Morgunblaðið - 29.10.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.10.2008, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2008 HEIMSÓKNIR á mbl.is í annarri viku októbermánaðar náðu sögu- legu hámarki, en tæplega 380 þús- und notendur skoðuðu vefinn þessa vikuna. Þess má geta að Íslend- ingar eru nú um 313 þúsund talsins. Heimsóknir á fréttavefinn Vísi sömu viku voru 287 þúsund en það er sömuleiðis metnotkun hjá Vísi. Fjármálakreppan hefur haft í för með sér mikla aukningu í heim- sóknum á vefsíður allra betri dag- blaðanna á Bretlandi. Sama þróun hefur orðið hér á landi. Mest var notkunin á fréttavefnum mbl.is þegar viðskiptabankarnir voru að komast í þrot í byrjun mánaðarins. Í annarri viku október voru stakir notendur 379.585. Þessi tala end- urspeglar allar þær tölvur sem not- aðar voru til að skoða mbl.is þessa vikuna. Þessa sömu viku voru heim- sóknir á fréttavefinn 3.676,973. Þetta þýðir að heimsóknir hvers notanda voru 9,69 þessa vikuna. Heimsóknir hvers notanda á visi.is voru 7,67 í þessari sömu viku, en það er sömuleiðis met. Talsverður munur er því á notkun hvers not- anda á þessum tveimur stærstu fréttavefjum landsins.                      ! " #$"#          %     %    Nýtt met í heimsókn- um á mbl.is SAMKVÆMT skoðanakönnun fyrir Stöð 2, sem birt var í gærkvöldi, sögðust 10% þeirra sem tóku af- stöðu styðja Davíð Oddsson í stöðu seðlabankastjóra. Um 90% svöruðu því neitandi hvort þau styddu Davíð í embættinu. Er spurt var eftir stuðningi svarenda við stjórn- málaflokk sagðist 21% kjósenda Sjálfstæðisflokksins styðja Davíð, 3% stuðningsmanna Samfylkingar, 5% framsóknarmanna og 1% stuðn- ingsmanna VG. Enginn þeirra sem kvaðst styðja Frjálslynda flokkinn sagðist styðja Davíð. 2.000 manns voru í úrtakinu og 800 svöruðu. 10% styðja Davíð áfram Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is HÆSTIRÉTTUR hefur hafnað kröfu Valtýs Sigurðssonar ríkis- saksóknara um að Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari víki sæti þegar mál gegn manni sem sakaður er um nauðgun á salerni á Hótel Sögu verður tekið fyrir í Hæstarétti. Ríkissaksóknari telur að grein sem Jón Steinar ritaði í Lögréttu ný- lega valdi því að ástæða sé til að efast megi um að hann muni fylgja við- urkenndum og eðlilegum leikreglum við mat á sönnunargögnum. Draga megi óhlutdrægni hans í efa og ef fallist yrði á sjónarmið Jóns Steinars myndi það væntanlega leiða til þess að óhjákvæmilegt væri að sýkna í flestum, ef ekki öllum kynferðis- brotamálum, svo framarlega sem ákærðu neituðu staðfastlega sök. Tveir til frásagnar Í bréfi til Hæstaréttar bendir Val- týr á að kynferðisbrot séu meðal þeirra mála sem hvað erfiðast sé að sanna enda oft aðeins tveir til frá- sagnar, þ.e. brotaþoli sem iðulega sé barn, svo og ákærði. Framburður þessara aðila hafi því mikla þýðingu og mikið reyni á dómara að meta trú- verðugleika þeirra. Þar að auki þurfi dómarar að meta önnur sönnunar- gögn, einkum óbein sönnunargögn. Í þessu samhengi vísar Valtýr til 47. greinar laga um meðferð opinberra mála en þar segir að dómari meti það eftir atvikum hvert sönnunargildi þær staðreyndir hafi sem varða ekki beinlínis það atriði sem sanna skal, en ályktanir megi leiða af um það. Grein Jóns Steinars sem var til- efni kröfu Valtýs birtist í tímaritinu Lögréttu, 2. hefti 2008 og ber yf- irskriftina „Mál af þessu tagi.