Morgunblaðið - 29.10.2008, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.10.2008, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 9. O K T Ó B E R 2 0 0 8 STOFNAÐ 1913 296. tölublað 96. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er MENNING GÓÐAR BÆKUR FYRIR KREPPUVETURINN DAGLEGTLÍF Staðgöngumæðrun leyfð í hrossarækt Fjórar saman 0 8 - 1 6 0 9 H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA Loksins fáanlegur í sneiðum Nýjungar! Leikhúsin í landinu >> 33 TAP sveitarfélagsins Árborgar vegna peningabréfa í Landsbank- anum nemur um 110 milljónum króna. Ragnheiður Hergeirsdóttir bæjarstjóri útilokar ekki málsókn þar sem bankinn greiðir aðeins út 68,8% af inneigninni fyrir gjald- þrotið. Tilkynnt var í gær að eig- endur innlendra peningabréfa hjá Landsbankanum fengju greitt í dag en útgreiðsluhlutfall er misjafnt eftir því hvort bréfin voru í inn- lendri eða erlendri mynt. „Ef þetta er niðurstaðan verður uppreisn,“ segir Ómar Sigurðsson sem átti 60 milljónir kr. í peninga- bréfum. Hann sættir sig ekki við að ríkið taki nær 20 milljónir af sparn- aði hans. Kristín Helga Káradóttir er sömuleiðis ósátt. Hún lagði sparnað sinn í peningabréf fyrr á árinu. „Við viljum fá sparnað okkar bætt- an að fullu. Við ætlum ekki að láta þetta yfir okkur ganga,“ segir Kristín. gag@mbl.is | 15 Árborg íhugar málsókn  Ósátt við útgreiðsluhlutfall peningabréfa Landsbankans  „Við ætlum ekki að láta þetta yfir okkur ganga“              Eftir Agnesi Bragadóttur agnes@mbl.is DANSKA lágfargjaldaflugfélagið Sterling verður tekið til gjaldþrota- skipta. Stjórn Sterling fundaði í gær- kvöld og varð það niðurstaða fund- arins á tólfta tímanum, að óska eftir því í dag, miðvikudag, að félagið yrði tekið til gjaldþrotaskipta. „Þetta eru auðvitað gífurleg von- brigði fyrir okkur sem höfum verið að reyna að semja um sölu á félaginu að undanförnu,“ sagði Pálmi Haralds- son, annar aðaleigandi Fons eignar- haldsfélags, sem á Sterling, í samtali við Morgunblaðið laust fyrir mið- nætti. Pálmi sagði það mjög sérstakt að til þessa hefði þurft að koma, þar sem vaxtaberandi skuldir Sterling hefðu engar verið. „Eftir að bankakrísan skall á hefur þetta verið nánast óbærilegt. Lánar- drottnar hafa reynst okkur mjög erf- iðir og tryggingaþörfin hefur aukist mjög undanfarnar vikur. Við vorum komnir á þann stað, að við þurftum að ástunda staðgreiðslu í nánast öllum okkar viðskiptum.“ Erum rúin trausti Hann sagði að samhliða mikilli veikingu krónunnar hefðu erfiðleikar félagsins aukist mjög. Lagðar hefðu verið inn í rekstur félagsins yfir 500 milljónir króna danskra á undanförn- um þremur mánuðum, en allt hefði komið fyrir ekki. „Þetta sýnir okkur, svo ekki verður um villst, að það er nánast útilokað fyrir Íslendinga að standa í fyrir- tækjarekstri utan Íslands um þessar mundir. Við erum einfaldlega trausti rúin,“ sagði Pálmi og kvaðst harma það mjög að þessi hefði orðið niður- staðan, ekki síst vegna starfsmanna og viðskiptavina félagsins. Sterling gjald- þrota Ljósmynd/Sterling MARGIR Pólverjar halda heim á leið með Norrænu frá Seyðisfirði í kvöld. Meðal þeirra eru feðgarnir Lukas og Stanislav sem lögðu af stað frá Selfossi í gær, þar sem þeir hafa búið og starfað. Enga vinnu er lengur að hafa og fylgja myndatökumenn þeim úr landi en þeir eru að vinna frétt fyrir þýsku sjónvarpsstöðina ZDF. | 11 Pólverjar halda heim á leið Morgunblaðið/ RAX Eftir Steinþór Guðbjartsson og Magnús Halldórsson FRIÐRIK Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, segir ljóst að verð- fall á hrávöru undanfarna mánuði hafi áhrif á tekjur fyrirtækisins vegna þess að í flestum stóriðju- samningum við álfyrirtækin sé tekið mið af verði áls. Hinsvegar hafi vext- ir lækkað og dollarinn hækkað og það komi Landsvirkjun til góða, því tekjurnar séu að mestu í dollurum. Landsvirkjun gerir ráðstafanir til þess að draga úr sveiflum á álverði með því að tryggja sig fyrir því að ál- verð fari verulega mikið niður. Frið- rik segir að á móti sé ágóðanum fórn- að þegar verðið sé í hæstu hæðum. „Þó álverðið fari töluvert niður verð- um við ekki fyrir verulegum skaða, að minnsta kosti ekki alveg á næst- unni,“ segir Friðrik. „Við verðum fyrir búsifjum en ekki eins miklum og álverðið segir til um.“ Álverð hefur í gegnum tíðina sveiflast upp og niður. Friðrik segir að Landsvirkjun þurfi ekki að grípa til sérstakra ráðstafana nú. Hann bendir á að krafa sé gerð um að kaupandinn kaupi orkuna burtséð frá því hvort hún sé nýtt eða ekki. Víða um heim loki álver hins vegar þegar verðið lækki eins mikið og það hafi nú gert á skömmum tíma. Verðfall á hrávöru skaðar Landsvirkjun Lækkun vaxta og gengi dollars vega upp á móti tekjutapinu Í HNOTSKURN » Staðgreiðsluverð á tonniaf áli hefur lækkað úr 3.300 dollurum í 1.880 dollara á rúmlega þremur og hálfum mánuði. » Tekjur Landsvirkjunareru að mestu í dollurum sem og skuldirnar.  Miklir hagsmunir | 8 VÍÐTÆK ÁHRIF AF 6 PRÓSENTU- STIGA HÆKKUN STÝRIVAXTA 18% Stýrivextir Seðlabankans 22,65% Algengir vextir á yfirdrátt- arláni einstaklings í dag 28,65% Líklegir vextir á yfirdrátt- arlánum eftir hækkun 143 þús. Vextir af 500 þús. kr. yfirdráttarláni á ári 23 þús. Hækkun vaxtakostnaðar af 500 þús kr. yfirdráttarláni 180 ma. Yfirdráttarlán fyrirtækja og heimila í milljörðum 26,5% Dráttarvextir til 1. janúar  Yfirdráttarvextir | 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.