Morgunblaðið - 26.10.2008, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.10.2008, Blaðsíða 21
um þessum ráðum.“ Stóru liðirnir verða líka að bíða. „Við höfum þegar slegið af lagningu stokks undir Mýrargötu, sem hefði kostað borgina 3-4 milljarða. Við er- um enn að fara yfir allar fram- kvæmdir, hvort fresta megi þeim eða hætta við þær. Viðmiðið er alltaf, hvernig ákvarðanir okkar snerta grunnþjónustuna. Hún verður að halda, það er algjört skilyrði.“ Reykjavíkurborg er háð lántökum til framkvæmda og því sjálfhætt með sum verkefni. Sveitarfélögin eru reyndar að leita að lánum í samein- ingu og vonandi skilar það fram- kvæmdafé. „Við metum líka fram- kvæmdir út frá því hversu mannfrekar þær eru. Við ætlum eftir fremsta megni að tryggja atvinnu í borginni, svo mannfrekar fram- kvæmdir verða frekar fyrir valinu, á meðan aðrar eru skornar niður. Við erum vissulega að stíga á bremsurn- ar, en ekki klossbremsa svo allt stöðvist.“ Sameiginlegt átak Hanna Birna er ánægð með sam- stöðuna í borgarstjórn. „Meirihlutinn og minnihlutinn hafa starfað að þessu saman. Og svo vel hefur tekist til að nú erum við líka að starfa saman að gerð fjárhagsáætlunar næsta árs, sem við þurfum auðvitað að endur- skoða í ljósi stöðunnar. Hingað til hef- ur fjárhagsáætlun alltaf verið ein- göngu á könnu meirihluta hvers tíma, án nokkurrar aðkomu minnihlutans. Vonandi tekst okkur að vinna þetta sameiginlega. Ef Reykjavíkurborg, þar sem fólk hefur deilt hart á und- anförnum mánuðum, nær að taka upp þetta vinnulag, þá ættu aðrir að geta gert slíkt hið sama. Almenningur kærir sig ekkert um óþarfa pólitískt hanaat á þessari stundu. Nú eru margfalt mikilvægari hlutir undir en að einn stjórnmálamaður rífist við annan um hver hafi rétt fyrir sér um ákveðin mál. Við verðum að vinna öll að sama markmiði, að styðja við fjöl- skyldurnar í borginni. Það er lífs- nauðsynlegt. Nærþjónustan verður til staðar, borgarbúar þurfa ekki að óttast annað. Ég geri mér alveg grein fyrir að það sem er fólki efst í huga núna er að haldið sé uppi þjónustu fyrir börn, eldri borgara og þá sem eru hjálparþurfi. Við ætlum að tryggja að svo verði. Það er það sem skiptir mestu máli.“ Lausnir – ekki átök Hanna Birna er þeirrar skoðunar að vinnulag í stjórnmálum skipti máli. „Ég hef lengi haft þá trú að aðferðir í stjórnmálum eigi að breytast í þá veru að áherslan verði meira á sam- eiginlegar lausnir, fremur en hefð- bundin átök og ágreining. Stjórn- málin þurfa að þróast og þau fá til þess fleiri tækifæri ef við gætum þess að festast ekki í vinnulagi sem miðar einkum að kröftugri aðgreiningu meirihluta og minnihluta, heldur eig- um við að leyfa okkur að leita nýrra lausna með nýjum aðferðum. Með því er alls ekki verið að taka pólitíkina úr stjórnmálunum, heldur miklu frekar verið að skerpa það sem mestu skipt- ir og leggja áherslu á lausnir þar sem samstaða ríkir í stað þess að skerpa stöðugt á andstæðunum. Ég er sann- færð um að með slíkum áherslum fæðast nýjar lausnir og ég er sann- færð um að þannig nýtast kraftar okkar stjórnmálamanna almenningi í landinu betur. Þær aðstæður sem við lifum við núna kalla á slíkar aðgerðir og mér finnst borgarstjórn Reykja- víkur með sinni sameiginlegu vinnu hafa sýnt borgarbúum hvers hún er megnug, enda margt gott og öflugt fólk þar.“ Hanna Birna segir aðalatriðið að standa saman og láta tímabundna erfiða stöðu ekki hafa of neikvæð áhrif á það hvernig við horfum fram á veginn. ,, Ég vona að við berum gæfu til að halda áfram að byggja upp sam- félag tækifæra, jafnréttis og krafts en ölum ekki á sundurlyndi, ásökunum og gremju. Við erum öflug þjóð og fyrsta flokks samfélag. Unga fólkið okkar, börnin og framtíðin eiga það eitt skilið að Ísland verði hér eftir sem hingað til besti staður sem hægt er að hugsa sér að búa á.“ 21 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 2008 LAGERSALA Flott verð Nýbýlavegi 12, Kóp. • Sími 554 4433 Opið virka daga kl. 11-18, laugard. kl. 11-15 Radisson SAS Saga Hotel Sími: 525 9900 hotelsaga@hotelsaga.is www.hotelsaga.is P IP A R • S ÍA • 81 94 5 Kvöldstund í Súlnasal hefst með rómuðu jólahlaðborði Hótels Sögu. Borðhaldið er svo fullkomnað með kostulegri skemmti- dagskrá Arnar Árnasonar, Óskars Péturssonar og Jónasar Þóris. Að því loknu leikur hin ástsæla hljómsveit Saga Class fyrir dansi fram á rauða nótt. Jólahlaðborð, skemmtun og dans í Súlnasal Hótels Sögu. Pantaðu borð núna í síma 525 9900. Nánari upplýsingar á www.hotelsaga.is. Jólahlaðborð með skemmtun og dansi í nóvember og desember: 21. nóv. 22. nóv. 28. nóv. 29. nóv. 05. des. 06. des. 12. des. 13. des. jólahlaðborð á Sögu Fjörugt ‘‘VIÐ FÖRUM YFIR ALLAKOSTI TIL ÞESS AÐTRYGGJA AÐ VIÐ HÖFUM EFNI Á ÞVÍ SEM ÖLLU MÁLI SKIPTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.