Morgunblaðið - 26.10.2008, Síða 14

Morgunblaðið - 26.10.2008, Síða 14
14 Viðtal MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 2008 til hagsbóta fyrir íslenskt samfélag.“ – Björgólfur, hefur þessi lánastarfsemi ís- lenku bankanna einhverju máli skipt fyrir ís- lenskt þjóðfélag? Höfum við Íslendingar eitt- hvað hagnast á útrás víkinganna í útlöndum? „Enn einu sinni, Agnes. Við litum á okkur sem alþjóðlegan banka og mér finnst þú hugsa þetta bæði smátt og þröngt. Auðvitað hefur þetta skilað okkur miklum tekjum inn í íslenskt þjóðfélag, bæði í formi skatta og launatekna, og mörg hundruð ungra manna hafa fengið al- þjóðlega reynslu sem mun koma þjóðinni að gagni á komandi árum. Heimurinn er alþjóð- legur í dag, og við verðum að taka þátt í honum sem slíkum. Það getur vel verið, þegar við horfum nú um öxl, að við getum spurt spurningarinnar með nokkrum rétti: Hvaða máli skipti þetta fyrir ís- lenskt þjóðfélag? Hvaða máli skiptir það fyrir íslenskt þjóðfélag að eiga fyrirtæki sem er í flutningastarfsemi, fyrirtæki sem er í versl- anarekstri, fyrirtæki sem er þess vegna í tóm- stundaiðnaði eða skemmtanaiðnaðinum? Það eru kannski slík fyrirtæki sem ganga best í dag. Ég fæ ekki séð að það eigi að vera í verka- hring banka að velja til hvers konar fyrirtækja eigi að lána peninga og meta hvað sé þjóðfélags- lega hagkvæmt að lána út á og hvað ekki. Ég veit ekkert hvers konar lánastarfsemi er þjóð- félagslega hagkvæmari en önnur. Samkvæmt mínum bókum er þjóðfélagslega hagkvæmt að lána til starfsemi sem gefur af sér tekjur og skil- ar til baka ávinningnum inn í þjóðfélagið.“ – Björgólfur, ég skil hvað þú ert að segja en engu að síður er ég að spyrja þig þessarar spurningar vegna þess að frá því að hin svokall- aða útrás íslenskra fyrirtækja hófst, þá hefur alltaf verið látið að því liggja, sérstaklega á há- tíðis- og tyllistundum, hversu gríðarlega miklu máli útrásin skipti fyrir íslenskt þjóðfélag og hver ávinningurinn af henni væri fyrir okkur, Jónana og Gunnurnar. Svo sit ég hér og ræði við þig í dag, og spyr aftur: Björgólfur, hver er ávinningurinn fyrir íslenskt þjóðfélag af útrás- inni? Ekki er laust við að það gæti talsverðrar óþol- inmæði hjá Björgólfi, hann dæsir og segir svo: „Já, það komu tekjur, bæði beint og óbeint. Það er í dag talað í niðrandi tón um svonefnda útrás- arvíkinga. Fyrst vil ég nefna allt þetta unga, vel menntaða og hæfileikaríka fólk, sem fékk vinnu í tengslum við útrásina, bæði í bönkunum og hjá útrásarfyrirtækjunum. Það er ómetanlegur auður fólginn í þessu fólki, auður sem á eftir að skila sér aftur margfalt til samfélagsins.“ – Ertu ekki að tala um unga fólkið, sem þegar er orðið atvinnulaust eða um það bil að missa vinnuna? „Aftur misskilur þú hlutina. Þetta unga fram- sækna fólk kann að missa atvinnuna nú um stundarsakir, en þetta sama fólk býr til nýja at- vinnu, um það er ég sannfærður. Þú getur ekk- ert gengið út frá því sem gefnu, um leið og þú ert kominn á vinnumarkaðinn, að þú hafir örugga atvinnu allt þitt líf. Því miður er ekkert slíkt öryggi fyrir hendi, eða á ég kannski að segja sem betur fer? Stundum verður þú að koma með eitthvað sjálfur. Það er einmitt eitt af því sem er svo heillandi við þetta