Morgunblaðið - 26.10.2008, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 26.10.2008, Qupperneq 27
Tíska 27 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 2008 Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur ingarun@mbl.is Þ að var kannski vel við hæfi að tískuvikan í Los Angeles hæfist á sýningu á fatalínum sem eru á einhvern hátt umhverfisvænar. Þrátt fyrir að íbúar stórborgarinnar séu þekktir fyrir að keyra um allt á einkabílum eru þeir líka hrifnir af því sem náttúrulegt er og heilsu- samlegt. Umhverfisvæn tíska fellur að minnsta kosti í kramið um þessar mundir. Leikkonan Maggie Gyllenhaal kynnti fyrr í mánuðinum tískusýningu fjögurra hönnuða undir nafninu „Fashionably Natural“, eða „Náttúrulega í tísku“. Fyr- irtækið Gen Art, sem styrkir upprenn- andi fatahönnuði, kvikmyndagerðarfólk og fleiri efnilega listamenn, var einn helsti bakhjarl sýningarinnar, en fata- merkin Bridgid Cattis, Popomomo, The Battalion og Velvet Leaf kynntu kom- andi vor- og sumarlínur sínar. Efni úr bambus og soja Stíll hönnuðanna var fjölbreytilegur og undirstrikar að vistvæn tíska minnir ekki bara á ljósbrúna strigapoka og er ekki einvörðungu fyrir hippa. Efnin sem notuð voru í fatalínunum eru til dæmis úr soja, bambus og sérstöku silki og líka voru þau endurunnin úr gömlum fötum. „Sjálfbær tíska verður mikilvægari með hverju árinu sem líður ef litið er til þess hvað er að gerast með um- hverfi okkar,“ er haft eftir Ian Gerard, stofnanda og framkvæmdastjóra Gen Art á umhverfisvefnum Tree- hugger.com. „Það er mjög gott að sjá vistvænt viðhorf endurspeglast í tísku rétt eins og í öllu frá litlum neyt- endavörum til bíla. Við erum mjög ánægð með fyrstu grænu tískusýninguna okkar,“ sagði hann en sýningin var allavega sú stærsta sem Los Angeles-borg hefur haldið á vistvænni tísku hingað til. Lítum nánar á merkin fjögur. Raissa Gerona hannar undir nafninu Brigid Catiss. Hún notar gömul efni í fatahönnun sinni og er hver flík einstök, og að sögn hönnuðarins „með eigin orku, innblástur og sögu.“ Popomomo er stytting á „post-post-modern- movement“ eða eitthvað á borð við „eftir-síð-módern- hreyfing“ en hönnuðurinn er Lizz Wasserman en hún notar einvörðungu lífræn og sjálfbær efni. The Battalion er hönnun systranna Chrys og Lindu Wong. Þær notast við vistvæn efni í rómantískum en rokkuðum fötum. Hönnuðirnir Laura og Becky Carter kalla hönnun sína hjá Velvet Leaf „hátísku fyrir hippa“. Tvíeykið not- ar aðeins 100% lífræn efni og umhverfisvænar umbúð- ir. Hérlendis er það tískumerkið Aftur sem hefur vakið athygli fyrir umhverfisvæna hönnun að því leyti að efnið er endurnýtt, eins og nafnið endurspeglar. Eitt er víst, umhverfisvæn tíska er búin að festa sig í sessi. Tískurúmfræði Formin voru geómetrísk hjá Velvet Leaf. Velvet Leaf Tískan fer í hringi. Náttúrulegt Lit- irnir voru úr náttúrunni hjá Popomomo. Vistvæn veröld Popomomo Létt og ljóst er alltaf við hæfi í Los Angeles. Litríkt Hressandi frá Velvet Leaf. AP

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.