Morgunblaðið - 26.10.2008, Side 42

Morgunblaðið - 26.10.2008, Side 42
Kvatt hefur frændi minn og vinur. Leiðir okkar lágu saman á Akur- eyri þegar ég var hjá ömmu og afa í Fjólugötunni, foreldrum frænda. Ég leit upp til frænda enda hann eldri og vitrari en ég. Við skruppum oft sam- an í veiðitúra og frændi tók mig ávallt með þó hann væri að fara með sínum vinum. Oft var farið á hjóli og reiddi frændi mig vítt um Eyjafjörð, voru þetta eftirminnilegar stundir sem gleymast aldrei. Sitja saman með stöng í kyrrðinni og veiða. Árin liðu og leiðir okkar lágu lengi saman, í starfi og sameiginlegum áhugamál- um. Síðasta veturinn minn hjá afa og ömmu á Akureyri varst þú byrjaður að læra flug og fékk ég að sitja í. Þótti mér það mikill heiður og var það meðal annars kveikjan að því að ég fór líka að læra flug. Þegar þið Hjördís fóruð að búa var ég heimalningur á heimili ykkar og var vitni að baráttu ykkar fyrir betri lífskjörum og baráttu fyrir uppeldi barnanna sem urðu fimm. Oft var erfitt á tímum atvinnuleysis og ✝ Kristinn Ás-grímur Eyfjörð Antonsson fæddist á Akureyri 18. sept- ember 1935. Hann lést á krabbameins- deild 11E á Land- spítalanum sunnu- daginn 28. september síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Selja- kirkju 6. október. kreppu að láta enda ná saman. Þið Hjördís brutust áfram af dugnaði og komuð upp húsi í Stafnaselinu. Finnst mér Stafnasel- ið vera minnisvarði elju og dugnaðar ungra hjóna sem varð mér sjálfum hvatning. Það er skarð fyrir skildi að frændi er far- inn, ekki lengur setið við eldhúsborðið og ruglað um allt og ekk- ert. Báðir þóttust hafa vit á flestu ef ekki öllu og því voru umræður oft ansi fjörugar. Frændi bar hag barnanna mjög fyrir brjósti og þar var metnaður hans mikill að þeim gengi vel. Því er það mjög ánægjulegt að það hefur svo sann- anlega ræst og hafa öll börnin náð að mennta sig og vera stolt foreldra sinna. Bestu stundir frænda síðustu árin voru austur í sumarbústað með börnum og barnabörnum sem hann tók virkan þátt í að hvetja og leið- beina. Er þeirra söknuður mikill. Kæri frændi, um leið og við kveðj- um þig vottum við Hjördísi og fjöl- skyldu og Agnesi dóttur hans og fjöl- skyldu innilegustu samúð Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. (Úr 23. Davíðssálmi.) Hafðu þökk fyrir allt og allt. Sigurður Ó. Halldórsson Kristinn Ásgrímur Eyfjörð Antonsson 42 Minningar MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 2008 ✝ Ingibjörg Gunn-laugsdóttir fæddist í Ólafsvík 12. október 1925. Hún lést á heimili sínu á 83. afmæl- isdaginn 12. október síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Guðríður Sig- urgeirsdóttir hús- móðir, f. 3.6. 1900, d. 2.8.1992 og Gunn- laugur Bjarnason verkamaður, f. 25.10. 1895, d. 27.7. 1980. Systkini Ingibjargar eru Ólafur Friðrik, f. 23.6. 1921, d. 31.10. 1986 og Halla, f. 19.2. 1932. Ingibjörg giftist Kára Sólmund- arsyni, f. 4.4. 1926. Þau skildu. Börn þeirra eru þrjú: 1) Steinunn, f. 23.1. 1948, maki Eyjólfur Matthías- son, f. 1.3. 1948. Börn þeirra a) Sigrún Björg, f. 2.8. 