flókna fyrirbæri, lífið sjálft, að þegar einn gluggi lokast þá opnast þrír nýir. Það er gæfan í þessu og þetta unga fólk mun opna nýja glugga, því lofa ég. Hvað varðar beinar tekjur til þjóðfélagsins af útrásinni títtnefndu, sem þú ert að spyrja um, þá ætla ég að láta nægja að nefna eitt dæmi, sem er nærtækt fyrir mig að nefna, en það er Björgólfur Thor, sonur minn, sem er talinn í hópi útrásarvíkinganna. Hann hefur búið í 21 ár í útlöndum. Hann hefur komið hingað til lands með ákveðnar fjárfestingar og ég veit ekki bet- ur en að þau fyrirtæki, sem íslensku bankarnir og hann fjárfestu saman í, hafi skilað hund- ruðum milljarða inn í þjóðarbúið, hvort sem það er Actavis, símafélög í Tékklandi og Búlgaríu eða önnur félög sem hann hefur verið í forsvari fyrir. Svo verða aðrir að svara fyrir sig. Björgólfur Thor lítur auðvitað á sig sem erlendan fjárfesti, sem hefur með fjárfestingum sínum erlendis skilað miklum tekjum í íslenska þjóðarbúið. Við í Landsbankanum sögðum strax í upp- hafi: Þjóðfélagið okkar er allt of einhæft og við þurfum að renna fleiri stoðum undir efnahags- og atvinnulíf Íslendinga. Bankarnir sáu tæki- færi til þess að verða alþjóðlegir og verða þar með ein af mikilvægum stoðum nútíma íslensks samfélags. Ekki gleyma því heldur, Agnes Bragadóttir, að til þessa var hvatt mjög eindregið af stjórn- völdum. Það voru stofnaðar sérstakar nefndir til þess að koma með tillögur um það hvernig við gætum vaxið og dafnað á alþjóðlegum markaði. Það þýðir ekkert að halda því fram í dag, að við höfum gert allt sem við höfum gert í einhverri allsherjar launung og einangrun. Stuðning og hvatningu stjórnvalda fengum við auðvitað m.a. vegna þess að þær tekjur sem bankarnir sköpuðu skiptu gríðarlega miklu máli fyrir íslenskt þjóðfélag. Tekjur sem við greidd- um til samfélagsins og enginn virðist muna eftir í dag. Þessi erlenda starfsemi okkar þýddi líka, að við vorum að taka peningana heim til Íslands. Innlánin á Icesave-reikningunum hafa ekki bara verið notuð í útlán erlendis. Peningarnir frá Icesave eru hér um allt þjóðfélagið. Af hverju heldur þú að ríkið standi svona vel? Það er m.a. vegna þess, að tekjur af þessum lánum og skatttekjur frá bönkunum hafa gert ríkinu fært að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Það er meginástæðan fyrir því að ríkissjóður er skuld- laus. Hún er ekki sú, að það hafi verið svona óskaplega góð stjórn á ríkisfjármálum, því ár hvert eyddi hvert einasta ráðuneyti langt um- fram heimilaðar fjárveitingar samkvæmt fjár- lögum, en það var einfaldlega hægt vegna þess að það voru nógir peningar til. Af hverju heldur þú að sveitarfélögunum gangi svona vel, þau standi svona vel og séu bú- in að framkvæma svo óhemju mikið á und- anförnum árum? Það er ekki síst vegna þess, að við gátum útvegað þeim lánsfé á undanförnum árum í allar þær framkvæmdir sem þau vildu ráðast í, m.a. með fjármunum frá innlánunum í Icesave. Þess vegna gátu allir keypt það sem þeir vildu. Hér voru nægir peningar, en svo vantaði gjaldeyri. Það sem ríkið átti að sjá um var að halda efnahagslífinu í lagi.