Morgunblaðið - 29.10.2008, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2008
FRÉTTASKÝRING
Eftir Magnús Halldórsson
magnush@mbl.is
VERÐ á hrávöru hefur fallið hratt á
undanförnum mánuðum samhliða
mikilli lækkun á heimsmarkaðsverði
á olíu. Verðfallið á hrávörunni, eink-
um málmum, hefur mikil áhrif á
gjaldeyristekjur þjóða um heim all-
an, þar á meðal Íslendinga.
Samkvæmt fréttum breska ríkis-
útvarpsins BBC í gær, er talið að
hagkerfi í Austur-Evrópu ráði illa
við hrávörulækkunina samhliða
bankakreppunni. Fulltrúar Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins (IMF) eru þegar
farnir að vinna að úrlausnarverkefn-
um vegna efnhagsvanda í Austur-
Evrópu, meðal annars í Úkraínu,
þar sem stáliðnaður er stærsti at-
vinnuvegurinn, og Ungverjandi, þar
sem málmiðnaður margskonar er
einn af máttarstólpum efnahagslífs-
ins.
Álið hefur áhrif hér
Staðgreiðsluverð á tonni af áli hef-
ur lækkað úr 3.300 dollurum,
396.000 krónum, í 1.880 dollara, um
225.000 krónur, á rúmlega þremur
og hálfum mánuði. Þessi lækkun
hefur bein áhrif á íslenskan efnahag
þar sem orkusölusamningar til
þriggja álvera, sem hér eru starf-
andi, tengjast orkuverðinu beint.
Eins og greint var frá í fréttaskýr-
ingu í Morgunblaðinu 23. október
síðastliðinn er 11,9 prósent arðsem-
iskrafna vegna raforkusölu frá
Kárahnjúkavirkjun miðuð við að
verðið á áltonnið sé um 1.550 doll-
arar. Enn er því nokkuð í að verðið
nálgist lágmarksarðsemismörk.
Tekjur af orkusölu opinberra
orkufyrirtækja hér á landi eru bein-
tengdar álverði og sveiflast með því.
Guðni A. Jóhannesson orkumála-
stjóri segir miklar verðlækkanir á
hrávöru hafa mikil áhrif á gjald-
eyristekjur þjóðarbúsins. Ekki er þó
hægt að segja nákvæmlega til um
upphæðir í því samhengi þar sem
söluverð opinberra orkufyrirtækja
er leynilegt samkvæmt lögum vegna
samkeppnissjónarmiða. „Það er ljóst
að þetta hefur bein áhrif á gjald-
eyristekjur íslenska þjóðarbúsins og
það töluverð,“ segir Guðni. „Eins og
mál standa nú þá lítum við til þess að
tvö álfyrirtæki eru með áætlanir um
uppbyggingu hér á landi til viðbótar
við þau sem fyrir eru, í Helguvík og
á Bakka við Húsavík, sem vonandi
verða að veruleika. Það er hins veg-
ar ekki hægt að leyna því að öll ál-
fyrirtæki og fjárfestar almennt sem
hafa lagt fé sitt í hrávöru verða nú
fyrir miklu höggi með ófyrirséðum
afleiðingum. Verðlækkunin á hrá-
vörum skýrist ekki af minnkandi
eftirspurn eingöngu heldur ekki síð-
ur af því að fjárfestar eru að horfa til
þess að eftirspurn muni minnka til
framtíðar litið. Það er viðbúið að það
gerist. Svo er alveg ljóst að sú mikla
alþjóðlega niðursveifla á fjármála-
mörkuðum er að hafa áhrif á hrá-
vörumarkaðinn eins og aðra mark-
aði.“
Miklir hagsmunir í húfi
Staða áliðnaðarins á Íslandi er
einstök á heimsvísu. Engin önnur
þjóð í heiminum selur jafn mikið af
raforku og hér er framleidd til ál- og
járnblendiiðnaðar. Samtals fara um
70 prósent af raforku til álvera og
járnblendiverksmiðja eða sem nem-
ur um 8.000 gígavattstundum á ári,
samkvæmt upplýsingum frá Orku-
stofnun. Um 800 gígavattstundir
fara til heimila í landinu til samburð-
ar.
