Morgunblaðið - 26.10.2008, Side 9

Morgunblaðið - 26.10.2008, Side 9
SUNNUDAGUR 26, OKTÓBER 2008  MORGUNBLAÐIÐ Deildir Rauða krossins á Vest- fjörðum tóku þátt í flugslysaæfin- gu á Þingeyri á laugardaginn. Æft var slys þar sem farþegaflugvél með 24 farþegum fórst í lendingu á flugvellinum. Sjálfboðaliðar Dýrafjarðardeildar sinntu slösuðum á svokölluðu söf- nunarsvæði slasaðra sem sett var upp í flugstöðinni á Dýrafjarðar- flugvelli, ásamt björgunarsveita Sjálfboðaliðar annarra deilda á norðanverðum Vestfjörðum settu hins vegar upp söfnunarsvæði að- standenda í grunnskóla Ísafjarðar. Æfingin var kjörið tækifæri til að fara yfir neyðarvarnamál á staðnum og notaði Ísafjarðardeild meðal annars tækifærið til að en- durskipuleggja fjöldahjálparstöði- na á Ísafirði, enda hafa miklar en- durbætur átt sér stað í skólanum. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér frekar neyðarvarnamál Rauða krossins á Vestfjörðum er bent á að hafa samband við Bryndísi Samningaviðræður í Moskvu eru enn á viðkvæmu stigi en á neyðarfundi ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum í dag er ekki búist við að tekin verði nein ákvörðun þar að lútandi. Fjöldi jeppaeigenda sem festi kaup á bílum sínum á myntkörfu- lánum stendur nú frammi fyrir því að greiðslur eru komnar á gjald- daga. Vegna hruns krónunnar eru afborganir margfalt hærri en áæt- lað var þegar samið var um lánin og reynast þær mörgum heimilum þung byrði um þessi mánaðarmót. Jónas Þór Sigurðsson er einn þeir- ra sem þannig lán tóku. „Ég þarf að borga miklu meira af bílnum en Líkur eru á að auk þeirra starfsmanna í bankakerfinu sem þegar hafa misst atvinnu muni fjöldi fólks til viðbótar verða atvinnulaus á næstunni. Margir eru uggandi um stöðu sína og búa sig undir hrinu uppsagna. Ýmis starfsemi tengd bönkunum riðar nú til falls og búist er við að um næstu mánaðarmót muni gjaldþrotum fyrirtækja fjölga til muna. Danski efnahagssér- fræðingurinn Karsten Møller se- gir mega vænta þess að á næstu árum nái atvinnuleysistölur á Íslandi nýjum hæðum og bendir á vissa fylgni milli verðbólgu og Hinn heimskunni friðarsinni Yoko Ono afhenti Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, og dr. Vandana Shiva, umhverfissinna, LennonOno friðarviðurkenningu ársins 2008 við hátíðlega athöfn í Höfða í dag. Yoko Ono, ekkja bítilsins Johns Lennon, stofnaði til LennonOno friðarviðurkenningarsjóðsins til minningar um friðarhugsjónir Lennons fyrir sex árum. Viðurkenningar eru veittar annað hvert ár á afmælisdegi Lennons þann 9. október. Hvorri viðurkenningunni fyrir sig fylgir 50.000$ peningagjöf til styrktar verkefnum í þágu friðar. Forseti Íslands tók við gjöfinni fyrir hönd íslensku þjóðarinnar og afhenti í framhaldi af því fulltrúa Rauða kross Íslands Flugslysaæfing á Þingeyri Rætt við fulltrúa Alþjóða gjaldeyris- sjóðsins, engar niðurstöður liggja fyrir. Fleiri uppsagnir í vændum Yfirvöld íhuga að frysta lánin Krónan óstöðug Friðarverlaun nýtt í þágu ungs fólks á herteknu svæðu- Myntkörfulánin á gjalddaga Atvinnuleysi eykst Útreikningar í gær bentu til að krónan hefði fallið í það minnsta um fimmtung. Heimildir eru fyrir því að áhugi erlendra fjárfesta á krónum hafi verið lítill sem enginn, krónur voru því seldar með ríf- legum afslætti og því fór sem fór. Bandaríkjadalur kostaði á miðvi- kudag 113 krónur en kostar í dag 141,8 krónur. Ein evra kostar í dag 194,7 krónur en kostaði á mið- vikudag 158,9 krónur. Þá kostar ein dönsk króna 24,8 íslenskar krónur. Hún kostaði á föstudag 19,9 krónur. Talsvert misgengi var á opinberu gengi Seðlabankans í gær og því sem erlendir bankar birtu. Útreikningar í gær bentu til að krónan hefði fallið í það minnsta um fimmtung. Heimildir eru fyrir því að áhugi erlendra fjárfesta á krónum hafi verið lítill sem enginn, krónur voru því seldar með rífle- gum afslætti og því fór sem fór. peningagjöfina. Rauði krossinn hyggst nýta verðlaunaféð til að gefa ungmennum í Palestínu og á Íslandi tækifæri til að hafa samskipti sín á milli, með það að markmiði meðal annars að draga úr einangrun ungs fólks sem býr í skugga spennu og ofbeldis. Dr. Vandana Shiva hlýtur friðarviðurkenninguna