Morgunblaðið - 26.10.2008, Qupperneq 38
38 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 2008
Fjársterkur kaupandi óskar eftir 2ja herbergja íbúðum í lyftuhúsi á svæðum
101, 104, 105, 108 og 200 (smárinn).
Sterkar greiðslur í boði.
Allar nánari uppl. veitir Magnús Geir Pálsson sölumaður í síma 892 3686.
ÓSKUM EFTIR ÍBÚÐUM
Síðumúla 21 • 108 Reykjavík • S . 588 9090 • fax 588 9095
www.eignamidlun. is • e ignamidlun@eignamidlun. is
Sverr ir Kr ist insson, löggi ltur fasteignasal i
Faxafen 10 - 108 Reykjavík - eignir@eignir.is
Áþreifanleg fjárfesting til framtíðar
Steypa eða gull?
2ja, 3ja og 4ra herbergja íbúðir vel staðsettar á höfuðborgarsvæðinu.
Góðir útleigumöguleikar.
Góð einbýlishús á góðum stöðum, ýmis skipti möguleg.
Atvinnuhúsnæði af ýmsum stærðum.
Fasteignir á Spáni, Ítalíu, Slóvakíu og Marokkó.
Gullstangir - hvar og hvernig er best að kaupa?
Upplýsingar á skrifstofu Eignaumboðsins.
Sími 580 4600
Aðalheiður Karlsdóttir, lögg.fasteignasali
www.eignir.is
FASTEIGNA-
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. - OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/.
Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. - Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali.
HÚSEIGN ÓSKAST Í
ÞINGHOLTUNUM
Óskum eftir til kaups eða leigu fyrir traustan aðila um
400 fm húseign í Þingholtunum með stórri lóð.
Eignin þarf að vera laus til afhendingar um nk. áramót.
VAXANDI borg-
arastétt á fyrri öld-
um notaði hug-
myndir
frjálshyggjunnar
gegn forréttindum
aðalsins. Forrétt-
indastéttir væru
ekki betri eða skyn-
samari en aðrir held-
ur fæddust allir
menn jafnir og besta
leiðin til jafnréttis
væri að verja eigna-
réttinn og veita
frelsi til viðskipta.
Eiginhagsmunir
væru til góðs fyrir
alla og lögmál mark-
aðarins kæmu á
jafnvægi. Komm-
únisminn gerði hins
vegar ráð fyrir að sameign kæmi
á mestum jöfnuði. Meðan þessi
tvö hugmyndakerfi tókust á sátu
Norðurlöndin á miðju vegasaltinu
með sitt blandaða hagkerfi og fé-
lagslegu samhjálp. Fall komm-
únismans varð síðan sigur frjáls-
hyggjunnar.
Einkavæðing var svarið og allt
kapp lagt á að losa bundið fjár-
magn og láta markaðinn vinna
sína vinnu. Það virðist þó svo
vera að þegar markaðurinn fær
trú á einhverju eins og mögu-
leikum internetsins á sínum tíma
þá á hann erfitt með að hemja sig
og það myndast bóla sem þenst
um of og springur.
Bólan sem nú er að springa
byggðist á oftrú á veðsetningu.
Fjármagn sem hafði verið bundið
í ríkisfyrirtækjum, al-
mennum fyrirtækjum,
veiðiheimildum og
húsnæði var losað.
Fjármagns-
tekjuskattur var
lækkaður og skattaaf-
sláttur veittur á
hlutabréf og eigendur
fyrirtækja fóru að
selja og peningamenn
að kaupa með skuld-
settri yfirtöku. Veð-
setning kvóta var
leyfð og hann seldur,
keyptur og veðsettur.
Ríkisfyrirtæki voru
seld, keypt og veðsett
og íbúðir voru seldar,
keyptar og veðsettar.
Alltaf hækkaði verðið
með hverri sölu og þá
aftur hægt að veð-
setja þó markaðs-
virðið væri á end-
anum komið hátt yfir
raunveruleg verð-
mæti. Milljarðar streymdu í hag-
kerfið og við vorum komin með
nýja forréttindastétt sem hólfaði
flugvélar niður í fyrsta og annað
farrými og kom sér fyrir í
heiðursstúkum á fótboltaleikjum.
Þó að kenningin segi að mark-
aðurinn leiti alltaf jafnvægis þá
leiddu eiginhagsmunir þeirra til
þess að veðbólan stækkaði þar til
hún sprakk.