“ Til- efni greinar Jóns Steinars var grein sem Eiríkur Tómasson ritaði í afmælishefti Úlfljóts um dóm Hæstaréttar í kynferðisbrotamáli frá árinu 2005. Í því máli staðfesti meirihlutinn niðurstöðu héraðsdóms en Jón Steinar skilaði sératkvæði. Í greininni komst Eiríkur að þeirri niðurstöðu að færa mætti rök fyrir því að Jón Steinar hefði vikið frá lagareglunni sem kveðið er á um í fyrrnefndri 47. grein laga um með- ferð opinberra mála. Hefur ekki þýðingu Valtýr bendir á að í svargrein Jóns Steinars hafi verið sérstaklega vikið að því að sakfelling hafi ekki verið byggð á framburði brotaþola heldur væri hún studd af framburði þriggja annarra vitna um það sem brotaþoli hafi tjáð þeim auk þess sem vísað hefði verið til greinargerðar for- stöðumanns Barnahúss. Taldi Jón Steinar að vitneskja um slíkar frá- sagnir gæti ekki sjálfstætt skipt máli fyrir sönnunarfærsluna, nema alveg sérstaklega stæði á, eins og fram kom í sératkvæði hans. „Fram- burður vitnanna þriggja hafði því að mínu mati ekki þýðingu fyrir sönn- unarfærsluna, hvorki beina né óbeina …“ eins og þar sagði. Hið sama mætti segja um greinargerð- ina frá Barnahúsi en „svona grein- argerð skipti að mínum dómi yf- irleitt ekki máli fyrir sönnunar- færsluna …“ eins og segir í grein Jóns Steinars. Þá hafi Jón Steinar vikið að rannsókn á „svonefndri áfallastreituröskun hjá ætluðu fórn- arlambi og taldi hann slíka mælingu enn síður til þess fallna að sanna sök sakborningsins. Í andstöðu við lög Valtýr segir í bréfinu til Hæsta- réttar að þessi sjónarmið Jóns Stein- ars hljóti með réttu að vekja upp spurningar um hæfi hans til að skipa sæti í umræddu máli þar sem Jón Steinar haldi því fram fullum fetum að tiltekin sönnunargögn í opinber- um málum hafi almennt séð ekkert vægi og að aðeins í undantekning- artilfellum sé unnt að taka tillit til þeirra. Slíka skoðun verði að telja í andstöðu við viðurkennd sjónarmið um sönnunarfærslu og sönnunarmat í sakamálum, dómafordæmi Hæsta- réttar og ákvæði 47. gr. laga um meðferð opinberra mála. Fátítt Krafa frá ríkissaksóknara um að hæstaréttardómari víki sæti af þessum sökum er, eftir því sem næst verður komist, einsdæmi eða a.m.k. afar fátíð. Höfnuðu kröfu um að Jón Steinar víki sæti  Ríkissaksóknari krafðist að Jón Steinar Gunnlaugsson víki úr dómi í nauðgunarmáli  Aðför að réttarríkinu ef fallist yrði á sjónarmið dómarans Morgunblaðið/Sverrir Jón Steinar Gunnlaugsson Valtýr Sigurðsson Í grein sinni í Lögréttu segir Jón Steinar Gunnlaugsson að í seinni tíð megi finna dæmi um áfellis- dóma Hæstaréttar í kynferðis- brotamálum „þar sem sönn- unarfærsla er afar veik, svo ekki sé meira sagt“ og vísar hann í til- tekna dóma. Valtýr Sigurðsson ríkissaksókn- ari bendir á að Jón Steinar hafi að- eins setið í dómi í einu þessara mála þannig að mat hans hljóti í aðalatriðum að vera byggð á lestri hans á dómunum. Því megi ætla að í þessu felist sú skoðun Jóns Steinars að ekki eigi að taka tillit til óbeinna sönnunargagna nema í undantekningartilfellum. Sú skoð- un sé í andstöðu við 47. grein laga um meðferð opinberra mála, skýr dómafordæmi Hæstaréttar og hafi auk þess enga stoð í reglum þjóð- arréttar. „Skoðun Jóns Steinars um að sönnunarfærslan sé afar veik „ svo ekki sé meira sagt“ í þessum tilteknum dómum