fyrir ævistarf sitt í þágu umhverfis og friðar í heiminum. Dr. Shiva er kunnur vísindamaður og einn af mestu afreksmönnum veraldar í umhverfismálum. Dr. Shiva er helsti frumkvöðull hreyfingar um lífræna ræktun í Indlandi og stofnaði stærsta samband framleiðenda lífrænna afurða í landinu. Hugmyndir hennar hafa haft grundvallaráhrif á viðhorf til mataræðis á okkar tímum. Hún er höfundur ýmissa rita, þar á meðal bókarinnar ‘Soil Not Oil‘ (Jarðveg, ekki olíu) og hún á sæti í stjórn ýmissa merkra samtaka, svo sem Alþjóða-Framtíðarráðsins (e. World Future Council). Við athöfnina kynnti Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts, útgáfu frímerkis með mynd af Friðarsúlu Yoko í Viðey. Við gerð frímerkisins hefur Íslandspóstur fært sér í nyt áður óþekkta tækni við gerð frímerkja. Þannig hefur andlitsmynd John Lennons verið greipt inn í frímerkið, en með notkun fosfór og útfjólublás bleks í prentun, lýsir myndin við ákveðin birtuskilyrði, rétt eins og Friðarsúlan sjálf. Það er einlæg ósk Yoko Ono að á afmælisdegi John Lennons muni íslenska þjóðin og heimurinn atvinnuleysis í þróuðum ríkjum en hagfræðingar hafa spáð allt að 70% verðbólgu í landinu. Karsten segir af íbúðinni,“ segir Jónas. „Ég hefði aldrei farið út í þetta ef mig hefði órað fyrir þessu. Það er auðvelt að vera vitur eftir á en nú finnst mér eins og ég hafi látið hafa mig að fífli. Ég veit ekki hvernig ég á að ráða fram úr þessu og þetta veldur mér þungum áhyggjum.“ Jónas er þriggja barna faðir í sambúð og festi fyrir fimm árum kaup á íbúð í Grafarvogi. „Nú kemur mynt- körfulánið svo sannarlega í bakið á mér,“ segir hann og bætir við að hann viti um fjölda fólks sem sé í nákvæmlega sömu stöðu og hann sjálfur. „Það verður að gera eitthvað róttækt í þessu. Ég sé fram á að ef lánin verða ekki fryst muni ég fara á hausinn á nokkrum mánuðum. Þó erum við bæði í fullri vinnu og börnin bera meira að segja út blöð. Geir H. Haarde forsætisráðherra segir margt þurfa að skoða þegar kemur að skilyrðum Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og að ekkert sé í hendi hvað viðvíkur láninu frá Rússum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, kom til fundarins í býtið í morgun um það leyti sem blaðið var að fara í prentun og vildi hún ekki tjá sig um efni hans þegar hún gekk inn í Ráðherrabústaðinn. Talið er að efni hans lúti jafnt að erindi ríkisstjórnarinnar til Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og störfum sendinefndarinnar í Moskvu og óstaðfestur orðrómur segir að enn sé uppi á borðinu sá möguleiki að Rússar komi að efnahagsaðs- toðinni við Ísland í samvinnu við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn. Hagfræðingar sjóðsins sem verið hafa Seðlabankanum til ráðgjafar að undanförnu sækja ekki fund- inn. Formaður Vinstri grænna benti enn á framgöngu sjóðsins í Argentínu og sagði hann þar hafa „lagt heilt samfélag í rúst á mettíma.“ Huga verður að stoðum samfélagsins, svo sem menntakerfi og heilbrigðiskerfi, og mikilvægt er að ganga ekki að ströngum kröfum í fljótfærni. Gengi krónunnar féll um 25,6 prósent við opnun gjaldeyrismarkaða í dag og rauk gengisvísitalan upp í 259,6 stig. Vísitalan stóð í 205,7 stigum á miðvikudag. allur sameinast í bæn um frið og stöðugleika í þjóðfélaginu. Klukkan átta í kvöld þegar kveikt verður á Friðarsúlunni mun lag John Lennons hljóma á flestum útvarps- og sjónvarpsstöðvum landsins. Við það tækifæri hvetur Yoko landsmenn til að leiða hugann að friði á jörð og hleypa birtu og yl Friðarsúlunnar inn í hjörtu sín. Kveikt verður á Friðarsúlunni í Viðey í kvöld kl. 20:00. Friðarsúlan er hönnuð af Yoko Ono og reist í samvinnu við Reykjavíkurborg og Orkuveitu Reykjavíkur. Yoko býður almenningi upp á ókeypis siglingar út í Viðey á tímabilinu frá 9.-15. október. Hundrað og fimmtíu manna bátur mun leggja frá bryggju á Skarfabakka kl. 20 alla dagana. Auk viðburðanna á Íslandi óskar Yoko Ono eftir því að fólk haldi áfram að senda friðaróskir á vefsetrið www.imaginepeace.com. Ríflega hálf milljón friðaróska hefur borist vefnum hvaðanæva úr heiminum.           

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.