Vegna hins háa hlutfalls raforku
sem seld er til ál- og járnblendiiðn-
aðar eru miklir hagsmunir í húfi fyr-
ir þjóðabúið þegar verð á áli lækkar
jafn mikið og gerst hefur að undan-
förnu. Spár um hversu lengi verð-
lækkanaferlið, sem hófst í lok júlí,
muni vara eru misvísandi. Eftir að
verðið komst í sögulegt hámark, um
3.300 dollara tonnið, hefur það lækk-
að stöðugt og mun hraðar en spár
greinenda gerðu ráð fyrir. Þó er
lækkunin töluvert skarpari í öðrum
málmum en áli, stáli þar mest. Nem-
ur um 72 prósentum.
Í fréttaskýringu um hrávöruverð-
lækkanir sem birtist í fagtímaritinu
The Economist í síðustu viku, undir
heitinu: Á meðan, í raunverulega
hagkerfinu (Meanwhile, in the real
economy …) kemur fram að áhrifin
af lækkun og þar með niðursveiflu í
hrávöruiðnaði geti verið umtalsvert
meiri en bankakreppan sjálf, þegar
fram í sækir.
Það ræðst meðal annars af því að
margir fjárfestar færðu fé sitt yfir í
hrávöru á meðan verð á þeim mark-
aði hækkaði. Hröð verðlækkun,
meðfram hruni á hlutabréfamörkuð-
um vegna bankakreppu, hefur hins
vegar komið mörgum þeirra í vanda
sem ekki verður leystur með tíma-
bundinni tilfærslu á fé yfir í aðrar
eignir. Á endanum munu hluthafar í
hrávörufyrirtækjum, þar á meðal ál-
iðnaði, þurfa að endurskoða rekstur
sinn í takt við þróun á mörkuðum.
Það þýðir stórfelld hagræðing og
samdráttur, haldi áfram sem horfir.
Morgunblaðið/ÞÖK
Ómissandi Málmar eru ómissandi í gangverk samfélaga heimsins. Þeir eru meðal annars notaðir í framleiðslutæki
til þess að búa til málma, eins og þessi mynd úr álveri Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði sýnir.
Miklir hagsmunir í hrávöru
Hriktir í efnahags-
stoðum vegna
hrávörulækkana
og seðlabönkum Norðurlandanna, en
Færeyingar eru fyrstir til þess að
staðfesta lánveitingu. „Þetta er mikið
drengskaparbragð af þeirra hálfu,“
segir Geir og bætir við að pólitísk
samstaða ríki um málið í Færeyjum
og það sé ekki síður mikils virði.
Svíi í forsæti
Beiðni um lán frá seðlabönkum
Norðurlandanna er í réttum farvegi,
eins og haft var eftir Geir í Morgun-
blaðinu í gær. Hann segir að nefnd
embættismanna undir forsæti Svía
hafi verið skipuð í gær til að fylgja
málinu eftir.
Forsætisráðherrar Norðurland-
anna áttu þrjá fundi í gær. Auk fjár-
málakreppunnar á Íslandi ræddu þeir
meðal annars um Eystrasaltsstefnu
ESB, sem verður lögð fram í júní á
næsta ári, hnattvæðingu og leiðtoga-
fund Sameinuðu þjóðanna um lofts-
lagsmál sem verður haldinn í Kaup-
mannahöfn 2009.
króna láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðn-
um auk annarra lána frá Seðlabanka
Bandaríkjanna, Seðlabanka Evrópu
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
„ÞETTA er ótrúlega höfðinglegt af
þeim,“ segir Geir H. Haarde, forsætis-
ráðherra, um ákvörðun færeysku
landstjórnarinnar þess efnis að veita
Íslandi 300 milljóna danskra króna
gjaldeyrislán, jafnvirði um 6,1 millj-
arðs króna.
Geir H. Haarde segir að færeyska
sendinefndin á þingi Norðurlandaráðs
í Helsinki hafi síðdegis í gær óskað eft-
ir fundi með sér og Árna M. Mathie-
sen, fjármálaráðherra, og á þeim fundi
hafi Færeyingarnir tilkynnt þeim
fyrrnefnda ákvörðun. Ákveðið hafi
verið að þiggja lánið og munu fjár-
málaráðherrar landanna koma málinu
í réttan farveg.
Eins og fram hefur komið hefur Ís-
land óskað eftir um 240 milljarða
Mikill drengskapur Færeyinga
Geir H. Haarde forsætisráðherra segir lán færeysku landstjórnarinnar mjög
höfðinglegt og sýna mikið vinarþel Nefnd skipuð undir forsæti Svía
Ljósmynd/Magnus Fröderberg
Stjórnendur Geir H. Haarde, forsætisráðherra Íslands, og Jens Stolten-
berg, forsætisráðherra Noregs, á þingi Norðurlandaráðs í Helsinki í gær.