1968, maki Árni Páll Árnason, f. 23.5. 1966, þau eiga þrjú börn; og b) Matthías, f. 16.7.1973, maki Ásta Guðmundsdóttir, f. 14.1. 1972, þau eiga tvö börn. 2) Gunnlaugur, f. 25.9. 1949, maki Ingibjörg Eðvarðsdóttir, f. 27.9. 1940. 3) Guðríður Erla, f. 14.5. 1959, maki Kaj Jörgensen Durhuus, f. 27.6. 1957. Börn hennar og Ragnars Lýðssonar: a) Ólafur Lýður, f. 14.3. 1980, maki Kolbrún Villadsen, f. 9.2. 1974, þau eiga tvö börn, b) Hilmar, f. 17.2. 1982, maki Steinunn Lilja Heiðarsdóttir, f. 17.10. 1986, c) Ingi Rafn, f. 5.1. 1991 og d) Ellen Drífa, f. 27.4. 1993. Ingibjörg ólst upp í Ólafsvík til 16 ára aldurs og flutti þá með for- eldrum sínum til Reykjavíkur. Hún gekk í Húsmæðraskólann í Reykja- vík og vann framan af ýmis verka- konustörf ásamt því að sinna heim- ili og börnum. Hún vann fullt starf í Raflampagerðinni í Suðurgötu í meira en 40 ár og vann við ræst- ingar í Landsbankanum að vinnu- degi loknum. Síðustu starfsárin vann hún á Elliheimilinu Grund. Hún bjó í Gyðufelli 6 í 34 ár, þar til hún flutti í þjónustuíbúð á Lind- argötu 61 vorið 2007. Útför Ingibjargar fór fram í kyrrþey. Það er komið að kveðjustund. Það er svo sárt að eiga ekki eftir að knúsa og kyssa ömmu aftur. Amma var ein- stök, hún var ekki bara amma mín heldur minn besti vinur allt frá því ég man eftir mér. Það var svo gott að koma til ömmu og deila með henni því sem maður var að fást við hverju sinni. Hún var besti vinurinn í gleði jafnt sem sorg. Amma var mér fyrirmynd. Hún var alltaf svo dugleg, hlífði sér aldrei og alltaf boðin og búin að vera mér innan handar. Amma bað aldrei um neitt, reyndi alltaf að gera allt sjálf. Síðasta ár var henni því oft erfitt þar sem hún þurfti orðið aðstoð við stórinnkaup, læknisferðir og þess háttar smávið- vik. Henni fannst erfitt að vera að þvæla manni út um allt, eins og hún orðaði það sjálf, þó sjálfsagt væri. Amma var alltaf svo mikil skvísa í mínum augum. Hún átti mikið af skartgripum sem hún notaði óspart og hún fór aldrei úr húsi nema með varalit. Það skipti hana miklu máli að vera vel til höfð. Í dag er mér ofarlega í huga einn sólríkasti dagur sumars- ins þegar Matti bróðir og Ásta giftu sig. Ég og amma vorum búnar að ákveða að taka okkur til saman. Ég kom til hennar með fötin mín í poka og fulla snyrtitösku af augnskuggum og varalitum. Við klæddum okkur, snyrtum okkur og kepptumst við að segja hvor annarri hvað við værum fínar og flottar, hlógum og skemmt- um okkur. Það var svo gaman að hlæja með ömmu. Í mínum huga er þetta einn fallegasti dagur lífs míns. Amma hafði þann einstaka hæfi- leika að geta hlustað og alltaf reyndi hún að skilja, dæmdi aldrei. Það var svo gott að koma til ömmu í erli dags- ins fá sér kaffisopa og ræða lífið og til- veruna. Ef ég var þreytt var líka svo gott að koma til ömmu og leggja sig. Ég svaf alltaf svo vel hjá ömmu. Lífið heldur áfram þó að í augna- blikinu virðist það tómlegt og sökn- uðurinn sár. En það sem er mér efst í huga er þakklæti. Þakklæti fyrir að hafa átt vin í ömmu minni, þakklæti fyrir allt sem hún var og gaf mér og börnunum mínum