“ Kaupæði rann á Íslendinga „Það keyptu allir allt sem þeim datt í hug. Það var bara hugarfarið, hvort sem menn sætta sig við það nú eða ekki. Það þýðir ekkert að segja núna: Þið eruð bara vitleysingar. Þú veist ósköp vel, að kaupæðið sem rann á okkur Ís- lendinga var óskaplegt og ég hygg að þar séu fáir undanskildir. Jeppar voru keyptir í hund- raða vís, sumarhús sömuleiðis og hjólhýsi, svo dæmi séu nefnd, að nú ekki sé talað um alla flatskjáina, raftækin og hvað eina. Íslenskt þjóðfélag gjörbreyttist ótrúlega hratt, ekki síst vegna þess að við gátum útvegað þessa peninga sem ríkið, sveitarfélög, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklingar nutu svo góðs af.“ – Icesave-reikningarnir eru það sem þið í Landsbankanum hafið verið hvað harðast gagn- rýndir fyrir. Menn spyrja í dag hvers vegna í ósköpunum Landsbankinn hafi tekið þá ákvörð- un að gefa út óútfylltan tékka sem á endanum gæti fallið á Íslendinga, sem nú virðist vera að verða raunin. Fjármálaeftirlit beggja landa, Ís- lands og Bretlands, voru fyrir margt löngu farin að atast í ykkur og gera athugasemdir. Hvers vegna hafðist Landsbankinn ekkert að, þrátt fyrir athugasemdir fjármálaeftirlitanna? „Þetta er eins rangt og hugsast getur. Svo virðist sem öll vandamálin sem blasa við þjóð- inni í dag eigi að eiga uppruna sinn í einu máli, stofnun Icesave-reikninganna, en ég held að þeir séu um 10% af erlendum lánum bankanna. Okkur var hælt óspart af öllum erlendum að- ilum fyrir að vera svo forsjálir að dreifa áhætt- unni af lánsfé með þeim hætti sem við gerðum, með stofnun Icesave. Það var ekki þannig að það væru bara tveir til þrír stórir erlendir bank- ar sem lánuðu okkur, heldur bjuggum við okkur til stóran viðskiptamannahóp erlendis, sem var með minni inneignir. Þess vegna var lengi talað um að Landsbankinn stæði best hvað þetta varðaði. Við höfum allan tímann verið undir eftirliti Fjármálaeftirlitsins og annarra, í þessu sem öðru. Við erum búnir að vera að vinna með þeim að því hvernig við ættum að haga þessu. Vissu- lega má til sanns vegar færa, að við hefðum átt að stefna að því fyrr en við gerðum, að fara með starfsemina í Bretlandi í dótturfélag. Við vorum að vinna í því svo mánuðum skipti, í samstarfi við Fjármálaeftirlitið hér heima og við fjármála- eftirlit Bretlands. Fjármálaeftirlitið í Bretlandi gerði kröfu um það að við færðum mikið af eign- um, sem við áttum, yfir til Bretlands, til þess að styðja við Icesave-reikningana. Við vorum í samningum við þá og Fjármála- eftirlitið hér heima var að vinna með okkur í því hvernig við ættum að semja um slíkar eigna- færslur, bæði við Bretland og Holland. Það að flytja mikið af eignum mjög hratt yfir til Bret- lands gat verið hættuleg aðgerð fyrir okkur í Landsbankanum, því við það þurftum við meðal annars að semja um breytta skilmála gagnvart öðrum lánardrottnum okkar og við þurftum að fara mjög varlega í sakirnar svo við fengjum ekki verri kjör eða gjaldfellingu lána í kjölfar slíkra breytinga. En við vorum mjög langt komnir með að semja við Bretana og hefðum ekki þurft nema svona viku í viðbót, þegar aðgerðir gegn íslensk- um bönkum hófust. Það gerðist einfaldlega þannig að þegar Glitnir var tekinn, þá voru allar lánalínur og öll bankasambönd í einu vetfangi rifin af okkur Ís- lendingum. Þá gátum við ekki lifað lengur. Sú aðgerð, ein og sér, er sú hættulegasta og skað- legasta sem framin hefur verið gagnvart ís- lensku þjóðfélagi. Ég held að menn hafi ekki gert sér grein fyrir því hversu alvarlegar afleið- ingar slík aðgerð hefði á flókinn og viðkvæman rekstur banka, sem í eðli sínu er alþjóðlegur. Þetta var á sama tíma og allir seðlabankar heims kepptust við að hjálpa bankakerfum landa sinni.