Morgunblaðið - 26.10.2008, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.10.2008, Blaðsíða 16
16 Viðtal MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 2008 að hagnast gífurlega á síðustu fimm til sex ár- um. Nú höfum við orðið fyrir höggi, en það þurrkar ekki allt út sem var lagt í sjóðina í upp- hafi. Það sem mér finnst grátlegast, er að fólk sem átti hlutafé í Landsbankanum og öðrum slíkum stofnunum hefur misst allt sitt vegna eins pennastriks. Eign þess var gerð að engu með setningu laganna þann 6. október sl. Ég þekki það auðvitað sjálfur og hef tapað gríðarlegum verðmætum. Þetta er fólkið sem tapar og líka fólkið sem átti peninga í pen- ingamarkaðssjóðunum, vegna þess að banka- bréf í dag eru einskis virði. Fram á seinasta dag í rekstri bankanna í einkaeign voru bréf í viðskiptabönkunum talin vera besta og öruggasta áhættufjárfesting sem nokkur maður gæti farið í. Það var í þeirri trú sem tugþúsundir Íslendinga fjárfestu í hluta- bréfum í viðskiptabönkunum þremur. Hvað mig persónulega varðar, þá var ég auð- vitað talinn eiga mikið í mörgum fyrirtækjum og þar af leiðandi með miklar eignir. En ég skuldaði líka mikið. Sú skuld hefur auðvitað hækkað stórkostlega vegna gengisþróunar að undanförnu. Kannski má miða við að skuldir mínar hafi miðast við að evran kostaði 80 krón- ur, þegar til þeirra var stofnað og hún stendur núna í einum 150 krónum. Því er ljóst, að það er langt um liðið frá því að ég réð við að borga af skuldum mínum. Svo einfalt er það. Þetta þekkja og skilja allir sem eiga sitt eigið húsnæði og eru kannski með húsnæðislánið sitt í erlendri mynt. Svo bætist við að stýrivextir hafa verið yf- ir 15% og þá er vonlaust, bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki, að borga vexti, hvað þá að greiða niður lánin. Ekki er þetta bankanum að kenna. Þetta er ekkert annað en stjórn efnahagsmála, sem ég ætla bara að leyfa mér að kalla óstjórn. Það þýðir ekkert fyrir stjórnmálamenn, Seðlabanka eða Fjármálaeftirlit að hlaupa upp til handa og fóta og benda á okkur og hrópa „Icesave! Ice- save!“ til þess að bjarga sjálfum sér. Þeirra er ábyrgðin og hefur alltaf verið.“ Er í persónulegum ábyrgðum – Átt þú ennþá mikið af eignum? Hverjar eru þær? Eru þær einkum í útlöndum? Hvað hyggst þú gera við þær eignir? Muntu selja þær og koma heim með fjármagn til þess að taka þátt í því með okkur hinum að byggja upp efnahags- og atvinnulíf hér á landi á nýjan leik? „Ég er auðvitað með mikið af lánum hér, bæði í Landsbankanum og víðar, en einnig erlendis. Nær allar mínar skuldir eru með mínu persónu- lega veði. Mér er ekki kunnugt um hvort aðrir hafi gengið í miklar persónulegar ábyrgðir vegna félaga þar sem þeir eiga hlut. Ég skrifa sjálfur upp á mínar lántökur, þannig að það eru ekki bara hlutirnir sem ég á í ólíkum félögum sem eru að veði, heldur ég sjálfur. Í dag veit ég ekki hvernig ég stend, ekki frekar en svo marg- ur annar. Ég og aðrir erum að vinna í því en ég segi það hreinskilnislega, að ég veit ekki hvernig ég kem út úr slíku uppgjöri. Ég á ekkert von á því að það fari vel og get sagt það fullum fetum að það er allt undir hjá mér. Ég skal nefna þér eitt dæmi til útskýringar. Við feðgarnir áttum í Landsbankanum í fyrra, í gegnum eignarhaldsfélag okkar Samson, eitt- hvað á bilinu 130 til 140 milljarða króna. Sú eign okkar í dag er upp á núll krónur. Hvernig á að ráða við slíkt?