Morgunblaðið - 26.10.2008, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 26.10.2008, Blaðsíða 52
52 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 2008 Jólahlaðborðin 2008 Stórglæsilegt sérblað um jólahlaðborð og aðra spennnandi viðburði á aðventunni fylgir Morgunblaðinu laugardaginn 1. nóvember. Meðal efnis er: • Jólahlaðborð og aðrar matarveislur. • Jólahlaðborð á helstu veitingahúsum. • Hópur sem fer árlega á jólahlaðborð. • Jólahlaðborð heima, skemmtilegar uppskriftir. • Fallega skreytt jólahlaðborð. • Tónleikar og aðrar uppákomur. Allar nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is. Ásamt fullt af öðru spennandi efni og fróðleiksmolum. Auglýsendur! Pantið fyrir klukkan 16, mánudaginn 27. október. Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „SJÓÐURINN er í sjálfu sér ennþá til,“ segir Tryggvi Jónsson, framkvæmdastjóri fjárfestingarsjóðsins Tónvís sem FL Group kom á laggirnar fyrir tveimur árum. Stofnfé sjóðsins var 200 milljónir króna og yfirlýst mark- mið hans var að vinna með íslenskum tónlistarmönnum á erlendri grund, og fjárfesta í mögulegri velgengni ís- lenskra listamanna. „Við fórum af stað með nokkur verkefni, og FL Group var mikið í því að styðja við tónlist, til dæmis sinfón- íuhljómsveitina. Í gegnum Tónvís ætluðu þeir hins vegar að styðja við bakið á íslenskum tónlistarmönnum erlend- is, og vera með svona áhættusjóð í kringum það. Það átti að búa til svona „portfolio“ af þeim, og vonandi myndi svo eitthvað af því rætast þannig að það væri hægt að halda áfram með þetta,“ segir Tryggvi, en stærstu verk- efni sjóðsins voru Garðar Thór Cortes og From Now- here Records, plötuútgáfa í eigu Barða Jóhannssonar og Sigurðar Pálma Sigurbjörnssonar. Tónvís kom að útgáfu fjögurra platna, tveggja með Garðari Thór í Evrópu og tveggja með Bang Gang, hljómsveit Barða, í Ameríku. Mest í Garðar „Fyrir um það bil ári dundu svo miklir erfiðleikar yfir FL Group, og síðan hefur engin starfsemi verið í félag- inu,“ segir Tryggvi, en Tónvís heyrir nú undir Stoðir sem er sem stendur í greiðslustöðvun. Aðspurður segir Tryggvi að allt stofnféð, 200 milljónir króna, hafi verið notað til að koma tónlistarmönnunum á framfæri erlendis. „Langstærstur hluti af þessu fór í Garðar Thór því það var mjög metnaðarfull útgáfa og mikið kynningarverk- efni sem fór í gang í Bretlandi. Og það er svo sem enn verið að vinna á þeim nótum, hann var í Þýskalandi fyrr í þessum mánuði þar sem verið var að gefa fyrri plötuna hans út. Hann var þar að syngja og fylgja því eftir,“ segir Tryggvi, en Tónvís kom að fleiri útrásarverkefnum en Barða og Garðari Thór. „Við eigum til dæmis í fyrirtæki með Friðriki Karls- syni, en það félag var einmitt að gera samninga í Am- eríku í júní, og er að fara að selja inn á iTunes og fleira.“ Viðurkennd tónlist Tryggvi segir að þótt Tónvís-sjóðurinn hafi skilað miklu fyrir tónlistarmennina hafi hann ekki skilað neinu fyrir Stoðir, fjárhagslega séð. „Fjárfestingin hefur sem sagt ekki skilað sér til baka í formi arðs, en hún hefur skilað sér vel til baka í þágu listamannanna. Þeir hafa fengið góða kynningu og von- andi hefur það styrkt þeirra grundvöll til áframhaldandi starfs, þótt Tónvís komi ekki að því framar. Þannig að sjóðurinn hefur ótvírætt skilað árangri,“ segir Tryggvi sem telur