Við lærum það vonandi af þess-
ari ferð, að fiskurinn má vera
verðmætur þar sem hann syndir í
sjónum, og húsin okkar og fyr-
irtæki eiga að vera einhvers virði
þegar þau ganga til næstu kyn-
slóða.
Hver vegur
að heiman …
Guðmundur Guð-
finnsson skrifar um
frjálshyggju og
kommúnisma
Guðmundur
Guðfinnsson
» Ferðin með
eimreiðinni
endaði í blind-
götu. Hvað get-
um við lært af
þessu ferða-
lagi?
Höfundur er bakari.
MÁNUDAGINN 13.
október var haldinn
evrópskur umferðarör-
yggisdagur sem til-
einkaður er umferð-
aröryggi í borgum.
Umferðarstofa ákvað
að helga þennan dag
öryggi gangandi og
hjólandi vegfarenda.
Þessi hópur vegfarenda hefur stund-
um verið kallaður óvarðir vegfar-
endur þar sem hvorki járngrind né
-búr hlífir þeim ef slys ber að hönd-
um. Fyrstu sjö mánuði þessa árs
höfðu 73 einstaklingar slasast í þess-
um hópi vegfarenda. Þar af voru 10
sem slösuðust alvarlega. Í öllum til-
fellum var um að ræða gangandi en
á þessu tímabili slasaðist enginn á
hjóli.
Það að hjóla og ganga á ekki síst
erindi núna þegar miklu skiptir að
fólk leiti leiða til sparnaðar og efl-
ingar á andlegri og líkamlegri
hreysti. Í því sambandi skiptir miklu
máli að öryggi þessara vegfarenda
sé eflt til muna. Mikilvægt er að allir
þeir sem koma að umferðarörygg-
ismálum og uppbyggingu og skipu-
lagi samgöngu-
mannvirkja séu
meðvitaðir um mik-
ilvægi þess að öryggi
þessa hóps sé sett í
öndvegi. Það má oft
gera á einfaldan og
ódýran hátt. Sem dæmi
má nefna að við fram-
kvæmdir sé ekki bara
hugað að gerð hjáleiða
fyrir akandi heldur
einnig fyrir hjólandi og
gangandi. Að við snjó-
mokstur sé þess gætt
að gangstéttar séu ekki
þaktar illfærum snjó og ís sem m.a.
hefur verið rutt af akbrautum.
Það eru einnig nokkur atriði sem
ökumenn, gangandi vegfarendur og
hjólandi þurfa að hafa í huga: Sér-
stök ástæða er til að minna ökumenn
á að þegar tekin er beygja á gatna-
mótum þarf að gæta þess að veita
gangandi vegfarendum og hjólreiða-
mönnum forgang þvert yfir þá ak-
braut sem ekið er inn á. Þetta á einn-
ig við um hringtorg þar sem ekið er
inn í eða út úr hringtorgum. Öku-
maður skal sýna gangandi vegfar-
endum sérstaka tillitssemi og víkja
fyrir þeim. Nota skal gangbraut, ef
hún er nálæg, og ber ökumanni ætíð
skylda til að stoppa fyrir gangandi
vegfarendum við gangbraut. Þar
sem umferð er stjórnað með umferð-
arljósum má einungis ganga yfir ak-
braut þegar grænt ljós er fyrir um-
ferð gangandi vegfarenda.
Ökumaður skal ekki stoppa fyrir
gangandi umferð á gangbraut-
arljósum nema gult eða rautt ljós
logi á móti honum. Gangandi vegfar-
endum stafar ekki eingöngu hætta
af tillitsleysi ökumanna heldur og
einnig því að í hópi gangandi vegfar-
enda eru margir sem ekki virða
rautt ljós. Sumstaðar heyrir það
nánast til undantekninga og hefur
það í för með sér mikla hættu og
truflun á annarri umferð.
Umferðarstofa vill hvetja hjól-
reiðamenn til að kynna sér fræðslu-
mynd um öryggi hjólreiðamanna á
www.us.is. Kort sem sýnir hjólastíga
á höfuðborgarsvæðinu má finna á
www.reykjavik.is. Góða ferð!
Óvarðir vegfarendur?
Einar Magnús
Magnússon fjallar
um öryggi gang-
andi og hjólandi
vegfarenda
» Allir sem koma að
umferðarörygg-
ismálum og skipulagi
samgöngumála þurfa að
vera meðvitaðir um
mikilvægi þess að ör-
yggi þessa hóps sé sett í
öndvegi.