“ – Óttuðust þið aldrei að ef illa færi væruð þið að skuldsetja þjóðina upp á mörg hundruð millj- arða marga áratugi fram í tímann, með því að ákveða að Íslendingar greiddu fyrir þessar bresku innistæður? „Vitanlega hefur aldrei staðið til að skuld- setja íslensku þjóðina til framtíðar vegna Ice- save-reikninganna og það verður ekki gert. Má ég benda á, að ríkið tók yfir allar eignir Lands- bankans með lagasetningunni þann 6. október. Vissulega einnig skuldir hans, en ég er þess full- viss að ef rétt verður farið með þær eignir, þá duga þær fyrir Icesave-reikningunum og gott betur. Það má ekki heldur gleyma því að ríkið tók eignir allra bankanna yfir fyrir ekki neitt með lagasetningunni og þar eru mikil verðmæti. Ég tel það sjálfgefið að ríkið muni síðar selja þessar eignir aftur, að hluta eða öllu leyti, og þar með fær ríkið einnig tekjur. Það er því rangt að vera alltaf að klifa á því að þjóðin verði skuldsett til framtíðar vegna Icesave- reikninganna. Má ekki alveg eins segja, að megnið af ís- lensku þjóðinni hafi verið að skuldsetja sig, þeg- ar hún var að nota peningana, m.a. frá Icesave, á kolröngu gengi og eyða í allt sem við höfum eytt í á undanförnum árum? Í hnotskurn er málið þetta, að því er varðar Icesave-reikningana. Það sérkennilega við þessa umræðu alla er að það er bara talað um skuldir. Það er aldrei talað um eignir. Ríkið tók með einu pennastriki allar eignir og skuldir af íslensku bönkunum. Um síðustu mánaðamót voru eignir í Landsbankanum vel umfram skuldir. Eignir bankanna verða verðminni með hverjum deginum sem líður, en það verkefni sem nú brennur á þeim sem um stjórnvölinn halda í nýju ríkisbönkunum er að tryggja að eignir dugi fyrir skuldum, þar með taldar skuld- ir vegna Icesave. Þegar bankar loka, eins og ríkisstjórnir ann- arra þjóða sjá, þá eru afleiðingarnar slíkar að stórkostleg verðmæti tapast dag hvern. Ég fæ ekki séð að stjórnvöld hér á landi hafi gert sér nokkra grein fyrir því hvers konar hörmungum þau hrundu af stað, eða yfir höfuð rannsakað það á nokkurn hátt, hvaða afleiðingar það kæmi til með að hafa á fjárhag, efnahags- og atvinnulíf allra landsmanna, að taka Glitni með þeim hætti sem gert var. Því sú ákvörðun hratt af stað allri þeirri ömurlegu atburðarás sem síðan hefur verið í gangi dag hvern og sér ekki fyrir endann á. Maður hefði nú gert sér í hugarlund að rík- isstjórnin væri með nákvæma áætlun um það hvernig hún hygðist láta vinna úr málum eftir að ríkið og Fjármálaeftirlitið höfðu yfirtekið bankana en því miður virðist svo alls ekki vera. Það finnst mér dapurlegt, að ekki sé meira sagt. Ég fæ ekki heldur betur séð en fjölmiðlar þessa lands og ekki síst Morgunblaðið, séu bara í því að tala um allt hið neikvæða. Fjölmiðlarnir eru að tala um tapið, fyrirsjáanlegt atvinnuleysi og depurð. Þið eruð ekkert í því að tala um eign- ir bankanna, benda á að fara verði varlega með þær, passa upp á þær, svo að við eigum fyrir skuldum. Þarna finnst mér íslenskir fjölmiðlar hafa brugðist.