“ – Hvað segir þú um þá kröfu Björgvins G. Sigurðssonar, bankaráðherra, sem greint var frá í fjölmiðlum í gær, fimmtudag, að þið feðgar og aðrir íslenskir auðmenn seljið allar eigur ykkar erlendis, komið heim með fjármagnið og ráðist í enduruppbyggingu þjóðfélagsins með öðrum landsmönnum? „Það er mikilvægt fyrir mann í hans stöðu að gæta tungu sinnar og vera varfærinn og sam- kvæmur sjálfum sér í öllum sínum gjörðum. Bankamálaráðherra er auðvitað eftirlitsaðili með starfsemi fjármálafyrirtækja. Það er líka mikilvægt að menn notfæri sér ekki í fjölmiðlum svona grafalvarlegt mál í pólitískum tilgangi. Þetta mál þarf að leysa af festu og einurð og all- ir eiga að gera sér grein fyrir sinni ábyrgð.“ – Hver er staða einstakra fyrirtækja þar sem þú ert stór hluthafi? Hvernig stendur Eimskip og hvað verður um þá ábyrgð sem þið feðgarnir ætluðuð persónulega að taka ykkur á herðar? Hvað með Icelandic? Björgólf setur hljóðan við þessa spurningu, hann er dapur á svip, segir svo: „Ég hef haft mestan áhuga á íslensku samfélagi og nánast allar eigur mínar eru í íslenskum félögum. Hér heima hef ég reynt eftir megni að vera þátttak- andi í íslenskum félögum. Ég er stór hluthafi í Icelandic, eða SH, sem hefur verið að berjast við gjaldþrot í gegnum árin. Ég gekk í persónu- lega ábyrgð fyrir Icelandic fyrr á þessu ári, til þess að fyrirtækið gæti lifað og uppbygging- arstarfi félagsins í gegnum tíðina yrði bjargað. Það ræður yfir verksmiðjum og söluskrifstofum um allan heim. Mér vitanlega vildi enginn nema ég skrifa upp á slíka ábyrgð. Mér fannst einfald- lega að þetta væri fyrirtæki og þjóðarverðmæti, sem mætti ekki glatast. Ég kom inn í Eimskip aftur, skömmu eftir að það fór aftur á hlutabréfamarkað. Því miður þekkti ég ekki innviði félagsins nógu vel og vildi nú að ég hefði þekkt þá betur. Þar er spurningin þessi: Er hægt að selja eignir frá fyrirtækinu, fyrir þann pening að það sé hægt að halda starf- semi þess áfram? Mér er engin launung á því, að þar eru miklir erfiðleikar, ekki rekstrarlega heldur vegna skulda sem hafa með gengisþróun og vöxtum hratt og örugglega orðið óbærilegir. Þarna er ég líka í persónulegum ábyrgðum. Nú veit ég ekkert hver staðan er hjá mér og því ekki hvort ég get skrifað upp á eitt eða neitt hvað varðar frekari ábyrgðir fyrir Eimskip. Fjármálalegt umhverfi er þannig í dag að það veit enginn neitt, hvorki ég né aðrir, og því væri rangt af mér að fara að gefa yfirlýsingar um hvað ég hyggst gera. Ég veit ekkert hvað ég get gert.“ – Tónlistarhúsið hefur verið eitt af þínum hugðarefnum. Hvað verður um framtíð Tónlist- arhússins? Munt þú með einhverjum hætti koma að því verkefni eða er hætta á því að öll áform um nýtt Tónlistarhús lognist út af í miðjum klíðum? „Staðan er sú að það er Landsbankinn og rík- isvaldið sem eiga þetta verkefni, Tónlistarhúsið. Þeir verða að taka ákvarðanir um framhaldið. Fyrir mér var þetta brennandi áhugamál, sem þú bendir réttilega á og vitanlega kveð ég þetta stórkostlega verkefni með miklum söknuði. Þótt nú blási á móti trúi ég ekki öðru en núverandi eigendur Landsbankans, þ.e. ríkið ásamt Reykjavíkurborg, ljúki við gerð þessa glæsilega og merkilega húss. Þetta verkefni getur verið þáttur í uppbyggingu hér til framtíðar og skap- að atvinnu, þegar við þurfum hvað mest á henni að halda. Fullgert Tónlistar- og ráðstefnuhús verður mikilvægur þáttur í ferðaþjónustu Ís- lands í framtíðinni.