eru alþjóðlegar efnahagslegar ham- farir af mannavöldum.“ Persónuleg veð „Nær allar mínar skuldir eru með mínu persónulega veði. Mér er ekki kunnugt um hvort aðrir hafa gengið í miklar persónulegar ábyrgðir vegna félaga þar sem þeir eiga hlut. Ég skrifa sjálfur upp á mínar lántökur, þannig að það eru ekki bara hlutirnir sem ég á í ólíkum félögum sem eru að veði, heldur ég sjálfur. Í dag veit ég ekki hvernig ég stend. Ég og aðrir erum að vinna í því en ég segi það hreinskilnislega, að ég veit ekki hvernig ég kem út úr slíku uppgjöri. Ég á ekkert von á því að það fari vel.“ Eignir duga fyrir skuldum „Vitanlega hefur aldrei staðið til að skuldsetja íslensku þjóðina til framtíðar vegna Icesave-reikning- anna og það verður ekki gert. Má ég benda á, að ríkið tók yfir allar eignir Landsbankans með lagasetningunni hinn 6. október. Vissulega einnig skuldir hans, en ég er þess fullviss að ef rétt verður farið með þær eignir duga þær fyrir Icesave-reikning- unum og gott betur.“ Mín erfiðasta reynsla Þjóðin Það er öll þjóðin sem á í hlut og líður fyrir ástandið Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Óvissa Björgólfur Guðmundsson, fráfarandi stjórnarformaður Landsbankans, var stærsti hluthafinn í Landsbankanum ásamt syni sínum, Björgólfi Thor. Hann segir að fullkomin óvissa ríki um eigna- og skuldastöðu sína nú. Hann sé í sömu sporum og svo margir aðrir, að vita ekki hvar hann stendur. Icesave Eignir bankans eiga að duga fyrir þeim skuldum Eignir Á ekki von á að eigna- uppgjör hjá mér fari vel  Allt undir hjá mér | 12 Kvennalandsliðið í fótbolta skipa stelpur með sterk bein. Þær mælast með 24% þéttari bein en jafnöldrur. Þær spila gegn Írum í dag og aftur á Laugardalsvelli 30. október. Mætum þá og hvetjum stelpur með sterk bein til sigurs LUMMUR OG PÖNNUKÖKUR UM HELGAR Í CAFÉ LOKA Sautján bækur, barna- bókaverðlaun og tenging í tónlistinni NÆSTUM NÆM SÉR TIL ÓBÓTA TENGSL:MÆÐGININ ÞÓRUNN OG GUNNAR [ ]VISTVÆNAR Umhverfisvæn tískafellur í kramið um þessar mundir SUNNUDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.