Morgunblaðið - 26.10.2008, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 26.10.2008, Qupperneq 4
4 FréttirVIKUSPEGILL MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 2008 Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is Viðhorfskannanir hafa bent til þess síðustu vikur að Bandaríkjamenn séu að búa sig undir að kjósa blökkumann í embætti forseta Bandaríkjanna í fyrsta skipti í sög- unni. Margar kannanir benda til þess að forskot Baracks Obama, forsetaefnis demókrata, hafi verið 7-14% á síðustu tveimur vikum en munurinn hefur minnkað ef marka má könnun fréttastofunnar AP. Nokkrir stjórnmálaskýrendur efast reyndar um að kannanirnar séu alveg marktækar og segja að nokkur dæmi séu um að frambjóð- andi úr röðum blökkumanna hafi haft mikið forskot skömmu fyrir kjördag en síðan beðið ósigur eða sigrað naumlega. „Bradley-áhrifin“ goðsögn? Þekktasta dæmið sem nefnt hefur verið er blökkumaðurinn Tom Bradley, fyrrverandi borgarstjóri Los Angeles, sem var ríkisstjóra- efni demókrata í Kaliforníu árið 1982. Skoðanakannanir fjölmiðla bentu til þess að forskot hans hefði verið 7-22 prósentustig en nið- urstaða kosninganna varð sú að keppinautur hans, hvítur repúblik- ani, fór með sigur af hólmi. Úrslitin í ríkisstjórakosningunum hafa verið túlkuð sem dæmi um að sumir hvítir kjósendur segist ætla að kjósa blökkumann þegar þeir eru spurðir í skoðanakönnunum en geri það samt ekki í kjörklefanum. Al- gengt er að þetta fyrirbæri sé nefnt „Bradley-áhrifin“ þótt fram hafi komið vísbendingar um að þessi skýring sé aðeins goðsögn og aðrir þættir hafi ráðið úrslitum, t.a.m. minni kjörsókn meðal blökkumanna en gert var ráð fyrir. Þetta er ekki það eina sem nefnt hefur verið sem dæmi um að fylgi blökkumanna kunni að hafa verið ofmetið í könnunum. David Dinkins, blökkumanni úr röðum demókrata, var spáð stórsigri í borgarstjóra- kosningum í New York árið 1989 en rétt marði sigur. Sama ár var annar blökkumaður, Douglas Wilder, með 11 prósentustiga forskot daginn fyr- ir ríkisstjórakosningar í Virginíu en sigraði aðeins með 0,5 prósentustiga mun. Svipaða sögu er að segja um nauman sigur blökkumannsins Har- olds Washingtons í borgarstjóra- kosningum í Chicago árið 1983. Hafi „Bradley-áhrifin“ verið til er erfitt að segja til um hvort þau geti orðið Obama að falli í kosningunum í nóvember, enda er tiltölulega sjaldgæft að blökkumaður sé í framboði gegn hvítum manni í kjör- dæmi þar sem hvítir eru í meiri- hluta. Kathleen Parker, blaðamaður The Washington Post, bendir reyndar á að „öfug Bradley-áhrif“ geti komið til sögunnar í kosning- unum. Hún á við „hvítu mennina sem myndu aldrei viðurkenna að þeir hygðust kjósa blökkumann, en gera það“. „Öfugu Bradley-áhrifin“ gætu orðið til þess að fylgi Obama reyndist meira en það mælist í könnunum í Suðurríkjunum og víð- ar þar sem algengara er að hvítir menn tortryggi blökkumenn. Kannanir fyrir forkosningar demókrata reyndust vanmeta fylgi Obama í tólf ríkjum („öfugu Brad- ley-áhrifin“) en ofmeta það í aðeins þremur (Bradley-áhrifin“). Marktækar kannanir?  Vangaveltur um að fylgi frambjóðenda úr röðum blökkumanna kunni að vera ofmetið í skoðanakönnunum í Bandaríkjunum AP Sigurstranglegur Barack Obama réttir út hendurnar til að heilsa kjós- endum í Richmond í Virginíu, einu af lykilríkjunum í kosningabaráttunni. Tekist á um lykilríki á lokasprettinum NEVADA Mikil fólksfjölgun hef- ur orðið í Nevada síðustu árin og margir íbúanna eru ættaðir úr Rómönsku Ameríku. Þessi kjósendahópur hefur yfirleitt hneigst til þess að styðja demó- krata en George W. Bush lagði mikla áherslu á að vinna hann á sitt band fyrir síðustu kosn- ingar. Honum tókst það því fylgi Bush í þessum kjósendahópi jókst