Morgunblaðið - 26.10.2008, Síða 41

Morgunblaðið - 26.10.2008, Síða 41
Minningar 41 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 2008 Vönduð og persónuleg þjónusta Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj., s. 691 0919 Þegar ég byrjaði í skóla sjö ára gömul settist ég við hliðina á stelpu sem ég hafði aldrei séð áður. Þessi stelpa var Nína og átti hún eftir að verða ein af mínum bestu vinkonum. Systur mín- ar, sín hvorum megin við mig í aldri, voru með bræðrum hennar í bekk. Fjótt kynntist ég fjölskyldu Nínu en hún var fjórða í hópi sex systkina. Pabbinn var Jón Guðnason há- skólaprófessor og mamman, Sigrún Guðmundsdóttir, var grunnskóla- kennari. Þegar margir voru í heimili þurfti að kenna börnunum og treysta þeim, en það gerði Sigrún. Mér er minn- isstætt þegar við Nína að frumkvæði hennar bökuðum aleinar og hjálpar- laust. Það hafði ég aldrei gert áður. Það varð stór og efnismikil skúffu- kaka sem allir gerðu góð skil og passað upp á að geyma fyrir þá sem áttu eftir að koma heim. Það var nú frábært að „ná“ stofunni – og sitja þar með vinkonum sínum og spjalla, jafnvel læsa henni og horfa á hina í gegnum glerið. Stundum settum við djassplöturnar hennar Sigrúnar á grammófóninn – Nínu Simone og fleiri. Löngu áður en við höfðum Sigrún Guðmundsdóttir ✝ Sigrún Guð-mundsdóttir fæddist í Reykjavík 7. des. 1930. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Skjóli að- faranótt 25. sept- ember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Langholts- kirkju 3. október. hópa af innflytjendum og nýbúum á Íslandi var helst hægt að sjá muni frá framandi löndum þegar fólk hafði farið í ferðalög. Heima hjá Nínu voru skrýtnar babúskur, handmálaðir tréhlutir og bróderað lín frá Rússlandi, en það hafði verið keypt á ferðalögum Sigrúnar og Jóns. Húsið stóð alltaf opið fyrir vinum barnanna. Vinir systk- inanna kíktu oft í kaffi og spjall. Þjóðviljinn var keyptur í áskrift og eðlilegt að stjórnmál væru rædd eða málefni líðandi stundar. Fyrst og fremst var komið fram við alla sem jafningja og af mikilli manngæsku. Þannig var heimili Sigrúnar og Jóns í Skeiðarvogi 1. Sigrún með sitt biksvarta hár var eins og indjánahöfðinginn á heim- ilinu, sterk kona með hrjúfa rödd og skemmtilegan hlátur. Hún taldi sig aldrei yfir aðra hafna. Hún var kenn- ari í fullu starfi, með stórt heimili og vann sjálfboðastarf við rekstur á safni Ásgríms Jónssonar og gaf sér tíma til að sinna eldra fólkinu í fjöl- skyldunni. Stundum gat hún verið að flýta sér, en Jón þurfti ekkert að flýta sér svo allt var í jafnvægi. Sig- rún var röggsöm, hreinskiptin og hreinskilin og auðvitað var ekki hægt annað en líta upp til hennar. Á menntaskólaárunum okkar Nínu, þegar ég hugleiddi hvað ég vildi gera í lífinu, spurði ég Sigrúnu hvernig væri að vera kennari. Þá sagði hún mér að hún væri ánægð með þetta starfsval sitt. Leynt og ljóst sé ég að hún hefur verið mín fyrirmynd. Síðar þegar ég hóf kennsluferil minn átti ég eftir að kenna um tíma við sama skóla og hún. Sigrún kom fram við mig eins og hún hafði alltaf gert – eins og jafningja. Stundum brosti ég að því að Sigrún virtist alltaf vera með allt sem vantaði í stóru töskunni sinni, hvort sem það voru naglaklippur, nál og tvinni eða skrúfjárn. Í mínum huga var Sigrún ennþá indjáni. