Morgunblaðið - 26.10.2008, Blaðsíða 22
22 Hagsýni
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 2008
Verðmunur milli verslana getur verið mjög mikill og eins borgar sig að fara eftir til-boðum vilji maður spara. Þetta á kannski ekki síst við þegar um er að ræða dýrarimatvæli eins og kjöt. Þá geta magnkaup líka borgað sig ef maður á annað borð á góð-
an frysti og pláss í honum. Margir benda á að ekkert þýði að fá húsbóndann til að færa sig yfir
í meira grænmetisfæði og baunir, hann vilji fá sitt kjöt, en jafnvel þótt ekki sé farið út í stór-
vægar aðgerðir heldur kjötskammturinn bara minnkaður aðeins má ná fram verulegum sparn-
aði yfir árið. Þannig getur fjögurra manna fjölskylda sem borðar fína kjötmáltíð einu sinni í
viku sparað rúmar 20.000 krónur yfir árið með því einu að minnka kjötbitann úr 200 grömm-
um niður í 150 grömm á mann. Þetta er miðað við 2.000 króna kílóverð, en eftir því sem kjötið
verður dýrara fer grammafjöldinn að vega þyngra í áhrifum sínum á peningaveskið.
Grænmetis-, korn- og baunaréttir eru ódýrari kostur en kjöt og fiskur og með því að velja
baunir oftar sem prótíngjafa má spara mikið. Þeir hagsýnustu kaupa baunir til að leggja í
bleyti og geyma svo í frysti til að flýta fyrir matreiðslunni, en þyki fólki það flókið eða tíma-
frekt eru niðursoðnar baunir af ýmsu tagi, til dæmis kjúklingabaunir og nýrnabaunir, einnig
góður og ódýr kostur. Baunamauk mætti líka fara mun oft-
ar á samlokuna í stað skinku eða annars kjötáleggs.
Morgunmaturinn og nestið eru fastir liðir í dag-
legum neysluvenjum sem geta breytt miklu um mat-
arkostnaðinn yfir árið. Hafragrautur á morgnana er
mun ódýrari en morgunkorn og ekki spillir að hann
er bæði hollur og fljótlegur. Dýrastur verður morg-
unbitinn svo ef fólk gefur sér ekki tíma til að borða
í rólegheitum heldur kaupir brauð og drykk í bak-
aríi eða sjoppu á leið til vinnu eða er með alls
konar tilbúna drykki, duft og stykki, hvort sem
það eru morgunkornsstykki, hnetu- og ávaxta-
lengjur eða prótínstangir.
Margir mikla eflaust eldamennskuna fyrir
sér og það er mjög misjafnt hversu vel fólk
kann til verka. Mikill áhugi er þó almennt á
eldamennsku, en heimilisfræðin hefur
samt fengið allt of lítið vægi í grunn-
skólanámi nema kannski helst á
þeim stöðum sem hún er í boði sem
valáfangi á elstu stigum grunn-
skóla og í framhaldsskóla. Það er
nauðsynlegt að allir læri að hafa
ákveðna tilfinningu fyrir eig-
inleikum matvæla, meðhöndlun
þeirra, gæðum og almennri um-
gengni við mat. Sú þekking þarf að
koma bæði frá heimilum og skóla
og byrja sem fyrst á lífsleiðinni.
Tilboð og magnkaup
Morgunblaðið/Ómar
Þ
að er verulega skemmtilegt að fara
út að versla með manneskju sem
kann til verka, ekkert hik eða fum -
fundnar þær vörur sem við á og
engar vangaveltur eða freistingar
eru „í boði“, eins og segir í leikskólum nú-
tímans.
Anna Sigríður Ólafsdóttir doktor í næring-
arfræði gengur vasklega til verks. En þótt
hún beinlínis ljómi af framkvæmdagleði þá
hindrar það hana ekki að segja mér í framhjá
hlaupi frá því hvernig það bar til að hún lagði
þessa atvinnugrein fyrir sig.
„Matur og kennsla í heimilsfræði var tals-
vert áberandi þáttur í skólalífi mínu í Svíþjóð,
en þar ólst ég upp frá 7 ára aldri. Foreldrar
mínir voru þar í námi. Ég er elst fjögurra
systkina, fædd 1974, og hef þess vegna verið
einhverskonar „sveinsstykki“ hvað matarræði
snertir á æskuheimili mínu,“ segir Anna Sig-
ríður og handleikur baunadósir sem hún segir
að séu handhæg og góð kaup, það sé nefnilega
ekki alltaf tími til að bíða eftir að baunir í
bleyti nái að verða eins mjúkar og nauðsyn-
legt sé vegna matreiðslunnar.
„Ég kom tíu ára heim til Íslands, í skóla-
nestisumhverfið sem þá var veruleiki skóla-
krakka. Mér fannst það skelfilega leiðinlegt,
ég saknaði skólamatarins mjög mikið. Hið
góða var að þar sem ég bjó út á landi þá þurfti
ég að ganga úr í og í skóla, líka í matartímum.