úr 32% árið 2000 í 63% árið 2004. Kannanir benda til þess að repúblikanar hafi misst þetta forskot, m.a. vegna þess að margir repúblikanar hafa hvatt til harðra aðgerða gegn ólöglegum innflytjendum. Obama er með ívið meira fylgi en McCain í Nevada. VIRGINÍA Demókratar hafa að- eins einu sinni sigrað í forseta- kosningum hér frá árinu 1948 og það var þegar Lyndon B. Johnson fór með sigur af hólmi í ríkinu árið 1964. John McCain var því talinn sigurstranglegur í Virginíu fyrir þremur vikum en Barack Obama hefur oft farið þangað í heimsóknir og lagt mikið fé í kosningabaráttuna. Skoðanakannanir benda til þess að þetta hafi borið árang- ur og Obama náð verulegu for- skoti í ríkinu. Munurinn er 10 prósentustig ef marka má könnun CNN/Time. Bush sigr- aði þar með 8 prósentustiga mun fyrir fjórum árum. MISSOURI Bush sigraði í Miss- ouri í kosningunum á árunum 2000 og 2004 en Bill Clinton fór með sigur af hólmi þar 1992 og 1996. Síðustu 100 árin hefur sigurvegari kosninganna í Mis- souri alltaf orðið forseti Banda- ríkjanna nema árið 1956. Nýleg könnun bendir til þess að Obama hafi unnið upp naumt forskot McCains í ríkinu. Obama hefur notað helmingi meira fé en McCain í auglýsingar í Mis- souri og opnað þar fleiri skrif- stofur (40 á móti 16). INDIANA Hefur verið eitt af traustustu vígjum repúblikana síðustu áratugi og George W. Bush sigraði þar með rúmlega 20 prósentustiga mun fyrir fjórum árum. Obama hefur saxað á for- skot McCains sem hefur því neyðst til að verjast í Indiana. Það hefur minnkað svigrúm hans til að blása til sóknar í öðrum ríkjum. OHIO George W. Bush sigraði mjög naumlega í sambandsríkinu árin 2000 og 2004 en repúblik- anar hafa átt undir högg að sækja þar. Kannanir benda til þess að Obama sé með 12-14 prósentu- stiga forskot. Sigri Obama í Ohio og öllum ríkjunum þar sem demó- kratar sigruðu síðast verður hann næsti forseti. PENNSYLVANÍA Er eitt af fjór- um ríkjum þar sem demókratar sigruðu í síðustu forsetakosn- ingum en John McCain leggur nú mikið kapp á að sigra í. Obama beið mikinn ósigur fyrir Hillary Clinton í forkosningum demókrata í Pennsylvaníu en nýleg könnun bendir til þess að hann sé nú með 13 prósentu- stiga forskot á John McCain. COLORADO Repúblikanar hafa sigrað í Colorado í þrennum for- setakosningum í röð, síðast með nær 5 prósentustiga mun. Kann- anir benda til þess að Obama sé með naumt forskot í ríkinu og njóti góðs af fylgistapi repúblik- ana meðal kjósenda sem eiga ættir að rekja til Rómönsku Ameríku. NÝJA-MEXÍKÓ Bush sigraði hér með minna en 1% mun í kosn- ingunum fyrir fjórum árum en tapaði fyrir Al Gore með aðeins 0,1% mun árið 2000. Obama virðist nú njóta ívið meiri stuðn- ings hér en McCain. Bill Rich- ardson, vinsæll ríkisstjóri, er á meðal stuðningsmanna Obama. FLÓRÍDA Nýleg könnun bendir til þess að Barack Obama sé með fimm prósentustiga forskot á John McCain, en munurinn var átta stig 1. október. Bush sigraði með 5 prósentustiga mun í ríkinu í kosningunum fyrir fjórum árum og McCain taldi sig því eiga góða möguleika þar. NORÐUR-KARÓLÍNA Repúblikanar hafa sigrað hér í síðustu forseta- kosningum (með 12 prósentustiga mun fyrir fjórum árum) en Obama og McCain virðast nú standa jafnir að vígi í ríkinu. Margir blökkumenn hafa skráð sig á kjörskrá og Obama hefur lagt mikið fé í kosn- ingabaráttuna. Eru Bandaríkjamenn tilbúnir til að kjósa blökku- mann í forsetaembættið? Gallup-könnun, sem gerð var árið 1958, bendir til þess að 58% hvítra Bandaríkjamanna hafi þá ekki getað hugsað sér að kjósa blökkumann í Hvíta húsið. Þessi tala lækkaði í 19% árið 1989 og í könnun, sem gerð var í fyrra, sögðu aðeins 5% aðspurðra að ekki kæmi til greina að kjósa blökkumann í forsetakosningum. Þótt