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að vera partur af þeirri mannflóru sem tekið var vel á móti á heimili fjöl- skyldunnar í Skeiðarvogi. Ég votta stórfjölskyldunni allri samúð mína. Blessuð sé minning Sigrúnar. Iðunn Thors. ✝ ValgerðurKristín Brand fæddist í Reykjavík 18. júní 1947. Hún lést af slysförum sunnudaginn 5. október síðastlið- inn. Faðir hennar er Carl Brand, f. 25. ágúst 1918 og móðir Hlín Eiríksdóttir, f. 20. janúar 1916, d. 29. júní 2003. Systur Valgerðar eru Elísabet Brand, f. 30. desember 1945 og Bergljót Brand, f. 28. apríl 1953. Hinn 9. júní 1976 giftist Val- gerður Einari Oddgeirssyni, f. 9. febrúar 1949, d. 10. ágúst 2005. Foreldrar Einars voru Oddgeir Ólafsson, f. 27. júní 1924, d. 7. júlí 2001 og Guðbjörg Einarsdóttir, f. 17. apríl 1919, d. 6. nóvember 1992. Dætur Valgerðar og Einars eru: 1) Hlín, f. 7. mars 1977, börn hennar eru Alvin Sigurðsson, f. 10. september 2004 og Blædís Birta Sig- urðardóttir, f. 6. apríl 2006. 2) Malín Brand, f. 23. júlí 1981, maður hennar er Stefán Davíð Helgason, f. 7. apríl 1977. Sonur þeirra er Óðinn Kári, f. 5. september 2008. Valgerður lauk prófi í Pitmańs College í London og í kjölfarið fór hún til Mið- Austurlanda þar sem hún starfaði um árabil hjá Sameinuðu þjóð- unum í Beirút í Líbanon. Hún sinnti ýmsum störfum á Íslandi, nú síðast hjá Íslandspósti í Hafnarfirði. Útför Valgerðar fór fram í kyrrþey. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. (Davíðssálmur.) Móður minnar verður sárt saknað. Þeir sem þekktu hana vissu að hún var einstaklega góð og skilningsrík kona sem átti gott samneyti við alla. Börnin mín munu einnig sakna þeirra góðu tíma sem við áttum með henni í Heiðvanginum og á ferðalögum okkar innanlands sem erlendis. Alvin spyr mikið um ömmu sína og hverju getur maður svarað fjögurra ára barni? Ég segi honum að hún sé hjá Guði, hjá afa Einari. Þá spyr hann hvort Guð sé með hús handa henni og ég svara því játandi, það sé ábyggilegt að hann sé með fallegt hús handa henni ein- hversstaðar. Þetta er óskaplega erfitt og sorg- legt. Kannski mun maður einhvern tímann geta skilið það til fulls að hún sé horfin, en nú í augnablikinu er það ómögulegt. Ég hugsa til hennar með hlýhug og söknuði, því hún var afar stór hluti af lífi mínu og barnanna minna. Stórt skarð hefur myndast í fjölskyldunni sem reynt er að fylla upp í með góðum minningum. Móðir mín var einstök kona. Ég mun geyma allt sem hún prjónaði handa börnunum, því það var gert af ástúð og kærleik, eins og henni einni var lagið. Guð blessi móður mína. Við sökn- um hennar af öllu hjarta. Elska þig, mamma mín. Alvin og Blædís biðja fyrir kveðju. Hlín Einarsdóttir. Þegar ég minnist móður minnar koma orð eins og virðing, góðvild, hlýja og hugulsemi upp í hugann. Það var svo margt sem einkenndi hana. Svo afskaplega margt gott. Hún var mjög aðlaðandi kona og þá á ég ekki bara við í útliti heldur einnig í fram- komu og öllu háttalagi. Ég get ímynd- að mér að fólk sem ekki þekkti hana hafi heillast um leið og hún byrjaði að tala því hún var einfaldlega heillandi. Hún sagði skemmtilega frá og gerði jafnvel leiðinlega hluti skemmtilega með sínum frásagnarhætti. Helst datt manni í hug að hún væri stöðugt að rata í einhver ævintýri og eitthvað óvenjulegt en sennilega er aðalatriðið að hún tók eftir flestu og sagði líka svo skemmtilega frá því. Því sem aðr- ir hefðu kannski látið fara framhjá sér tók hún eftir og sá það sniðuga í því. Mamma tranaði sér aldrei fram. Hún leyfði öðrum að njóta þess að segja frá og hlustaði á þá af athygli. Hún bar virðingu fyrir öðrum og ég held að það sé ástæðan fyrir því að flestum leið vel í návist hennar. Sama hvað fólk gerði, hafði gert eða ætlaði sér að gera sýndi hún fólki velvild, skilning og áhuga. Hún hafði áhuga á svo mörgu. Þar má helst nefna sagn- fræði, landafræði, jarðfræði, hún mál- aði myndir, saumaði föt og teppi, prjónaði á okkur systurnar og barna- börnin, las bækur og náði ótrúlegri færni í því sem hún tók sér fyrir hend- ur. Hún var mikil tungumálamann- eskja