“ – Er þetta nú alveg sanngjarnt? Síðasta sunnudag var fréttaskýring í Morgunblaðinu, þar sem það var m.a. tíundað að 30. júní sl. hefðu eignir íslensku viðskiptabankanna verið um 900 milljörðum króna meiri en skuldir þeirra. „Ja, þetta er að vísu rétt hjá þér. En það er líka á eina staðnum sem ég hef séð slíkt og það hefur enginn, nákvæmlega enginn, notfært sér þær upplýsingar og öllum virðist standa á sama. Ég fæ ekki betur séð, miðað við þá múgsefjun sem er verið að magna upp í þjóðfélaginu, að svona upplýsingar henti ekki öðrum fjölmiðlum. Fjölmiðlar, Morgunblaðið sem aðrir fjölmiðlar á Íslandi, eiga auðvitað að hafa það að keppikefli að koma réttum upplýsingum á framfæri, bæði jákvæðum og neikvæðum. Í þessu tilfelli upp- lýsingum um að það er algjört forgangsverkefni að verja eignir og greiða sem mest af skuldum Íslands erlendis. Það þekkja það allir frá sínu eigin heimili, að það er ekki bara talað um skuldirnar, heldur er um það rætt hvað heimilið eigi mikið af eignum upp í skuldirnar eða hvort það eigi eignir um- fram skuldir. Heimilið er ekkert annað en smækkuð mynd af samfélaginu í heild.“ Ég gæti grátið – Fólkið á götunni spyr spurninga á borð við þessar: Við höfum tapað hlutafé okkar í Lands- bankanum, við höfum tapað sparifé okkar í pen- ingamarkaðssjóðum, við höfum tapað fjár- munum í lífeyrissjóðum okkar og við höfum tapað peningum í séreignasparnaði og við og börnin okkar höfum verið skuldsett til fram- tíðar, bæði vegna Icesave-reikninganna og vegna þess að nú er verið að taka stórt al- þjóðlegt gjaldeyrislán til þess að bjarga krón- unni. Hverju hefur Björgólfur tapað? Hver er eignastaða hans? „Það er rétt, að nú er verið að undirbúa að taka stórt alþjóðlegt lán til þess að bjarga krón- unni. Krónunni sem hefur verið okkar helsta vandamál síðustu árin og er raunar aðalástæðan fyrir öllum okkar vandamálum, eða öllu heldur stjórn peningamála hér á Íslandi undanfarin ár, það er stóra málið. Ég gæti grátið yfir því hvað margir eru að missa mikið á Íslandi í dag og segi það án þess að blygðast mín. En samt sem áður segi ég þetta, þegar þú talar um fjármuni sem eru að tapast í peningamarkaðssjóðunum, fé í lífeyr- issjóðunum og séreignasparnaðinum: Eign líf- eyrissjóðanna, séreignasjóðanna og hlutabréfa- eignin hefur margfaldast í verði á síðustu árum. Fólk þarf einfaldlega að gera það upp, hversu mikla fjármuni það setti upphaflega í svona fjár- festingar og hversu mikið stendur eftir af upp- runalegu fjárfestingunni. Eru ekki eftir meiri fjármunir, þrátt fyrir allt, en settir voru í slíka sjóði í upphafi? Lífeyrissjóðir og allir þessir aðilar eru búnir Aldrei staðið til að skuldsetja þjóðina og það verður ekki gert ‘‘KAUPÆÐIÐ SEM RANN Á OKK-UR ÍSLENDINGA VAR ÓSKAP-LEGT OG ÉG HYGG AÐ ÞAR SÉUFÁIR UNDANSKILDIR. JEPPAR VORU KEYPTIR Í HUNDRAÐA VÍS, SUMARHÚS SÖMULEIÐIS OG HJÓLHÝSI, SVO DÆMI SÉU NEFND, AÐ NÚ EKKI SÉ TALAÐ UM ALLA FLATSKJÁINA, RAFTÆKIN. ÍSLENSKT ÞJÓÐ- FÉLAG GJÖRBREYTTIST ÓTRÚ- LEGA HRATT ÞVÍ VIÐ GÁTUM ÚTVEGAÐ PENINGANA.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.