einhverjir hafi ef til vill ekki þorað að viðurkenna að þeir geti ekki hugsað sér að kjósa blökku- mann benda kannanirnar til þess að mikil viðhorfsbreyting hafi orð- ið að þessu leyti í Bandaríkjunum á síðustu áratugum. Í nýlegri könnun sögðust rúm 90% aðspurðra ekki hafa áhyggj- ur af því að blökkumaður yrði for- seti en 50% töldu það áhyggju- efni ef 72 ára frambjóðandi (eins og McCain) yrði forseti. Hvers vegna eru skoðana- kannanirnar misvísandi? Nýleg könnun Pew-rannsókn- armiðstöðvarinnar bendir til þess að forskot Obama hafi aukist í fjórtán prósentustig, í könnun Wall Street Journal/NBC er for- skot hans 10 prósentustig, níu stig í könnun Washington Post/ ABC en aðeins eitt prósentustig í könnun AP. Í síðastnefndu könn- uninni eru skekkjumörkin 3,5 pró- sentustig, þannig að forskot Obama gæti í raun verið allt að 8 stig. Ýmsar ástæður geta verið fyrir þessum ólíku niðurstöðum, til að mynda mismunandi skil- greiningar á líklegum kjósendum og orðalag spurninganna. S&S  Hvíta húsið tekur breytingum í hvert skipti sem nýr forseti sest að völdum. Hefðin er sú að fráfarandi for- setafrú sýnir þeirri verðandi húsa- kynnin. Nýju forsetahjónin fá líka ítarlega skrá yfir 40 þúsund hús- gögn í eigu Hvíta hússins, sem þau geta valið úr. Og hjónin eru sér- staklega spurð hvort þau vilji sofa í fornu hjónarúmi eða nýju. Fjölmiðlar í Bandaríkjunum eru þegar farnir að velta fyrir sér hvaða hönnuður verði nýjum for- seta innan handar. Mun Suð- urríkjastíll McCain-hjónanna ráða ríkjum eða nútímalegri stíll Obama-hjónanna? Mottan mesta málið  Forsetar og makar þeirra láta sér oftast nægja að færa til eða skipta um húsgögn í íbúð forsetans. En eitt virðist skipta nýjan forseta mestu máli: Mottan sem prýðir gólf- ið í aðalskrifstofunni, Oval Office. Á henni er alltaf mynd af innsigli forsetans, en hver vill hafa útfærsl- una með sínu lagi. Í mottunni, sem væri kannski réttara að kalla teppi enda þekur hún nánast alla skrifstofuna, sem Ronald Reagan lét gera voru brún- ir, gylltir og grænir litir áberandi. Fínasta motta, enda kostaði hún tæpa 50 þúsund dollara. Hún var gefin forsetanum af einhverjum sem ekki vildi láta nafns síns getið. George Bush eldri valdi blágrá- an lit á teppið sitt og innsigli for- seta var í gylltum tónum. Einhver ónefndur styrktaraðili greiddi tæpa 30 þúsund dollara fyrir. Bill Clinton var djarfari í litavali. Skrifstofumottan hans var dökkblá og forsetainnsiglið í sterkum litum á miðjunni. Enn og aftur opnaði einhver óþekktur styrktaraðili budduna og sá greiddi tæpa 40 þús- und dollara fyrir. Núverandi forseti, George Bush, valdi ljósbrúnan lit á teppið sitt, en innsiglið er blátt með gylltum erni. Nýtt postulín  Nýr forseti getur ekki matast af gömlum diskum eða drukkið te eða kaffi úr sömu bollum og fyrirrenn- arar hans. Ronald Reagan keypti mat- ar- og kaffi- stell fyrir rúma 210 þúsund doll- ara þegar hann tók við. Allt borgað af ónefndum styrktaraðila. Postulínið var purp- urarautt og gyllt, með innsigli for- setans. Bush eldri var sáttur við diskana, en hann vildi ný hnífapör og lét gera eftirlíkingar af gömlum. Clinton fékk nýja diska og var svo heppinn að í tilefni tvö hundruð ára afmælis Hvíta hússins borgaði Sögufélag Hvíta hússins brúsann, 240 þúsund dollara. Postulínið er skreytt með 24 karata gullmynd af húsinu. Bush núverandi forseti keypti postulín, en honum fannst einna helst vanta stór föt, margra hæða kökudiska og púnsskálar. Eftir öll þessi innkaup forver- anna er vandasamt að sjá að McCa- in eða Obama sjái ástæðu til að bæta enn við. Teppin og tebollarnir Blámi Clinton valdi sterka liti. Fínt Ronald Reagan valdi diskana.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.