og þakklæti fyrir að hún kvaddi þennan heim í faðmi mínum umvafin fjölskyldu sinni á af- mælisdaginn sinn. Já, og andlitið þitt málað. Hve ég man það alltaf skýrt, auglínur og bleikar varir, brosið svo hýrt. Jú ég veit vel, að ókeypis er allt það sem er best, En svo þarf ég að greiða dýru verði það sem er verst. Ég sakna þín í birtingu að hafa þig ekki við hlið mér og ég sakna þín á daginn þegar sólin brosir við mér. Og ég sakna þín á kvöldin þegar dimman dettur á. En ég sakna þín mest á nóttinni er svipirnir fara á stjá. Svo lít ég upp og sé við erum saman þarna tvær stjörnur á blárri festinguni sem færast nær og nær. Ég man þig þegar augu mín eru opin, hverja stund. En þegar ég nú legg þau aftur, fer ég á þinn fund. (Megas.) Ég bið algóðan Guð að vernda og blessa minningu ömmu minnar. Sigrún Björg Eyjólfsdóttir. „Æ – ég hef engar áhyggjur. Ég hef aldrei átt neitt og ætli það væri ekki eftir öðru ef þetta yrði nú að engu.“ Svona svaraði Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, amma Sigrúnar, konu minnar, þegar ég hringdi í hana hörmungarmánudagskvöldið 6. októ- ber, í því skyni að róa hana vegna óvissu um bankainnstæður. Ingibjörg hafði eignast litla bankainnstæðu eft- ir að hafa selt íbúðina sína á síðasta ári og það var í fyrsta sinn sem þessi aldraða kona eignaðist peninga í banka, ef frá er talinn sá sparnaður sem hún náði að klípa af lágum laun- um og leggja til hliðar alla tíð. Öfugt við ýmsa aðra þurfti hún hins vegar engrar huggunar við á þessum óvissutímum og hló að öllu saman. Yf- irvegun, lífsgleði og æðruleysi ein- kenndu svar hennar þá, eins og allt viðhorf hennar til lífsins. Ingibjörg ólst upp við þröngan kost á verkamannaheimili í Ólafsvík á kreppuárunum og sá sér og sínum farborða alla tíð með almennum verkakvennastörfum. Hún fór úr einni vinnu í aðra í strætó í öllum veðrum og sinnti börnum og heimili þegar heim var komið eftir skúringar í aukavinnu. Heimili hennar bar snyrtimennsku hennar og höfðings- skap fagurt vitni. Húsráðandi var stolt, stór í sniðum og hafði stórt hjarta og því tók enginn sem kom í Gyðufellið eftir því hvað íbúðin var agnarsmá. Hún var hrifnæm, mikill lestrarhestur og ljóðelsk. Ég kynntist Ingibjörgu fyrir sex- tán árum, þegar leiðir okkar Sigrún- ar, dótturdóttur hennar, lágu saman. Hún var mikill vinur Sigrúnar og fé- lagi í dagsins önn og átti lifandi vin- áttu og félagsskap við fjölskyldu sína, barnabörn og barnabarnabörn. Frið- rik Björn sonur okkar var hjá henni tíður gestur, spilaði við hana og skaust fyrir hana ýmissa erinda. Hann kveður nú náinn vin og félaga. Sá hæfileiki Ingibjargar að vera í senn amma, langamma, vinur og fé- lagi lýsir henni vel. Hún var fordóma- laus og jákvæður félagi, hollráð og uppörvandi. En frúin var engin kveif og hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og mál- efnum. Yfirdrepsskapur og flottræ- filsháttur var eitur í hennar beinum. Hún tranaði sér ekki fram og sóttist ekki eftir athygli eða frama. Hún tók aldrei þátt í stjórnmálastarfi en var einlægur jafnaðarmaður af hreinni og