er því alvarlegt mál enda myndi hún, væri fallist á sjónarmið hans, væntanlega leiða til þess að óhjá- kvæmilegt yrði að sýkna í flestum, jafnvel öllum, málum af þessu tagi svo framarlega sem ákærðu neit- uðu staðfastlega sök. Sú nið- urstaða væri óásættanleg fyrir ákæruvaldið í landinu, brotaþola kynferðisbrota og beinlínis atlaga að réttarríkinu,“ segir í bréfi Val- týs til Hæstaréttar. „Beinlínis atlaga að réttarríkinu“ Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is TILLÖGUR bresku stjórnarinnar um að frysta eigur Landsbankans í landinu til trygg- ingar fyrir inni- stæðum Breta voru samþykktar í lávarðadeildinni í gærkvöldi eftir talsverðar um- ræður þótt fáir væru í salnum. Nýr aðstoðarvið- skiptaráðherra, Myners lávarður, mælti fyrir tillögunum sem þurftu formlegt samþykki beggja deilda þótt aðgerðirnar hafi tekið gildi fyrir nokkru. Flestir sem tóku til máls vörðu að- gerðir stjórnvalda en gagnrýndu samt margir að beitt skyldi umdeild- um lögum sem m.a. beinast gegn hryðjuverkum. Einnig var varpað fram þeirri spurningu hvort farið hefði verið offari gegn Kaupþingi og loks bent á að Íslendingar rengdu fullyrðingar um að þeir hefðu ekki ætlað að standa við lagalegar skuld- bindingar sínar. Sagði einn lávarð- anna að Alistair Darling fjármálaráð- herra stæði nú í „barnalegum deilum við starfsbróður sinn á Íslandi um það hver hafi sagt hvað og hvenær“. Myners sagði að enn væri reynt að leysa deilurnar með viðræðum við Ís- lendinga. Hann rakti rök stjórnvalda um að ekki hefðu fengist fullnægj- andi svör frá íslenskum stjórnvöld- um um að breskar innistæður yrðu greiddar ekki síður en innistæður bankans á Íslandi. Óhjákvæmilegt hefði verið að nota lög sem taka til hryðjuverka og ann- arra glæpa sem ógnað gætu fjár- hagslegum hagsmunum þjóðarinnar en ráðherrann tók skýrt fram að sjálfum hryðjuverkaákvæðum þeirra hefði ekki verið beitt. Bretar litu alls ekki á íslensku þjóðina sem hryðju- verkamenn, þeir væru vinaþjóð sem Bretar dáðu og virtu, þrátt fyrir þessar deilur. „Það var líka nauðsynlegt að koma í veg fyrir að áhrifin [af yfirvofandi hruni bankanna] breiddust út í fjár- málakerfi Bretlands...Það getur vel verið að þetta hafi ekki verið þokka- fullt en þetta virkaði,“ sagði Myners. Um Kaupþing sagði ráðherrann að aðgerðirnar gegn þeim banka hefðu byggst á áliti breska fjármálaeftir- litsins sem hefði sagt að bankinn gæti ekki lengur staðið við skuld- bindingar sínar. Myners sagði að breska stjórnin hefði ekki byggt að- gerðir sínar á samtali við einn ís- lenskan ráðherra heldur „fjölda sam- tala við ráðherra og ýmsa embættis- menn“ Íslendinga. Noakes barónessa, sem er í Íhaldsflokknum, gagnrýndi að um- ræddum lögum gegn hryðjuverkum skyldi beitt. Fullyrt væri nú að Ís- lendingar hefðu ætlað að hundsa skuldbindingar sínar gagnvart Bret- um. „En íslenska ríkisstjórnin hefur birt texta símtals milli breska fjár- málaráðherrans og þess íslenska sem sýnir að þetta virðist ekki vera algerlega satt,“ sagði Noakes. Hún spurði hver hefði þá verið grundvöll- ur aðgerðanna og jafnframt hvort Myners teldi í ljósi þessa að viðeig- andi hefði verið að beita frysting- unni. Beiting hryðjuverkalaga gagnrýnd Myners lávarður. Virðuleiki Salur bresku lávarða- deildarinnar í London.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.