og gat bjargað sér á fjölda framandi tungumála. Móðir okkar Hlínar hafði einstakt lag á að koma fólki á óvart. Hún fór ótroðnar slóðir og lét aðra ekki stöðva sig ef hún ætlaði sér að gera eitthvað. Til að mynda þegar hún skrapp til Mið-Austurlanda fyrir nokkrum mánuðum. Hún var stödd í Frakk- landi í fríi þegar hún ákvað skyndi- lega að skjótast á fornar slóðir. Það gerði hún og fór frá Frakklandi til Líbanon. Tíu dögum síðar kom hún heim og hafði frá ýmsu forvitnilegu að segja. Þegar mamma fór til útlanda viðaði hún að sér alls kyns kryddi sem hún tók með sér heim. Þó svo að hægt sé að fá krydd hér á Íslandi fannst henni skemmtilegra að taka með sér ferskt krydd eða nýþurrkað. Hún þurfti nefnilega á því að halda þegar hún galdraði í eldhúsinu. Pottagaldrar. Þeir galdrar voru svo sannarlega í eldhúsinu hennar mömmu. Framandi réttir göldruðust upp úr pottunum í hvert skipti sem mamma snerti eitt- hvað í eldhúsinu. Stundum svo sterkir að það rauk úr gininu á manni, en það er nú önnur saga. Hún ræktaði líka ýmislegt í garðinum, þar á meðal ýmsar kryddjurtir. Hún hafði sann- arlega græna fingur og allt sem í kringum hana var náði að blómstra, vaxa og dafna. Af þessari frábæru konu lærði ég margt, við áttum margar góðar stundir saman og mér þótti afskap- lega vænt um hana. Minningin um mömmu yljar hjartanu á þessum erf- iðu tímum. Ég kveð hana með þakk- læti í huga, þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast henni. Malín Brand. Vala mín, elskulega systir. Mér er sérstaklega minnisstætt allt það góða sem ég upplifði sem yngri systir þín og með þessum orð- um langar mig til þess að þakka þér það sem þú gafst mér. Fyrstu minningar eru sérlega ljúf- ar og tengjast þeim ómælda tíma og endalausu þolinmæði sem þú hafðir til að kenna mér að teikna. Þar var farið út í form, fjarlægðir, skugga og liti; þú kunnir svo margt. Ég fylgdist með full aðdáunar og athygli. Vinkon- ur mínar úr hrauninu komu til að fylgjast með og taka þátt; stofuborðið í Hraunborg var notað til þess að nema þessi fræði af stóru systur. Ég var stolt að eiga systur sem gaf sér tíma til að kenna mér og vinkonunum þessa list og árum saman eftir að þú varst farin til útlanda í skóla, var komið saman og teiknað. Það veitti mér gleði og sjálfstraust að njóta þeirrar einlægu athygli og umhyggju sem ég hlaut af Völu systur minni. Þú varst sannur vinur í raun. Það kom aftur og aftur í ljós gegnum árin bæði gagnvart mér og börnunum mínum. Ég fann, sérstaklega undan- farna mánuði, að í þér átti ég traustan vin, og meiningin var að styrkja og efla vinskapinn enn frekar. Ekki datt mér í hug að tíminn væri á þrotum. Við erum öll harmi slegin, það er erf- itt að skilja hvers vegna þetta fór svona. Mig langar að vitna í Spámanninn með þessum orðum: Vinur þinn er þér allt. Hann er akur sálarinnar, þar sem samúð þinni er sáð og gleði þín uppskorin. Hvíl í friði, elsku Vala mín. Þín systir, Bergljót Brand. Með þessum orðum viljum við systkinin minnast Völu, okkar elsku- legu móðursystur. Minningar okkar um Völu eru margar og góðar. Hún var gefandi manneskja sem sýndi okkur alla tíð ást og umhyggju. Við systkinin lékum okkur mikið við Mal- ínu, dóttur Völu, og má segja að við systrabörnin höfum alist upp saman þar sem við vorum mikið inn á heimili hvers annars. Okkur eru minnisstæð- ar margar góðar stundir á heimili þeirra Völu og Einars, ekki síst þar sem Vala tók sér tíma til að baka með okkur, en hún var snilldar kokkur og hafði alltaf nægan tíma til að gera skemmtilegar stundir enn skemmti- legri. Vala sýndi alltaf einlægan áhuga á því sem við systkinin tókum okkur fyrir hendur, hvort sem var ákvörðun mín að