Einar Magnús
Magnússon
Höfundur er upplýsingafulltrúi
Umferðarstofu.
ÞAÐ er orðið alvar-
legt ástand á atvinnu-
markaði og yfir okkur
vofir eitthvert mesta
atvinnuleysi sem
þjóðin hefur séð í ára-
tugi. Í öllu krepputal-
inu undanfarið hefur
margt eldra fólk
minnt okkur á að ekki
sé hægt að tala um raunverulega
kreppu fyrr en atvinnuleysið geri
vart við sig. Ástandið verður
sennilega alvarlegast á höfuðborg-
arsvæðinu þar sem uppgangurinn
hefur verið mestur á undanförnum
árum. Við þessari þróun verðum
við að bregðast af fullum þunga
með aukinni uppbyggingu orku-
freks iðnaðar og eflingu annarra
grunnatvinnugreina. Sá augljósi
kostur sem við eigum er skyn-
samleg nýting náttúruauðlinda
okkar til lands og sjávar auk sókn-
ar í ferðamannagreinum. And-
stæðingar stóriðju hafa í öllum
sínum málflutningi talað um aðra
möguleika í uppbyggingu atvinnu-
lífs án þess þó að nefna eitthvað
haldbært til sögunnar. Við eigum
að líta til allra möguleika til að
auka fjölbreytni í atvinnulífi okkar
og stuðla þannig að því að vera
ekki háð tiltölulega fáum upp-
sprettum. En sú vinna má ekki
standa í vegi fyrir
eðlilegum vexti þess
atvinnulífs sem fyrir
hendi er. Hvar værum
við stödd í verðmæta-
sköpum þjóðarinnar
ef farið hefði verið að
tillögum andstæðinga
stóriðju og ekkert
framkvæmt á þeim
vettvangi sl. ár. Aukn-
ing álframleiðslu
skiptir sköpum í
aukningu útflutnings-
verðmæta á þessum
erfiðu tímum. Atvinnuleysi er eitt
það versta sem hendir ein-
staklinga og fjölskyldur.
Ábyrgð stjórnmálamanna er
aldrei meiri en nú í að greiða götu
fyrirtækja til að efla starfsemi
sína og draga þar með eins og
mögulegt er úr áhrifum yfirvof-
andi atvinnuleysis. Í sjávarútvegi
verðum við að líta til breyttra að-
stæðna og auka kvóta í þorski og
mögulega öðrum tegundum. Við
verðum að sætta okkur við að það
geti haft þær afleiðingar að upp-
bygging stofnanna verði hægari en
við lögðum upp með við núverandi
aflamark. Nú þegar útflutningur
er hafinn á hvalaafurðum verðum
við að gefa út kvóta samkvæmt
ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar.
Hvalveiðar munu þannig geta skil-
að milljarða útflutningstekjum og
haft jákvæð áhrif í uppbyggingu á
helstu nytjastofnum sjávar.
Í ferðaþjónustu verðum við að
leggja áherslu á aukna markaðs-
setningu. Öflugt net samgagna til
og frá landinu byggist á sterkum
rekstri flugfélaga og ferðaþjón-
ustufyrirtækja. Við megum ekki
við því að það net skerðist. Varð-
andi stóriðju verðum við að senda
skýr skilaboð til umheimsins að
hér verði áfram farið í virkjanir til
öflunar orku fyrir orkufrekan iðn-
að. Þeim framkvæmdum sem eru í
pípunum verður að greiða leið. Þar
getur umhverfisráðherra gefið já-
kvæð skilaboð með því að breyta
ákvörðun sinni um heildstætt um-
hverfismat vegna framkvæmda við
Húsavík. Forystumenn í Hafn-
arfirði geta einnig í ljósi breyttra
aðstæðna hraðað vinnu við að gera
mögulega stækkun álvers í
Straumsvík. Sú stækkun mun
fjölga störfum þar um tæplega 400
auk allra þeirra hliðaráhrifa sem
fylgja slíkri stórframkvæmd. Við
höfum ekki efni á því að draga
lappirnar í þessum málum.
Blásum til sóknar
Jón Gunnarsson vill
sporna við atvinnu-
leysi með aukinni
uppbyggingu
» Við eigum að líta til
allra möguleika til
að auka fjölbreytni í at-
vinnulífi okkar og stuðla
þannig að því að vera
ekki háð tiltölulega
fáum uppsprettum.
Jón Gunnarsson
Höfundur er þingmaður Sjálfstæð-
isflokksins.@
Fréttir
á SMS