ALLT verður
undir í þeirri
vinnu sem fram
undan er í rík-
isfjármálunum.
Þetta segir
Kristján Þór Júl-
íusson, varafor-
maður fjárlaga-
nefndar, en
nefndin kemur
saman á morgun
til að fara yfir fjárlagafrumvarp
næsta árs við gjörbreyttar að-
stæður. „Fjárlagafrumvarpið fyrir
árið 2009 var lagt fram fyrir tæp-
um mánuði og gerði ráð fyrir tæp-
lega 60 milljarða halla. Síðan það
var lagt fram sjáum við nú fram á
verulegan samdrátt lands-
framleiðunnar. Það þýðir að at-
vinnuleysi eykst, tekjur ríkissjóðs
minnka og útgjöld til félagslegra
þátta aukast m.a. vegna atvinnu-
leysisbóta. Að öllu óbreyttu kemur
hallinn til með að aukast verulega
og því verður allt að vera uppi á
borðinu þegar skoðað verður
hvernig við eigum að mæta þeim
útgjöldum sem fram undan eru á
komandi ári. Það er óhjá-
kvæmilegt,“ segir hann.
Efnahagskreppan hefur þegar
komið hart niður á byggingargeir-
anum. Spurður hvort bæta þurfi í
framkvæmdir segist hann telja að
skoðað verði við fjárlagagerðina
hvaða leiðir ríkið hefur til að
halda úti stofnframkvæmdum sem
ýta undir atvinnustigið. „En veru-
leikinn er sá að ríkissjóður fram-
leiðir ekki fjármuni.“
Allt verður
að vera uppi
á borðinu
Kristján Þór
Júlíusson
FARIÐ var með nokkra nemendur
úr Vesturbæjarskóla á slysavarð-
stofu eftir skólasund í Vesturbæjar-
laug í gærmorgun, en þeir kenndu
sviða í augum eftir sundið. Guðrún
Arna Gylfadóttir, forstöðukona
Vesturbæjarlaugar, segir að klór sé
töluvstýrt í laugina og sá búnaður
hafi bilað í fyrradag. Gert hafi ver-
ið við hann, en kerfið hafi þurft
tíma til þess að jafna sig, enda sé
um 750 tonn af vatni að ræða. Þeim
börnum sem fóru á slysadeild var
bent á að besta ráðið við sviðanum
væri að skola augun vel.
Að sögn Guðrúnar Örnu var klór-
magn í lauginni orðið eins og vant
er um hádegisbilið í gær. Þótt
magnið hafi aukist um tíma hafi
það verið innan marka samkvæmt
öryggisreglum um sundstaði. Virk-
ur klór í laug eins og Vesturbæjar-
laug megi vera á bilinu 0,5 milli-
grömm til 2 milligrömm á hvern
lítra. Meðalgildi, sem sé æskilegt,
sé 0,7-1 milligramm á lítra. „Það
sem gerðist núna var að við vorum
nær 2 en 1 og því meiri klór í laug-
inni heldur en venjulega,“ segir
hún. Flesta daga sé klórinn við mið-
gildið.
Eftir að börn í skólasundi fengu
sviða í augun hafi sundlaugin
ákveðið að ræða við sundkennara
og kanna hvort hann vildi ekki
halda yngsta hópnum frá lauginni,
meðan hún væri að ná viðmiðunar-
stigi. elva@mbl.is
Á slysadeild
vegna sviða
eftir sund
Morgunblaðið/Ásdís
Klór Meira magn en vant er rann í
Vesturbæjarlaugina.
Hvaða vörur teljast til hrávara?
Vörur sem teljast til hrávara eru
notaðar sem undirstöðuhráefni í
aðrar iðnaðarvörur. Til dæmis
telst olía til hrávöru, auk hveitis
og málma. Olían hefur mikil áhrif
á verðþróun hrávöru þar sem hún
er undirstaðan í margvíslegum
iðnaði.
Af hvaða þáttum ræðst verðið?
Verð á hrávörum myndast á
markaði. Það ræðst af framboði
og eftirspurn. Margvíslegir þættir
geta haft áhrif á eftirspurnina, svo
sem erfið rekstrarskilyrði.
S&S
&%
'
(
(
(
(
)
%
*
+
,-#. /012 %
34
%
,