“ Hornsteinar lýðræðisins – Hvað með Árvakur, fyrirtækið sem ég starfa hjá og þú átt ráðandi hlut í? Muntu eiga áfram ráðandi hlut í Árvakri og hverja sérðu framtíð þess félags? „Útgáfa frjálsra dagblaða er einn af horn- steinum lýðræðisins. Fyrir því geri ég mér fulla grein. Reksturinn hjá Árvakri og öðrum blöðum er þannig að pappír og allur aðflutningur hefur margfaldast í verði og skuldir á prentsmiðjunni hafa einnig margfaldast, þannig að reksturinn getur ekki staðið undir þessu. Við höfum því reynt að ráðast í allar þær aðgerðir, sem okkur voru færar, til þess að tryggja að þessi blöð komi áfram út. Mín sýn var sú, og það vita þeir sem unnu með mér, að ég vildi koma málum í það horf að við gætum þegar við værum komnir fyrir vind, reksturinn farinn að standa undir sér og Árvak- ur kominn á réttan kjöl, komið Árvakri í dreifða eignaraðild. Ég taldi að fyrst þyrftum við að ná tökum á rekstrinum, svo myndum við dreifa eignaraðild- inni. Öll slík áform hafa farið úrskeiðis, ein- göngu vegna utanaðkomandi aðstæðna, geng- isþróunar, vaxtakostnaðar og gífurlega hækkandi verðs aðfanga á sama tíma og auglýs- ingatekjur hafa hrunið. Ég veit ekkert um stöðu mína í dag, eins og ég sagði áðan, svo ég treysti mér ekki til þess að segja neitt á þessari stundu, annað en það að ég vona að Morgunblaðið standi allt af sér eins og það hefur gert hingað til.“ – Nú hefur verið ákveðið að bankahrunið á Ís- landi verði kannað ofan í kjölinn. Forsætisráð- herra sagði hér í Morgunblaðinu fyrir hálfum mánuði að hann væri hlynntur því að gerð yrði svonefnd hvítbók, þar sem allt væri til rann- sóknar og reyndust menn hafa farið á svig við lögin, yrðu þeir látnir sæta ábyrgð. Hver er þín skoðun á rannsókn og hvítbók? „Vegna okkar allra er algjörlega nauðsyn- legt, að það fari fram nákvæm rannsókn á öllum þáttum þessa máls, sett í alþjóðlegt samhengi við mestu fjármálakreppu allra tíma. Ég fagna því orðum forsætisráðherra. En í þessu sambandi vil ég leggja áherslu á að það er jafnmikilvægt að rannsökuð séu til hlítar samskipti, ákvarðanir og framkvæmd á öllu því sem kom frá ríkisstjórn og Seðlabanka og forsendur þeirra ákvarðana sem teknar voru, sem voru svo afdrifaríkar fyrir okkur öll. Það þarf að komast til botns í því hvaða áætl- anir lágu fyrir hjá þessum aðilum um það hvernig brugðist yrði við, ef svona alvarleg bankakrísa dyndi á okkur. Seðlabankinn og rík- isstjórnin hafa ítrekað haldið því fram und- anfarnar vikur að miklar áhyggjur hafi verið af því, á þeirra vígstöðvum, að við gætum farið mjög illa út úr slíkri krísu, og því finnst mér það bara vera réttlát krafa að upplýst verði hvers konar aðgerðaáætlun þeir voru með undirbúna. Í þessum efnum finnst mér það vera grund- vallaratriði að það verði fengnir hæfustu sér- fræðingar sem við getum fundið til þess að brjóta mál til mergjar, því hvorki einstaklingar né stjórnvöld geta verið dómarar í eigin sök og þetta mál er of stórt til að við tökum áhættuna af því að það verði ekki rannsakað til hlítar. Persónulega hef ég slæma reynslu af því þegar yfirvöld standa sjálf fyrir rannsókn og geta í raun stýrt því í hvaða farveg rannsókn er beint, án þess að sæta nokkru aðhaldi. En aðalatriðið er að þetta sé gert hlutlaust, faglega og uppbyggilega. Það er ekkert einkennilegt að þetta sé mín skoðun á íslensku réttarfari. Það er nýútkomin bók þar sem hæstaréttardómari, sem jafnframt er formaður réttarfarsnefndar, er ásakaður um að hafa brotið mörg lög í opinberu starfi.