Morgunblaðið - 26.10.2008, Síða 19
19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 2008
Mamma er staðfastur sveimhugi
Gunnar Theodór „ Hún mamma
hefur alltaf verið til staðar í mínu
lífi. Þess vegna hef ég aldrei hugs-
að út í það hvenær ég man fyrst
eftir henni. En það hlýtur að vera
í Skaftahlíð 9, þar sem við áttum
heima fyrstu 8 árin hjá mér. Hún
hefur alltaf verið ofsalega ljúf. Ég
var alltaf sjálfstæð ur og hún var
ekkert að ráðskast með mig. Nú
vinn ég með börn á frístundaheim-
ili Hlíðaskóla, en ekkert slíkt var í
boði þegar ég var barn. Ég fór
bara heim, þegar skólinn var bú-
inn. Ég var lyklabarn. Þegar ég
var 8 ára í Ísaksskóla fluttum við í
Vesturbæinn og ég tók einn
strætó fram og aftur. Ég var ein-
mitt að tala við mömmu um
þetta um daginn, hvort hún
hefði treyst mér svona vel.
Hún játaði að hafa verið
smeyk í byrjun en treysti
mér og ég reyndist vand-
anum vaxinn.
Tónlistin tengir
okkur saman
Ég man eftir
gönguferðum og
fjöruferðum. Og
við fórum oft
með systkinum
hennar og
börnum þeirra
í ferðalög út
fyrir bæinn,
meðal annars
á berjamó.
Píanóið
hefur alltaf
verið tengt
mömmu.
Það er svona okkar. Tónlistin
tengir okkur saman. Bæði pabbi
og mamma lásu fyrir mig og ég
hlustaði á spólur, sem þau lásu inn
á. Ég las sjálfur inn á spólu, en
þoldi ekki að hlusta á hana og tók
yfir lesturinn. Svo lá ég í æv-
intýrabókum, þetta voru sömu
bækurnar og ég er að lesa fyrir
börnin núna. Mamma er með ein-
staka hæfileika til að vinna í törn-
um. Ég man aldrei eftir því að ég
mætti ekki leika mér heima, þótt
hún væri að vinna. Það var aldrei
hrópað á þögn. Ég vissi auðvitað
vel af því að hún væri rithöfundur.
Ég var 8 ára þegar Snorri í Húsa-
felli kom út. Það var alltaf sérstök
stemning þegar bók kom
út. Þegar kassinn með
fyrstu eintökunum
birtist, þá var hún
svo glöð og stolt og
við urðum öll svo
glöð og stolt. Þetta voru svona
litlujól á heimilinu, sannkölluð
bókajól.
Pælir oft upphátt
í hlutunum
Mamma er góð manneskja.
Hún er bæði sveimhugi og stað-
föst kona. Stundum þegar ég er
að tala við hana, þá er hún allt í
einu komin út í eitthvað allt ann-
að, hefur gripið eitthvað sem fór
hjá og ég verð að byrja upp á
nýtt. Hún segir beint út það sem
henni dettur í hug og pælir oft
upphátt í hlutunum. Hún getur
farið í svo margar áttir. Svo er
hún ákaflega staðföst í því sem
hún vill. Og hún hefur alltaf
hvatt mig og stutt. Hún er líka
mjög kjörkuð kona og alltaf til í
að takast á við eitthvað nýtt. Það
sýndi hún til dæmis með bókinni
Kalt er annars blóð. Þar réðst
Kannski er ástæðan sú að ég
þekki hana svo vel. Hún hefur
aldrei haldið bókum sínum að mér
og hún segist skilja það vel að ég
hafi ekki lagt í að lesa neina frá
upphafi til enda. En ég hef skýr
fyrirmæli um það að þegar ég á
endanum setzt niður til að lesa
bók eftir hana, þá á það að vera
fyrsta bókin; Júlía.
Þótt ég hafi farið utan til náms
og sé nú fluttur að heiman hefur
mér aldrei fundizt nein fjarlægð
milli okkar mömmu. Þegar við
hittumst þá tökum við upp þráð-
inn einsog það hafi gerzt í gær.
Við erum í sérstaklega góðum fíl-
ingi á morgnana.
Mamma er nátengd dýraríkinu
og pælir mikið í tengingum milli
manna og dýra. Það hafa alltaf
verið kettir heima hjá okkur, oft-
ast tveir og kettir koma oft fyrir
í bókum hennar.
Hún hefur smitað mig af dýra-
áhuganum og hann skilar sér í
verkunum mínum.
Ég veit til dæmis um tilvik þar
sem við höfum unnið með sömu
pælinguna í ólíkum myndum, ég í
masters ritgerð minni og hún í
glæpasögu, án þess að vita af því
hjá hvoru öðru. Þá yfirfærðum
við hryllinginn í dýraslátrun yfir
á mannfólk, nánar tiltekið hrein-
dýraverkun. Ég las ekki söguna
hennar, né hún ritgerðina mína,
þetta eru bara tengingar okkar á
milli. Þá er erfitt að vita hver
hefur áhrif á hvern og það er
mjög fallegt samband. Mér finnst
gaman að fá að kynnast mömmu
sífellt betur.“
‘‘ÞÓTT ÉG HAFI FARIÐ UTAN TIL NÁMSOG SÉ NÚ FLUTTUR AÐHEIMAN HEFUR
MÉR ALDREI FUNDIZT
NEIN FJARLÆGÐ MILLI
OKKAR MÖMMU.
Hann fæddist 9. janúar 1982. Eftir stúdentspróf við
MR fór hann í bókmenntafræði í Háskóla Íslands
með listfræði sem aukagrein. Lokaritgerð hans
var um myndasögur. Hann nam síðan kvikmynda-
fræði við háskóla í Amsterdam og kláraði mast-
erinn þar. Þegar hann kom heim aftur hóf hann
starf á frístundaheimili Hlíðaskóla, þar sem hann
hefur starfað síðan. Í haust hóf hann dokt-
orsnám í bókmenntafræði við H.Í.
Fyrir smásöguna Vetrarsögu, sem er hryllings-
saga um jólasveinana, fékk Gunnar Gaddakylfuna
2005 og fyrir sína fyrstu bók, Steindýrin, hlaut
hann í vikunni Íslensku barnabókaverðlaunin.
GUNNAR THEODÓR EGGERTSSON
hún ekki á garðinn þar sem hann
er lægstur með tengslunum við
Njálu. Fólk sem maður þekkir
vel er allt af að koma manni á
óvart. Hún kemur öðrum á óvart
með því hversu flínkur píanóleik-
ari hún er. En ekki mér. Aftur á
móti kom það mér á óvart, þegar
ég gerðist grænmetisæta hvað
hún var vel inní þeim hlutum. Ég
vissi reyndar að hún hafði þefað
af þeim lífsmáta sjálf, en ekki að
hún hefði eldað grænmetisfæði á
veitingastað í Mexíkó. Og þótt
hún komi mér ekki á óvart í pí-
anóleiknum, þá er ég alltaf að
uppgötva hvað hún er með margs
konar tónlist á hreinu. Ég er að
ganga aftur í tónlistarsmekk og
uppgötva gömul lög, sem ég ætla
að láta koma henni á óvart, en þá
þekkir hún þau einsog ekkert sé.
Í góðum fíling á morgnana
Nei, ég hef aldrei lesið heila bók
eftir hana; bara búta og brot.