tærri hugsjón. Afstaða hennar byggð- ist á óvenjulega ríkri stéttvísi og stéttarvitund. Hún var sannfærð um að fólk úr verkalýðsstétt ætti að styðja við stjórnmálahreyfingu jafn- aðarmanna og hún hafði um það hörð orð þegar henni fannst fátækt fólk kjósa gegn hagsmunum sínum. Lífsviðhorf Ingibjargar lituðust af uppruna hennar og lífsreynslu. Við ræddum allt milli himins og jarðar – viðfangsefni daglegs lífs, pólitík, kjör venjulegs fólks og lífið í víðu sam- hengi. Við ræddum hverfulleika lífs- ins og þessa litlu stund sem við dvelj- um hér á jörð. Fyrir þessi samtöl er ég þakklátur og þeirra á ég eftir að sakna. Við þökkum fyrir okkur, felum Guði Ingibjörgu Gunnlaugsdóttur og biðjum hann að blessa minningu hennar. Árni Páll Árnason. Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Horfinn er af sjón- arsviðinu vinur minn og samstarfsfélagi Helgi Jónsson flugmaður og flugrekandi. Helgi var annar af tveimur föstum póstum í daglegu lífi mínu í fluginu og hafa þeir nú báðir kvatt með sama hætti á hálfu ári. Það er mér huggun harmi gegn að Helgi kvaddi þennan heim glaður í bragði eftir góðan dag. Helga hef ég þekkt í mörg ár og verið svo lánsamur að njóta leið- sagnar hans í fluginu sem og átt hann að vini. Það var oft þannig með okkur Helga að orð voru ekki alltaf nauðsynleg í okkar samskiptum, við vissum og skildum hvor annan án orða. Mér eru ofarlega í huga þær stundir sem við áttum saman á liðn- um árum, þar minnist ég skemmti- legra frásagna hans af flugferðum þegar aðeins var notast við segul- kompass og stefnuvita, oft kom setn- ing eins og „hvernig fór maður að áður en GPS kom til sögunnar?“ – svo kom brosið. Helgi kunni margar skemmtilegar frásagnir af sam- ferðamönnum í fluginu sem nú fara með honum, frásagnir sem fengu viðstadda til að engjast um af hlátri. Upp úr stendur þó hin mikla og víð- tæka reynsla sem Helgi hafði af flugi og hvernig honum tókst að miðla henni í öll þessi ár sem gerðu aðkomu hans að flugi og flugkennslu alveg einstakar gersemar fyrir þá sem nutu leiðsagnar hans. Sjaldan var nafn Helga nefnt öðruvísi en nafn lífsförunautar hans Jytte fylgdi þar á eftir, þau hjón hafa varið ✝ KristmundurHelgi Jónsson fæddist á Neðribæ í Selárdal í Arn- arfirði 11. febrúar 1938. Hann varð bráðkvaddur á vinnustað sínum í lok vinnudags 6. september síðastlið- inn og var jarðsung- inn frá Dómkirkj- unni 16. september. starfsævi sinni í kring- um rekstur Flugskóla Helga Jónssonar og Odin Air sem var um- fangsmikið í leiguflugi hér áður fyrr og hefur verið að eflast á nýjan leik. Þau hjón stóðu saman vaktina á Reykjavíkurflugvelli á þeim stað sem Helgi hvarf úr þessum heimi sleitulaust frá 1964 og hafa á þeim tíma út- skrifað flugmenn svo hundruðum skiptir, án styrkja og aðstoðar frá hinu opin- bera. Ég minnist Helga þegar börn voru á skólasvæðinu, en þá ljómaði andlit hans af gleði hvort sem það voru barnabörn hans í heimsókn eða bara afar á leið um flugvöllinn sem vildu leyfa þeim stuttu að skoða og máta. Á meðan slíkar heimsóknir stóðu yfir var erfitt að ná sambandi við Helga