fara til Bandaríkjanna eða ákvörðun Alex að taka bílinn sinn í sundur og breyta honum, jú, þá var hún tilbúin að lána honum bílskúrinn sinn í marga mánuði til þess að þetta verkefni gæti orðið að veruleika. Þetta mun ekki gleymast og er mjög dæmigert fyrir velvild Völu í okkar garð. Við erum tregafull og sorgmædd að þurfa að kveðja hana Völu svona fljótt og líka það að vera stödd svona langt í burtu á þessum erfiðu tímum fjölskyldunnar. Hinum góðu minn- ingum sem við áttum í samvistum við Völu munum við aldrei gleyma. Takk fyrir allt, elsku Vala. Amanda Carpenter og Alex Carl Davíðsson, Burbank, Kaliforníu. Þið voruð þrjár, þessar systur, og þú varst sú í miðið … Eitt kvöld í kyrrlátu veðri ég kvaddi þig út við hliðið. – Nú er hann kominn að norðan, og nú er sumarið liðið. (Jóhannes úr Kötlum.) Vala frænka mín og vinkona var fimm árum eldri en ég og mínar fyrstu minningar um hana voru að hún var bæði „stór“ og góð. Mamma hennar var systir mömmu og ein hennar besta vinkona, samgangur nokkuð mikill þótt við byggjum fyrir austan fjall en hún í bænum. Hún var einhvern veginn svo „stór“, kunni svo margt og hafði séð svo margt og heimsótt mörg og framandi lönd og búið þar um hríð. Hún varð kornung heimsborgari, víðsýn og fordómalaus. Já, svo góð og vingjarnleg var þessi „stóra“ frænka sem hafði séð allan heiminn og kunni mörg tungumál að það var lítið mál að tala við sér yngri landsbyggðarfrænku sem fátt hafði séð. Hún laðaði mig að sér með ein- staklega blíðri og vingjarnlegri fram- komu og þegar við eignuðumst fyrstu börnin okkar með tveggja mánaða millibili urðum við vinkonur. Það var margt sem einkenndi þessa „stóru“ frænku mína. Efst í huga mér er elskusemin og hin blíða og fágaða framkoma og aldrei vildi hún tala illa um nokkra manneskju. Jákvæð var hún og skemmtileg og hafði brennandi og smitandi áhuga á öllu milli himins og jarðar. Ég hugs- aði oft að svo smitandi væri áhuginn og orkan sem geislaði frá henni að ég var alltaf uppfull af skemmtilegum hugmyndum eftir samfundi okkar. Við hittumst oft og mikið í þó nokkur ár en því miður urðu skiptin færri eft- ir því sem árin liðu, samt var alltaf jafn gott að hitta hana þessa elsku- legu frænku mína, nú verða þau ekki fleiri. Þess sakna ég sárt. Ég votta dætrum hennar, fjöl- skyldum þeirra, systrum og öldruð- um föður mína dýpstu samúð. Sál mín er líkt og stjarna ofar öllu andstreymi lífs, – á himni minna ljóða tindrar hún alein út af fyrir sig; hjartað mitt litla hláturmildri bjöllu hringir þar út í sumarloftið góða; allt er svo hljótt og enginn truflar mig, – þar til eitt kvöld, að harðri hendi stroknar hvelfingar mínar verða og stjarnan slokknar. (Jóhannes úr Kötlum.) Guðrún Eiðsdóttir. Við starfsfólk Íslandspósts í Dals- hrauni 6 minnumst Valgerðar K. Brand með mikilli hlýju. Hún skilur eftir sig tómarúm á vinnustað þar sem margir menning- arheimar koma saman. Allir starfs- menn eiga um Valgerði minningar hjálpsemi, hvatningar og skilnings sem lýsa henni vel. Hún lagði sig fram við að leiðbeina og aðstoða þá sem voru nýir á vinnustaðnum, hjálpaði þeim erlendu við að læra íslenskuna og hvatti okkur hin til dáða. Það veitti henni ánægju að kynnast nýju fólki og hún var bæði víðsýn og fróðleiks- fús. Vellíðan allra á vinnustaðnum skipti hana miklu máli, blóm í vasa, smákökur með kaffinu, klapp á bakið og bros á vör. Hún hafði mannkosti sem ekki öllum eru gefnir. Valgerðar verður sárt saknað. Fjölskyldu hennar og ástvinum sendum við okkar innilegustu samúð- arkveðjur. F.h. starfsfólks Íslandspósts, Dals- hrauni 6. Anna Reynisdóttir. Valgerður Kristín Brand Bílaþjónusta

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.