Það var hollt og gott.“ En var sænski skóla-
maturinn svona góður? „Nei, ég var svolítið
matvönd og það þættu ekki góðar uppeld-
isvenjur í dag að láta krakka sitja eftir af því
að hann kláraði ekki matinn sinn. Þannig var
það oft hjá mér. Fyrir matvant barn gerði
þetta illt verra. Einkum var ég ódugleg að
borða soðið grænmeti sem ég er raunar mjög
hrifin af nú. Það er al gengt að börn séu dug-
leg að borða hrátt grænmeti en vilji það miklu
síður soðið.“ Anna Sigríður er læknisdóttir,
skyldi það hafa haft áhrif á neyslu venjur fjöl-
skyldunnar að faðirinn er læknir.
Var matvant
Hollt og gott
Anna Sigríður kaupir
inn með hagkvæmni
og hollustu að leið-
arljósi.
Eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur
gudrung@mbl.is
Mesti sparnaðurinn felst í því aðskella á sig svuntunni, draga úrskyndibitainnkaupum og sjoppu-fæði, fara sjaldnar út að borða og
venja sig á skipulögð innkaup og matseðil.
Hver kannast ekki við að vera að fara að elda
og hætta svo við af því að þetta eða hitt er ekki
til í skápnum. Ég er reyndar viss um að því
þjálfaðra sem fólk er í að „spinna“ sig áfram í
eldhúsinu og vinnur frjálst í stað þess að fylgja
uppskriftum í þaula, gengur betur bæði að elda
og spara.
Það er auðvitað ekki sama hvað fer ofan í
innkaupakerruna. Flestir vita að innkaupin
eiga það til að verða stærri og karfan fyllist
frekar af alls konar óþarfa ef farið er svangur
að versla, eins er innkaupalistinn lykilatriði í að
halda matarreikningnum innan marka því
freistingarnar leynast um alla búð og það er
auðveldara að sjá hvað maður þarf ef búið er að
leggja línurnar, átta sig á hvað er til heima,
hvað stendur til að elda og hvað á eftir að enda
úti í tunnu í stað þess að nýtast kroppnum. Það
er dýrt að henda! Ending matvæla skiptir auð-
vitað líka máli í þeim efnum, salatblöð sem eru
farin að verða slöpp eftir einn til tvo daga í ís-
skápnum verða sjaldan að magafylli en hvítkál-
ið sem einmitt fylgir haustinu ásamt öllu góða
rótargrænmetinu er harðgert og endist vel.
Besta verðið er almennt á þeim ávöxtum og
grænmeti sem eru á uppskerutíma og þar sem
framboð er mikið – á þeim tíma er varan líka al-
mennt ferskust og best. Verðmunurinn þarna
er líka mjög mikill og gott að hafa í huga við öll
innkaup hvert kílóverðið er og hversu stór
venjulegur skammtur er. Þar sem við erum
komin í grænmetisdeildina er líka vert að at-
huga fleiri tegundir – sumir kaupa til dæmis
forþvegið og niðurskorið og velja kokkteiltóm-
ata og mínígulrætur þegar hefðbundna stærðin
er mun ódýrari. Í ráðleggingum um mataræði
er lögð áhersla á að fólk neyti fjölbreytts fæðis
og fjölbreytnin á líka að ná til hvers fæðuflokks.
Fimm á dag ætti til dæmis ekki að vera fimm
gulrætur heldur fimm mismunandi tegundir,
2-3 tegundir af ávöxtum og annað eins af græn-
meti. Til að tryggja fjölbreytni næringarefna
sem þessi hollu matvæli veita er gott að huga að
litunum; eitthvað rautt, gult, grænt, hvítt og
blátt. Það þýðir samt ekki að við verðum að
velja bláber á háu verði heldur má auðveldlega
velja innan þeirra tegunda sem eru á viðráð-
anlegu verði hverju sinni. Það getur líka borgað
sig að skoða vel verðmerkingar og fylgjast með
við kassann hvort maður fái ekki vöruna örugg-
lega á réttu verði. Skemmst er að minnast þess
að Neytendasamtökin bentu á að ódýrustu ban-
anarnir væru vel faldir neðst á bananastand-
inum því seld eru fleiri en eitt merki í sömu
búð, og eins er því miður allt of algengt að vit-
laus tegund epla sé stimpluð inn við kassann.
Það leynir sér ekki þegar farið er út að kaupa í matinn að verðlag hefur hækkað mjög mikið að
undanförnu. Anna Sigríður Ólafsdóttir prófessor í næringarefnafræði gefur góð ráð um hvað hafa
ber í huga þegar fólk vill spara án þess að það komi niður á heilsu þess.
Hollusta og sparnaður
eiga oft samleið