ólíklegt að Tónvís verði lífgaður við í þeirri mynd sem hann var – margt þurfi að breytast til þess að Stoðir setji pening í verkefnið að nýju. „En önnur fyrirtæki hafa farið í sömu spor, þar sem er verið að styðja við íslenska tónlistarmenn bæði hér heima og erlendis. Ég held hins vegar að þetta hafi verið mjög gott að því leytinu til að fyrirtæki hafa almennt horft frekar á þessa klassísku list, hvort sem það er leik- list, tónlist eða eitthvað annað. Þarna er hins vegar stór- fyrirtæki að fara inn í popptónlist, og svona „cross over“ klassík. Þannig að þetta sýnir kannski að það sem einu sinni var kallað hávaði er viðurkennd tónlist í dag.“ 200 milljónir í íslenska tónlist  FL Group styrkti Garðar Thór Cortes og Barða Jóhannsson veglega í gegnum Tónvís-sjóð inn  Ólíklegt að sjóðurinn verði lífgað- ur við í sömu mynd og hann var Morgunblaðið/ÞÖK Á góðri stundu Tryggvi Jónsson, Garðar Thór Cortes, Barði Jóhannsson og Hannes Smárason, forstjóri FL Group, þegar sjóðurinn var settur á laggirnar 9. október 2006. „FRAMLAGIÐ var ein milljón punda, og það var þegar gengið var 126, ef ég man rétt. Þannig að þeir ánöfnuðu Garðari Thor 126 millj- ónum,“ segir Einar Bárðarson, fyrr- verandi umboðsmaður Garðars Thórs Cortes, um framlag Tónvíss til útrásar söngvarans. „Þetta kom að vísu í skömmtum, þannig að þetta var misjafnt eftir gengi,“ segir Ein- ar, en stuðningnum lauk í sept- ember á síðasta ári. En hvernig var peningunum var- ið? „Þetta fór í rekstur á Believer, sem á þessum tíma var bara að sinna framgangi Garðars Thórs. Þannig að þetta fór í plötuútgáfu, kynningu, launakostnað og mark- aðssetningu,“ segir Einar sem telur að langstærstur hlutinn, um 70%, hafi farið í kynningar- og markaðs- mál. Aðspurður segir Einar stuðning- inn frá Tónvís hafa verið algjöra for- sendu þess að hægt var að ráðast í útrásarverkefnið með Garðari. „Án þessarar innspýtingar hefði aldrei verið hægt að gefa út þessar plötur og aldrei verið hægt að sinna þessu. Þar af leiðandi hefði tilnefn- ing til bresku tónlistarverðlaunanna aldrei orðið, allavega ekki á þessum tímapunkti. Ég hef sagt það áður að við áttum þessu félagi og þessum stuðningi allt að þakka, nema radd- böndin í Garðari. Það er ekkert flóknara.“ Að sögn Einars fara þær tekjur sem koma inn af sölu á plötum Garð- ars í að halda plötuútgáfunni Belie- ver Music gangandi, þótt Tónvís og þar af leiðandi Stoðir, eigi stærstan hlut í fyrirtækinu. Einar segir að alls hafi um 40.000 eintök selst af fyrri plötu Garðars, Cortes, í Bretlandi. Kannski í aðra átt Sjálfur tekur Garðar Thór undir með Einari og segir að framlagið úr sjóðnum hafi skipt sköpum þegar kom að útrásarverkefninu. Hann segir þó erfitt að meta hvort hann hefði náð eins langt og hann gerði ef sjóðsins hefði ekki notið við. „Það sem þessi sjóður gerði til að hjálpa mér var í þessari plötuútgáfu í Bretlandi, það þarf alltaf pening til að koma slíku batteríi í gang. Ef sjóðurinn hefði ekki verið til staðar veit maður ekki hvað hefði gerst, maður hefði kannski farið í allt aðra átt,“ segir Garðar Thór. Milljón pund í Garðar Thór Einar Bárðarson segir að Garðar hefði líklega ekki verið tilnefndur til bresku tónlistarverðlaunanna án stuðningsins Einar Bárðarson Garðar Thór Cortes
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.