“ Trú á íslensku þjóðinni – Hvað hefur reynst þér persónulega erfiðast í þeim ósköpum sem dunið hafa yfir und- anfarnar vikur? Hvernig líður þér? Hvað hefðir þú viljað gera öðru vísi? Þegar þeim látum linn- ir, sem nú ganga yfir, hvað mun þá taka við hjá Björgólfi Guðmundssyni? Hvar sérð þú þig að fimm árum liðnum? „Auðvitað hefði ég viljað gera ýmislegt öðru vísi. Það get ég sagt núna. Ég tek fulla ábyrgð á því sem ég hef gert. Ég get ekki gert neitt annað en biðjast afsökunar á því, ef ég hef gætt hags- muna hluthafa Landsbankans og annarra illa, en ég hef í alla staði reynt að gera mitt besta. Mér líður auðvitað ekki vel. Það segir sig nú eiginlega sjálft, ekki satt? Ég finn það dag hvern að það er mikið sótt að mér úr mörgum og ólíkum og stundum óvæntum áttum. Það tek ég nærri mér. Ég tek það líka nærri mér að það virðist búið að taka um það eins konar þjóð- arákvörðun að allt sem misfarist hefur sé Landsbankanum að kenna. Það er óréttmætt og hver og einn ætti að gæta að ábyrgð sinni. Við berum auðvitað skyldur og öxlum þá ábyrgð sem okkur ber, en þetta mál er miklu stærra en svo að hægt sé að halda því fram að sökin sé bara okkar. Þar koma allir að. Það er alveg sama hvaða stöðu menn gegna í þjóðfélag- inu. Það bera allir ábyrgð, að vísu mismikla, en engu að síður tel ég að fáir séu undanskildir. Ég á góða fjölskyldu, sem stendur þétt og vel saman. Á meðan svo er og heilsan er þokkaleg, þá ætla ég ekki að kvarta. Það sem ég sakna mest, svona dags daglega, eru samskiptin við starfsfólk Landsbankans. Þar hef ég eytt síðustu sex árum, ekki sem starfsmaður heldur sem hluthafi og stjórn- arformaður og kynnst starfsfólki bankans og tekið þátt í daglegu lífi þess í bankanum. Það þótti mér vænst um, ásamt öllum þeim sam- félagslegu verkefnum sem ég hef verið að sinna, nánast dag hvern. Ég sakna þess að geta ekki áfram tekið þátt í þeim. Ég hef mikla trú á íslensku þjóðinni og fáar þjóðir eiga eins miklar náttúruauðlindir og við Íslendingar. Ég þekki yngra fólkið vel, hef unn- ið mikið með því og veit að í því býr ótrúleg upp- spretta svo mikils góðs, að við verðum fljót að koma okkur á réttan kjöl aftur. Það munu fæð- ast margar nýjar og skapandi hugmyndir og kannski verður hér til ný hugsun í ótal málum. Það er gleðilegt, en við verðum að hætta að leita alltaf að sökudólg. Við verðum að hugsa og haga okkur eins og fólk sem er að reyna að leysa vandamál. Það leysir vandamálin með því að skoða bæði það sem fór úrskeiðis og það sem vel var gert og hvernig við á þeim grunni leysum málin best og byggjum upp til framtíðar.“ Björgólfur brosir í fyrsta og eina skiptið í við- talinu og segir að lokum: „Ég verð kannski að þjálfa fimmta flokk í KR eftir fimm ár! Minn áhugi hefur alltaf legið í samfélagslegum verk- efnum og ef einhver hefur áhuga á því að nýta mína krafta með þeim hætti eða öðrum, þá er ég alltaf reiðubúinn að vinna. Ég hef unnið mikið alla mína ævi. Ég hef verið sjálfstæður alla mína ævi. Ég hef verið fátækur og ég hef verið ríkur, svo ekkert kemur mér á óvart. Ég mun bara halda áfram að lifa lífinu lifandi.“ ‘‘ÉG SKRIFA SJÁLFUR UPP ÁMÍNAR LÁNTÖKUR, ÞANNIG AÐÞAÐ ERU EKKI BARA HLUT-IRNIR SEM ÉG Á Í ÓLÍKUM FÉLÖGUM SEM ERU AÐ VEÐI, HELDUR ÉG SJÁLFUR. Í DAG VEIT ÉG EKKI HVERNIG ÉG STEND, EKKI FREKAR EN SVO MARGUR ANNAR. Allir krakkar sem mæta fá fría jólahúfu. Erum staðsett í sama húsi og Office1 Skeifunni 17 Kíkið við á alvöru jólamarkað. Jólapappír, jólakort, jólagjafir, seríur og allt sem tengist jólunum á ótrúlegu verði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.