þar sem börnin höfðu alla hans athygli sem sýndi hversu gott hjartalag Helga var. Á tæpum 50 ára ferli lifði Helgi marga upp- og niðursveifluna í flugi en alltaf tókst þeim hjónum að halda flugi. Helgi sagði mér að 40 fyrir- tæki í flugrekstri hefðu komið og farið á hans tíma á Reykjavíkurflug- velli enda er Flugskóli Helga Jóns- sonar meðal elstu starfandi fyrir- tækja á Reykjavíkurflugvelli. Það er von mín að þeir sem virðingu bera fyrir framlagi Helga til flugmála leggist á árar með eiginkonu hans og börnum sem ætla að halda nafni Helga á lofti með áframhaldandi starfi Flugskóla Helga Jónssonar um ókomin ár. Þar verða nú kyn- slóðaskipti en eftir sem áður verður þar miðlað af reynslu sem hingað til. Ég bið góðan guð að gefa Jytte og fjölskyldu hennar styrk á þessum erfiðu tímum, og veit að bakland ykkar er sterkt og saman komumst við í gegnum þetta áfall og lærum að lifa með því þótt sárt sé. Far þú í friði vinur. Jón Grétar Sigurðsson. Kristmundur Helgi Jónsson Það var alltaf mikill spenna í bílnum hjá okkur krökkunum þeg- ar við vorum á leiðinni upp í Birkihlíð í gamla daga. Þegar við komum yfir Háahraunið og sáum bæinn, upphófst baráttusöngur líkt og við værum á fótboltaleik, „Birkihlíð! Birkihlíð! Birkihlíð! Við vorum bara þrjú af Björn Bjarnason ✝ Björn Bjarnasonfæddist á Hryggstekk í Skrið- dal á Fljótdalshér- aði 18. mars 1914. Hann lést á Sjúkra- húsinu á Egils- stöðum 6. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Egilsstaðakirkju 17. október. stórum hópi barna, barnabarna, og barna- barnabarna, en maður fann aldrei fyrir því hjá afa og ömmu. Þau höfðu næga ást og umhyggju fyrir okkur öll. Þegar við systkinin byrjuðum að ræða það að skrifa minningar- grein kom okkur fyrst í hug hvað var auðvelt að muna eftir mörgu góðu sem afi sagði og gerði. Björn afi talaði helst ekki illa um fólk eða at- burði, honum þótti það hreinlega vont. Hann átti frekar til að tala mjög fallega um fólk á sinn sérstaka og ei- lítið flámælta hátt, „þið eruð yndislegt og fallegt fólk“ og annað slíkt sem ylj- aði um hjartaræturnar. Annað sem við ræddum um var hvað hann skilur mikið eftir sig, myndarlegan átta barna hóp og þeirra börn, fallegan skóg í hlíðinni fyrir ofan bæinn og hús- byggingar vítt og breitt um Austur- land svo fátt eitt sé nefnt. Hann sat aldrei auðum höndum og stjáklaði um skóginn fram eftir aldri með klippurn- ar, alltaf að laga og snyrta. Hann var frumkvöðull og langt á undan sinni samtíð í mörgu, oft fannst honum það óskaplega skrítið þegar við yngra fólk fórum að leita í gamla tímann. Til að mynda þegar átti að ganga Þórudalinn frá Skriðdal yfir á Reyðarfjörð eins og hann hafði gert svo margoft hér áður fyrr, þá sagði hann; „Af hverju ekki að taka bara jeppann, það er kominn svo góður vegur?“ Það er gott að hafa afa í Birkihlíð sem fyrirmynd í lífinu og við vorum heppin að fá að hafa hann hjá okkur eins lengi og við gerðum. Við munum líklegast aldrei kynnast manni eins og honum aftur. Hulda, Arnar og Eiríkur Emilsbörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.